Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 30.—31. janúar 1982 Helgin 30.—31. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 HVAÐAN ERUM VIÐ KYNJAÐIR? Suður i Kópavogi býr maður, sem heitir Halldór Pétursson, hniginn að aldri. Halldór er austfirskur að uppruna, flutti snemma á árum til Reykjavikur og hefur á margt lagt gjörva hönd, sem hér verður ekki tíundað nú. Hlutskipti Halldórs hefur löngum verið að hafa ofan af fyrir sér og sinum með venju- legri verkamannavinnu. Hún hefur aldrei verið álit- leg tekjuöflunargrein i þessu þjóðfélagi, enda hefur veraldarauðurinn ekki þyngt vasa Halldórs um dagana. En þrátt fyrir kröpp kjör langa ævi hefur Halldór aldrei getað vanið sig af þeirri áráttu að hugsa um fleira en munn og maga. mhg rœðir við Halldór Pétursson um álit hans á þeim kenningum, sem fram hafa komið r um uppruna Islendinga. Ekki skal ég um það segja hvort Halldór Pétursson hefði kosið að „ganga menntaveginn” ef þess hefði verið kostur. Hitt tel ég fullvist, að ef sú gata hefði ver- ið gengin þá hefði hann lagt fyrir sig sagnfræði, einkum islenska sögu. Nú um sinn hefur hann mikið velt fyrir sér þeim kenningum, sem settar hafa veriö fram um uppruna Islendinga. Og er fund- um okkar Halldórs bar saman nú fyrir nokkru, varpaði ég fram spurningunni um þetta, án þess að gera mér grein fyrir þvi, að þar með var hafið það viðtal, sem hér fer á eftir. Snorri var varfærínn — Já, hver er uppruni Islend- inga? Þessi spurning hefur nú mörgum tslendingnum i brjósti brunnið en svör hafa ekki fengist, sem sæst hefur verið á. Ég er nú einn þeirra manna, sem hefur vantað menntun, tima og peninga til rannsókna i þessum efnum sem öðrum. Allt þrek þeirra, sem þannigérástatt um, fer i að forða sér og fjölskyldunni frá rusla- tunnunni. Okkar einasta er það, hvaða ályktanir við getum dregið af fornsögunum. Við höfum átt marga góða sagnfræðinga en allflesta á einu bandi, uppsperrta af Norðmanna- kyninu. Þó bregður fyrir mönn- um, sem finnst tryppin illa rekin, en ráðning gátunnar sat i sama farinu, enda heimildir þá minni en nú. Landnámuhöfundar gefa engan gaum að þvi, sem Snorri Sturluson gefur i skyn og sem vissi langt umfram þá. Vildi þó ekki bókfesta þaö þvi hann þykist skrifa sanna sögu. — Ertu vantrúaöur á frásagnir Landnámu? — Ja, það sem vakti vantrú mina á Landnámu og fleiru i okk- ar fornu ritum var hvað allt var ólikt með landnámsmönnunum og Norömönnum. Þar til telst þjóðskipulag, siðir og venjur, húsdýr og svo mætti lengi telja. Þó las ég fyrir skömmu að sannað væri að islenska músin væri af norskri ætt. Kannski er allt þetta álikastökkbreytingar? Þá er ekki að undra þótt Gunnar á Hliðar- enda gæti stokkið jafn langt aftur á bak og áfram. Ólíkt höföust þeir aö Bent skal á nokkur hinna óliku atriða. Likbrennsla var i Noregi á þeim tima, er landnám hófst. Hvergi er hennar getið hér, aftur á móti brenndu menn hver ann- an inni. Segja má að skálda-auðn yrði i Noregi eftir landnám. Is- lenskir sagnfræðingar hafa verið að reyta saman hálfar visur eftir norska konunga, og þrem skáld- um öðrum tefla þeir l'ram, en Björn O. Björnsson sagöi mér, að hann hefði rýnt i ættir þessara skálda og þeir væru af þeim stofni, sem hingað flutti, og vikj- um við kannski nánar að þvi sið- ar. Fáir munu telja að Björn O. Björnsson hafi lagt sig að skrumi. Þegar þjóðarbrot og jafnvel einstaklingar flytja miili landa, flytja þeir með sér það besta og merkasta frá sinu ættarlandi. Þetta gerðu Islendingar þegar þeir fluttu vestur um haf. Þeir eignuðust góð skáld og hagyrð- inga en héldusinni fornu, islensku hefð án þess að