Þjóðviljinn - 27.02.1982, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 27.02.1982, Blaðsíða 27
tt Helgin 27.-2». fébrúar 1982 .ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 27 Stjórnmál á sunnudegi Framhald af bls. 5 andi skipulagsnefnd, siöan fer þaö til bæjarstjórnar og þaöan til skipulagsstjdrnar rikisins, sem gerir siöan athugasemdir sínar og þá fer máliö aftur heim i héraö þar sem uppdráttur af fyrir- hugaöri breytingu á skipulagi er hengdur upp og þar á hann aö vera til sýnis ibúum heraösins I 6 vikur, þannig aö þeim gefist kostur á þvi' aö gera athuga- semdir. Aö þeim ferli loknum fer máliö siöan fyrir skipulagsstjórn og bæjaryfirvöld i viökomandi byggöarlagi og þegar þessum ferli er lokiö þá fer máliö til staö- festingar félagsmálarátiierra. Jafnvel þó að land hafi ekki veriö skipulagt og af þvi sé ekki til aöalskipulag þá er þaö engu aö siöur svo, þaö er alveg ótvirætt samkvæmt skipulagslögum eins og þau voru samþykkt vorið 1978, aö allt land á tslandi er skipulags- skylt. Það hlýtur einnig ab vera ljóst að þaö er Utilokað aö utan- rikisráöherra hafi einnheimild til þess aö ákveða hvaöa land er tekiö undir starfsemi hersins. Slfkt fyrirkomulag stenst ekki samkvæmt venjulegum stjórn- skipunarreglum né heldur lýöræðislegum sjónarmiöum. Þess vegna hlýtur aö verða að koma hér til samráö fleiri aöila um málið áöur en þviyrðiráðið til lykta. Beðið um höfn Eftir aö utanrikisráðherra skrifaði bréf tilbandariska sendi- herrans gerðust þau tiðind i bæjarstjórn Keflavikur aö þar var gerö samþykkt, sem Þjóö- viljinn kallaöi „aronska kú- vendingu.” Þar sagöi orörétt á þessa leiö: „1 framhaldi af fyrri samþykkt bæjarstjórnar Kefla- vikur og viöræðum, sem fram hafa farið viö varnarmáladeild um lausn á þeim vandamálum sem núverandi stabsetning oliu- tanka flugvallarins hefur I för meö sér þá samþykkir bæjar- stjórnin að fela bæjarráöi frekari samningaviðræður um þetta mál og m.a. að leigja varnar- máladeild ákveðnar landspildur noröan Helguvikur meöfram bjargbrún, cirka 13 hektara, samkvæmt afmörkun varnar- máladeildar enda veröi hafnar- gerö framkvæmd í Helguvik þannig aö höfnin verði til alhliöa nota svo sem allra annarra að- fanga vegna flugvallarins, hvort sem er á vegum varnarliðsins eöa annarra svo og sem almain Ut- og innflutningshöfn. Bæjarstjórn leggur áherslu á ab varnarliðiö kosti aö öllu leyti gerö hafnar- mannvirkja en hafnarsvæöi og hafnarmannvirki veröi ávallt i umsjá og eigu heimamanna. Um leiguafnot og hafnargjöld skal samiö nánar”. Hérer ósköp einfaldlega veriö aö fara fram á þaö aö Banda- rfkjamenn gefi Keflavik höfn og þaö erveriö aö fara fram á það aö menn gleymi mengunarvand- anum í Njarövik en leysi í þess staö hafnarvandamálin í Kefla- vík. Hér hefur máliö tekiö algjör- lega nýja vendingu og ég hef enga trú á þvi að þaö sé til i dæminu lausn á þessu máli eftir þeim nótum sem bæjarstjóm Kefla- vikur gerir kröfu um á næstu mánuöum eða árum. Hér er um að ræða stórkostlegt fyrirtæki sem kostar gifurlega fjármuni þannig aö þaö er meö öllu úti- lokaö aö lausn fáist á þvi alveg á næstunni. Þaö ber þvi' allt aö samabrunni: Efmenn vilja leysa mengunarvandann I Njarövfkum þá veröur aö fara þá leiö sem Ollufclagið hefur lagt til. Ef menn vilja leysa þcnnan mengunarvanda fljott þá vcrður aö fara þá leib. Ef menn viljaleysa mengunar- vandann án þess aö þaö komi niöur á þeim byggingarsvæöum, sem ætluð em fyrir Keflavlk og Njarövik á næstu árum þá verður aö fara leið Oliufélagsins. Öll rök á einn veg Ég tel þvl aö öll rök séu. með þvl aö leið Oliufélagsins veröi rakin I þessu