Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 18
yggðum
í Heimi á eynni
Röst í Noregi
Byrjunar-
einkenni
eyjum.
Orsökin
talin hrun
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 30,—31. janúar 1982
A eyjunni Röst i Lofoteneyjaklassanum hefur verið
mikil lundabyggð til þessa,ein af þeim stærstu í heim-
inum. Þessi byggð virðist nú vera að eyðast vegna
þess að kofan (eða pysjan) kemst ekki upp. Hún deyr
hungurdauða fljótlega eftir að hún kemur úr eggj-
unum. Frá árinu 1969 hefur aðeins verið eitt eðlilegt
ár, árið 1974. 1977—1979 komst aðeins 1 kofa upp af
hverjum 1000 og árið 1980 komst engin upp. Þetta
fyrirbæri hefur undanfarin ár verið rannsakað af
hópi sérfræðinga frá Dýrasafninu í Osló undir stjórn
Gunnars Lid og í þessari grein er lítillega gerð grein
fyrir rannsóknunum.
Aveturna halda lundarnir til
langt Uti á sjó en f lykkjast nær
ströndum er kemur fram i mars
og velja sér siðan staði til
hreiöurgerðar, annaðhvort á
klettasyllum eða i holum sem
þeir grafa sér. Lundarnir para
sig og skiptast á að iiggja á
eggjunum og á norðlægum
slóðumunga þeir út i lok júni
40—43 dögum eftir varpið.
Við eðlilegar aðstæöur halda
kofurnar kyrru fyrir i hoiunum
þar til i ágúst og nærast á síld,
sandsilum og kræðu sem for-
eldrarnir færa þeim. A Röst
bregöur hins vegar svo við nú
siðustu árin að kofurnar brjöt-
ast upp á yfirborðið skömmu
eftir að þær ungast út, oftast
innan 5daga og deyja siðan við
holuopið.
Ef alit væri með felldu er
lundabyggðin ákaflega lifleg i
júlimánuði. Fuglinn hnitar stöð-
ugt hringi til að taka staðar-
ákvörðun áður en hann leitar út
á hafið og kemur siðan heim
með goggana hlaðna fiski.
Þegar þeir hafa sest er látæði
þeirra allt mjög kúnstugt. Þeir
hneigja sig, hreyfa sig um
virðulega, gogga hver i annan .
og gefa frá sér aðskiljanleg
hljóð.
Sumarið 1980 sást siðast til
lunda með fisk 17. júli á eyjunni
Röst. Fáum dögum siðar var
allt hljótt og lundinn horfinn.
Það sást meira að segja ekki til
hans úti á sjo. 1 stað fuglanna
röðuðu miljónir skorkvikinda
sér á kofuhræin. Þau voru samt
lengi að hverfa og i september
voru enn tugþúsundirhræja eins
og ítlar múminur um alla eyju.
Er kofurnar voru krufnar
kom i ljós að magi þeirra var
fulluraf moldog leir sem benti
til hungurdauöa. Li'ffræðingar
héldu á timabiliaö lundar sveltu
unga sina f stuttan tima til þess
að örva þá til að yfirgefa
hreiðrin en það hefur óyggjandi
verið sannað að svo er ekki.
Það er dr. Mike Harris sem
starfar á náttúrufræðistofnun i
Lundadauðinn i Noregi.
grennd við Aberdeen i Skotlandi
sem manna mest hefur rann-
sakað atferli lunda, einkum á
skosku eyjunum May og St.
Kilda. Könnun hans á mataræði
þeirra varpar nokkru ljósi á
„katastrófuna” á Röst. Dr.
Harris veiddi fugla þegar þeir
voru á leið inn til lands með
goggana fulla og komst að þvi
að þeir veiða fyrst og fremst
smáfisk á fyrsta ári. Rann-
sóknir hans stóðu yfir á árunum
1971—1976 og af 30 fiskteg-
undum, sem lundarnir gátu
veitt, voru þeir sólgnastir i
sandsili (ammodytes marinus)
og kræðu (clupea sprattus).
Báðar þessar tegundir eiga það
sameiginlegt að innihalda litið
vatn samanborið við aðrar teg-
undir og vera vel feitar og þess
vegna orkurikar. Arin 1973—74
voru slæm ár fyrir lundann á St.
Kilda og meðalþyngd kofunnar
minni heldur en t.d. 1975. Þetta
hélst i hendur við magn kræðu i
fæðu þeirra. Það er greinilegt
að lundinn velur mat sinn af
kostgæfni. Kræða er t.d. helm-
ingi kaloriurikari en sandsili
miðað við sama magn og þó að
fjöldi sandsila umhverfis St.
