Þjóðviljinn - 30.01.1982, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 30.01.1982, Qupperneq 3
Helgin 30,—31. janúar 1982 ÞJÓÐVILJÍNN — SÍÐA 3 Svavar Gestsson um efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar Tilflutningur fjármuna til niðurfærslu verðlags Pólitískt samkomulag um að verja kjarasamningana — Þær efnahagsráðstafanir sem rikisstjórnin hefur nú kynnt eru pólitiskt samkomulag um að verja kjarasamningana sem gerir voru sl. haust, sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalags- ins þegar Þjv. bað hann að gera stutta grein fyrir efnahagsráðstöfunum. — Þegar ytri kringumstæður vcrsna einsog nú hefur gerst er þetta erfiðara en ella, — og þau viðhorf heyrast æ oftar að þvi aðeins sé hægt að halda i við verðbólguna, að lifskjör almenn- ings verði skert. — Þessar ráðstafanir byggja fyrst og fremst á tilflutningi fjármuna til niðurfærslu og verðlags. Landbúnaðarvörur sem eru býsna stór liður i neyslu fjöl- skyldna í landinu munu verða greiddar niður og fjármunir til þess fást með sparnaði i rikisút- gjöldum og skattlagningu m.a. á bankana. — — Þvi hefur verið haldiö fram af stjórnarandstöðunni að um beina visitölufölsun sé að ræða, með þeim rökum að landbún- aðarvörur reiknist inni neyslu visitölufjölskyldunnar. — 1 fyrsta lagi er þvi til að svara að þessar ráðstafanir eru i einu og öllu i samræmi við gildandi visitölugrundvöll. Þeir sem telja niðurgreiðslu búvöru- verðs eftir þeim visitölu- grundvelli vera fölsun, hljóta þá jafnframt að vera þeirrar skoðunar að búvöruverðshækk- anir eigi ekkiað mælast i visitölu einsog þær gera nú. — 1 öðru lagi er vitað að stórar fjölskyldur og láglaunafólk nota stærra hlutfall sinna tekna til kaupa á landbúnaðarafurðum en hátekjumenn gera. Þess vegna má segja að i slikum ráðstöfunum felist ákveðið jöfnunarsjónarmið. — Hitt er auðvitað ljóst að nú- verandi visitölugrundvöllur styðst við allt aðra neyslusam- setningu en um er að ræða i dag. Ef breyta á til i þessum eínum er nauðsynlegt að breyta um visi- tölugrundvöll. Nýr visitölugrundvöllur er hins vegar ótvirætt kjarasamninga- mál. Það er m.a. með skirskotun til þessara atriða sem rætt er um nýtt viðmiðunarkerfi lifskjara i efnahágsáætlun rikisstjórnar- innar. — Auðvitað erum við þeirrar skoðunar að i aðgerðum gegn verðbólgunni þurfi að ganga miklu lengra i jöfnunarátt heldur en er að finna i þessum efnahags- aðgerðum. Við teljum að ýmsir aðiljar hafi verulegt fé handa á milli og þetta fé eigi aö nota og beina þvi til þeirra sem minna hafa, laglaunafólksins i þjóðfélaginu. — Þessi eínahagsáætlun er hins vegar málamiölun á miili stjórnaraðiljanna og það er að sjálfsögðu rangt sem stjórnar- andstaðan heldur fram, að Alþýðubandalagið ráði einu og öllu sem stendur i þessu plaggi. Alþýðubandalagið er að visu sterkur stjórnmálaflokkur og hef- Svavar Gestsson: Auðvitað erum við þeirrar skoðunar að i aðgerðum gegn verðbólgunni þurfi að ganga miklu lengra i jöf nunarátt. ur