Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 4
4 SÍDA — ÞJÖÐVILJINN Helgin 30,—31. janúar 1982
st jérriniál á sunnudcgi Ragnar
Ræða fjármálaráðherra í útvarpsumræðum frá Alþingi 28. janúar li Arnalds skrifar
Okkar skip er á réttri leið
Mikil kreppa gengur nú yfir
flest nálæg ríki, bæöi austan hafs
og vestan. Danir og Sviar hafa
ekki kynnst öðru eins i áratugi,
atvinnuleysiö hefur sjaldan veriö
meira i Bandarikjunum og aldrei
meira i Bretlandi. Margir hér á
landi yppta öxlum og segja: þetta
er ekki okkar mál. Viö Islending-
ar erum blessunarlega lausir viö
þessa kreppu og veröum þaö
áfram.
Viðskiptakjör
í lágmarki
En þetta er mikil glámskyggni.
Islenskt efnahagslif er ekki ey-
land einangraö frá efnahagslifi
annarra landa. Crtflutningsverö á
afuröum okkar er nú meö þvi lak-
asta sem veriö hefur um langt
skeiö, þegar miöaö er viö inn-
flutningsverð. Þaö heitir á máli
hagfræðinnar aö viöskiptakjör
séu I lágmarki. Áhrif kreppunnar
i nálægum löndum flæöa inn i
landiö á hverjum einasta degi og
marka sin djúpu spor I islenskt
efnahagslif, sem m.a. lýsir sér i
erfiöari afkomu atvinnuvega.
Menn þurfa ekkert aö velta þvi
fyrir sér, hvort kreppan i nálæg-
um löndum nái til tslands. Hún er
hér þegar þótt i annarri mynd sé,
og spurningin snýst um þaö eitt,
hvort okkur tekst aö bægja at-
vinnuleysinu, versta fylgifiski
kreppunnar, frá dyrum okkar.
Engin von er til þess aö unnt sé
að vinna úrsiitasigur I viöureign
viö veröbólgu viö rikjandi að-
stæöur og sist af öllu meö sk jótum
hætti.
Árangur 1981
Hins vegar getum viö nálgast
markiö skref fyrir skref, ef allir
leggja nokkuö af mörkum, hver
meö sinum hætti. Þaö var einmitt
þetta sem tókst svo prýöilega á
siöast liðnu ári, þegar veröbólgu-
hraöinn lækkaöi úr 60 - 70% og
niður i 40 - 50%. Efnahagsaögerö-
ir liöins árs veröa sigilt dæmi um
velheppnaöa baráttu gegn verö-
bóigu, sem skilaöi árangri án at-
vinnuleysis og án rýrnandi lifs-
kjara meö samræmdu átaki
margra aöila.
Launafólk fórnaöi nokkrum
visitölustigum og fékk þau vissu-
lega endurgoldin með kaupmátt-
araukningu sem fylgir minnkandi
veröbólgu auk skattalækkana.
Búvöruverö varö lægra. Fisk-
verö varö lægra. Atvinnuvegirnir
fóru i langvarandi gengisbind-
indi. Viö vorum sannarlega á
réttri leiö.
Þolinmœði og þraut-
seigja ráða úrslitumi
Seinustu mánuöi hefur hins
vegar slegiö i bakseglin. Ytri aö-
stæður eru nú töluvert erfiöari en
áöur. Nýliöin átök um fiskverö
hafa auk þess opinberaö þjóöinni
fremur en margt annaö, hvernig
hraöi veröbólgunnar spanast upp
i alkunnum vitahring, þegar verst
gegnir.
Flestum var ljóst, að sjómenn
áttu réttmæta kröfu um kjara-
bætur viö síöast liöin áramót.
Hins vegar voru engin rök til
þess aö fiskverö til útgerðar-
manna ætti aö hækka i réttu hlut-
falli viö hlut sjómanna. Útgeröar-
kostnaöur vex ekki I hlutfalli viö
launakjör I landi.
Einnig var augljóst, aö sérstök
aukahækkun fiskverös til útgerö-
armanna gæti ekki leitt til annars
en meiri gengisfellingar i þágu
frystihúsa, sem aö sjálfsögöu
táknar hærra vöruverö til al-
mennings og þar með hærri verö-
bætur á laun, en siöan heldur
snúningurinn áfram með nýrri
hækkun fiskverðs.
