Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 32
DWÐVIUINN Helgin 30.—31. janiiar 1982. nafn vrikunnar Jósteinn Kristjánsson Jósteinn Kristjánsson, sem hafnaði I þriöja sæti i prófkjöri Framsóknarfiokksins um sið- ustu helgi, hefur vakið athygii fyrir skoðanjr sínar á hinum ýmsu þáttum i rekstri R vikur. Hann var spurður hvort hann vildi láta selja Borgar- spitalann. „Það hef ég aldrei sagt”, sagði Jósteinn. „Ég hef hins vegar haldið þvi fram að heppilegt væri að reka alla spitala i Reykjavik undir einni stjórn. Með þvi móti er hægt aö bæta þjónustu þessara stofnana og einnig væri tals- verðum fjárhagsbagga létt af Reykja vikurborg”. — Nú hefur þú einnig látið það i Ijós að draga þurfi úr þjónustu dagvistunarstofnana i Reykjavik. „Ég leyni þvi ekki að ég hræðist þróunina i dagvistar- málunum. Ég geri hins vegar greinarmun á dagvistunar- stofnunum og dagheimilum. Börn hafa gott af þvi aö kynn- ast öðrum börnum og dvelja hluta úr degi heiman frá sér. En að börnum sé komið fyrir á stofnunum allan daginn er langt frá að vera heppilegt. Auövitað er nauðsynlegt að hafa þessar stofnanir fyrir börn ýmissa hópa s.s. ein- stæða foreldra og aðra, sem likt er ástatt fyrir”. Þú hefur sagt að bjóða ætti út þjónustu strætisvagnanna. „Ég hef trú á einstaklings- framtakinu. Ég held þvi fram aöspara mætti verulegar fjár- hæðir með þvi að bjóða út leiðir; það mætti gera i til- raunaskyni eitt ár eða svo og meta svo árangurinn. Ég er ekki hrifinn af þvi bákni, sem SVR er, og rekið er með bull- andi tapi. Það má draga þarna úr kostnaði og bæta þjónust- una jafnframt. Ef viö reynum engar nýjungar verða aldrei framfarir”. Hvað viltu segja um vinstra samstarf eftir kosningar ? „Kristján og Gerður hafa lýst yfir vilja til vinstra samstarfs Ég staldra við fram yfir kosn- ingar. Vinstri meirihlutinn hefur gert margt gott en mörgu þarf aö breyta. Rekstur borgarinnar stefnir i ógöngur, þegar 80% teknanna fer i fasta liði og hækkar stöð- ugt. Tillögur Sjálfstæðis- flokksins ganga hins vegar ekki upp, hann vill auka þjón- ustuna og draga úr skatt- heimtu”. — Smalaðir þú inn I Fram- sóknarflokkinn fyrir próf- kjörið? „Það hafa kannski um 100 manns gengið I flokkinn á minum vegum, en margir þeirra voru að endurnýja aðild sina að flokknum, höfðu dottið út af skrá”. — Heldur þú að sjónarmið þin eigi fylgi að fagna i flokknum? „Það á eftir að koma i ljós, en ég veit að sjónarmiö min hafa fallið i góðan jarðveg hjá stuðningsmönnum minum. Ég fer I þetta til að láta gott af mér leiöa þvi við veröum að finna nýjar leiðir i rekstri borgarinnar,”, sagði Jósteinn. Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aöra starfsmenn hlaðsins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiöslu blaösins I sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 //Markmið félagsins er: — að starfa áð þvi, að islenskar konur fái fullt stjórnmálalegt jafnrétti við karlmenn; Kosningarétt og kjörgengi, einnig rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir; — að efla þekkingu og glæða áhuga isl. kvenna á máli þessu.. — aðefla fclagsskap og samvinnu meðal isl. kvenna...” Þannig hljóðuðu lög Kvenrétt- indafélags Islands sem lögð voru fyrir fund þess hinn 20. mars árið 1907. Áður, eða hinn 27. janúar, höfðu 15 vaskar konur stofnað félagið, og telst sá dagur hinn eiginlegi stofndagur. Kvenrétt- indafélagið hefur þvi lifað i ein 75 ár. A sinni löngu starfsævi hefur Kvenréttindafélag tslands viða komið við. Ógerlegt er að tina tii öll helstu æviatriði svo merks félagsskapar i stuttri blaðagrein, en ekki er óeðlilegt að menn liti til upphafsins á merkum tima- mótum. Og litum þá á bernsku „brekin”. Lestrarfélag kvenna, Verka- kvennafélagið