mikil áhrif, en verður auðvitað aðsemja um efnahagsráðstaíanir einsogfleira i þessari rikisstjórn. Okkar tillögur eru að sjálfsögðu um margt á aðra lund. en þarna verða menn að átta sig á þvi grundvallaratriði að hér er fyrst og siðast reynt að verja — einsog kostur er — umsamin laun launþega i landinu. — óg. 1000 ár frá för Eiríks rauða til Grænlands í ár minnast Grænlendingar þess að þúsund ár eru frá þvi Ei- rikur rauði og förunautar hans námu iand á suð-vesturhiuta landsins. Á tsiandi mun margt verða gert til minningar um för Eiriks. Dagskráin hefst með opnun i Norræna húsinu laugardaginn 30. janúar kl. 16. Þá mun forseti Is- lands flytja ávarp og Henrik Lund, bæjarstjóri i Julianehðb og formaður undirbúningsnefndar grænlensku hátiðarinnar flytja fyrirlestur er hann nefnir Græn- lendingar i dag. Að kvöldi 4. febrúar mun dr. Kristján Eldjárn flytja minn- ingar frá sumardvöl á Grænlandi 1937 og segja frá uppgreftri mið- aldaminja i Vestribyggð. Jil viðskiptamanna banka og sparisjóða I. Af sagnir víxla: II. Breyting á vaxtareglum: Frá og með 1. febrúar n.k. mgnu bankar og sparisjóðir stefna að því að kaupa aðeins þá víxla af viðskiptamönnum sínum þarsem útgefendur og ábekingar lýsi því yfir að fallið séfrá afsögn. Er þetta m.a. gert til að létta meðferð víxla i bónkum og sparisjóðum og ekki síst til að spara viöskiptamönnum oft óþarfa kostnað vegna afsagnar víxla. Þessi tilhöfun hefur í för með sér, að nú þarf banki eðasparisjóðurekki lengurða látaafsegja víxli til að tryggja rétt sinn gagnvart útgefanda og ábekingum. Af þessu tilefni mun ný gerð af víxileyðublöðum liggja frammi í áfgreiðslum banka og sparisjóða, þar sem oröin ,,án afsagnar” eru prentuð fyrir ofan væntan- legar undirskriftir útgefenda og ábekinga. Eru viðskiptamenn banka og sparisjóða hvattir til að eyðilegga ónotuð gömul víxileyðublöð, sem þeir kunna að eiga og fá sér í staðinn hin nýju víxileyðublöð. Bankar og sparisjóðir munu hins vegar áfram taka við víxlum viðskiptamanna sinna til inn- heimtu, þótt útgefendur og ábekingar slíkra víxla hafi ekki fallið frá afsögn og yrðu þeir víxlar því afsagðir með hefðbundnum hætti, ef á þyrfti að halda. Þá er rétt að vekja athygli á þeirri breytingu á vaxtareglum vegna innlánsreikninga, að við- skiptamenn banka og sparisjóða geta nú áfram flutt innstæður sínar úr sparisjóðsbókum bundnum í 6 mán., 12 mán. eða 10 ár, vísitölubókum barna og reikningum með 12 mánaða uppsögn, á innlánsreikninga með verðtryggingu, enda bindist innstæöa á ný i 6 mánuði. Samvinnunefnd banka og sparisjóða l/ú £K.KI UuáuR, tíaíDue dftrœ fío -HftHft y/zftoftft fvi Í>£TTft £R ÓKo £ajGuJ Dftl'ft ÚTJftAft. V,0 3ÆTUfti JJftG- /£Gft ZiO NYJuftl OG., J>Jóort£iruNi 'Ýjúrruftt ft ÚTSÓ’i, U/Jft A/ú ££ rSÆxífÆXlO ft£> /tkft-Kjft sén V Gdoft ‘ptÖTct. ' Á'fiP/JfiöfEfc //uÓrtDfrLO /i9(/Cfit/£G/ é>6 - ÚfAÆðiöÆ - j?C/3TL//eð7/?£ET/ ÓÞ RE/FS/ótx JdT'Æ/A//?#/, jj.p

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.