nokkuö af heilög- um anda kæmi yfir þá. Skrítin kenning Einn sagnfræðingur kom með þá hugdettu að landnámsmenn hérhefðuorðiðsvona mikil menn- ingarþjóð af þvi aö flytja af meg- inlandi á eyju. Allir sem nokkuð hugsa vita, að svonefnd menning og menningararfur á sér djúpar rætur og langan aðdraganda. Þessi tilgáta minnir helst á það, að lengi héldu menn að lús kvikn- aði af sjálfu sér. Menningararfur hefur aldrei myndast af fátækra- flutningi. Mig langar til að spyrja: Hversvegna komu landnáms- menn sér ekki upp hersum, höld- um og jörlum eins ogNorðmenn? Og spyrja má: Hversvegna ekki konungsstjórn, sem þá var i mikl- um blóma á Norðurlöndum? Kannski hafa þeir eitthvað þekkt til slikra piltunga, sem ekki hefur freistað til eftirbreytni? Ekki vantaði þá ættarmetnaðinn. Samtgekk ekkert af þessu i ættir. Það er i rauninni dálitið furðulegt að slikir þjóðarsiðir skuli gleym- ast og týnast á stundinni. Dr. Baröi Guömundsson — Nú veit ég aö þú hefur inikiö brotið heilann um þessi mál, Halldór, en hefur einhver sér- stakur sagnfræöingur átt þátt i að beina skoðunum þinum i ákveöna átt? — Já, þvi neita ég ekki; dr. Barði Guðmundsson. Það var ekki fyrr en hann kom fram á vig- völlinn að augu min og eyru og raunar margra hugsandi manna, upplukust. Þar sá ég ydda á það, sem égaldrei hafði skilið, þótt ég sæi ósamræmið i sögu okkar. Nú eru Vikingarnir eftir dr. Magnússon komnir og þó að þar sé ekkert beint um uppruna Is- lendinga þá hillir þar undir svo margt, sem við höfum ekki áður haft aðgang að. Þar sjáum við hvað Snorri Sturluson eygöi. Það bryddir lika i bók þessari á mörgu, sem gæti svipt hulunni af þessu máli. Dr. Barði Guömundsson kemur með þá kenningu, að við séum að minnstum hluta af Norðmönnum komnir. Fyrir landnám Islands- byggðar voru miklir þjóðflutning- ar til Norðurlanda austan úr álf- unni og kannski lengra að. Þar átti rætur menning, viða að kom- in. Barði telur, að brot af Heról- um hafi lagt undir sig Suð-vestur Noreg og verið búnir að rikja þar 150—200 ár litið blandaðir þegar Haraldur hárfagri var að leggja undir sig landið og sameina það. Herólar höfðu verið á mála hjá Rómverjum og tileinkað sér ým- islegt sem þá heyrði til menning- ar. Má þar til nefna sagna- og ljóðakveðskap. Þar koma fram goöar en konungsstjórn hötuðu þeir. Þeir „brenndu” þó einu sinm yiir á konung og líkaði vel viðhannen tignarnafnið gátu þeir ekki þolað og drápu hann. Fleiri flökku- mannahópar — Má ekki telja trúlegt að fleiri en Ilerólarhafi stungið niður fæti á Noröurlöndum á þessum árum? — Jú, margir fleiri flökku- mannahópar komu i þann tið til Norðurlanda og settust þar að um tima. Þetta hefur óetað verið úr- valsfólk þvi alltaf er það þess leið að leggja á brattann, ieita sýnis og brjóta af sér hlekkina. Þetta fólk hópaðist til Danmerkur og S- V-Noregs. Æsir settust að i Svi- þjóð, einn mesti menningargjafi, sem sagan getur um, enda búa Sviar að þvi enn i dag. Það er dálitið eftirtektarvert, að merkustu landnemar okkar reka ættir sinar til Dana og Svia. Þeir eru svo að segja hinir einu sem Landnáma veit ofurlitið um. Þessir flökkuhópar börðust harðast móti Haraldi hárfagra. Atökin enduðu meö Hafursfjarð- arorrustu en áður var Haraldur búinn að drepa eða hrekja úr landi margt al þessu íólki. Eftir Hafursfjarðarorrustu flúðu þeir, sem eftir lifðu, til Suðureyja og viðar en Haraldur gerði ferð þangað, hreinsaði til og þá höpað- ist margt af þessu fólki til Is- lands, Bretlandseyja og fleiri landa, sennilega þó flest hingaö þvihér var frekast von um varan- legt hæli. Á Suöureyjum hefur fólk þetta kynnst kristni og þeirri