Framsókn, Mæðrastyrksnefnd, Mæðra- félagið, Menningar- og minning- arsjóður kvenna, Vinnumiðlunar- stöðin og, siðast en ekki sist, barnaleikvallastarfsemi — allt er þetta undan rifjum kvenna I KRFl runnið. Ótalin eru þau lög og reglu- gerðir sem rekja má til Kvenrétt- indafélagsins, en flest af þvi liggur i þagnargildi. Þegar að þvi kemur að farið verður að rita raunverulega Islandssögu — sögu okkar allra — mun þetta, og margt fleira, koma upp á yfir- borðið. Hér má sjá nöfn þeirra 15 einstaklinga, sem kosningu hlutu til bæjarstjórnar árið 1908. Konurnar fjórar, sem komust að af kvennalistanum voru Katrin Magnússon, Þórunn Jónassen, Briet Bjarnhéðinsdóttir og Guðrún Björnsdóttir. (Ljósm. gel) Kvennaframboð rifjuð upp Einn er sá hlutur, sem Kven- réttindafélagið beitti sér fyrir og höfðar beint til samtimans á þessum timum kvennavakningar, en er að litlu getið i tslandssög- unni. Þar á ég við kvennafram- boðin. Þau eru nefnilega ekkert ný hér á landi. Blómaskeið þeirra voru árin 1908—1926; kannski er annað skeið að renna upp. Hinn 1. janúar 1908. gengu i gildi ný bæjarkosningalög og með þeim var konum veittur sami kosningaréttur og karlmenn höfðu. Kvenréttindafélagið hafði snör handtök og vatt sér út i kosn- ingaslag og fékk 6 kvenfélög önnur til liðs við sig. úrslitin komu á óvart. Fylgi kvenna- listans reyndist mikið og hlaut hann 4 af þeim 15 fulltrúum sem um var kosið. En sagan er ekki þarmeð sögð — framboðin voru miklu fleiri: Kvennalistar við bæjarstjórnarkosningar á islandi % af at- Fjöldi Ar kvæðum fulltrúa Reykjavik 1908 21,3 4 (af 15) 1910 20,8 1 (af 5) 1912 21,1 1 ( —) 1914 11,7 1 ( — ) 1916 10,1 0 ( —) Akureyri 1910 8,0 0 (af 3) 1911 16,7 1 ( — ) 1921 29,3 1 ( —) Seyöis- f jörður 1910 36,3 1 (af 2) Framboðin á Akureyri og á minna en 22,7% atkvæða árið 1922 Seyðisfirði má vafalaust rekja og einn þingmann (þetta var beint til áhrifa Kvenréttinda- landskjör og kosið var um 6). Arið félagsms, en þarna voru starfandi 1926 hlaut listinn hins vegar sambandsdeildir. (Þess má geta aðeins 3,5% atkvæöa. Lauk þar til gamans, að Halldóra Bjarna- með framboössögu islenskra dóttir, er nýlega lést 108 ára að kvenna (i það sinnið). aldri, var i framboði á Akureyri Allt var þetta Kvenréttinda- áriö 1910 og árið 1921). félaginu að þakka. s I tilefni 75 ára afmœlis Kven- réttinda- félagsins En konur buðu einnig fram til þings árið 1922 og árið 1926, Listi þeirra hlaut hvorki meira né Eða hvað? Hvað sem menn segja annars um þá kenningu, að það sé forystan sem skipti öllu máli, félagsskapurinn engu, þá verður heldur ekkert af Brieti Bjarn- héðinsdóttur skafið. Hún var potturinn og pannan i félaginu, ferðaðist um landið þegar engir vegir voru til, hélt fyrirlestra þar til einhverjir fóru aðhlusta, bauð blaðið sitt til kaups þar til kaup- endur fengust — barðist meðan kraftarnir entust. Við ljúkum þvi þessari miður tæmandi upprifjun með orðum hennar: „Þjóðfélagið þarfnast hvar- vetna hinnar nákvæmu, ástríku móðurumhyggju kvennanna. Hvar sem litið er á , ættu þær að vera mcð. Bæði sem kjósendur og löggjafar, ailsstaðar þar sem ræða skal um unga og gamla, fátæka, bágstadda og sjúka, alistaðar þar sem menning og siðgæði þurfa talsmenn — þar eru konurnar sjálfsagðar. Karlmenn- irnir eru liklega enn þá viðsýnni, þegar til stórmálanna kemur, þoir leggja ef til vill rýmri grund- völl undir stjórnarfar landanna. En þeim yfirsést oftlega i smærri atriðunum og þar njóta konurnar sin betur, mcð æfðari hagsýni, meiri nærgætni og næmari til- finningum.” (Kvennablaðið, 23. jan 1907). ast FRAMKOLLUN MEÐHRAÐI! NtJ APGREIÐUM VIÐ ALLAR LITFILMUR ÚR FRAMKÖLLUN DAGINN EFTIR AÐ ÞÆR BERAST OKKUR I; Mori »j < 3 TRYGGÐU GÆÐIN -TAKTÁ KODAK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.