Þjóðviljinn - 27.02.1982, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 27.02.1982, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 27.-28. febrúar 1982 dægurtónlist „Ný,? hljómplata Það mú kannski segja að ekki séseinna vænna fyrir Janis Jop- lin að kasta á okkur söng i kveðjuskyni nú þegar á tólfta ár er liðið frá þvi hUn hvarf úr þessum heimi áðeins 26 ára gömul (fædd 19.1. ’43). En þá er náttúrlega á það að lita, að hún mun ekki hafa ákveðið að hinn 2.10. 1970 yrði sitt skapadægur — nóttina sem heróinið á Los Angeles svæðinu drap óvenju marga vegna þess að það var óvenju „gott”. 1 fyrstu var talað um sjálfs- morð, en vinir hennar töldu það óhugsandi — Janis hefði verið óvenju hamingjusöm — hún var þar að auki að taka upp plötuna Pearl — átti eftir að syngja eitt lag, Buried alive in the blues (Grafinlifandi i „blúsnum”), og er það þvf eina ósungna lagið á Pearl. Til stóð að höfundurinn, Nick Gravenites, syngi lagið á Pearl — en hann mun ekki hafa treyst sér til þess þá....og ég meina það — það hleypur eng- inn í skarðið fyrir Janis Joplin, eins og heyrist einu sinni enn — og finnst (eða segir maður ,,fil- ast”?) á þessari frábæru hljóm- leikaplötu, Farewell song. Ef einhver er hræddur um að lög tekin upp á hljómleikum fyr- ir rúmum ellefu til fimmtán ár- um hljómi hallærislega á herr- ans árinu 1982, þá get ég full- vissað þann sama um að Fare- well song er út i gegn eins og hún hafi orðið til ,,á morgun”. Hérheyrist að visui hljóðfærum sem hafa afstillsti hita leiksins og það er svo sannarlega heitt i kolunum hjá Janis og Big Brother (— hljömsveitin sem hún söng með þegar hún varð heimsfræg á Monterey pop festival i jUni 1967 — hljómleik- ar þessir aru til á kvikmynd og makalaust að hana skuli ekki hafa rekið á islenska fjöru fyrir löngu, — afsakið langt innskot —) .... hvort sem takturinn er hægur eða allt á fullu. Hljóm- list þeirra var þrumurokkblús — þungur bassi og trommur, dásamlega „frikaður” (brjál- æðislegur?) gitarleikur þeirra Sams Andrew og James Gurley, og svo auðvitað Janis sjálf. Ævisaga Janisar Joplin verð- ur ekki rakin hér, en fyrir þá sem hafa áhuga bendi ég á bók eftir konu að nafni Myra Fried- man: Buried alive — a bio- graphy of Janis Joplin. Kvik- myndin Rose (Rósin) sem hér var sýnd i fyrra eða hitteðfyrra (langtimaminnið farið lika!) með Bette Midler i aðalhlut- verkinu er i megindráttum byggð á þessari, að ég held, ábyggilegu bók. Myndin — þó sumsstaðar frá, t.d. þegar yfir lauk þarsem „Rósin” lýkurævi sinni á sviðinu, umkringd aðdá- endum. Janis Joplin lést hins vegar alein á hótelherbergi. Aftan á plötunni Farewell song skrifar Country Joe Mc- Donald minningabrot um Janis og þá tima sem þessi lög urðu til á. Hann var vinur Janisar (mjög náinn um tima) og sem söngvari, gítarleikari og laga- sm iður i' hljómsveitinni Country Joe and The Fish einn af frum- kvöðlum sýrurokksins á hippa- timabilinu. Og ógleymanlegt er framlag hans i kvikmyndinni Woodstock, þar sem hann fékk Andrea Jónsdóttir skrifar Big Brother and the holding company: Sam Andrew (gitar), James Gurley (gitar), Janis, Dave Getz (trommur) og Peter Albin (bassi). JANIS JOPLIN Hipp eða pönk...? hálfa miljón manns tilað syngja með sér hið bitra háð um Vi'et- namstriðið: I feel like I’m fixing todierag. Mig langar i lokin að birta nokkrar glefsur úr áður- nefndu skrifi Country Joes. Eins og berlega kemur i ljós telur hann endalok Janisar jafnvel mega rekja til viðskilnaðar hennar við Big Brother, sem hann var miklu hrifnari af