Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 30.—31. janúar 1982 mér er spurn Sveinn Runólfsson landgrœðslustjóri svarar Þjóðviljanum: Hvenær verður vörn snúið í sókn í sam bandi við landgræðslu? Spurt er: Hvenær má vænta þess að vörn verði snúið í sókn í sambandi við landgræðslu, þ.e.a.s. meira grætt á ári hverju heldur en eyðist? Undirritaður ætlar að ræða og svara eftir bestu getu þessari spurningu. Þaö sem hér er sett fram er mat mitt og þarf ekki að vera álit þeirrar stofnunar er ég veiti forstöðu. Ég þekki ekki neinn aðila sem getur fullyrt að hér eyðist meira gróðurlendi en grætt er upp á hverju ári, fyrir þvi færi ég eftirfarandi rök: 1. Ekki er vitað með vissu hversu víðfemt gróðurlendi var um landnám. 2. Ekki er vitað með vissu hve mikið af tslandi er gróið land. 3. Ekki er vitað hve mikið land eyðist á hverju ári. 4. Ekki er vitað hve mikil árleg sjálfgræðsla er. 5. Ekki er vitað nákvæmlega hve mikið er grætt upp af varan- legu gróðurlendi. Illvígasta eyðingaraf lið er veðráttan Ég sé ekki ástæðu til að tönlast á orðum Ara fróða úr Landnámu, en allar rannsóknir benda til að við landnám hafi verið að minnsta kosti helmingur af land- inu gróið. Ljóst er að mikið land hefur eyðst á þessum tima, sérstaklega á seinni öldum, og rannsóknar- menn telja að nú sé rúmlega einn fimmti hluti landsins gróöri vax- inn. Hafa þvi tapast að meðaltali 2000 hektarar af gróðurlandi á ári frá þvi um landnám. Þvi fer f jarri að ætla að þetta hafi gerst jafnt og þétt öll árin. Talið er aö hin hraö- fara gróður- og jarðvegseyðing hafi ekki orðið fyrr en á 17. öld og siðar, þó það hafi verið sjálfsagt misjafnt eftir landshlutum. öll meiri háttar uppblásturssvæði eru á eldfjallasvæðunum, og segir það sina sögu. Landið hefur blásið upp, gróið land dregist saman. Gróður á tslandi á stöðugt i baráttu við margskonar eyðingaröfl. Illvig- ust þeirra er veðráttan, enda er hnattstaða landsins slík, að við, þvi má jafnan búast. Náttúruöflin eiga þunga sök, — eldur og isar, vatnflóð og vindar. Og maðurinn hefur löngum gengið i lið meö þessum eyðingaröflum, sumpart sakir illrar en óumdeildra nauö- synja, sumpart vegna skorts á skilningi og þekkingu á þvl hvaö i húfi var. Við þurfum þvi að um- gangast allan gróður af mikilli gát og eyða ekki landi né gróðri, nema algera nauösyn beri til. Manni verður þvi hugsaö til heið- anna noröan jökla, sem ráöa- menn telja næstum óhjákvæmi- legt að fórna i þágu orku og iðnaöar. Þaö hefur verið talað um greiöslu fyrir þetta land. Það er ekki hægt að greiða fyrir eyðingu á gróðurlendi eins og söluvarn- ing, eins og Landsvirkjun hefur þó gert I sambandi við Hraun- eyjarfossvirkjun og væntanlega Sultartangavirkjun. Ákveðnari lög um meðferð lands Reynslan hefur sýnt að nauð- synlegt er aö hafa ákveönari lög um meðferð lands. Eyöing gróöurlendis er því aðeins rétt- lætanleg að bætt sé fyrir þau landspjöll með ræktun örfoka lands af sömu stærð. Land- skemmdir eiga að greiöast af landsmönnum i heild, þannig að við skilum kynslóðum sem á eftir okkur koma betra og byggilegra landi, eins og forseti vor komst að orði I áramótaræðu sinni. Með þessu hugarfari voru 60 hendur þingmanna reistar á loft á Þing- völlum þegar minnst var 11. alda byggðar á Islandi, og samþykkt var þjóðargjöf landinu til handa, til að stöðva alla hraðfara jarð- vegs og gróðureyðingu. Landsgræðsluáætlun 1975—1979 markaði tvimælalaust timamót i samskipum okkar við landið. Með „Þjóöargjöfinni” var fyrst og fremst stefnt aö