Þjóðviljinn - 27.02.1982, Blaðsíða 1
SUNNUDAGS
^■BLAÐIÐ
DJOÐVHMN
32
SÍÐUR
Helgin 27.-28.
febrúar 1982 —47.
-8 tbl. 37.árg.
Fjöl-
breytt
lesefni um
helgar
Verð kr. 9.00
Alusuisse
6 krónur af hveri
Sjá nánar siðu 8
Samþykkt miðstjórnar Alþýðubandalagsins um Alusuissemálið:
Samningar takist fljótt,
ella einhliða aðgerðir
Yfirtaka verksmiðjunnar ef Alusuisse hafnar sanngjörnum kröfum
„Undanfarna daga hafa línur verið að
skýrast í Alusuissemálinu. Samstaða hefur
tekist í ríkisstjórn um meginkröfur og máls-
meðferð gagnvart auðhringnum Aiusuisse,"
segir í ályktun sem miðstjórn Alþýðubanda-
lagsins samþykkti einróma seint í gærkvöldi.
„Vönduð rannsókn iðnaðarráðuneytisins og
alþjóðlegra sérfræðinga á aðföngum til ál-
verksmiðjunnar sýndi ótvírætt að auðhringur-
inn hafði hækkað aðföng til álversins langt
umfram almennt markaðsverð. Þannig er um
að ræða augljósar vanefndir á samningum,
auðhringurinn hefur tekið sér stórfé umfram
þann ávinning sem hann hef ur af smánarlega
lágu orkuverði. Islenskir raforkunotendur
borga niður raforkuyerðið fyrir ísal.
Þrátt fyrir stöðugan eftirrekstur hafa for-
ráðamenn fyrirtækisins neitað að viðurkenna
nauðsyn endurskoðunar á samningum.
Alþýðubandalagið telur að gera verði eftir-
farandi kröf ur á hendur Alusuisse:
1. Að raforkuverð verði hækkað þannig, að
það nemi ríflega kostnaðarverði frá nýjum
virkjunum.
2. Að skattgreiðslur fyrirtækisins verði
tryggðar betur en nú er gert með því að taka
mið af veltu og hagnaði með ótvíræðum
hætti.
3. Að bókhald og rekstur fyrirtækisins verði
undir stöðugu eftirliti íslenskra stjórnvalda.
4. Að islensk stjórnvöld fái betri aðstöðu til
þess að fylgjast með mengun og öðrum um-
hverfisáhrifum af starfsemi fyrirtækisins.
5. Að Islendingar eignist meirihluta í fyr-
irtækinu á grundvelli nýs samnings, þannig
að landsmenn hafi forræði á eignarhaldi,
hráefnisöflun og afurðasölu og að fyr-
irtækið lúti í einu og öllu íslenskri lögsögu,
þará meðal islenskum dómstólum.
Þolinmæði landsmanna er á þrotum. Alu-
suisse hef ur tregðast við að svara sanngirnis-
kröf um íslensku ríkisstjórnarinnar um endur-
skoðun samninga á annað ár. Þess vegna er
nauðsynlegt að knýja á um úrslit málsins.
Neiti forráðamenn fyrirtækisins enn að viður-
kenna nauðsyn á endurskoðun samninga,
hl jóta einhliða aðgerðir að vera á dagskrá.
Fáist fulltrúar Alusuisse ekki til þess að
koma til móts við sanngjarnar kröf ur íslensku
ríkisstjórnarinnar ber að setja fram kröfur
um yf irtöku f yrirtækisins að f ullu.
Miðstjórnin hvetur landsmenn til samstöðu í
þessu afdrifaríka máli. Samstaða þjóðarinnar
um sanngjarnar kröfur er forsenda þess að
árangur náist."