Þjóðviljinn - 27.02.1982, Blaðsíða 24
24 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 27.-28. febrúar 1982
Matreiðslumenn-
matreiðslumenn
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar-
atkvæðagreiðslu við kjör stjórnar og
trúnaðarráðs Félags matreiðslumanna
fyrir árið 1982-83.
Tillögur stjórnar og trúnaðarráðs og upp-
stillingarnefndar liggja frammi á
skrifstofu félagsins frá og með mánudeg-
inum 1. mars 1982. öðrum tillögum ber að
skila á skrifstofu félagsins að Óðinsgötu 7,
Reykjavik, fyrir kl. 16 mánudaginn 16.
mars 1982.
Kjörstjórn Félags matreiðslumanna
Blaðberabíó
í Regnboganum
laugardaginn 27. febrúar
kl. 1:
BRAUTIN RUDD
Kúrekamynd í litum.
Ath! Miðinngildir fyrir tvo
uoanumM
SÍÐUMÚLA », SiMI 8133]
Blaðber! óskast
i Kinnahverfi i Hafnarfirði. Upplýsingar
hjá umboðsmanni i sima 53703.
DJOBVIUINN
r~--------------------
Aóalfundur
Hf. Eimskipafélags íslands verður haldinn í
Súlnasal Hótel Sögu, föstudaginn 2. apríl 1982,
kl. 13.15.
DAGSKRÁ:
1. Aðalfundarstörf samkvœmt 14. gr.
samþykkta félagsins.
2. önnur mál, löglega upp borin.
Aðgöngumiðar aðfundinum verða afhentir hlut-
höfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu
félagsins í Reykjavík frá og með 26. mars.
Reykjavík 20. febrúar 1982
STJÓRNIN
EIMSKIP
*
um helgina
leiklist____________
Eisenstein
í MÍR
Þrjár stuttar kvikmyndir
verða sýndar i MlR-salnum,
Lindargötu 48, n.k. sunnudag.
Fyrsta myndin er „Þegar kós-
akkar gráta”, byggð á gaman-
sömum þætti úr Sögum frá Don
eftir hinn fræga sovéska rithöf-
und Mikhail Sholokov. Tal er á
ensku.
Þá verður sýnd myndin
„Óskilabarn”, gerð eftir einni
af smásögum Anton Tsékhovs.
Skýringatextar á ensku. Loks
veröur sýnd myndin „Bez-
in-engið” eftir Sergei Eisen-
stein, hinn fræga kvikmynda-
gerðarmann.
Eisenstein vann að þessari
kvikmynd á árinu 1936, en lauk
aldrei við hana. Siöar varð
frumkópia myndarinnar eldi að
bráð, en úr filmubútum og kyrr-
myndum var sett saman sú út-
gáfa myndarinnar sem nú er
sýnd.
Skýringar með myndinni
verða fluttar á islensku, en i
upphafi kvikmyndasýningar-
innar flytur Sergei Alisjonok
rússneskukennari MIR nokkur
inngangsorö á ensku um Sholok-
ov og verk hans.
Aðgangur að MlR-salnum er
ókeypis og öllum heimill.
Alþýðuleikhús:
Illur fengur
sunnudags-
kvöld
Nú eru siðustu forvöð á aö sjá
hið bráðskemmtilega gaman-
leikrit Joe Ortons, Illur fengur,
sem sýnt verður á sunnudags-
kvöld. Siðasta sýning verður um
næstu helgi.
Elskaðu migeftir Vitu Ander-
sen verður i kvöld, laugardag
kl. 20.30. Það er jafnframt 29.
sýning á þessu vinsæla leikriti
sem sýnt hefur verið við mjög
góða aðsókn.
Barnaleikritið Súrmjólk með
sultu er sýnt kl. 15 á sunnudag.
Bjarni Ingvarsson,. Arnar Jónsson, Bjarni Steingrimsson, Guð-
mundur Ólafsson og Helga Jónsdóttir I hlutverkum sfnum i „Illur
fengur”
skáldsins
Cr „IIúsi Skáldsins” Steinunn Jóhannesdóttir, Kristján Viggósson,
Hjalti Rögnvaldsson og Bríet Héðinsdóttir.
20. sýningin á Húsi skáldsins,
eftir Halldór Laxness og í leik-
gcrð Svcins Einarssonar verður
á fjölum Þjóðleikhússins i
kvöld. Leikstjóri er Eyvindur
Erlendsson, leikmynd og bún-
inga gerði Sigurjón Jóhannsson,
Ingvar Björnsson sá um lýsing-
una og tónlistin er eftir Jón As-
geirsson.
Sem kunnugt er, þá er hér á
ferðinni einn hluti sagnabálks-
ins Heimsljóss, sögunnar um
skáldið Ólaf Kárason Ljósvík-
ing; Hús skáldsins lýsir þeim
þætti úr lifi skáldsins er það
kemst i snertingu við brauðstrit
og kjarabaráttu, þar sem togar
á i þvi þankar um ábyrgð og
frelsi.
Sýning þessi fékk á sinum
tima mjög góða dóma og hlutur
eonstakra leikara óspart lofað-
ur. Þótti til dæmis mikið koma
til túlkunar Brietar Héðinsdótt-
ur á Jarþrúði heitkonu skálds-
ins, túlkunar Gunnars Eyjólfs-
sonar á Pétri Pálssyni Þri-
hrossi, og siðast en ekki sist var
talinn meiriháttar viðburður
leikur Hjalta Rögnvaldssonar i
hlutverki Ólafs Kárasonar;
hlaut Hjalti nú nýverið Menn-
ingarverðlaun Dagblaðsins og
Visis fyrir leik sinn i Húsi
skáldsins.
Þjóðleikhús:
20. sýning á
Húsi
Fríkirkjuvegur 11:
Leikbrúðu-
land um
helgina
Brúðuþættir Leikbrúðulands:
„Eggið hans Kiwi” og „Hátiö
dýranna” verða sýnd á
Frikirkjuvegi 11 kl. 3 á sunnu-
dag. Miðasala hefst kl. 1 á
sunnudag, uppl. i sima 15937.
Úr „Hátið dýranna”.