Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 25
Helgin 30.—31. janiiar 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 25 um hclgrina Cr sýningu Alþýðuleikhússins á „Þjóöhátíð”. Frá hægri á myndinni eru: Karl Agúst (Jlfsson, Edda Björgvinsdóttir, Karl Guðmundsson, Edda Ilólm og Viðar Eggertsson. Fjallar ,,Þjóðhátíð” um hernámið? „Fjallar sýningin um hernámið og þá hvernig?” Þetta verður umræðuefnið á eftir sýningu á leikriti Guð- mundar Steinssonar, „Þjóð- hátið” sem Alþýðuleikhúsið sýnir i dag, laugardag, kl. 20.30. Leikstjóri er Kristbjörg Kjeld og mun hún ásamt höfundi sitja fyrir svörum i kvöld. Síðdegissýning á Kisuleik A sunnudaginn kemur, 31. janúar, verður siðdegissýning á Kisu- leikeftirungverskaskáldiðlstvánörkény,á litla sviöinu i Þjóðleik- húsinu. Sýningin hefur vakið mikla athygli og hlotið lof gagnrýn- enda og hefur jafnan verið uppselt á kvöldsýningarnar. Hefur þvi verið ákveðið að bjóða einnig upp á siðdegissýningu og verður hún kl. 16 á sunnudag. Brún í Bæjarsveit: Músagildran á laugardagskvöld Nýlega frumsýndi Ungmennafélagið Islendingur i Andakilshreppi sakamálaleik- ritið „Músagildruna” eftir Agöthu Christie i leikstjórn Ragnhildar Steingrimsdóttur. Músagildran er fjórða verkefni Ungmennafélags Islendinga á þeim sex árum sem liðinerufrá þvi það hóf leiksýningar. Eins og áður er leikurinn sýndur i félagsheimilinu Brún i Bæjar- Leikendur I Músagildrunni ásamt lcikstjóranum, Ragnhildi Steingrimsdóttur, sem er lengst til hægri. Einnig er á myndinni harðsnúið lið tæknimanna sem starfar að tjaldabaki. „Leynimelur” í Freyvangi Ungmennafélagið Árroðinn og Leikfélag öngulsstaðahrepps frumsýna ærslaleikinn „Leyni- mel 13" eftir „Þridrang”, I Freyvangi Eyjafirði n.k. sunnu- dagskvöld 31. janúar. Leikstjóri þessarar uppfærslu er Theodór Júliusson, sem nú starfar sem leikari hjá Leikfé- lagi Akureyrar. Leikmyndina málaði Óttar Björnsson. „Þri- drangur" mun vera höfundar- heiti Haraldar A. Sigurðssonar, Emils Thoroddsens og Indriða Waage. Leifur Guðmundsson leikur húsráðandann Madsen, en aðrir leikendur eru: Jónsteinn Aðal- steinsson, Guðfinna Nývarðs- dóttir, Birgir Jónsson, Maria Haraldsdóttir, Valgerður Schi- öth, Vala Björk Harðardóttir, Ólafur Theodórsson, Kristinn Björnsson, Rósa Arnadóttir, Kristján Jónasson, Anna Ring- sted og Stefán Árnason. Næstu sýningar á Leynimeln- um verða væntanlega i Frey- vangi um aðra helgi. sveit, og verður næsta sýning á laugardagskvöld, 30. janúar og hefst kl. 21. Alls fara 8 leikendur með hlutverk i Músagiidrunni, bæði innansviðs og utan. Músa- gildran er eitt kunnasta verk Agöthu Christie og hefur viða komið á sviö. Leikurinn byggist á lausn morðgátu sem auðvitað leysist á óvæntan hátt undir lokin. Næstu sýningar verða i kvöld, laugardag, þriöjudag 2. febrúar og fimmtudag 4. febrúar. Formaður Ungmenna- félagsins er Rikarð Brynjólfs- son. Eggert Magnússon Gos,blóð og eldur í Djúpi Eggert Magnússon opnar I dag málverkasýningu I Djúpinu og eru 44 olimálverk á sýning- unni. Sum um Heklu og einnig stórt málverk um Tyrkjarániö. Sem sagt, gos, blóð og eldur eins og segir i