Vitahringur verðbólgunnar er
alþekktur og gengisfellingar
löngu orönar þaö fiknilyf atvinnu-
veganna sem ekki er auövelt aö
venja menn af.
Enginn heldur þvi fram að aö-
gerðir rikisstjórnarinnar sem
kynntar eru hér i kvöld séu var-
anleg úrræöi gegn veröbólgu. I
erfiöri styrjöld vinnst ekki sigur
með einni sókn. Úrslitum ræöur
hvort menn hafa þolinmæöi og
þrautsegju til aö skipuleggja nýj-
ar aögeröir hvenær sem aðstæöur
krefja og gefist ekki upp, þótt
móti blási.
Lækkun verðbólgu
um 10-15 prósentustig
Það sem gildir nú er aö snúast
af fullu afli gegn bylgju vaxandi
veröbólgu sem aö okkur hefur
sótt seinustu vikurnar. Sú leiö er
valin aö þessu sinni aö sneiöa of-
an af skafli veröbólgu meö þvi aö
greiða niöur vöruverö aö jafngildi
6 visitölustiga á fyrri hluta þessa
árs, en þaö mun iækka veröbólgu
á árinu öllu, þegar áhrif þessara
aögerða margfaldast saman, sem
svarar til 10 - 15 prósentustiga.
Vissulega er þetta engin fram-
tiöarlausn. Þetta eru einhliöa aö-
geröir rikissjóös sem duga til aö
andæfa meöan beöiö er lags aö
hefja nýja stórsókn gegn verö-
bólgu meö sameiginlegu átaki.
En þaö er óneitanlega styrk-
leiki þessara aögeröa, að þær
reyna ekki á þolinmæöi verka-
lýöshreyfingar eöa vinnuveitenda
og skeröa ekki gildandi kjara-
samninga.
Heimilistæki
og búvöruverð
Aðgeröir rikissjóös til niöur-
færslu verölags eru meöal annars
þessar:
I dag var lagt fram frumvarp
um lækkun tolla á ýmsum teg-
undum nauösynlegra heimiiis-
tækja, m.a. kæliskápum, frysti-
kistum, þvottavélum, þurrkur-
um, uppþvottavélum, eldhúsvift-
um, hrærivélum, ryksugum og
brauðristum. Tollarnir lækka úr
80% I 40%.
Um næstu helgi lækkar einnig
verö á mikilvægustu landbúnaö-
arvörum all verulega, m.a. á
kartöflum, kindakjöti, smjöri og
mjólk. Búvöruverö til bænda
hækkar aö vísu aftur 1. mars
samkvæmt ákvöröun verölags-
ráös landbúnaöarins. En hækkun
til neytenda veröur minni en ella
heföi veriö, þvi niöurgreiöslur
verða enn auknar 1. mars og aftur
1. mai og 1. júni.
Gert er ráö fyrir aö kostnaöur
rikissjóös af þessum aögerðum
nemi um 350 millj. króna. Þetta fé
er fengið meö þrennum hætti:
Rúmlega helmingur þess, um
190 miljónir króna, eru fengnar úr
fjárlögum ársins, þ.e. af tekjum
sem ekki er þegar ráöstafað til
annars.
Um þriöjungur eöa 120 miljónir
eru fengnar meö sparnaöi og
auknu aðhaldi I rikisrekstri.
En 40 milj. kr. eru fengnar meö
sérstökum skatti á starfsemi
banda og sparisjóða.
Góð staða ríkissjóðs
Aö sjálfsögöu væru þessar aö-
geröir óhugsandi með öllu, ef rik-
issjóöur stæöi ekki allvel um
þessar mundir. Tvö undanfarin
ár hefur rikissjóöur veriö rekinn
meö nokkrum afgangi, svo aö
skuldastaöan viö Seölabankann
hefur gjörbreyst til batnaöar og
hefur ekki veriö lægri siöan 1 árs-
lok 1977 i krónum taliö þótt verö-
lag hafi siöan fimmfaldast.