Kilda sé hundraðfaldur á við
kræðuna þá veiddi lundinn að-
eins þrefalt fleiri sandsili en
kræðu.
Fulloröirm lundi þarf um 100
grömm af fæðu á dag og kofa i
uppvexti allt að 130 grömm.
Stundum blandar lundinn sina
eigin fæðu með skelfiski en
kofan er látin ganga fyrir með
feitasta fiskinn. Lundinn er
ákaflega snjall sundfugl og
tunga þeirra er mikil og gróf.
Þeir geta þvf inbyrt reiðinnar
ósköp af fiski í einu og geymt i
gogginum. Lundinn kys frekar
að veiða marga smáfiska heldur
en einn stóran m.a. vegna þess
aö þaö yrði til þess að vekja at-
hygli kriu og svartbaks, sem
kæmu á vettvang, eltu lundann
og neyddu hann til að sleppa
fengnum.
Þá hafa rannsóknir synt að
lundinn fer yfirleitt ekki lengra
en 3 km frá varpstað til að leita
sér fæðu þó að hann geti flogið
með 70km hraða á klukkustund.
Mikil orka fer i aö kafa og flytja
fæðuna til unganna og þess
vegna veiðir hann fyrst og
fremst feitan fisk sem ekki er
mjög langt undan.
Fjölmargar tilgátur um
fjöldadauðann á Röst hafa
komið fram en Lid er sann-
færður um að fæðuskortur sé
orsök hans. Mike Harris varð
fyrst var við ýmis konar djúp-
sjávarfisk i goggi lunda við St.
Kilda surnarið 1980 og þaö sem
þeir færðu ungunum á Röst
sama sumar var fyrst og fremst
slik fæða, flatfiskur, skelfiskur
ofl. Norðmaðurinn Lid tók eftir
þvi að fullorðnu fuglarnir
neyddu nokkurra daga gamlar
kofur til að yfirgefa holurnar og
dró þá ályktun að þetta væru
örvæntingarfullar tilráunir til
að flýta þvi að þær yrðu sjálf-
bjarga vegna þess að ekki væri
hægt að útvega rétta fæðu.
Lid telur að skorturinn á fæðu
sévegna ofveiðiá fiski iNorður-
sjó. Hann sér beint samband
milli hruns sildarstofnsins á 7.
áratugnum og aukinnar veiðið á
sandsili og kræðu sem kom i
kjölfarið. Sild hafi verið sérlega
mikilvæg uppistaða i fæðu lund-
ana á Röst og þegar fiskimenn
hafi einnig farið að keppa við þá
um sandsili og kræðu hafi af-
leiðingarnar orðið þessar.
A árunum 1965—1976 minnk-
aði sildveiði i N-Atlantshaf um
76% eða Ur 3.575.637 tonn i
854.567 tonn. A sama tima jökst
veiöi á sandsili úr 140 þúsund
tonnum i 517 þúsund tonn en
veiðin á kræðu úr 165 þúsund
tonnum i 900 þúsund tonn.
Þessar tölur virðast styðja
kenningu Lids.
Arið 1976 komst Mike Harris
að þeirri niðurstöðu að lundi
væri liklega algengasti sjávar-
fuglinn á Norður-Atlantshafi og
það er reyndar á Islandi sem
hann erlangalgengastur. Þar er
lundabyggðin talin um 8 milj-
ónir fugla. Næst kemur Norður-
Noregur með 1.25 miljón fugla,
siðan Færeyjar með um 600 þús-
und fugla, Bretlandseyjar með
550 þúsund og Kanada og
Bandarikin með um 330 þúsund.
A Bretlandseyjum f jölgar lunda
sumsstaöar t.d. á eyjunni May;
þar fjölgaði pörum úr um 2000
árið 1970 i 10 þúsund áratug
siðar . Þessi fjölgun er þó eins og
dropi i hafið miðað við eyðing-
una i Röst. Arið 1979 komst Mike
Harris að þvi að byrjunar-
einkenni sama vandamálsins og
herjaði á Röst væru farin að
sjást i Vestmannaeyjum á
Islandi.
Meðalævi lundans er talin um
25 ár og ef sama þróun heldur
áfram á Röst mun hann hverfa
þaðan með öllu á næstu árum og
áratugum. Það er talið geta haft
örlagarikar afleiðingar fyrir lif-
riki hafsins.
GFr þýddi og cndursagði úr
New Scientist 2. júli 1981.