Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.09.1981, Blaðsíða 3
Helgin 19.— 20. september 1981 ÞJóÐVILJINN — StÐA 3 Gamlar fundargerð- arbækur Reykjavikur- borgar eru margar hverjar skemmtilesn- ing. Ætlunin er að birta brot úr slikum bókum frá fyrri tið i Sunnu- dagsblöðum á næstunni og er hér fyrsti skammt- ur. „Samþykkt að banna allan þvott á mottum og pokum i laug- unum.” (Fundargerð veganefndar 24. febr. 1980) „Guðrúnu Jónsdóttur var með meiri hluta atkvæða falið að hafa á hendi ræstingu laugarhússins með for og vanhúsinu frá 1. júni og svo lengi sem um semur fyrir 26 kr. á mánuði hverjum.” —Fundargerð veganefndar 1. júni 1908) „Kæra kom fram á íundinum frá Sigurbirni A. Gislasyni yfir Guðrúnu Jónsdóttur, umsjónar- konu þvottahúsanna við Laugarn- ar. Frú Briet Bjarnhéðinsdóttur var falið að rannsaka að hve miklu leyti kæran er á rökum byggð.’tFundargerð veganefndar 31. jan. 1910) framferði í laugunum „Kærumál Guðrúnar Jónsdótt- ur þvottakonu. Lagt var fram svar frá Guðrúnu gegn kærunni svo og mörg vottorð frá ýmsum konum um óiastanlegt framferði Guðrúnar i laugunum. Vega- nefndin sér ekki ástæðu til að sinna þessu máli eða gera ráð- stafanir i tilefni af þvi og visar kæranda til dómstólanna ef hann þykist órétti beittur.” (Fundargerð veganefndar 28. febr. 1910) Vatnsþörf minni vegna votviðra „Akveðið að grennslast eftir þvi hvort ekki sé unnt að fá brunnpumpur betri og sterkari en þær sem tiðkast hafa. Til bráða- birgða var samþykkt að panta 2 pumpur i tvo stærstu brunnana, Prentsmiðjubrunn og Skálholts- lind, fyrir 70—80 kr. hverja þeirra.” (Fundargerð veganefndar. 14. okt. 1902). „Bæjarstjórn hafði falið vega- nefnd að semja við Bjarna trésmið Jónsson um leigu á brunni hans. Vill Bjarni leigja brunninn til almenningsafnota fyrir 50 kr. á mánuöi og með þvi skilyrði að bæjarstjórn láti pumpa vatninu úr brunninum gegn um pipu i eitthvert ilát fyrir utan húsagarðinn. Veganefnd telur þetta óað- gengilegt, enda þörfina nú minni vegna votviðra.” (Fundargerð 18. nóv. 1903). (Þess skal hér getið að Prent- smiðjubrunnur var þar sem nú er húsið Miðbæjarmarkaður i Aðal- stræti 9 en Skálholtslind var nánast þar sem nú er högg- myndin Móðurást eftir Ninu Sæmundsen i skrúðgarðinum við Lækjargötu. Bjarni Jónsson trésmiður er sá sem reisti Bjarnaborg við Hverfisgötu og er húsið kennt við hann. Bjarni lét gera þar brunn einn mjög stóran fyrir utan húsið og er það um- ræddur brunnur). Sex nýir herramenn Iðunn hefur nú gefið út sex ný hefti um hina viðkunnu herra- menn, en texti og teikningar eru eftir Roger Hargreaves. Bækur þessar hafa komið út i mörgum löndum, verið þýddar á ein þrettán tungumál og gerðir um þá sjónvarpsþættir. Þrándur Thoroddsen hefur þýtt og endur- sagt texta bókanna. Ljósm.: Sigfús Eymundsson Daihatsu Charade 1. Þú ræður við aðeignast hann Verð kr. 79.956 meö ryövörn, skráningu og FULLUM BENZÍNTANKI. Viö lánum þér 30.000 kr. eöa skoðum möguleika á aö taka gamla DAIHATSUINN upp í. 2. Þú ræður við að reka hann DAIHATSU CHARADE er sem kunnugt er margfaldur sigurveg- ari í sparaksturskeppnum í flokki bíla meö 1000 cc vél. Meöal- eyösla í innan- og utanbæjar- akstri er 6—7 lítrar pr. 100 km. Þegar hver lítri kostar 7,85 kr. og von á meiri hækkunum, skiptir gífurlegu máli í heimilisútgjöldum aö benzínkostnaður sé í lágmarki. Ef eitthvað kemur upp á, veitum viö viðurkennda og alhliöa varahluta og verkstæöisþjónustu í bækistöövum okkar aö Ármúla 23, auk fjölda umboösaðila úti á landi. 3. Hann fullnægir öllum þörfum meðalfjölskyldu Hann er skráöur 5 manna, dyrnar eru 5 eöa þrjár. Aftursætin leggjast niöur í heilu eöa hálfu lagi hann er framhjóladrifinn og framúrskarandi duglegur í snjó og ófærð. Hann er sérlega hannaöur meö tilliti til öryggis ökumanns og farþega, og umfram allt er hann kraftmikill og leikandi léttur í akstri um leiö og sparneytnin er í öndvegi. DAIHATSUUMBOÐIÐ Ármúla 23, símar 85870—39179.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.