Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 21
Helgin 30.—31. janúar 1982 þjóÐVILJINN — StÐA 21 Varsjá i rústum árið 1945. keypt ódýrt danskt smjör tlutt þaö meö sér til Danmerkur aftur og selt það þar, og fjármagnað þannig ferðina. Einhverntima heyrðist lika eitthvað um ódýrt islenskt nautakjöt i Englandi og Færeyjum. Laun og launajöfnuður Eitt höfuðbaráttumál Samstöðu er launajöfnuöur. Lögboðin lág- markslaun eru u.þ.b. 2000 zl. á mánuði og meöallaun iönverka- fólks u.þ.b. 6000 zl. á mánuði. Þrátt fyrir fagurt tal um launa- jöfnuð kynjanna eru samt laun iðnverkakvenna um 1000 zl. lægri launum kolleganna af hinu kyninu. Iðnverkafólk er þó tiltölu- lega vel launaö. Samkvæmt þvi sem Olga segir getur duglegur iðnverkamaöur, sem vinnur eftir einhverskonar bónuskerfi, hæg- lega haft 12000—15000 zl. á mán- uði. Olga, sem er hjúkrunarkona, hefur 8000 zl. á mánuði, og Andrej, sem er hagfræöingur að mennt og deildarstjóri hefur 16.800. Sjálfur Jaruselski hefur 28.200, — opinberlega — , bættu þau viö og glottu. Það fer ekkert á milli mála að launamunur er feykilegur, og þó er efnalegt misræmi mun meira en opinberar tölur segja til um. Tölur segja aðeins þann sannleik sem þær eiga að segja. Þessar opinberu tölur segja ekkert um þau launuöu aukastörf sem fólk hefur fyrir utan kerfiö. Þær segja heldur ekkert um hiö mikla svartamarkaösbrask sem hvergi fer leynt. Og þær segja náttúrlega ekkert um mútur. Hver ferðalangur, sem stigur fæti á pólska grund, hlýtur að kynnast klóm hinna allt um ráfandi hrægamma götunnar, sem virðast þrifast svo vel i þvi kerfi sem þeir hata. Hver sá túr- isti, sem hvorki er fábjáni né haldinn hugsjónarembu, fellur i freistni og skiptir gjaldeyri á hinum svarta markaði götunnar. Verðið er þar 5—6 sinnum hærra en hið opinbera gengi, ca. 4,2 zl. i einni krónu, en gjaldeyrisgamm- arnir, sem rölta um götur meö mörg mánaðarlaun verkamanns i einum vasa, svifast einskis til að halda bæði zlotisum og gjaldeyri. Grandalaus feröamaöur er yfir- leitt léttfengin bráö. „The system! Oh jes, that’s just some- thing for the birds”. Þaö er engan veginn ætlunin aö reyna aö kryfja svartamarkaös- braskið, sem er einn augljósasti votturinn um spillinguna i pólsku samfélagi. En þær ofsalegu fjár- hæðir sem eru i veltu fyrir utan kerfiö sýna svo ekki veröur um villst, að efnahagslegt misræmi er mikið. Eins og ástandið er nú, er efnalagur munur ekki neinn verulegur millum þess sem hefur i mánaðarlaun 6000 zl., og hins sem hefur 16.000 zl. Peningar eru fyrstog siðast ávisanir á vörur og i Póllandi skortir vörurnar, svo ávisanirnar, þó þær séu uppá 16.000 zl. eru litils virði. Sá sem hefur nægan gjaldeyri skortir hins vegar ekkert, — þá er enginn skortur á vörum Gjaldeyrisbraskiö sýnir einnig hversu falskt hið opinbera gengi er, en það er gengiö á svarta- markaðinum lika og kannski enn frekar. Þó hægt sé að fá fyrir 200 danskar krónur, sem er u.þ.b. fjögurra tima kaup verkamanns i Danmörku, upphæð i zlotisum sem er nær mánarlaun pólsks „kollega”, þá segir þetta samt ekkert nema hversu hungrið eftir vesturlenskum vörum er mikið. Ef dæmið er hins vegar skoöað út frá þvi hvaö grunnnauösynjar kosta, annars vegar i Danmörku og hins vegar i Póllandi, (ef þær þá fást) og miðað viö meöal verkamannalaun i hvoru landi, þá breytist útkoman zlotisinu i hag. Barátta upp á lif og dauða 1 Póllandi á sér staö barátta upp á lif og dauða. Ekki einungis milli Samstöðu og flokksins heldur og innan flokksins sjálfs. Þegar þetta er skrifað, i ágúst, hefur komúnistaflokkurinn endurnýjað forystu sina og mið- stjórn. Þau öfl hafa orðið sterk- ari, sem lita ekki á Samstöðu sem samsafn gagnbyltingarafla, heídur einhuga kröfu þjóðarinnar um að njóta réttláts arðs eigin vinnu. En baráttunni er ekki lokið, — það er ekki nóg að skipta um flokksforystu. Embættis- mannakerfið er óbreytt, flest gömlu möppudýrin halda áfram sinni fyrri iðju i stjórnsýslunni. Hver þekkir ekki mun§trið? Flokkar fara og flokkar koma, en gamla „góða” kerfiö fer hvergi. Þeir sem hafa hreiðrað um sig i kerfinu, og notað það sér til persónulegs ávinnings, i svo rikum mæli sem raun ber vitni um, hafa bæði tögl og hagldir i mörgum veigamiklum þáttum þjóðlifs. Til dæmis stjórna embættismenn einir allri dreif- ingu. Þetta vald eru þeir nú að nota til að skapa sem mestan skort og ringulreið, — helst