en þeim hljómsveitum sem hún siðar söng með: The kozmic blucs band og The Full Tilt boogie band Nú var enginn til að segja ,,nei” við hana. Bara „já, já, já”. Eftirnokkrarvikur var hún aftur komin i hljómleikaferða- ’lag með nýrri hljómsveit, á leið- inni i dauðann og músikin varð aldrei söm. Eins og vitni að hengingu horfði heimurinn á með glýju i augunum. Gjafa- bögglar með uppáhalds ban- væna eitrinu hennar streymdu að eins og fyrir töfra. f stað þeirrar fullnægingar sem fæst við flutning góðrar, ameriskrar hljómlistar kom endalaus spenna, sem falin var með eit- urlyfjum, „sexi”, áfengi og uppgerö. „Big brother an’ the holding með kveðjusöng company æfði í u.þ.b. 8 tima á sólarhring. Janis vildi aldrei troða upp með neitt óæft. Þegar þú vinnur svo lengi og mikið með öðrum hljómlistarmönnum verður sambandið mjög náið. Janis leið vel i San Francisco með Big brother og söng aldrei betur en þá. Big brother and the holdingcompany voru svo mikl- ir utangarðsmenn að meðal þeirra var hún hvorki eitthvert „fyrirbæri” né „öðruvisi”. En hún var tæld frá þeim með þvi að miklaður var fyrir henni munurinn á stórkostleika henn- ar sjálfrar og „venjulegheit- um” þeirra. Það var skorið á tengsl hennar við „fjölskyld- una” i' mesta lastabæli heims (New York). Þessu lauk með Big brother and the holding company ogþað er þvi ekki skrýtið að ég skuli njóta að hlusta á þessa plötu... með 6 stórkostlegum lögum frá dögum þeirra. Þau virtust al- gerlega sammála um að lffið væri erfitt og það kemur reglu- lega vel fram i hljómlist þeirra. Ekki að kynli'f væri vandamál, en bara það að lifa væri næg ástæða fyrir „blús”. f gamla daga lágum við stundum saman i rúminu i hippai'búðinni hennar i Haight Ashbury hlæjandi og talandi og biðum eftir að spilað yrði i Ut- varpinu eitthvað með Big broth- er eða Country Joe and the Fish. Stundum kom það fyrir og þá urðum við svo ánægð. Þetta voru dásamlegir timar, við vor- um ástfangin og allir áttu sér vonir og drauma. Mörgum árum seinna i partýi iNew York togaði Jim Morrison iDoors ihárið á henniog húnfór að gráta og rauk út eins og smá- krakki. Hann elti hana, stakk hausnum inn um bflgluggann hjá henni og öskraði á hana. Hún skrúfaðiupp rúðuna svo að hann festist með hausinn inn i bílnum og braut siðan viský- flösku á hausnum á honum. Já hún gat bjargað sér i stórborg- inni, a.m.k. um tima. NU eru þau bæði dáin, Jim Morrison og Janis Joplin. Og við virðumst þarfnast þeirra meira nú en nokkru sinni áður. Slæmt að hún skyldi ekki lifa til að verða vitni að pönkinu. Ég held að henni hefði likað 9. ára- tugurinn og ég myndi staðsetja hana einhversstaðar á milli Pat Benatar og Ninu Hagen. Allt Janis Joplin var frábær söngkona og engri lik. — Hún hlaut verðskuldaða heimsfrægð fyrir — og þó enn meiri eftir að hún lést aðeins 26 ára gömuLÞrátt fyrir heimsfræðinga — eða kannski vegna hcnnar — var cinkalif Janisar i molum — upp og niður, en þó aðal- lega niður. Ástæður eru ekki ljósar, þótt sumir segi þær hafa stafað af þvi að hún, „viðundrið”, hafi fæöst inn I allt of ihaldsamt þjóðfélag (Texas) mörgum árum of fljótt. Og svo var það alkóhólið og annað dóp... ...með Country Joe McDonald: Big brother reglulega frábært bílskúrsband. pönk minnir mig a.m.k. á Big brother. Það væri dásamlegt að hlusta á hljómleika nú með B52 — og Big brother og Janis. Það er í einu orði sagt hry llilegt að hún skyldi deyja og að hún skuli ekki vera á meðal okkar nú til að hlusta á þessa plötu.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.