I krafti þessarar góöu stööu er
unnt aö beita fjármálum rikisins
af fullu afli I viöureigninni viö
veröbólguna án þess aö hætta sé á
hallarekstri.
Samanlögö áhrif þessara aö-
geröa á nýbyrjuöu ári munu
valda 10 - 15% lægri veröbólgu en
ella hefði vefiö og er þvi ljóst aö
til mikils er aö vinna fyrir alla aö-
ila: kaupmáttur launa veröur
meiri, staöa atvinnuvega sterkari
og allar fjárveitingar og framlög
til verklegra framkvæmda nýtast
mun betur en veriö heföi án þess-
ara aðgerða.
Vissulega þarf aö kosta þvi til,
aö rikiö veröur aö taka á sig veru-
legan sparnaö i útgjöldum sem
meöal annars felst I 6% lækkun
fjárveitinga til verklegra fram-
kæmda. En þrátt fyrir þessa al-
mennu lækkun á framlögum
veröur framkæmdagildi fjárveit-
inga talsvert miklu meira en yröi
ef aukin veröbólga skæri allar
fjárveitingar niöur um 10 - 15%.
Dregið úr utanferðum
og yfirvinnu
Stefnt er aö þvi meö margvis-
legum hætti aö draga úr reksturs-
kostnaði rikisstofnana.
öllum stofnunum veröur gert
aö draga úr yfirvinnu samkvæmt
ákveðnum reglum og takmarka
utanferöir opinberra starfs-
manna, eins og kostur er. Veröur
þess krafist aö menn geri full-
nægjandi grein fyrir löngum og
tiöum feröum til annarra landa á
kostnaö rikisins, en eftirlit með
slikum útgjöldum hefur ekki ver-
ið nægilegt.
Lækkun rikisútgjalda mun
skiptast til helminga á rekstrar-
framlög og verklegar fram-
kvæmdir.
Auk þessara ráöstafana til niö-
urfærslu verölags veröur nokkur
tilfærsla á óbeinum sköttum sem
einkum er til hagræöis fyrir fisk-
iönaö og framleiösluiönaö meö
lækkun stimpilgjalda á afurða-
lánum og lækkun launaskatts um
1% hjá þessum atvinnugreinum,
en tekna er aflaö á móti meö sér-
stöku tollafgreiðslugjaldi. Þessi
tilfærsla er ekki veruleg, en léttir
þó undir meö þessum atvinnu-
greinum.
Áföll og andóf
Afleitar ytri aðstæöur, sem ég
áöan nefndi, lágt verö á afuröum
°g aflabrestur á loðnuveiöum
verður þess valdandi, aö þjóöar-
tekjur aukast ekki á þessu ári og
dragast jafnvel saman.
Viö þvilikar aöstæöur er ekki
aöeins á brattann aö sækja i verö-
bólgumálum. Litil von er til þess,
meðan þannig er ástatt, aö kaup-
máttur launa fari vaxandi eöa al-
menn neysla þjóöarinnar aukist.
Meðan kreppan varir I þessum
heimshluta, er mikiö fengiö, ef
okkur tekst aö halda I horfinu og
andæfa án þess aö atvinnuleysi
skelli yfir eöa lifskjör skeröist.
En viö getum margt gert til aö
undirbúa nýja sókn til bættra lifs-
kjara.
Gagnger endurskipulagning og
hagræöing i Islensku atvinnulifi
er og veröur forsenda þess, aö
unnt sé aö brjótast út úr vitahring
verðbólgunnar.
Þaö er sorglegur misskilning-
ur, þegar menn imynda sér, aö
veröbólgan hverfi úr sögunni, ef
hætt verður aö greiöa veröbætur
á laun.
Verkalýöshreyfingin er áreiö-
anlega tilbúin aö taka þátt i efna-
hagslegu uppgjöri, þar sem sam-
an færu minni verðhækkanir,
minni hækkun fiskverðs og bú-
vöruverðs, minni gengisfellingar
en verðbætur á laun yröu aö sama
skapi lægri. Vafalaust er unnt
meö skipulögðu átaki að stytta
hækkunartilefnin út og stööva
hækkanir, sem gengju þá hver
upp á móti annarri. Með sameig-
inlegu uppgjöri margra hags-
munaaöila mætti þannig ná veru-
legum áfanga i átt aö lægra verð-
bólgustigi. En visitölubætur laun-
þega einar sér eru ekkert aöalatr-
iöi málsins.