svo mikla að hjálp berist að utan til að endurlifga gamla „góða” kerfið. Matvæli eru eyðilögö i vestri til að halda uppi verði og gróöa. t Póllandi eru matvæli eyðilögö til að skapa ringulreiö. Hversdags- nauðsynjar eru orðnar illfáan- legar, — ekki vegna þess að þær séu ekki til, eða ekki framleiddar, heldur hefur dreifingarkerfið veriö lamað, þannig aö annað- hvort komast þær ekki til smá- salans eða eru ónýtar þegar þangað er komiö. Sögur eru á sveimi um kerfisbundna eyði- leggingu á vörum m.a. með þvi að grafa þær i jöröu. Nýlega heyrði ég sögu, sem lýsir vel þeim skorti sem farinn er aö gera vart viö sig á hinum hversdagslegustu nauösynjum: „Likfylgd kom gangandi eftir götu I einhverju úthverfi Varsjár. Hún gekk fram hjá litilli búð, sem hafði auglýst i einum glugga, aö þar væri hægt að fá þvottaefni. A augabragði leystist likfylgdin upp og breyttist i röö fólks sem beið i þolinmæði i þeirri von aö fá keypt dálitið af þvottaefni. Samstaða hefur gert sér skýra grein fyrir hver höfuöand- stæöingurinn er, enda hefur baráttan að miklu leyti beinst gegn hinum spilltu möppudýrum. Um leið er forystu hreyf- ingarinnar ljóst áð ekki er hægt að þurrka út alla spillingu i einu allsherjar áhiaupi, til þess eru embættismenn of sterkir. Slik til- raun myndi hins vegar geta haft þá hættu i för með sér að þeir fengju „kærkomiö” tækifæri til að biðja um hjálp sem dygði, annaðhvort að innan eöa utan. Af þessum sökum hefur Sam- staöa þróað meö sér baráttuað- ferð sem hefur þýtt að á siðustu 12 mánuðum hefur hreyfingin breyst úr þvi aö vera einungis fagleg, i það að vera bæöi fagleg og pólitisk fjöldahreyfing og hinn eiginlegi valdhafi landsins. Þrátt fyrir þessa staðreynd er Sam- staöa samt engin pólitisk heild. Hún er studd af fólki sem hefur hinar ólikustu pólitisku skoðanir, allt frá últrakommum til fasista, en forystan hefur gert ljóst að hún vill ekki sjálft kerfið feigt heldur einungis spillinguna. Hin óliku öfl hafa eitt markmiö sameiginlegt, þegar þvi er náð splundrast Sam- staða og ef til vill fyrr. Enn rikir þó eining og agi sem and- stæðingunum hefur ekki tekist að deyöa. Sem dæmi um ögunina og þá vitund um gildi þolinmæðinnar sem einkennir forystuna nefndi Olga dæmi frá bænum Ciec- hanów. — Deild Samstöðu þar i bæ, vildi koma mótmælum og kröfum á framfæri við flokks- forystu bæjarins, en var svaraö meö brynvöröum vögnum og fjölda hermanna sem umkringdu flokksmiðstöðina, — þangað skyldu engin mótmæli berast. Fulltrúar Samstöðu fóru samt af stað og er þeir mættu þessum hindrunum settu þeir sig I biö- stööu. Er þeir voru beðnir aö hafa sig á brott svöruðu þeir, — ef viö náum ekki sambandi við flokks- forystuna eftir einn tima þá biðum við bara. Þeir biðu i 50 tima. Hversu lengi blöur pólska þjóðin? Laus staða Staða biíreiðaeftirlitsmanns við Bifreiða- eftirlit rikisins i Vestmannaeyjum er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsókin berist Bifreiðaeftirliti rikisins, Bildshöfða 8, fyrir 10. febrúar n.k. á þar til gerðum eyðublööum, sem stofnunin lætur i té. Reykjavik, 29. janúar 1982. Bifreiöaeftiriit rikisins. Fulltrúi Orkustofnun óskar að ráða fulltrúa við Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóð- anna. Góð enskukunnátta og vélritunarkunnátta nauðsynleg. Háskólamenntun á sviði jarðvisinda eða verkfræði æskileg. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður Jarðhitaskólans i sima 83600. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist Orkustofnun fyrir 10. febrúar. Kvennaframboð Stofnfundur Samtaka um kvennaframboð verður haldinn á morgun sunnudag að Hótel Borg kl. 15 Ritarastarf Óskum eftir að ráða ritara til starfa sem fyrst. Góð kunnátta i vélritun svo og ensku, þýsku og norðuriandamáli nauðsynieg. Umsóknareyðubiöð liggja frammi hjá starfsmannastjóra, er veitir nánari upp- lýsingar. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉLAGA STAKFSMANNAHA10 ÚTBOÐ Tilboð óskast i lögn Elliðavogsæðar, þriðja áfanga fyrir Hitaveitu Reykjavik- ur. Útboðsgögn eru afhent að skrifstofu vorri að Frikirkjuvegi 3, gegn 1500 kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað mið- vikudaginn 17. febrúar n.k. kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKiAVÍKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 — Sími 2S800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.