þvi að stöðva alla hraðfara gróður- og jarðvegs- eyðingu hér á landi. Markið var sett hátt, en telja verður óraun- hæft að þetta gæti tekist fyrir einn milljarð á fimm árum. Þó álit ég að með þessu átaki hafi tekist að snúa vörn i sókn i uppgræðslu- málum landsins. Jarðvegseyðing hefur að mestu verið stöðvuö á flestum þeim stöðum þar sem samfelld og við- áttumikil landeyðing hefur geis- aö, en samt sem áður er enn upp- blástur viða á smærri svæðum. Er erfitt að græða upp samsafn af slikum smásárum, nema með þvi aö friða heil beitilönd eða afrétti i lengri eða skemmri tima. Er lik- legt að gripið verði til þess ráðs i auknum mæli i framtiðinni. Geysilega mikið hefur áunnist með Landgræðsluáætlun 1975-1979 i uppgræðslu-, rann- sóknar-og skógræktarmálum. En miklu meira starf er þó fyrir höndum og nú riöur á miklu að vel takist til um framhaldið, bæði um að tryggja nægilegt fjármagn og einnig aö gera nakvæma áætlun um hvernig þvi skuli best varið. Við getum aukið landkosti eink- um með tvennu móti: 1) með skynsamlegri og skipulagöari nýtingu þess lands sem gróið er i dag og 2) ineð þvi að auka við gróðurþekju landins með sán- ingu o g áburðargjöf. Báðar þessar leiðir verður að fara I framtiðinni ef vel á að vera. Setja þarf ákveönari lög og réttar- reglur um afnot afrétta, beitingu itölu og hagkvæma nytingu lands i samræmi við landsgæði. Skiln- ingur fer vaxandi á nauðsyn þess að varðveita landið og vinna markvisst aö stöðvun gróður- eyðingar og uppblásturs. Hafa viða verið unnin stórvirki á undanförnum áratugum viö upp- græðslu gróðursnauðs eða örfoka lands. 1 þessu sambandi þarf m.a. að huga vel að beitarmálum i landinu og nýta alla tiltæka þekk- ingu viö aö bæta skipan þeirra. Þarf m.a. aö ljúka gerð gróður- og jarðakorta af landinu öllu og skráningu landamerkja allra jarða og er þar geysimikið starf eftir i byggðum landsins. Samhengiö milli land- nýtinga og fjárfestingar Framtið Islensks landbúnaðar hlýtur að byggjast mjög á þvi, aö beitargróður verði hóflega nýttur, hvar sem er á landinu. Viðhald hinna dreifðu byggða stuðlar að bættri dreifingu beitar- fénaðar, og þarf að taka sérstakt tillit til landstærðar og landgæða á einstökum býlum, svo og i ein- stökum sveitum og landshlutum, viö mörkun nýrrar framleiöslu- stefnu i landbúnaði. Þvi þarf sem best samræmi aö vera á milli vals á búgreinum og uppbyggingar á hverri jörö annars vegar og hins vegar þeirra iandgæða sem jörðin hefur yfir aö ráða, hvort sem um er að ræða ræktunarland, beit I heimalöndum, eða afréttarnot. Leggja ber sérstaka áherslu á samhengið á milli landnýtingar og fjárfestingar I byggingum, vélum og bústofni og þörfina fyrir öflun upplýsinga um búskapar- eða framleiðsluhæfni jarða með tilliti til hinna ýmsu búgreina. Þvi eru augljós tengsl skynsam- legrar og hóflegarar land- Sveinn Runólfsson vissan hátt mjög óliklegt að þetta gæti tekist fyrir 1 milljarð á fimm árum. Samt sem áður hefur geysilega mikið áunnist með landgræðsluáætluninni i upp- græðslu- og skógræktarmálum. En miklu meira er þó eftir og nú riður á að vel takist til um fram- haldið, bæði aö tryggja nægilegt fjármagn og eins ,að gera nákvæma áætlun um hvernig þvi skuli varið. Nú hillir undir nýja iandgræðsluáætlun, en nú rikir ekki sami stórhugurinn eins og á Þingvöllum 1974. Útreikningar Hagstofu íslands á framkvæmdafé landgræðslu- áætlunar, hvað varðar Land- græðslu rikisins, i þús. nkr.: Hagstofa tslands Fjárlög 1981 ......... 