Við veröum aö horfast i augu
viö þá staöreynd, aö um leiö og
veröbólga er hér meiri en i
nokkru nálægu landi hefur þaö
lengi veriö sérkenni á islensku
efnahagslifi aö halda útflutnings-
atvinnuvegum gangandi með
endurteknum gengisfellingum.
Þetta er gert til aö halda fyrir-
tækjunum uppi og forðast at-
vinnuleysi.
011 setjum við atvinnuöryggi og
stööuga framleiöslu ofar ööru. En
þvi veröur ekki neitaö, að þessi
látlausi þrýstingur atvinnu-
rekstrarins á gengi krónunnar,
oft meö býsna óábyrgum hætti en
ein helsta undirrót mikillar verö-
bólgu hér á landi.
Endurskipulagning
atvinnulífs
Með endurskipulagningu og
stóraukinni hagræöingu veröur
aö létta þessum þrýstingi af og
gera atvinnureksturinn ábyrgari,
eða með öörum orðum að venja
hann af deyfilyfi sífelldra gengis-
fellinga.
Takmörkun á afla og úthaldi
fiskiskipa og vaxandi hömlur á
innflutningi skipa kalla jafnframt
á nýja fiskveiöistefnu. Svo aö
dæmi sé nefnt er augljóst aö
byggöalög sem eiga allt sitt undir
útgerö og fiskvinnslu geta aldrei
sætt sig viö þaö ástand aö missi
þau skip af staönum, t.d. i annan
landshluta, þá standi menn uppi
aflalausir og atvinnulausir og
megi ekki útvega sér annaö skip.
Breytt viöhorf i fiskveiöimálum
knýja sem sagt á þaö, ef fiski-
skipaflotinn á ekki aö stækka ár
frá ári, aö löndun og dreifing afl-
ans sé endurskipulögö og stór-
aukin samvinna veröi tekin upp á
þessu sviöi undir forystu stjórn-
valda.
Sama má raunar segja um
fjöldamargt annaö i islensku at-
vinnulifi, m.a. um innkaup og
innflutning á helstu nauðsynja-
vörum landsmanna. Óhagstæö
innkaup á erlendum vörum og
hlutfallslega dýrt og óhagkvæmt
innflutningskerfi hefur vafalaust
lagt sinn mikla skerf til verðbólg-
unnnanhér á landi.
Herra forseti. Timi minn er á
þrotum.
Stýrinu snúið
nokkrar gráður
Þessar umræður eru ætlaöar til
aö varpa ljósi á efnahagsaögeröir
rikisstjórnarinnar.
Margir munu nefna þessar
ákvarðanir skammtimaaögeröir
og þaö er hárrétt. Þær eru þaö.
Þegar skipstjórinn snýr stýrinu
nokkrar gráöur ástjórnboröa til
aö forðast grynningar, þá er þaö
sannkölluö skammtlmaaögerö.
Og þó er hún jafn nauösynleg þar
fyrir. En vafalaust þarf skipstjór-
inn aö snúa stýrinu aftur að
nokkrum tima liönum. Þaö er eöli
allrar stjórnar.
Hitt látum viö 1 léttu rúmi
liggja, þótt Friörik Sófusson,
stýrimaöur á gömlum kútter,
sem alvarlegur leki hefur komist
að vegna innbyröis illdeilna skip-
verja standi fyrir hrópum og
skjóti fram haldlitlum fullyröing-
um.
Fleyta hans hefur oft steytt á
sker, einmitt af þvi aö ekki var
tekiö i styriö, þegar þaö átti viö.
En okkar skip er á réttri leiö og
þaö er fyrir mestu.
Tollarnir lækka úr 80 i 40% á ýmsum tegundum nauösynlegra heimiiistækja, m.a. á kæliskápum, frysti-
kistum, þvottavélum, þurrkurum, uppþvottavélum, hrærivélum.ryksugum og brauðristum.