Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 11
Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri Islenska járnblendifélagsins hf: Helgin 30.—31. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 11 Að hafa það, sem sannara reynist I sunnudagsblaði Þjóðviljans 23.—24. janúar s.l. skrifar Stefán Jónsson alþm. alllanga grein undir yfirskriftinni Sjávarútveg- ur og stóriöja. 1 siðari hluta þess- arar greinar eru leidd fram ýmis rök, sem virðist ætlað að sýna fram á hversu fjárfesting i sjávarútvegi og fiskvinnslu beri af fjárfestingu i orkuverum og stóriðju. Ýmislegt talnaefni er birt þessum sjónarmiöum til sönnunar, þ.á. meðal frá verk- smiðjunni að Grundartanga. Má ráða af greininni, að alþingis- maðurinn teldi þjóðinni betur borgið, ef starfsmenn járnblendi- félagsins væru i fiskvinnslu á Skaga heldur en framleiðslu á kisiljárni með stórfelldum halla. Höfundur þessarar greinar ætl- ar sér ekki að blanda sér inn i viö- ræður þingmannsins við lesendur Þjóðviljans um stóriðju almennt. Hins vegar telur hann sér skylt að upplýsa nokkur atriði, einkum i sambandi viö það talnaefni, sem þingmaðurinn leiðir fram máli sinu til stuðnings. 1 greininni er gengið út frá þvi, að framleiðsluverðmæti á mann gefi til kynna þjóðhagslegt mikil- vægi atvinnugreinar. Þannig er það tiundað, að framleiðsla út- gerðar og fiskvinnslu á landinu öllu 1980 hafi verið sem svarar 243 þús, nýkr. á hvern mann, sem starfaöi i þessum greinum .Fram- reiknaö til verömætis ársins 1981 eru þetta taldar vera 345 þús. nýkr. Með þvi að margfalda þessa tölu meö 150 starfsmönnum járnblendifélagsins telur þing- maðurinn, að þeir hefðu skilað 51.7 milj. nýkrónum ,,i þjóðar- sjóð”, ef þeir heföu unnið i fiski, i staö þess taps, sem var s.l. ár á rekstri járnblendifélagsins. 1 grein sinni heitir þingmaðurinn á menn að vera duglegir i reikn- ingi, þegar þessi mál eru skoðuð og má taka undir það, Hins veg- ar gefur þingmaðurinn ekki gott fordæmi i þvi efni með þeirri rök- semdafærslu sem hér er rakin, eins og nánar skal sýnt fram á. Sé framleiðsluverðmæti á mann mælikvarði á þjóðhagslegt gildi fiskveiða og -vinnslu, ætti hann að vera jafngildur fyrir stóriðju. Framleiðsluverðmæti járnblendifél. 1980 reiknað á nettóútflutningsverði þess árs var 84.3 milj. nýkróna. Starfsmanna- fjöldi var að meðaltali 153.7, þannig að framleiðsluverðmæti á hvert mannár var rúmlega 548 þús. nýkr. Þessi sama tala fyrir 1981 mun hafa losað 800 þús. kr. á mann. Bæði árin er þetta verð- mæti riflega tvöfalt á við það, sem þingmaðurinn tiundaöi fyrir fiskveiðar og -vinnslu, jafnvel þótt nýting framleiðslugetu járn- blendifélagsins væri þessi ár ekki nema 50—60% og verðlag bæöi ár- in mjög óhagstætt. A sama tima var afli og fiskmetismarkaðir all- góðir. Samkvæmt þessu mætti nota röksemdafærslu þingmanns- ins til að sýna fram á mun meira framlag kisiljárnframleiðslu en fiskveiða og -vinnslu ,,i þjóðar- sjóð”. Astæðan til að þetta er ekki unnt að gera er sú, að röksemda- færslan er röng. Framleiðslu- Athugasemd við skrif Stefáns Jónssonar alþm um sjávarútveg og stóriðju verðmæti á mann er ekki nothæf- ur mæiiRvaröi einn sér til pessa og reikningar, sem á þvi eru byggðir hljóta að vera villandi. Þingmaðurinn stigur þó skrefinu lengra i marklausum saman- burði, þegar hann ber saman framleiösluverbmæti (heildar- veltu) i einni grein, þeirri góðu, og afkomu (tap) i annari, þeirri vondu. Það, sem skiptir máli i slikum samanburði er raunveruleg af- koma atvinnurekstrar til lengri tima litið og þar með geta hans til að greiða laun, skatta og arð af fjármagni og til að fjármagna þróun, endurnýjun og vöxt