19.440 5.890 Meðaltalshækkun fram- kvæmdakostnaðar frá ári til árs, skv. Hagstofu Islands, frá 1975-1979 hefur verið um 65%. Ef stefnt er aö þvi að framkvæmda- gildi landgræðsluáætlunar frá 1974 haldist óbreytt, i samræmi við núgildandi stjórnarsáttmála, þá þarf Landgræðsla rikisins að fá á árinu 1982 kr. 29.766,en i fjár- lögum fyrir árið 1982 eru kr. 8.080, á fjárlagalið 04-270, landgræðslu- og landverndaráætlunar. Tekur það 400-600 ár að ná því marki tsland er fyrst og remst gras- ræktarland, bæði vegna legu sinnar og rikjandi veðráttu. Grasið er og hefur verið sú höfuð- stoð, sem landbúnaöur okkar hvilir á. Við vitum að þegar hriktir i þeirri stoð, þá riðar öll byggingin, það sannar öll okkar búnaðarsaga. Með nútima tækni er hægt að rækta upp og gras- klæða mest allt landið okkar, svo framarlega sem gróðurskilyrði eru fyrir hendi, þó svo megi aftur deila um það, hvort sé ástæða til þess, t.d. út frá fagurfræðilegu sjónarmiöi. En það getur nú legið á milli hluta þvi svo langt er þangaö til það verður að raun- veruleika. Þaö hafa margir leitt getur aö þvi hversu mikinn hluta landsins væri hægt að klæöa nýtingar, hvort sem er til beitar eða annarra þarfa. Móta þarf ákveðnari reglur um veitingu styrkja og lána til uppbyggingar og endurbóta jörðum og búa þannig um að ákveðnum skil- yrðum um landkosti sé ætið full- nægt, áður en fjárfestingarsjóðir veita fyrirgreiðslu sina. Verði samdráttur i hefðbund- inni búvöruframleiðslu, t.d, vegna fækkunar sauðfjár, verður væntanlega rýmra i högum. Engu að siður þarf að komast ákveðin og markviss langtimaskipan á nýtingu beitilanda, svo sem áður var vikið að. Slikt skipulag gæti reyndar orðið þáttur I mótun nýrrar framleiöslustefnu, en þess skal gætt, að sem best samræmi verði á milli þarfa landbúnaðar annars vegar og almennra land- verndar- og náttúruverndar- sjónarmiöa hins vegar. I fram- tiðinni ætti að stefna að þvi að tengja skógrækt traustari böndum við landbúnaðinn en raun er á. Það er meginmarkmið Land- græðslu rikisins að hefta jarð- vegsfok i gróðureyðingu i byggð. Hve langt megi ætla að náð verði i þessu starfi á þessari öld, er mjög örðugt að segja til um, þvi að árangur þessa starfs fer eftir þvi fjármagni sem veitt er til starfs- ins og hvernig tiðarfar er, i þurr- um og köldum sumrum verður árangur mun lakari en þegar raki og hiti er hagstæður meö tilliti til spirunar og sprettu. A sama tima og unnið hefur verið að heftingu sandfoks og endurgræðslu orfoka lands, hafa gróðurlendi, einkanlega sums staðar á hálendi landsins, verið að rýrna. Orsökin til þessa er hin sama og kom af staö gróður- eyöingunni i upphafi, gróöurinn er nýttur af handahófi og stund- um langt umfram það, sem hann þolir. Ekki er unnt að álasa for- feðrunum fyrir meöferð þeirra á landinu. Hún var sprottin af illri nauösyn, og þeir skildu ekki sam- hengið milli nýtingar gróðursins og varðveislu hans. Þessu er öðruvisi farið nú og i nútimaþjóð- félagi er engin afsökun haldbær fyrir ofnýtingu og eyðingu gróðurs. Nú ríkir ekki sami stórhugur Eins og áður hefur verið sagt, var þjóðargjöfinni fyrst og fremst varið til að stööva alla hraðfara gróður- og jarövegseyðingu hér á landi. Markið var sett hátt og á gróðri, e.t.v. væri eðlilegast aö setja markiö viö það ástand sem talið er að rikti við landnám, þ.e.a.s. rúmlega helmingur af flatarmáli landsins hafi verið gróðri vaxinn. Með núgildandi uppgræðsluhraða og sjálfgræöslu þá tekur það okkur a.m.k. 400-600 ár að ná þvi marki, þannig að við eigum mikið starf fyrir