Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 7
Stalker eftir Tarkovski Eflaust eru margar forvitnileg- ar kvikmyndir á kvikmynda- háti&inni sem hefst i dag i Regn- boganum. Mestar fagnaöarfréttir þykja mér þó a& loksins hefur tekizt að fá á hátiðina mynd eftir Tarkovski, eitt mesta kvik- myndaskáld sem nú starfar. t fyrra sýndi Fjalakötturinn Speg- ilinn eftir hann, heillandi mynd, þrungna skáldskap. Stalker og Spegillinn eru þær kvikmyndir sem ég hef hrifizt mest af lengi. Myndin hefur eiginleika ljóðsins aö hana má túlka á marga vegu. Til eru þeir gagnrýnendur sem finna að þvi að textinn sé ofhlað- inn og myndirnar líka, of marg- rætt. Ahorfandinn hafi varla viö aö nema þaö sem býðst. Þetta er kannski ekki mynd fyrir þá sem vilja gleypa i einu, og vera svo lausir allra mála. Þetta er mynd fyrir þá sem unna djúpsækinni list, miklum skáldskap á sviði þessarar listgreinar. Kvikmynd sem sjá má aftur og aftur. Einna merkastar hygg ég dag- bækur hennar megi telja. Þar kemur hún viða viö; og er merkur vitnisberi þeirra tima sem við lif- um. Frásagnir hennar eru ljósar; stuttar myndir af fólki, frásagnir af atvikum sem hafa viðari skir- skotun; eftirminnilegt fólk sem læðist aftur fram i huganum með sin erindismál eða segjandi þagn- ir og hik; og umhverfi yfirleitt þannig lýst að ekki er vakin at- hygli á öðru en styður eða snerpir hin mannlegu erindi. Luise Rins- er er kaþólsk, trúuð en trú hennar verður hvergi til að byrgja henni sýn á hið mennska; trúin hefur fremur gert hana frjálsa og við- sýna, hindrar ekki mannúö henn- ar. Maður verður ekki var við neinar kreddur og hleypidóma. Þetta er skarpskyggn kona og hlý lika. Fremst segir hún frá konunni sem hún hitti i Varsjá i sölubúð á hótelinu. Hún þykist þekkja manngerðina frá Berlin á þriðja áratugnum; stór sorgmædd augu meö djúpum baugum undir, þung augnalok, svart hrokkið hár; kannski gyðingur, segir hún. Þér talið eflaust þýzku. Þá svarar hin á hreinni Berlinarþýzku: Nei, ég tala ekki orð i þýzku. Ég svaraði, segir Luise Rinser: Ég skil. En ég var enginn fasisti, þvertámóti, þeir skutu manninn minn og fangelsuðu mig. Þér megið ekki vera reið við alla Þjóðverja, hjá okkur var andspyrna þar sem margir týndu lifi. Hún sneri sér undan og þóttist sýsla eitthvað i hillu. Siðan sneri hún sér aftur að mér og sagði hægt og skelfilega þreytt: Ach, lassen Sie mich doch in Ruhe. (Æ, látið þér mig i friði). Augnaráð hennar er nú laust við hatur. Hún fer viða um löndin, og hitt- ir margvislegt fólk að máli, Pen- klúbbasamkoma i Dublin, Jesú- hreyfingarfunduriBerlinþar sem KlausKinski leikari úr myndun- um eftir Herzog átti að tala; og fölur og magur unglingur dreifði auglýsingunum um fundinn. Var þessi vansæli unglingur Jesú- barn? Eða anarkisti? Uppreisn- armaður? Hann leitaði á hugann. Hún haföi tekið viö flugriti úr höndum hans. Og gerði sér ferð aftur á staðinn þar sem hann stóð við dreifinguna. Og spurði hvort hann væri sjálfur i Jesúhreyfing- unni. Fyrirsögnin var Jesús Kristur Lausnari. Hann vissi varla hvaö þaö var þessi hreyf- ing. En hann var danskur, hafði strokiö að heiman, tók að sér hvaða vinnu sem bauðst til aö afla fjár svo hann kæmist heim. Ekk- ert þráöi hann heitar en að kom- ast aftur heim. Heim. Ertu svangur? Já. Ég safna þvi sem ég get aflaö til að komast