at- vinnugreinarinnar. Ferill járnblendifélagsins er enn of stuttur til að slikt mat verði lagt á það sem dæmigert stóriðju- fyrirtæki. Félaginu hefur i raun gengið allt i haginn annað en að- gangur aö orku og markaður fyrir söluvöruna. Þetta tvennt hefur hins vegar valdið þvi, að félagið hefur enn hvorki reynt fulla framleiðslu né eðlilegt verð. Ljóst er þó af rekstri verksmiðjunnar, að við eðlilegt verð og sæmilega nýtingu framleiðslugetunnar er þessi framleiðsla arðbær og þeim mun hagkvæmari sem lengra liö- ur. Núverandi rekstrarafkoma félagsins er þess vegna engin vis- bending um, að fjárfesting i þess- um iðnaði sé slæm, heldur ein- ungis staðfesting á þvi, að aftur- kippur er rikjandi i efnahags- og viðskiptalifi allra helstu mark- aðslandanna. Þótt vitmenn á sviði efnahags- mála treystist ekki til að spá, hvenær bata sé að vænta i þessu efni, munu þeir sammáia um, að þetta ástand sé ekki varanlegt. Mat á fjárfestingu i stóriðju mið- að við stöðu mála i dag væri þvi óraunhæft. Beinn samanburður við afkomu fjárfestingar i sjávarútvegi mið- að við stöðuna i dag er þeim mun fráleitari vegna fjölda óvissu- þátta. Verðlag á fiskafurðum er allgott. Magn botnfisks er meira en nokkru sinni. Halli útgerðar og fiskvinnslu nemur hundruöum miljóna auk þess óbeina stuðn- ings, sem útgerð og fiskvinnsla nýtur i lánum, vöxtum, sköttum sinum og sjómanna, launaskatti, aðstöðugjöldum, hafnargjöldum og meðferð gengishagnaðar. Við þetta bættist m jög vafasöm geng- isstefna og stefna um afkomu at- vinnurekstar almennt. Þannig eru þau reikningsdæmi, sem þingmaðurinn réttilega bendir á að reikna þurfi vand- lega, miklu flóknari og þjóðhags- lega mikilvægari en svo, að yfir- borðsleg og blekkjandi meöferð hans á tölum sé við hæfi. Höfundur þessarar greinar er ekki eins viss og þingmaðurinn um niðurstöður samanburöar af þessu tagi einn veg eða annan. En inn i hið stjórnmálalega mat á fjárfestingu i útvegi og öðrum greinum hlýtur að þurfa að taka að nýting auðlindanna, sem út- vegurinn byggist á er þaninn til hins itrasta. Þingmaðurinn segir i grein sinni: „Islendingum hefur tekist, einum allra þjóða, að byggja traust velferðarriki á fiskveið- um”. Hefur honum sést yfir, aö þessi grundvöllur er nú til af þvi að spár okkar lærðustu fiskifræð- inga hafa reynst blessunarlega rangar? Hversu traust heldur þingmaðurinn að þetta riki væri eða áreiðanlegt hvert atvinnu- tækifæri i útveginum, ef þær heföu reynst réttar. Blaðberabíó í Regnboganum Iaugardaginn30. jan. kl. 1 í sal B: Stúlkan á eyöieyjunni Ævintýramynd í litum. UOBMUINN J.S. 26.01.82. ”MANNSHVARF” f* Æm~ JLt Graciela MELLIBOVSKY Saidler, Argentína. 34 ára, hagfræðingur, „hvarf” 25. sept. 1976. ABSTANDENDUR BÚA VID ÓVISSU - EIGA ÞEIR AÐ V0NA EÐA SYRGJA? Það er algeng aðferð ríkisstjórna í ýmsum löndum að láfa fólk „hverfa”. Þetta eru ekki aðeins yfirlýstir pólitískir and- stæðingar, heldur einnig almennir borgarar, sem eru yfirvöldum þyrnir í augum. í mörgum tilfellum er um að ræða leynilega aftöku án dóms og laga. Þannig hafa þúsundir manna „horfið” að undirlagi yfirvalda síðastliðin 10 ár. Styðjið baráttuna fyrir skoðanafrelsi, og gegn pyntingum og dauðarefsingu með því að gerast meðlimur í Amnesty International. Námskeið verður haldið á vegum íslandsdeildar Amnesty International 2. og 3. febrúar 1982. fyrir þá sem vilja kynnast starfsemi A.l. og hvernig þeir geti gerst virkir félagar. -:>€ ISLANDSDEILD amnesty international Pósthólf 7124, 127 Reykjavik ”MANNSHVARF”1982 Nafn Nafnnúmer Sími | Heimilisfang □ Námskeiðsþátttaka □ Virkur □ Styrktarfélagi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.