höndum. Landgræðsluaðgerðir miðast fyrst og fr'emst við láglendi. Eftir þvi sem ofar dregur fæst minni svörun fyrir áburö þ.e.a.s. vöxtur plantna veröur minni, af þessari ástæðu og er stefnt að þvi að upp- græðsluframkvæmdir verði sem næst byggðarkjörnum. Ef um verulegt fck er að ræða ofan byggðar verður að leggja til at- lögu við það, þótt dýrara sé, bæði hvað snertir girðingar og áburð, hins vegar hefur aðstaða til að vinna að dreifingu á slikum svæð- um gjörbreyst með tilkomu DC-3, áburðarflugvélarinnar. Áburðardreifing ekki skaðleg gróðri Þegar rætt er um að styrkja mótstööuafl gróðurs, er fyrst og fremst átt við valllendisgróður á ófriðuðu landi. Það teljum við að sé best gert með áburðargjöf, en með henni eykst vöxtur plantn- anna og þar með rótarkerfisins, og um leið eykst hæfnin til að binda jaröveg. Þetta starf léttir einnig beitarálagið á viðkvæmum nærliggjandi svæðum. Jafnhliða þessu þarf að fylgjast með skyn- samlegri nýtingu landsins. En eftir þeirri reynslu sem fengin er af áburðardreifingu getum við ekki séö aö hún sé skaöleg gróðri eins og sumir vilja halda fram, og vil ég nota þetta tækifæri til að benda þeim er þessa trú hafa að fara og skoða þau svæði sem borið hefur verið á. Samkvæmt landgræðslulögum þá er ekki ætlast til þess að Land- græðsla ríkisins framkvæmi meiri háttar rannsóknir heldur skuli Rannsóknarstofnun land- búnaðarins framkvæma þær. Hins vegar hefur Landgræðsla rikisins framkvæmt ýmsar at- huganir á notkun tilbúins áburðar svo og samanburðar athuganir á grastegundum. Viðerum í sókn Við skulum gera ráö fyrir þeirri forsendu aö gróðurlendið minnki að jafnaði um 2000 ha. á ári, en þetta veit enginn. Nú hafa árlega verið dreift um 3000 tonnum af fræi og áburði á vegum Land- græðslu rikisins. Ef helmingurinn af þessu magni fer i endur- áburðargjöf þá eru eftir 1500 tonn til nýgræðslu. Þurfi 500 kg til þess að græða upp einn ha, eins og láta mun nærri, þá græðum við árlega upp 3000 ha. Þetta bendir til þess að við séum i sókn i gróðurreikn- ingi landsins, en ekki á undan- haldi, eins og sumir telja. Fyrir utan það land, sem grætt er upp, er svo um töluverða sjálfgræðslu aö ræða innan landgræöslu- girðinganna. Auövitaö er ljóst, að land er að tapast á vissum svæðum, eyðingaröflin eru stöö- ugt að verki. Höfuöatriðið er aö koma I veg fyrir hraðfara jarð- vegseyöingu, eins og stefnt er að með aðgeröum Landgræðsl- unnar, þar má hvergi slaka á, þvert á móti þyrfti aö herða sóknina. Frá upphafi land- græðslustarfsins hafa verið tekin til friðunar og uppgræðslu 104 landgræöslusvæði, rúmlega 27 þús. ha, aö flatarmáli. Er það sem næst 2% af öllu flatarmáli landsins. Landgræðslumenn telja, að vegna landgræðslustarfsins sé gróöureyðing mun hægari en áöur, enda þótt þvi verði ekki andmælt, að sumsstaðar er gróður enn nýttur af handahófi og umfram það, sem hann þolir. Enn fýkur úr viðáttumiklum sand- flæmum og veldur það stór- skemmdum á nærliggjandi gróðurlendum. Þvi eru verkefni ærin. Mitt lokasvar er þvi þetta: Við eigum ekki að deila um hvort eyðist eöa græðist meira af gróðurlandi. Þótt mikið sé grætt upp af örfoka landi þá vitum við að enn eru til mörg svæði á land- inu þar sem gróður er á undan- haldi og þangað eigum við að beina kröftum okkar af alefli. ...og Þjóðviljinn Guðmundsson framkvæmdastjóra Húsnæðisstofnunar ríkisins: Hvaða sjónarmíð unin lánar ekki og nýju? aHK:' að baki því að Húsnæðisstof n- mikið til kaupa á gömlu húsnæði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.