heim. Hún gaf honum peninga fyrir mat. Þarna eru þættir frá Þýzka- landi, Sviss, Italiu. Og mikið efni frá feröalagi um Sovétrikin. Hug- leiöingar um hlutskipti manna, siði, trú, og hvernig menn verða fyrir barðinu á stjórnmálavaldi og þjóðfélagsaðstæðum, og svara með ýmsum hætti, sumir með flótta i fegurðardýrkun i skáld- skap eða sökkva sér i trúmála- hugleiðingar. Alls staöar er manneskjan i fyrirrúmi. Hvað er undir skrúöa hennar, leikbúning- um, grimunni? Pasólíni Eg grip þessa dagana oft niður i þessari bók, les kafla og kafla hér og þar. Ég verð stundum feginn bókum sem maöur getur lesið hægt. Haft nærri sér, látið liggja á visum stað, gripið stund og stund sér til félagsskapar. Sumir vilja gleypa bækur og gleyma sér á meðan, eiga tryggt að losna við höfundinn jafnharðan þá lokið er að lesa, — ef þessi buna er þá lest- ur. Það er gott félag i dagbókum Luise Rinser. Hún vekur lika at- hygli á ýmsum skelfilegum hlut- um. En hún gerir það meö hóg- værum lágstilltum rómi, og rödd hennar verðurþvi langdrægari aö orka á hugsun lesandans, og fylg- ir honum með sin erindi. Oft segir hún frá sálarstriöi fólks og þján- ingum sem stundum leiða inn i myrkriö. Þarna eru lika myndir af stjórnmálaleiðtogum eöa öðr- um rithöfundum. Fyrst vaknaði athygli min á Luise Rinser þegar við hjón gist- um i Varese fyrir nokkrum árum hjá hinum kunna italska rithöf- undi Vigorelli sem var á sinum tima eldleg driffjöður Comes, rit- höfundasambandsins evrópska sem lamaöist við innrás Rússa i Tékkóslóvakiu 1968. Hann er mik- ill áhrifamaður i itölsku menn- ingarlifi, þekkir alla sem eitthvað kveður að. Hann sagði okkur af siðasta mánuðinum sem Pasólini lifði, og hafði mikið samband viö hann þann tima sem var Pasólini erfiður. Öhugur i honum. Forspá að Róm myndi gera út af viö sig, riða sér að fullu. A ég ekki bara að fara heim i Friuli, og yrkja. Þaðan var hann, og hóf feril sinn sem ljóðskáld. Mánuði siðar var hann allur, myrtur hroðalega um nótt i Róm, i úthverfi. Ég þekkti Pasólini. Hann var óvenjulega skarpur, næmur á margt, fjölhæfur maður. En mér fannst hann aldrei sterkur. Ég fann það án þess ég gæti gert grein fyrir þvi. öörum þótti hann sterkur, og margir dáöu hann. Og frægö hans barst um heiminn. En hann var veikur. Vigorelli sagöi okkur margt af Pasólini. Af angist hans. Sitthvað sem stað- festi hugboð mitt um veikleika hans. Ég á ekki við kynvillu hans. Þótt tengja megú Striði hans. Þetta var i Varese, kyrrum bæ, nokkurn spöl frá Milano þar sem Vigorelli hefur nú athafnabæki- stöð sina sem ritstjóri Rivista Europea, með meiru. Þetta var hugarflökt, og rifjast upp vegna sér frama i pólitik. Hún gerði það nú samt að gifta sig þessum heitt- elskaða, sem hún elskaði raunar allra heitast. Hann var Múhameðs- trúar, sem er reyndar rangt oröað þvi hver trúir á Múha- með? Þaöer Allah sem er guðinn, og Múhameð er spámaöur hans. Trúin Islam. Hann vildi.taka aðra trú. Evangeliska, mótmælenda- trú, skirast. Jæja. En var hún ekki kaþólsk? Að visu; en vildi svo vel til aö eiginlega var hún samt trúlaus. Svo það var alveg ókei. Svo hún varð viö óskum mannsins. Fylgir honum i trúskiptunum sem ööru. Ökei, ef ekki jippi. Aö láta skirast. Maður hennar framdi sjálfur skirnina á páskanótt. Skiröi sig sjálfur og hana með. Þau voru nakin á árbakka. Aö þessu