Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 30.—31. janúar 1982 Þorleifur Friðriksson skrifar frá Kaupmannahöfn: Þarna var gettóift. I.jósm.: Þorlcifur Friöriksson. Hápunktur og markmið ferðarinnar Fjórði og síðasti hluti ferðaminninga frá Póllandi i Varsjá beið okkar hápunktur þessarar reisu og hið raunverulega mark- mið ferðarinnar. Við átt- um heimboð hjá pólskum vinum mínum/ hjónunum Olgu og Andrej. Hann er deildarstjóri í pólska at- vinnumálaráðuneytinu og félagi í miðstjórn kommúnistaf lokksins. Hún er hjúkrunarkona og með- limur í stjórn Varsjár- deildar Samstöðu. Þegar við komum inn á heimili þeirra hjóna/ sem er tveggja herbergja íbúð í blokk, beið okkar dúkað borð hlaðið krásum. Græn- metiskássa, egg, brauð og heimagerð grjúpán, sem móðir Olgu hafði komið með úr sveitinni. Þessu var skolað niður með bjór. Að lokinni ógleymanlegri mál- tið var sest i betri krókinn, og lát- ið fara vel um sig, i spennandi samræðum með góöan vindil, kaffi og koniak. Það er ógerningur að endur- segja orð fyrir orð þaö sem um var rætt, en þær hugleiðingar sem hér fylgja á eftir gefa eftil vill nokkra visbendingu um „inspira- sjónina.” Hún er merkileg þessi til- finning sem gripur mann þegar komið er i fyrsta sinn inn á heim- ili. A augabragöi skynjar maður „sál” hússins, — ef einhver er. Stundum er hún litil og köld, eins og tituprjónshaus. Stundum er engin sál, bara fjórir veggir utan- um eitthvert dót með botn undir og lok yfir. I fátæku koti getur „sálin” verið stærri og raunveru- legri en sjálft kotið. I stórri „villu”, eins og þær gerast finast- ar er hún stundum ekki stærri en á við græna baun. Vegna stööu hans gætu þau búiö i 16 herbergja ibúðarvillu og ekið stórri limósinu, en þau hafa hvor- ugt, — ekki einu sinni Trabant. Þau búa i látleysi i litilli ibúð með stóra sál i stóru blokkarkverfi. — Til hvers ættum við aö búa i stóru húsi þegar okkur liður vel hér? Auk þess skapa stór hús bölvuð „próblem”, sagði Andrej. En bætti siðan við, — i dag var ég að endurnýja umsókn um bil; við fá- um hann eftir tvö ár. — Daginn eftir spurðum við Evu, vinkonu þeirra, hvort i raun væri svona erfitt að fá sér bil. Hún hló. — Ég sótti um Fiat fyrir skömmu og fæ hann eftir fjóra mánuöi. Andrej „sækir um” ööru hvoru, en það er bara til aö friöa Olgu. Þetta er eins og meö stóra húsið, sem þau gætu búið i. I fyrsta lagi hatar hann klikuskap og spillingu og i öðru lagi finnst honum hlutir eins og btll bara orsaka óþarfa vanda, þegar allt eins er hægt að nota strætó. Það er siður en svo óþekkt innan flokksins aö fólk noti sér stöðu sina sér til persónulegs framdráttar. — Flestir eru þeir þjófar og glæponar. Þeir skipa fólkinu að herða sultarólarnar en nota svo sjálfir axlabönd. — Þetta var algengasta viðkvæði fólks i- Póllandi, er stjórnmálamenn og flokksforystan barst i tal. Túngan er óskyld en hugsunin lik. Umræða um byltingu Talið barst fljótlega að þeim stóru atburðum i Póllandi, at- burðum sem ekki aðeins eru athyglisverðir út fra almennu sögulegu sjónarmiði, heldur ekki siður sem sértæk mynd úr sögu sósialiskrar þróunar og fyrir þá þýöingu sem þessir atburðir munu hafa á sósialisk fræði. Ótal spurningar leita á hugann. Sumar eru stórar og flóknar aðrar smáar og einfaldar. Hver sá er af áhuga og einlægni fylgist með Póllandsmálum hlýtur samt allra fyrst að leita svara við spurningunni: hefur pólska þjóðin upplifað sósialiska sam- félagsbyltingu? Ef svarið er neit- andi, vaknar önnur spurning: Hvaða samfélagsform er þá rikj- andi? Ef svarið er hins vegar ját- andi, vaknar spurning, af þeirri kennin'gu sósialiskra fræða að sósialisminn sé samfélagsform sem sé auðvaldsskipulaginu æöra og fullkomnara. Að hvaða leyti stendur hið „sósialiska” Pólland framar hinum kapitalisku vestur- veldum? Hvernig má þá vera að flokksforystan, — stjórn alþýðu i umboði alþýðu-, stendur and- spænis fjöldahreyfingu borinni uppi af verkalýð og bændum og studdri af 85% þjóðarinnar, — fjöldahreyfingu sem telur 10 mii- jónir meðlima? Eins og sjálft lífið sem aldrei stoppar i sinni eilifu breytingu, eins er sá hluti þess sem flokkast undir samheitið „samfélag” á stöðugri ferð úr einu formi i annað. Ekkert samfélag er iikt og mynd