Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Helgin 30.—31. janúar 1982 ritstjórnargrei n úr aimanak inu Skrifstofa: Guörún Guðvaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmóðir : Bergljót Guöjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siðumúla 6, Reykjavik, simi 81333 Prcntun: Blaðaprent hf. Vísitölukerfiö • í skýrslu ríkisstjórnarinnar, sem lögð var fram á Alþingi nú i vikunnj,segir m.a. á þessa leið: • ,,Ríkisstjórnin mun nú þegar stofna til viðræðna við samtök launafólks og aðra hagsmunaaðila at- vinnulífsins um viðmiðunarkerfi, sem gæti komið í stað núverandi vísitölukerf is og tryggt kaupmátt og jöfnun lífskjara, en væri laust við höfuðókosti þess, sem nú gildir". • Margir hafa löngum talað illa um vísitölukerfið, og svo virðist sem sumir telji þar uppsprettu flestra meinsemda okkar efnahagslífs. Auðvitað þarf þetta kerfi endurskoðunar við, og sjálfsagt mál að sú endurskoðun fari fram i samráði við verkalýðshreyf- inguna og fleiri hagsmunaaðila. Til þess vísar sam- þykkt ríkisstjórnarinnar nú. • En í umræðum um vísitölukerf ið eru þeir margir sem leika tveimur skjöldum. Átakanlegt er að heyra málflutning manna sem gera hvort tveggja í senn, — jafnvel í sömu ræðunni — að skammast yf ir því hvað ófullkomna tryggingu vísitölukerfið veiti launafólki, en einnig yfir hinu, að vísitölukerfið með sínum verðbótagreiðslum á laun sé bölvaldurinn sem stærsta sök eigi á verðbólgunni. — í slíkum málf lutn- ingi rekur sig eitt á annars horn og fór ekki dult í út- varpsumræðunum frá Alþingi á fimmtudag. • Sannléikurinn er auðvitað sá, að núverandi vísi- tölukerf i er hægt að breyta á tvo vegu. Því er hægt að breyta með þeim hætti sem verkalýðshreyf ingin gerir kröf u um, þannig að það tryggi kaupmátt launa betur en nú, þegar ólafslög hafa tekið gildi á ný. Og þessu sama vísitölukerf i er svo auðvitað líka hægt að breyta á hinn veginn, þannig að enn f rekar sé dregið úr þeirri kaupmáttartryggingu sem nú er þó fyrir hendi. • Þá lágmarkskröf u verður að gera til manna sem um þessi mál f jalla, að þeir geri grein fyrir f hvora áttina þeir vilji breyta vísitölukerfinu, en látist ekki ætla að breyta því í tvær gagnstæðar áttir! • Núverandi vísitölukerf i er engin heilög kýr, en við allar umræður um breytingar á því hlýtur verkalýðs- hreyfingin að spyrja: — Með hvaða hætti öðrum ætla menn að tryggja kaupmátt launanna jafn vel eða þá betur heldur en núverandi vísitölukerf i gerir? I þeim efnum er svarið trúlega ekki einfalt, en leitin sakar ekki. • Hitt ætti hver maður að sjá í hendi sér, að væri nú- verandi verðbótakerfi á laun afnumið án þess að önnur kaupmáttartrygging kæmi í staðinn, þá þýddi það einfaldlega miðað við núverandi verðbólgustig, aðverðlagiðhækkaði um 8—10% f jórum sínnum á ári, en launin hækkuðu ekki neitt. Þetta var reyndar eitt af því sem leiftursóknarboðskapur Sjálfstæðisf lokksins hafði að geyma fyrir tveimur árum. Þetta er það sem iðkað var á ,,viðreisnarárum" Sjálfstæðisf lokks ins og Alþýðuflokksins á sjöunda áratugnum, og skammt er að minnast síendurtekinna tillagna þing- flokks Alþýðuflokksins innan ríkisstjornar Ólafs Jó- hannessonar um a.m.k. helmings niðurskurð á verð- bótum. Og auðvitað yrði þessum tillögum skjótt hrint í framkvæmd, ef höfundar þeirra næði undirtökum á stjórnmálasviðinu. • Einhliða og bótalaus niðurskurður verðbóta á al- menn laun kemur hins vegar ekki til greina meðan Al- þýðubandalagið situr í ríkisstjórn. Hitt ber að skoða, hvortunnt reynist að f inna samkomulagsleið, sem feli í sér ákveðnari og öf lugri niðurfærsluaðgerðir heldur en þær, sem nú þegar hafa verið ákveðnar. I þeim ef num verður þóalltaf að horf a f yrst á verðlagið. • Sá neyslugrunnur, sem núverandi framfærslu- vísitala byggir á,er orðinn 20 ára gamall og því um sumt úreltur, satt er það. Lengi hef ur verið á dagskrá að færa útreikning framfærsluvísitölunnar til sam- ræmis við neysluna eins og hún hef ur þróast. Þjóðvil j- inn minnir á nauðsyn þess, að við allar hugsanlegar breytingar í þessum efnum verði hagsmuna lágtekju- fólksins gætt alveg sérstaklega. Það er ekki ávinn- ingur fyrir láglaunafólk að draga úr vægi matvæla og annarra brýnustu nauðsynja við útreikning fram- færslukostnaðar, en auka að sama skapi vægi kostn- aðar við utanlandsferðir, svo dæmi sé tekið. —L. Fyrir svosem ári siðan skrif- aði ég hér grein undir sama haus um það hvað það væri gaman að byggja. Ég varð nátt- úrlega að athlægi um allan bæ og mér var sagt að þessu myndi ég ekki halda fram lengi. Nú er húsið farið að potast upp úr jörðinni og ég er enn sama sinn- is. Þaö er gaman