veseni. Súdaninn hennar segir henni að slátra lambi. Kannski haföi hann þaö meðferðis. Nema blessuð sveitasælan hafi lagt það til. Eða guð almáttugur hafi opnað sina kontó til aö greiöa fyrir feröinni frá einni trú til annar. (þetta seg- ir Luise Rinser ekki heldur barna ég svona fyrir henni söguna af slátrun lambsins sem hún er að segja frá, og segir konan hafi færzt undan þvi). Hvernig i ósköpunum átti hún aö geta drep- iðlamb; hún sem ekki gerði viljug flugu mein? Augnatillit frá manninum dugði. Hún slátrar, lambinu eins og maðurinn segir fyrir um; og hneig i ómegin i blóð lambsins. Þetta var allt mjög vel heppnað. Þvi það örvaði svo bóndann fjálgan þegar i hinni ný- fengnu trú að hann jarðvarpar sér yfir hana og tók hana snagg- aralega i guömóði slnum. A bakka streymandi árinnar, i blóöi lambsins; sem burt þvær, og þvær burt, þina synd og mina. Og himnarnir opnuðust, og hver situr á lambsins stól? Hver? Hver nema Hann. Hósianna... Hó... sisi.. Hó.. si... já.. Minn.. Hó.. hæ. Æ... Henni þótti þetta feikna gott. Alveg hreint svakalega. Aldrei betra. Betra en LSD; sem hún haföi einu sinni reynt. Þetta vikk- aöi vitundina ennþá meira. Soleiðis. Alveg hreint miklu betra. Og var þó hitt ótrúlegt. Og hefði enginn trúað þvi. Sem var þó. Það er nú þaö. Og einlægt óx ástin. Og vitundin vfkkaöi að sama skapi. Ef það var hægt meira. Halelú-ja. Nú var hún sifellt að búa sig undir að fara með manninum til Afriku. Og fór i hjúkrunarfræði til að verða þar og þá að gagni þegar þangaö kæmi. Svo hættu bréfin. Eftir nokkurt hlé fóru þau svo aftur að berast. Hvaðan? Ekkert heimilisfang sendanda. Enda mátti ekki skrifa henni aftur. Manninum hefði ekki fallið það i geðiö. Hann mátti ekki vita- af þessum skriftum. Loks kemur bréf frá Paris. Var hún þá búin aö vera i Afriku. Eitthvað. Liklega. Héígin 30.—31. þess að um þessar mundir vakti Vigorelli athygli mina á Luise Rinser fyrst. Og hún er kaþólskur rithöfundur sem hefur hljóðlátan styrk af trú sinni án hleypidóm- anna og þröngsýninnar og fari- seismans sem svo oft fylgir i þeim farangri. Það er mjög rikt i ýms- um kaþólskum höfundum þótt þeir reyni að vera viösýnir, eins og Franfois Mauriac, jafnvel Claudel. Einhver ósannfærandi aukageta, aukakeimur, óbragð. Eimir stundum eftir af þvi hjá ýmsum listamönnum eöa öðrum andans mönnum sem hafa reynt Luise Rinser. að fria sig, brjóta af sér strangt kaþólskt hugmyndauppeldi. Eins og Pasólini. Fastagrillur Fellini af sömu ástæðum eru miklu skemmtilegri, frjórri uppskera hans, og þar nýtur hann þess hve miklu viöfeðmari hann er sem sjáandi, og trúöshæfni, hve skyggn hann er og frjór. Smásaga Ég freistast hér til að stikla á sögu sem Luise Rinser segir af hvitri konu sem fór að skrifa henni bréf eftir bréf,- sem fjölluðu um ástir hennar og manna sem sumir kalla litaöa. Ættum við þá sem kallaðir eru hvitir menn að nefnast litlausir menn eöa ólitað- ir? Fyrstur var Indverji i dekkra lagi. Hann hvarf heim og skildi hana eftir. Sem varla kom mjög að sök, þvi hún varð ástfangin af Afrikumanni, frá Senegal sem átti franska móöur, dökkur vel þó. Hann fórst þvi miöur i flug- slysi. En huggunin var nærri. Þvi nú varð hún ástfangin af enn dekkri manni frá Súdan. Hann var gáfaður og fagur. Sá nam stjórnmálafræði, og ætlaði út i pólitik þegar heim kæmi. Jú hún var þýzk. Þú