Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 2
2 St.ÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 30.-31. janúar 1982 skammtur «5=5 Af Gamla bíói Barnæska manna er víst tíðum sveipuð miklum dýrðarljóma í þeirri fjarlægð sem gerir f jöllin blá og mennina mikla. Svo mikið er víst, að ekki man ég betur en lífið og til- veran hafi verið, vægast sagt, unaðsleg á ofanverðu krepputfmabilinu, rétt fyrir síðustu heimsstyrjöldina. Maður var þá enn á besta aldri, svona átta-níu-tíu og allt virtist í besta gengi, þó enn væri ekki búið að f inna unglinga- vandamálið og uppeldisfræðingar, barnasál- fræðingar, æskulýðsfulltrúar og atvinnu- félagsmálaspekúlantar heyrðu framtíðinni . enn til. Leikvöllurinn var höfnin, hafnarbakkinn, Selsvörin og miðbærinn og hver mínúta og sekúnda þessara dýrðardaga svo dýrmæt að menn fóru ekki einu sinni heim að kúka, þó þeir væru í spreng, heldur settust á eitthvað hart og „pressuðu" eins og það var kallað, þar til hveisan var liðin hjá. Hver einasti dagur var hátíðisdagur. Fiskur var dorgaður á bryggjunum við Steinavörina og allir áttu kæjak, sumir einsmanns, en aðrir tveggjamanna. Þær voru ekki fáar svaðilfar- irnar sem farnar voru á þeim happafleytum um höfnina og úr Selsvörinni. Þetta var áður en stelpur voru farnar að rugla menn tiltakanlega í ríminu og standa þeim fyrir þrifum. Ef að þær lágu vel við höggi, þá var þeim strítt og þær hrekktar svo- lítið svona til hátíðarbrigða, eins og gerist og gengur, að öðru leyti voru vandamál kvenna óþekkt fyrirbrigði. Eitt var það hús í bænum, sem vafið var meiri ævintýraljóma en aðrar byggingar, en það var Gamla bíó. Þó allir dagar væru hátíðisdagar á þessum árum, var þó alltaf stórhátíð einu sinni í viku. Það var á sunnu- dögum, en þá var f arið í Gamla bíó til að næra menningarlegt fróðleikshungur og slökkva listrænan þorsta. Það var í Gamla bíó, sem æðisgengnustu framtíðardraumarnir urðu bæði til og rættust i sömu andránni. Litli og stóri léku listir sínar, M.A. kvartett- inn söng, hrikalegir hetjutenórar komu frá námi og sungu, Tarsan jóðlaði, Síta skrækti, fílar rumdu og konungur dýranna rak upp óviðjafnanleg Ijónsöskur. Já þetta voru nú barnasýningar sem bragð var að. Skraut- klæddir soldátar fóru syngjandi í stríð og murkuðu lífið úr hver öðrum á vígvellinum með léttum söng, komu svo syngjandi heim af vígvellinum og gömnuðu sér með söng í blönd- uðum kór, við fáklæddar syngjandi flökku-og daðurdrósir. Glæst syngjandi hefðarkvendi beið hetjunnar gjarnan, svo að ástin gæti nú fengið að blómstra í lokasöngnum. Já á þessum árum var sannarlega bæði sungið og dansað í Gamla bíó. Meira að segja man ég að hvalir sungu og fílar dönsuðu. En það sem mest var umvert, var að áhorfendur voru svo f rá sér numdir af hrif ningu, að við lá að húsið hryndi til grunna eftir hverja sýningu. En mörg eru þau menningarfyrirbrigði sem eiga sér uppgangstíma blómaskeið og hnignun. Og svo fór um Gamla bíó. Um tíma voru menn meira að segja farnir að óttast það að þessi æfintýralega menningarhöll okkar krakkanna í vesturbænum yrði að víkja fyri'r f allhamri, kúlu og tönn vondra spekúlanta. Þá