fréttatilkynningu frá listmálaranum. Þar segir enn- fremur: Ég hef haldiö eina sýningu áöur, i Lindarbæ 1965, og tvær samsýningar F.I.M. fyrir mörgum árum. Ég er fæddur f Reykjavik, aö Njálsgötu 17, áriö 1915, og var Þessi mynd er úr sýningu Leik- brúöulands á „Hátiö dýranna” og „Eggiðhans Kiwi", en þessir brúðuþættir verða sýndir að Frfkirkjuvegi 11 á sunnudag kl. 3. Miðasala er frá kl. 1, simi 15937. móöir min Hrefna Eggertsdóttir Norödahl frá Hólmi og faöir minn Magnús Jónsson frá Breiöholti og Engjabæ i Reykjavik. Eggert var bóndi á Hólmi i 94 ár. Var af ætt Rann- veigar Skúladóttur Magnússonar fógeta. Hann var skáld gott, og um Heklu orti hann þessa visu, Skyggnan hjálm á liöfði bcr, hristi margt til baga. ösku og vikri upp úr sér eys um græna haga. Logagandur leiftri spjó um lög og þurrar grundir. Sjálfur fjandinn fyrrum bjó fótum hennarundir. Kona Eggerts á Hólmi var Valgeröur Guömundsdóttir frá Miödal, en þaöan er margt ágætt listafólk. Ot af þvi fólki er komin Vigdis Finnbogadóttir, forseti tslands, frænka min, og hefur hún nafn af Vigdisi Eiriksdóttur i Miðdal sem varð eitthundraö og eins árs. Ég er til heimilis aö Bjargi v/Nesveg og hefi málaö i fristundum minum. Var fyrrum sjómaöur eins og Kjarval og hefi reynt aö bjóöa öröugleikun- um byrginn og held aö þaö sé engin Paradis á jöröu. FORVAL Alþýðubandalagsins í Reykjavík Síðari umferð forvals Alþýðubandalagsins í Reykjavík um skipan framboðslista vorið 1982 hófst í gær Kosið í dag, laugardag, að Grettisgötu 3, kl. 2 kl. 10-23. Atkvæðisrétt í forvalinu hafa allir f lokksbundnir Alþýðu- bandalagsmenn sem bú- settir eru í Reykjavik. Stuðningsmenn Alþýðu- bandalagsins geta gengið i flokkinn á kjördag Ráðlegging Sýnishorn af atkvæða- seðli. Merkið á sýnishorn- ið eins og þér hyggist kjósa. Hafið það með á k jörstað og stuðlið þannig að greiðari kosn- ingu. Opið hús verður í risinu á Grettis- götu 3 frá kl. 21 laugar- daginn 30. janúar og verður opið þar til úrslit forvalsins liggja fyrir. Umsjón með opna húsinu hefur 111. deild félagsins. Mega gestir búast við Ijúffengu bakkelsi og rjúkandi kaffi. Rétt til þátttöku hafa allir félagsmenn í Alþýðubandalaginu í Reykjavík, sem ekki skulda meira en eitt gjaldfalliðárgjaldog þeir nýir félagar, sem ganga í félagið í síðasta lagi á kjördag, enda greiði þeir 1/2 árgjald til félagsins við inngöngu. Gangið í Alþýðubandalagið og hafið áhrif Stjórn Alþýðubandalags- ins í Reykjavík hvetur óf lokksbundna stuðnings- menn í Reykjavík að ganga i félagið og taka þátt i síðari umferð for- vals félagsins um skipan f ramboðslista við borgar- stjórnarkosningarnar vorið 1982. Kosning fer þannig fram að kjósandi ritar tölurnar 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, og 10 við nöfn á listanum eins og hann óskar að mönn- um verði raðað á fram- boðslista vegna borgar- stjórnarkosninga. Stuðlum að áfram- I Styrkjum stöðu vinstri I Gahgið í Alþýðubandalagið haldandi uppbyggingu I aflanna í stjórn I í Reykjavik og hafið áhrif á í Reykjavík! ■ Reykjavíkurborgar! I stjórn Reykjavíkurborgar! *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.