Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 23
Helgin 30,—31. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 23 Okkur hafa borist nokkrar upplýsingar um forsi&umyndina sem birtist í ÞjdOviljanum fyrir hálfum mánuöi. Hún er tekin 1932 á Innra-Kirkjusandi í Reykjavík. Sitjandi eru Ingibjörg Böövarsdóttir og siö- an koina systurnar i Litla Hvammi, þær Margrét, Guörún og Bjarnheiöur Ingimundardætur, og loks Guömundina B jörnsdóttir. önnur frá vinstri af þeim sem standa fremst er Alla, siöan Asta og þá Jónina frá Sóieyjarbakka. Karlmaöurinn lengst til hægri heitir Hjalti. Myndirnar af linaveiðaranum Óiafi Bjarnasyni eru teknar i Faxaflóa á lokadag 1932 aö þvi er Ijós- myndarinn ólafur Guömundsson (fyrrv. Iögregluþjónn f Rvik) hélt en hann hringdi og gaf uppiýsingar uin nöfn mannanna. A þessari mynd i fremri röö eru ólafur sjálfur, Garöar Kristjánsson frá Einholti i Hornafirði, Tómas Þorvaldsson á Akranesi (fórst 1939) og Oddur Jónsson frá Gunnarsstööum i Borgar- nesi. í aftari röö eru Sigvaldi Arnason Akurnesingur, Kristinn Jónsson (bróöir Odds), Þóroddur Odd- geirsson Akranesi og Tómas Jónsson Akranesi (siöar skipasmiöur). Þessir fjórir kappar eru Vilhjálmur Jónsson frá Reykjavlk (drukknaöi er togarinn Gullfoss fórst 1940), Einar (Jónsson?) siöar verkamaöur í Rvik, Guöjón Friöbjörnsson frá Bakkabæ á Akranesi og Finnbogi Kristjánsson (hann fórst einnig meö Gullfossi 1940, var skipstjóri hans). Og hér er svo ein óbirt mynd af fiskvinnslufólki á stakkstæöi Defensorfélagsins I Reykjavlk á 3. áratug aldarinnar. 60 ára Halldór Bachmann byggingameistari Þaö er næsta ósennilegt, en þó mun þaö samt staöreynd vera, aö Halldór Bachmann sé kominn á minn aldur, svo sem hann er i öllu sinu fasi og framgöngu unglegur svo af ber. Hann verkar á mann mörgum árum yngri en hann er skráöur, samkv. kirkjubókum. En ef þess er gætt, hve langt er siöan viö minnumst hans, viö störf i iön sinni og i allskonar félagsmála- vafstri, veröur þetta þó ekki eins ósennilegt. Ég vil bjóöa þennan vin minn velkominn i hóp okkar sem komn- ir eru á sjötugs aldurinn og i leiö- inni vil ég þakka honum öll samskiptin á liönum árum, enda þótt oft hafi ég oröiö aö hirast i skugganum, þegar hann hefir skyggt á mig, með töfrandi orö- ræöu og fyndni, ásamt sinum létta húmor, þá hefi ég orðið aö þola þá kvöl, aö vera honum minni og léttvægari fundinn. A Akranesi bjuggum viö i ná- vigi, ég vil segja, flest okkar manndómsár og bárum þá sam- eiginlega nafniö „Halldórarnir” og til aögreiningar Halldór Bach- mann og Halldór hinn, ég held aö nafngiftinni hafi fylgt takmörkuö viröing broddborgaranna. Halldór er gleðimaöur mikill og smitberi glaöværöar á mann- fundum, ómissandi i hópi vina sinna og kunningja. Enginn er hann meinlætamað- ur og ófeiminn lyftir hann glasi meö vinum sinum þegar svo ber undir. Hann er bjartsýnn gleöinn- ar maöur. Hann hefir keyrt veginn til lifs- hamingju sinnar á miklum hraöa og oft á fremstu nöf, en aldrei valdiö slysi eöa keyrt Utaf. Ég mun ekki aö þessu sinni fara aö tiunda frekar kosti þessa vinar mins og þvi siöur lesti, þó af hvorttveggju væri nóg aö taka. Vil aöeins meö þessum linum minna á hvilikur kraftur hefir fylgt honum, hvar sem hann hefir þurft hendi aö taka. Völundur til allra verka og svo getur hann lika ort, eins og hver annar, þó aldrei hafi hann skálda styrk þegið. NU á þessum áfangastaö ár- anna, óska ég Halldóri þess, aö hressilegheitin i öllu hans liferni og heiðrikja hugans yfirgefi hann ekki hans ólifuö ár. Þaö mun vera leitun á jafn samrýmdri og elskulegri fjöl- skyldu. Slikur gæfumaöur er ættarhöfö- inginn. Ég óska ekki aöeins Halldóri og konu hans til hamingju með dag- inn og óska þeim velfarnaöar um ókomin ár, heldur allri fjölskyld- unni og öllum hennar vinum. En þótt mér sé tiltölulega meinlaust viö nafna minn, sé ég þó alltaf eftir henni Hönnu. Nafni. Endurmenntun fyrir hjúkrunarfræðinga H H A vegum Borgarspitalans og Nýja hjúkr- unarskólans veröur haldið 4 vikna nám- skeið íyrir hjúkrúnarfræðinga, sem ekki haía unnið undanfariö við hjúkrun en gjarnan vildu hefja störf á ný. Bóklegt nám verður i 2 vikur á timabilinu 1—12. mars og starfsþjálfun i 2 vikur á timabil- inu 15. mars til 15. mai. Þátttaka veröur takmörkuð við 20 þátt- takendur. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar. Nánari upplýsingar hjá skólastjóra Nýja Hjrúkrunarskólans i sima 81045 og hjúkr- unarfræðslustjora Borgarspitalans i síma 81200. Vetramámskeið ’82 Þann 1.—10. febrúar hefst námskeið i klassiskum gitarleik og tónfræði fyrir nemendur námskeiðsins. Þeir sem hafa þegar lagt inn umsókn eru beðnir að stað- festa hana strax. Innritun i sima 18895. Örn Viðar Erlendsson • SPENNUM BELTIN ■ . • alltaf ||UMFERÐAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.