menningu, sem þar rikti. Vegna tengda og ófriðar fóru margir Suðureyingar til íslands, við höfum fengið þaðan menning- ararf og ekki sist lrá hinu ófrjálsa fólki. Vikingar voru engir aular. Auðvitað hafa þeir valið úr fólk- inu þegar þeir völdu þræla. Það eru engin undur þótt Ari fróði telji alla Norðmenn sem hann vissi aðhöfðu verið i Noregi. Og þaðan er komin Gróusagan um að Haraldur hafi tekið til sin öll óðöl i Noregi. Það var af þess- um þjóðarbrotum, dauöum og lif- andi, sem hann tók allt, og lét sina vildarmenn hafa. Hefði hann tek- ið af öll óðöl á einu bretti mundi hann ekki hafa kembt sinar gullnu hærur. Fornbókmennt- irnar — Ef við vikjum ofurlitið afl okkar fornu bókmenntum? — Já, og þá má spyrja: hvaðan eru þær runnar? Ekki frá Norö- mönnum, sem ekki áttu neina sögu utan þá, sem lslendingar gáfu þeim. Sumir telja allt lrá tr- um komið en slikt er fjarstæða. Þeir fluttu hingað frjálsir og fluttu hingað ófrjálsir en menning þeirra var kristin og það, sem við köllum gullaldarmenningu lögðu þeir sér ekki til „munns” eða skráðu á blöð. Aftur á móti hefur þessi gullaldarmenning flust hingað með íólki, sem ættað var austan úr álfu, þar sem aldagöm- ul menning var enn viö lýði. Rómverjar höföu tileinkað sér griska menningu og ekki siður menningu þeirra þjóða, sem þeir brutu undir sig. Hermenn höfðu fyrirmæli um að drepa ekki þá menn, sem taldir voru spekingar, heldur taka þá til íanga. Þetta varð banamein rikisins. Menning hinna herteknu gróf um sig, rikið fór að gliðna og hópar að flýja land og höfðu sina menningu að ferðanesti. Rúnirnar segja sina sögu alla leið austan frá Svartahafi til Norðurlanda og margt mun enn koma i leitirnar og gegna stóru hlutverki við aö skýra þessi mál öll. Ég kynntist dr. Barða á hans siðustu árum og með okkur tókst vinátta, sem ekki er altitt með lærðum og ólærðum. Auðvitað gat ég ekkert látið af mörkum en það gladdi hann mikið að hitta menn, sem áhuga höfðu á fræðum hans, og mér varð hann ógleymanleg- ur. Dr. Barða þótti ekki . minna vænt um að alþýðan gæfi þessu gaum. Þetta fór heldur ekki fram hjá sumum sagnfræðingum og má þar tilnefna Skúla Þóröarson, Stelán Pétursson og Hermann Pálsson. Visindamenn, sem ryðja nýjar brautir á menningarsviöi sitja sjaldaná Sökkvabekk i þessu lifi. Annað er með þá, sem finna upp drápsvopn. Gömlu mennirnir þykjast eiga söguna en sú eign helslekki i hendi, sem betur fer; stöðnun getur aldrei af sér lifend- ur. Góörar ættar Min tilgáta er sú, aö viö séum best kynjaða þjóðin á Norður- löndum. Engin kynvana þjóð hefði lifað af þær hörmungar, sem tslendingar hala gengið i gegnum. Ég er ekki þjóðlræðing- ur, en ég heli ekki lesiö um neina þjóð, sem þolaö hefur slikar hörmungar. Það er engu likara en höfuðverur himins og jaröar legðu þar hönd að, með eldgos- um, isum og allskonar harðrétti náttúrunnar. Þar við bætist er- lend ánauð i sjö aldir. Lygileg saga ef ekki væru heimildir. Á okkar mestu niðurlægingar- timum komu hingað farandridd- arar til að skopast að þessum skrælingjum. Þeim var visað á presta og valdamenn. Þegar þangað var komið, aö sögn þeirra, komu út úr moldarhaug- um tötrabassar ekki sem hrein- legastir. Hitt undruðust þessir spraðibassar, að þeir voru ávarpaðir á „púra” latinu og upp hófust kurteisisvenjur konunga og annars stórmennis. Þetta gat ekki verið sótt til þjóða, sem enga menningu áttu. Ég vil svo að endingu segja, að það er hollur lestur að lesa kenn- ingar dr. Barða Guömundssonar, sem Menningarsjóður gaf út i tveimurbindum, hvqrt sem menn aðhyllast þær eður ei. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.