sem hangir á vegg i fínum ramma. Það er engin leiö að draga upp neina endanlega mynd af þvi formi þess sem er, þeim mun siður þvi sem var og allra sist af þvi sem verður. Enn i dag eru t.d. uppi háværar deilur, meöal sagnfræðinga, um hvernig hið dæmigerða lénsþjóðfélag hafi litið út. Þessar deilur stranda á þeirri einföldu staðreynd að hvergi hefur fundist neitt sem ►kallast getur „dæmigert léns- skipulag”. Þótt byltingin i Póllandi hafi átt sér staö vegna hvata að utan og ofan. og fráleitt sé aö tala um samfélagið þar sem dæmi um só- sialisma og þeim mun siöur kommúnisma, þá eru augljósir vissir þættir sem hljóta að teljast sósialiskir. En það er lika spurning hvort hægt sé að taka vissa þætti út úr heildinni og skoða sem afmörkuð sértæk fyrirbrigöi. Má þa ekki allt eins sjá vissa sósialiska þætti mitt i auðvaldinu? Þá stendur Sósial- ismi ekki lengur gegn heldur i Kapitalisma. Síbreytileiki samfélagsins 1 aldanna rás hefur mannkynið búið viö ýmsa framleiösluhætti sem hafa tekið viö hver af öörum eftir þvi sem verkkunnátta og tækni hafa krafist. Eitt sam- félagsform hefur risið og annað liðið undir lok, en leifar hins gamla hafa lifað áfram i þvi nýja. Þannig búum við enn i dag við ýmsar leifar lénsskipulagsins, t.d. i formi stofnana og lagaá- kvæða. Hvergi er þetta jafn skýrt og einmitt i austurblokkinni. Hver sér ekki gamla sarveldið i rússnesku valdakerfi ársins 1981? Hver sér ekki prússneska júnkaraveldið og heraga Friöriks Mikla i Austur-Þýskalandi dags- ins i dag? Þó leyfar hins gamla séu svo greinilegar i þvi sem er, þýðir það samt ekki að allt sé við það sama. Breytingar hafa átt sér staö og breytingar munu eiga sér stað, — en leifar hins gamla eru mismunandi lifseigar. Þessi stað- reynd gildir ekki sist um Pólland. En pólskt samfélag stendur hin- um tveim fyrrnefndu að baki að þvi leyti að iönvæðingin er þar skemmst á veg komin. Enn i dag tekur t.d. landbúnaðurinn u.þ.b. 30% vinnuafls og er ákaflega van- þróaður hvað varðar vélvæðingu og framleiðni. Þrátt fyrir lélega framleiöni flytja samt Pólverjar feyki mikið út af landbúnaðarvör- Lech Walesa biðst fyrir. um. Samkvæmt opinberum töl- um, frá 1977, voru Pólverjar þá aðrir stærstu rúg framleiöendur i heiminum með ekki minna en 23% af heimsframleiðslunni. Þeir voru einnig númer tvö i hópi kartöfluframleiðenda með 13,4% af heimsframleiðslunni, númer 11 viö kjötframleiðslu með 2,1% og fimmtu mestu mjólkurfram- leiðendur með 4,2 af heimsfram- leiöslunni. Þrátt fyrir hina miklu fram- leiðslu, þá nægir þaö samt ekki til að borga renturnar af þeim lán- um sem stjórn Edwards Gierek tók m.a. i V-Evrópu. Lánum sem áttu að fjármagna stökk þjóðar- innar inni neyslusamfélagið. Verksmiðjur voru reistar og framleiðsla hafin á vörum sem ætlaðar voru fyrir m.a. vest- rænan markað, — en framleiðsl- an var léleg og markaðurinn þar að auki full mettur. Enginn vildi kaupa. Það er kaldhæðnislegt að um leið og fjölmiðlar hér I V-Evrópu halda vart vatni af harmi yfir ör- lögum pólskrar alþýöu sem „sveltur”, þá hefur, til skamms tima, verið hægt að kaupa hræó- dýrt niöursoðið svinakjöt frá Pól- landi i annarri hverri búðarholu. Jafnvel i Danmörku hefur verið hægt að fá keypt pólskt svinakjöt, og þó eru danir stórveldi i heimi svinakjötsútflytjenda. A meðan naga Pólverjar þurrar pulsur, þegar best lætur, annars slafra þeir i sig grænmetiskássu með eggjum og brauði. Nú hafa danir tekið á sig rögg og ásamt öðr- um vestrænum þjóöum, hafið m.a. matarsendingar yfir Eystrarsaltiö, — kannski fá þá pólverjar svinakjöt i dósum „made in Poland”. PO þessar þjóðir þurfi að herða mismikið á sultarólinni, eiga þær samt ýmislegt sameiginlegt. Þær eru t.d. báðar rigbundnar á klafa markaðs- og efnahagskerfis sem er stýrt að utan. Olga benti á að Pólverjar gætu fengið pólsk kol mun ódyrari i A-Þyskalandi, — þaö er bara dálitiö erfitt með flutning, — bætti hún við og brosti. Helmuth Schmidt kanslari V-Þýskalands þarf ekki annað en hringja i kollega sinn i Dan- mörku, Anker Jörgensen og segja honum hvernig gengi danskrar krónu á að standa miðað við þýskt mark, Anker hlýðir að bragöi. Danirgeta lika siglt til Englands,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.