máli. Eg hef hér tint saman nokkur meginatriöi I þeim efnum og ætla1 aö ljilka þessari yfirferð yfir Helguvikurmálið meö þvi aö nefna helstu rökin meö Oliufélagslausninni: I fyrsta lagi opnast meö henni nýtt byggingarsvæði fyrir Kefla- vlk og Njarövfk á milli bæjanna þar sem núverandi oliugeymar eru staösettir. i ööruiagi væri mengunarhætt- unni bægt frá á stysta hugsan- legum tima, þ.e.a.s. á einu til tveimur árum. í þriðja lagi fengi Helguvikur- svæðiö að vera I friöi og þar með framtiðarbyggingarland Kefl- víkinga. t fjóröa lagi er staðsetning geymanna innan giröingar á þvl svæði sem hefur veriö talið heppi- legt m.a. af þeirri nefnd sem geröi tillögur um Helguvlkur- lausnina á sinum tima. Að sjálf- sögðu yröi aö búa sem best um geymana,m.a. meö þviað steypa undir þá öryggisþró sem gæti tekiö fjóröung til helming af þvl magni sem er I hverjum geymi. Meö slikum útbúnaöi ætti að vera unntaökoma geymunum þannig fyrir aö mengunarhætta sé litil sem engin. t fimmta lagi liggur það fyrir samkvæmt könnun sem Oliu- verslun tslands lét gera og ég vitnaði til i' upphafi, svo og sam- kvæmt könnun sem Verkfræði- stofa Siguröar Thoroddsen stóö að fyrir allmörgum árum, aö þaö erm jög erfitt og hættulegt að láta stór olíuskip athafna sig á svæöinu utan viö og I Helguvlk. Það er þvi alveg sama hvernig þetta mál er skoðað, Oliufélags- lausnin er sú hentugasta og skyn- samlegasta. Ál, höfn og herstöð ÉghefnU fariö nokkuö ýtarlega yfir svokallaö Helguvikurmál. Þetta máler þannig vaxiö aö það leibir hugann aö þvi hvert þjóðin er komin og hvar hún er á vegi stödd þegar hUn er farin að biðja Amerikumenn um aö gefa sér höfn. Þetta málerþess vegna likt flugstöðvarmálinu, þar sem menn krefjast þess aö Banda- rikjamenn gefi Islendingum flug- stöö. Þetta mál likist einnig af- stööu ýmissa aðila hér á landi i svokölluöu álmáli, þar sem þeir viröast tilbúnir til þess aö ganga erinda erlends auðhrings fremur en islenskra hagsmuna. Þetta er hollt aö rifja uppá 100 ára afmæli Samvinnuhreyfingarinnar, sem i öndverðu var stofnuð til aö berjast gegn erlendu kaup- mannavaldi. í fari þeirrar hreyf- ingarvar iöndveröu þjóöleg reisn og virðing fyrir menningararfi þjóðarinnar, sjálfstæöi hennar og sögu. 1 fari hennar var sjálf- stæöisglóö og hún varð einn þátturinn af mörgum i þvi aö reisa sjálfstæðisvitund þjóðar- innar svo aö unnt var að færa sjálfstæöisbaráttuna fram til sigursmeð ötulu atfylgi róttækari hluta verkalýöshreyfingarinnar undir miðja tuttugustu öldina. En nil er spurt: Hvar eru þær hugsjónir, sem i öndveröu birtust I athöfnum fátækrar alþýöu seint á siðustu öld? Getur þaö veriö aö meölæti 20. aldar hafi fariö verr meö þjóðarsálina en mótlæti 19. aldarinnar? Getur þaö verið aö þjóöleg viöhorf, aö ekki sé minnst á þjóöarstolt sé á undanhaldi, kannski falt fyrir dollara hvér sem býöur þá fram og fyrir hvaö' sem er? Vonandi éru svörin viö þessum spurningum á þá leið, aö enn eigi þjóöin rika samkennd þegar kemur að þvi að varðveita hags- muni hennar sjálfrar I bráö og lengd. Vonandi finnst enn með þjóö okkar sá baráttuandi, lifsvilji og sá þróttur sem kom fram I land- helgisstrlðunum viö Breta og V- Þjóöverja og ofurefli herskipa . Atlantshafsbandalagsins á sinum tlma. Vonandi eru Islendingar enn reiöubúnir til að leggja nokkuö i sölurnar f yrir þaö aö byggja þetta land sem sjálfstæö þjóð. Vonandi spyrja menn ekki um þaö hvaöþeir fái I aðra hönd fyrir aö tala tungu þjóöar sinnar, bera sögu hennar I æðum sér og halda viröingu fyrir framtfö hennar i heiöri. Vonandi.. —S.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.