var það að íslenska óperan kom til skjalanna og bjargaði þessu gamla fallega húsi. Frá mínum bæjardyrum séð er það nú ef til vill merkilegast við stofnun hinnar nýju íslensku óperu, því eins og kellingin sagði: „Af umbúðunum má innihaldið ráða.". Ég bar gæf u til þess að vera á f rumsýningu íslensku óperunnar í Gamla bíó um daginn og ég held að ég hafi aldrei upplifað barnæsku mína eins sterkt eins og á þeirri stund. Allt var svo undur líkt því sem það var í gamladaga. Loftið dirraði af spenningi. Krakkarnir ókyrrir í sætunum. Svo hlupu þeir óþekktustu og köldustu uppá sviðið og f römdu sprell áður en sýningin hófst, en þegar slökkt var á hliðarsvölunum lustu gestir upp miklu fagnaðarópi, einsog forðum. Sýningin var í þann veginn að hefjast. Og þegar Ijósin i salnum dofnuðu, helltust æskuminningarnar yf ir mig. Efnisþráðurinn í sýningunni var eins og forðum. Bústnar syngjandi fríðleikskonur uppum alla veggi og Tarsan á sínum stað, með viðeigandi jóðli og allir syngjandi í stríði einsog í dentíð. Ég var farinn að upplifa æskuna svo sterkt aftur, að litlu munaði að ég træði bögluðu pró- gramminuog karamellubréfunum ofaní háls- málið á ráðherraf rúnni, sem sat fyrir f raman mig eins og í gamla daga, en ég stillti mig og ákvað að bíða eftir því að Aída yrði f lutt, með Ijónum, tígrisdýrum, öpum, fílum og kamel- dýrum. Það stendur vist til, og þar lætur maður sig ekki vanta. Vonandi rætist þar, það sem kórfélaginn lofaði í blaðaviðtalinu um daginn: Þá skulum við hafa hátt harmonera saman syngja bæði og dansa dátt djöfull verður gaman. Flosi. skráargatið Böðvar Guðmundsson er nú að skrifa leikrit, ekki að visu fyri'r at- vinnuleikhúsin heldur fyrir Litla leikklúbbinn á tsafirði. Þetta kemur fram i Vestfirska fréttablaðinu nyiega. Þar er viðtal við Böðvar og segir hann að leikritið sé krimmi, byggður á gömlum heimildum, atburð- um austan úr Breiðdal eftir móðuharðindin. Fjallar það um unga menn sem reyna að draga fram lifið meö þvi að ræna. Heimildireru úrdómabókum og öðrum skráðum heimildum en frjálslega með farið. Þá hefur skráargatiö einnig fregnað aö Jónas Tómasson tónskáld muni hafa gengist inn á að semja tón- list við verkið. Öryggisgæslan Securitas hefur verið dálitið til umræðu i Þjóðviljanum af og til og m.a. var sagt frá þvi í fyrra þegar þeir flæmdu i' burtu gam- algróna næturveröi úr Arna- garði þar sem handritin eru geymd. Þetta eru ungir ofur- hugar sem standa að Securitas og finna dálitiö til sin. Hefur samkomulag við handritafræö- inga ekki verið upp á hið besta . M.a. var um það samið iupphafi að hringt væri i lögregluna á tveggja tima fresti en það var fyrir neðan viröingu Securitas- manna og hafa þeir fyrir löngu gefið það upp á bátinn. Nýlega sauö svouppúrog 18. janúar s.l. hættu þeir vörslunni og gömlu næturverðirnirvoruráðnirá ný, a.m.k. til bráöabirgða. kalla þær,hafa fengið misjafnar undirtektir eins og gengur og gerist. Einn af starfsmönnum Þjóðviljans heyrðist muldra þetta ofan i barminn: Yfir snakki undu sér, áttir skakkar fengu, þorrbakkinn þeirra er, þungur pakki af engu. Geysileg Böðvar. Sem- ur nú leikrit fyrir Litla leikklúbbinn á