skalt ekki giftast honum, Súdan er annaö en Sene- gai. (Hvað sem liður Grimsnesinu i kvæði Tómasar: Þvi hjörtum mannanna sviparsaman/ i Súdan og Grimsnesinu, — sem er reynd- ar gilt og önnur saga). Það er annað að vera þar pólitikus og vera skáld eins og Leopold Seng- hor. Þá máttu eiga hvita konu. En varla I Súdan, sizt ef maður ætlar — StDA 7 En nú átti að hverfa að fullu heim; til Súdan, Afriku. Bóndinn fór með hana út fyrir Paris. Ot i skóg. Una selva oscura: i dimm- an skóg. Þar var kastali. Þau eru tvö. í rjóðri. Kveikjum bál, segir hann. Þau safna spreki, gera eld. Seztu nær eldinum, segir sá dökki. Hann var mjög dökkur. Dekksti maðurinn sem hún haföi elskað. Enda elskaði hún hann langheitast. Voru hinir þó góðir. Eiginlega hver öðrum betri. Sannast sagna. Ég á ekki sannara orö til. Nær, segir hann: nær. Nær eldinum. Nær og nær. Og fór að dansa i kringum hana. Og kyrja. Hann söng og seiddi hana. Nú ertu i Afriku, sönglar hann, Var hún þá i Afriku. Henni fannst hún vera i Afriku. Hún gat ekki betur fundið en hún væri nú loksins komin alla leið. Þaö hafði henni aldrei áður fundizt. Hvernig sem hún reyndi. Aður var alltaf eitt- hvaö sem vantaði. Þó ekki væri nema tomma. Sosum einsog tomma. Eða svo. Þannig séð. Likt væri. Söngur hans barg henni. Það heyrðist til hans, og hún sá fólk nálgast, og sér blika á hnif i hendi mannsins. Hún rankaði við sér á sjúkra- húsi, með brunasár hér og þar um likamann, og með hnifsstungu á handlegg; til bóndans spuröist ekki. Seinna þótti henni þetta hefði verið órar og hugarburður. En nafn eiginmannsins horfna stóð skráð i vegabréfi hennar. Melancholia Eftirminnilegir kaflar eru um fræga menn sem Luise hittir eins og Willy Brandt sem hún lýsir af mikilli samúð og virðingu, Heinrich BÖll starfsbróður henn- ar sem einnig má telja til vinstri kaþólikka eins og hana sjálfa, Golo Mann son Thomasar Mann sem hún hreifst af þegar hún heyrði hann lesa upp úr sinni miklu ævisögu Wallensteins sem var ein helztu sögupersóna i þrjátiuárastriðinu. Einu sinni sá hún Thomas Mann. Hann minnti á myndina af þunglyndinu eftir málarann Diirer, Melancholia, siðar sá hún Golo Mann, hann minnti á myndina eftir Diirer;svo sá hún „litlu systur” Monicu á kaffihúsi i Paris, og siðan „stóru systur” Ericu i Zlirich, öll minntu þau á þessa sömu mynd af þung- lyndinu. Thor Vilhjálmsson skrifar Luise Rinser Kona heitir Luise Rinser. Skáldkona, gagnrýnandi. Og býr á Italiu, i bænum Rocca di Papa, Páfastapa. Rétt hjá Róm. En hún er þýzk, fædd áriö 1911 i Bæjara- landi. Henni fer sem fleiri þýzk- um rithöfurtdum að hún má ekki til þess hugsa að búa i ættlandi sinu. Hún er, ein hinna mörgu þýzku rithöfurtda sem fóru fúsir I útlegð eftir strið;en hröktust ekki burt eins og hinir ágætustu meðal fyrirrennara þeirra fyrrum. Hún var kennslukona frá 1935 þar til henni var bannað starf af póli- tiskum ástæðum; og 1940 kom fyrsta bók hennar út, skáldsagan Glaserne Ringe, Hringir úr gleri, og gerði lif hennar sizt hægara; þótt ekki væri hún samt fangelsuð fyrr en 1944, og lýsir vistinni þar i Gefángnistagebuch, fangelsis- dagbók; sem kom út 1946. Siðan hafa komið eftir hana skáldsögur, ferðabækur og annað fleira. Tarkovski (t.h.) segir til við gerð myndarinnar Stalker HELGARSYRPA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.