að byggja. Og það jafnvel þótt maður sé ekki mfljónier og kunni ekkert á kerfið. Út frá þessari fullyrðingu hef ég farið að velta þvi fyrir mér, hvaö valdi þvi aö fólk fær maga- sár, hjartáfall, taugaáfall og alls kyns önnur áföll af þvi að þvælast i gegnum kerfið sem húsbyggjendur. Auðvitað fara sumir einfaldlega á hausinn, ætla sér um of og ráða ekki viö greiðslur. En miklu fleiri þjást vegna þess að gangan i gegnum pappirsbunkana ( — stofnan- irnar og kerfið) reynist þeim of erfið. Oft hef ég furðað mig á þvi, hvers vegna ekki er til ein- hvers konar opinber „fyrir- greiðslu-útskýringastofnun” fyrir þá sem gjarnan vilja koma yfir sig húsnæði án þess að gera húsbyggingar að einasta áhuga- máli lifsins. Slik stofnun þyrfti einnig að geta aðstoðaö fólk við að meta tilboð, hafa milligöngu meö út- vegun iðnaðarmanna o.s.frv. Sem sagt þjónustustofnun fyrir húsbyggjendur. Eins og ástand- ið er i dag, ert þú annað hvort heppinn eða óheppinn. Og alltof margir eru óheppnir. Enda þótt slik „útskýringa- stofnun” gæti sparað mikla fyr- irhöfn og áhyggjur, — kemur hún aldrei fullkomlega i stað þeirra einstaklinga, sem — guði sé lof — hafa orðið á vegi manns hingaö og þangaö i kerfinu og gert það að verkum aö maður getur ennþá sagt að það sé gam- an að byggja. Meðan engin þjónustustofnun er til, sem hefur það aö verkefni að skýra fyrir fólki flókinn gang húsbygginga, veröa þessir hjálpsömu einstakiingar manni jafn mikils viröi og happdrætt- isvinningur. Það er ómögulegt að hrósa al- mennt þeim stofnunum fyrir greiöasemi og góðar upplýsing- ar sem húsbyggjendur þurfa að Viltu byggja, breyta, bæta? Annar hluti eiga mest samskipti við. Til þeirra teljast bankarnir. Ég ætla þvi ekki að lýsa gleði minni þegar ég stóð hjálparvana yfir Þórunn Sigurðard skrifar óútfylltum blaðabunka í einum bankanum um daginn og skyndilega birtist stúlka, sem bauðst til að hjálpa mér. Þá lá viö að ég félli i öngvit. Mér hefur stundum fundist starfsfólk bankanna vera farið að likjast iskyggilega þeim fá- látu tólum sem kallast tölvur og virðast nú vera komnar i stað mannlegra samskipti i alltof mörgum opinberum stofnunum. Það er þvi miöur ekki hægt aö halda þvi fram að innan allra opinberra stofnana séu einstak- *■*, ,• * j lingar sem lita á það sem sjálf- sagðan og eölilegan hlut að aö- stoða fólk. Að minnsta kosti hef ég átt umtalsverð samskipti viö ýmsar stofnanir án þess að slik mannvera hafi þar gert vart við sig. Auðvitað hafa allir mikið að gera og allir eru óskaplega stressaðir og álagið er hræðilegt og það þarf tölvur og skipulag og styttri vinnutima og guð veit hvað. En undantekningarnar, fólkið sem vill aðstoða ráðvilltan við- skiptavin, sannar að tómlæti, sinnuleysi og ógreiðvirkni verö- ur ekki afsökuð endalaust með álagi og lélegu skipulagi. Ég stend við það að opinber þjónustustofnun er nauðsynleg og i henni eiga allir að vera al- mennilegir og hjálpsamir svo að fólk þurfi ekki að vera ævarandi áhugamenn um húsbyggingar eða frekjuruddar til að fá viðun- andi afgreiðslu. Og á hinum op- inberu stofnunum eiga að vera liprir og léttir starfsmenn sem gera vinnandi fólki kleift að fá veðbókarvottorð eða samþykkt- ar teikningar á örskömmum tima. (Hvernig fer fólk sem er raunverulega bundið i vinnu að þegar það þarf að fá lán — mér er spurn?) Um leið og ég óska eftir skipu- lagi á hlutina og góðri þjónustu- stofnun inn i kerfið itreka ég þaö aö hinn einstaki maður sem maður á viðskipti við, hvort heldur i banka, hjá borgarverk- fræðingi eða borgarfógeta eða einfaldlega sá er smiðar fyrir þig húsið veröur aldrei ofmet- inn. Heiðarleiki og hjálpsemi þarf auövitaö aðhald, slikt á að vera sjálfsögð og ijúf skylda og það á ekki að liöa opinberum starfsmönnum né iönaöar- mönnum annað. Og vonandi leynist slikt fólk viða i kerfinu. Ef svo er verða færri magasár og hjartaáföll og ég sit ekki ein uppi með þá skoðun að það sé gaman að byggja. Á siöustu tveimur árum hefur verið úthlutað á annað þúsund lóðum i Reykjavik. Þetta fólk er sjálfsagt allt fariö að byggja, auk allra hinna sem kaupa lóðir, býggja i sambýli o.s.frv. Hvern- ig væri að koma upp þjónustu- stofnun húsbyggjenda fyrir vor- iö? DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann, Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Kari Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Fréttastjóri: Álfheiöur Ingadóttir. úmsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. íþrótta- og skákfréttamaður: Helgi Ólafsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriöur Hanna Sigurbjörns- dóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.