Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 13
Helgin 30.—31. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Athugaæmd Handhægt rit um kvikmyndir Ársrit áhugamanna um kvik- myndir: International Film Guide 1982 er nýlega komið út og að venju kennir þar margra grasa. Ritstjóri bókarinnar, Peter Cowie, ritar stuttan en fróðlegan inngang, þar sem hann fjallar meðal annars um ákveðna stefnu I hollivúðskri kvikmyndagerð, dýrkun og rétt- lætingu á ofbeldi ofbeldisins vegna; og hann tengir þá stefnu hiklaust við ofbeldisverk raun- veruleikans af nýjasta tagi: til- ræðin við páfann og bandarikja- forseta og morðið á John Lenn- on. Hann segir það jafnframt, að erfitt sé að skilja hismið frá kjarnanum i kvikmyndagerð, þegar slikar myndir, ásamt hávaðaframleiðslunni, tækni- undrunum, eru annars vegar. En hann nefnir lönd, þar sem kvikmyndaframleiðsla sé öðru- visi og telur að binda megi vonir við: Nýja Sjáland og ísland, auk Pólland og Ungverjalands. Cowie fer ennfremur lofsam- legum orðum um myndbandið og telur einsýnt, að áfram- haldandi myndbandavæðing muni hafa örvandi áhrif á kvik- myndagerð. Nú sé komið að kvikmyndunum að koma til fólksins, heim i stofu þess, þar sem það þurfti áður að bregða sér i bió. Og Cowie nefnir til sannindamerkis um þær vonir, sem bundnar eru myndbandinu, að útgáfufyrirtæki það, sem gefur út International Film Guide, Tantivy Press, muni á þessu ári gefa út hliðstæða bók um sjónvarpsmyndir og mynd- bönd. AÍþjóðlegi kvikmyndaleiðar- visirinn minnir að mörgu leyti á umsvifamikinn auglýsinga- markað — og það er enda eitt af hlutverkum hans að vera t.d. kvikmyndahúsum til hliðsjónar við val og kaup á myndum. Vissulega mættu hérlend kvik- myndahús notfæra sér þennan leiðarvisi betur en þau gera — þær eru býsna fáar, myndirnar, sem i honum eru taldar og hafa verið sýndar hérlendis — það nægir að fletta köflunum um einstök lönd eða kvikmynda- gagnrýninni til að sannreyna þaö. Og vel á minnst kaflana um einstök lönd: Friðrik Þór Frið- riksson, ritstjóri hins ágæta Kvikmyndablaðs skrifar Itar- legan kafla um islenska kvik- myndagerð — sá kafli mun, að þvi er ég hef sannfrétt, hafa komið Cowie ritstjóra svo á óvart, að hann hyggur á ferð hingað til lands innan tiöar til að sjá með eigin augum, hvað hér sé á seyði i kvikmyndakúltur og kvikmyndagerö. Að auki eru gagnrýndar kvik- myndirnar óöal feðranna, Punktur punktur, komma, strik og Vandarhögg og getið um þær myndir sem væntanlegar eru þegar leiðarvisirinn er saman settur. Auðvitað er svo að finna i Al- þjóða kvikmyndaleiðarvisinum upplýsingar um kvikmyndir, leikstjóra, framleiðslu kvik- mynda og margt fleira. Sér- stakir kaflar eru um kvikmynd- ir fyrir yngri áhorfendurna, kvikmyndasöfn og kvikmynda- skóla, það er þvi áreiðanlega margt gagnið, sem kvikmynda- unnendur geta haft af þessari bók. —jsj. Vegna umræðna I Þjóðviljanum og viðar um prófkjör Alþýðu- flokksins i Reykjavik og hlut kvenfélags Alþýðuflokksins i borginni i þvi sambandi, vill stjórn Kvenfélagsins taka fram eftirfarandi: Það liggur i hlutarins eðli, að Alþýðuflokkskonur munu eftir sem áöur standa að baki hæfum kynsystrum sinum i stjórnmála- baráttunni. 1 prófkjöri Alþýðu- flokksins fyrir borgarstjórnar- kosningarnar, sem haldið verður 13. og 14. febrúar næstkomandi eru þrjár konur I framboði: Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, Guðriður Þorsteinsdóttir, frkvstj B.H.M., og Asta Benediktsdóttir fulltrúi. Þær Sjöfn og Asta hafa á siðustu árum starfað af miklum krafti innan Kvenfélags Alþýðu- flokksins og Guðriður veriö á oddinum i jafnréttisbaráttunni. Konur i Alþýðuflokknum i Reykjavik hljóta þvi að eiga sam- leið með þessum kvenframbjóð- endum. Þvi skal visaö til föðurhúsanna, að Kvenfélag Alþýðuflokksins I Reykjavik, hafi tekið afstöðu gegn Sjöfn Sigurbjörnsdóttur. Staðreyndir mála ganga i þver- öfuga átt, eins og hér hefur verið rakið. Konur ætla sér stóra hluti i Alþýðuflokknum eins og annars staðar og samstaðan er einmitt þeirra sterkasta afl. t framhjáhlaupi má geta þess að konur i Alþýðuflokknum eiga þvi ekki að venjast að forysta flokksins liti starf kvenmanna óhýru auga. Það virðist hins vegar uppi á teningnum i herbúðum Alþýðubandalagsins eins og kom fram i Þjóðviljanum s.l. sunnudag, en þar segir: ,,að þetta brölt okkar hafi valdið svo- litlu taugastriði sumpart fyrir misskilning,” og er þá vitnað i fréttabréf kvennahóps innan Al- þýðubandalagsins. Konur i Alþýðuflokknum brölta ekki, þær starfa. Og þær munu eftir sem áður berjast fyrir jafn- rétti kynjanna, sem og öörum framfaramálum. Þess vegna standa þær að baki kvenkyns- frambjóðendum I prófkjöri Al- þýðuflokksins og öðrum hæfum frambjóðendum. Svo einfalt er þaö. F.h. stjórnar Kvenfélags Alþýðuflokksins Birna Eyjólfsdóttir, form. BÝÐUR ÞÚ VENJULEGA TÉKKA EÐA ÁBYRGÐAR TÉKKA r- FRA UTVEGSBANKANUM Sé Útvegsbankinn þinn viðskiptabanki, eða opnir þú þar reikning nú, getur þú sótt um að íá rétt til útgáíu ábyrgðartékka. Þá fylgir hverjum tékka sem þú geíur út, skilyrðislaus innlausnarábyrgð írá Úvegsbanka íslands að upphœð kr. 1.000- Hve mikið íé þú átt inni á tékkareikningi þínum skiptir þann engu máli sem tekur við tékka frá þér. Bankinn ábyrgist innlausnina, s.s. áður segir. Jafnframt íœrð þú skírteini írá Útvegsbankanum sem sannar það að bankinn treystir þér fyrir útgáíu ábyrgðartékka. Allir afgreiðslustaðir bankans veita nánari upplýsingar um ábyrgðartékkana og notkun þeirra. UTVECSBANKI ÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.