ísafiröi. Hannes. Bók lians fékk næstflest at- kvæði. Helgi Sktili. Of mikill sagnfræðing- ur fyrir SÍS. , Heil . sendinefnd frá Morgunblaðinu fórnýlega til Evrópulands til aö skoða nýjustu gerðir af prent- vélum en blaðiðmun núákveðið I að kaupa eina nýja slika og stefnir að þvi að hún verði kom- ið i gagnið seint á næsta ári en þá er sjötugsafmæli Morgun- blaðsins. Vél þessi á að geta prentað um 100 siður i einu og vera helmingi harðvirkarien sú gamla. Auk þess verður hægtað prenta mun meira I lit en nú er. Svona vél kostar á við skuttog- ara — Mogginn er sko ekki á hausnum — og er i ráði að byggja yfir hana i Mjóddinni i Breiöholti en þar á blaðiö lóð. Dagblaöiö & Visir munu nú al- veg hafa gefið upp á bátinn áform um eigin prentsmiðju enda kæmistprentvél aldrei inn i hús það i Þverholti sem Dag- blaðið var á sinum tima búið að gera grunn að. Grunnurinn er einfaldlega ekki nógu stór. Nýlega var tilkynnt um það hver hlýtur bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs i ár. Svíinn Deblanc fær það fyrir skáldsögu sina Samúelsbók. Það mun vera leyndarmál hvernig atkvæða- greiöslan fer i úthlutunarnef nd- inni en skráargatið hefur hlerað að aðeins tvær bækur hafi komið til greina að þessu sinni. Verð- launabókin og Heimkynni við sjó eftir Hannes Pétursson. Hannes galt þess hins vegar nú að islenskt ljóðskáld fékk verð- launini' fyrra svipaöog Tryggvi Emilsson galt þess á sinum tima aö endurminningabók Halklór. Langt er siöan jafninikil lirifning hefur rikt i leikiiúsi eins og eftir frumsyningu á Sölku Völku. hafði fengið verðlaunin árið áð- ur en þá munaði aðeins einu at- kvæði aö Fátæktfólk fengi verð- launin. Menn eru ennþá að brosa dálitiö að prófkjöri Framsöknarmanna fyrir skemmstu þar sem einn frambjóöandinn, Jósteinn Kristjánsson, fékk óvigan her knattspyrnumanna og annarra vildarvina til að ganga i Fram- sóknarflokkinn og kjósa sig. Sagt er að sumir hafi gengið i flokkinn,kosið,enspurtum leið og þeir gengu út hvernig menn bæru sig að til að ganga úr hon- um aftur. Efnahagstillögur rikisstjómarinnar eöa svokall- aður þorrabakki, eins og sumir hrifning riktiilok frumsýningar áSölku Völku ilðnós.l. f immtu- dagskvöid og ætlaði lófaklapp- inu seint að linna. Stóðu allir ieikhúsgestir upp til að hylla sýninguna og höfund verksins, Halldór Laxness, og mun það vera i fyrsta skipti i 85 ára sögu Leikfélags Reykjavikur að það gerist. Er sýnd og skömm að enginn ljósmyndari var tii stað- ar þegar þær'mæðgur, Salka og Sigurlina, kysstu skáldið að leikslokum. Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðing- ur hefur undanfarin ár verið á launum hjá Sambandi islenskra samvinnufélaga (SIS) við að skrifa sögu þess. Hann skilaði handritinu i fyrra en nú mun SÍS-forustan iiggjaá þvi og vera i hreinustu vandræðum; telur sig ekki geta gefið þaö út. Helgi Skúli tekur sig nefniiega alvar- iega sem sagnfræðing og fjallar i Sögu sinni um viðkvæm mál svo sem oliumáliö og hlut Vii- hjálms Þórs i þvi. Þetta er ein- um of mikið fyrir Erlend & co. og þvi mun þessi saga liklega ekkilita dagsinsljósá næstunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.