Þjóðviljinn - 27.02.1982, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 27.-28. febrúar 1982
Fyrir tveim árum eða svo
barst mér i hendur bók sem
heitir „Okkar likar verða ekki
til framar”, höfundur Lawrence
Millman. Hún er um írland.
Höfundur hafði veriö á flakki
um vesturhéruð landsins, þar
sem enn eru til menn sem
bregöa fyrir sig Irsku og kunna
gamla og góða irska frásagnar-
list, og höfðu þá skoðun að „góö
saga fyllir magann”, og að
„saga er eins og söngur sem
orðin fella saman”. Þetta var
skemmtileg bók og þó dapurleg
— og ástæðan fyrir dapurleikan-
um er sú sem kemur fram strax
i heiti bókarinnar: tunga og
sagnahefð eru I andarslitrum á
Irlandi.
Nú er Millman kominn til Is-
lands og kennir bandariskar
bókmenntir I Háskólanum. Og
hefur meðferðis nýja bók,
skáldsögu reyndar sem hann
kallar Hetjan Jesse. Þegar
fundum okkar ber saman og við
ákveðum aö láta slag standa og
hripa niður á blað þaö sem upp
kann að koma, þá tölum við
fyrst um þessa skáldsögu.
Vangefinn drengur
í stríði
Já vist er hún ólik Irsku bók-
inni, segir Lawrence Millman.
Sagan gerist áriö 1968 I smá-
piássi á Nýja . Englandi og er
mjög tengd Vietnamstríðinu,
hvernig upplifun þess fer eftir
stöðu hvers og eins og lifshátt-
um. Bókin segir frá Jesse, van-
gefnum dreng, sem fylgist af
miklum áhuga með Vietnam-
striðinu á sjónvarpi, ekki sist
vegna þess að eldri bróöir hans
er þar að berjast. Svo fer að
Jesse eins og samsamar sig
bróðurnum og reynir að skapa
sitt Vietnam i Amrlku meö þvi
að hlaupa að heiman á kaldri
vetrarnótt i leit að sólskins-
ströndum, fallegum stelpum og
striði, sem hann hefur séð i
sjónvarpi og ruglar saman og
heldur að sé allt að finna I ein-
hverju Vietnam handan næstu
fjalla.
Jesse fremur ýmis skelfileg
verk i þessum leiðangri, verk
sem verða samt ekki uppvis
vegna vanþroska hans og þar
með sakleysis. Eins og sagði
gerist sagan á Nýja Englandi
sem hefur alltof oft verið lýst
með mikilli væmni. Þessi bók er
óralangt frá þeim sið — miklu
heldur reyni ég að draga það
fram hve margt er þrátt fyrir
allt likt meö Nýja Englandi og
Suöurrikjunum, vettvangi
Faulkners og Caldwells — og
þetta geri ég m.a. með þvi að
lýsa fólki sem er neðst i þjóö-
félagsstiganum eða jafnvel
fyrir neöan þann stiga allan.
Töfraeyjan St. Kilda
Hefurður skrifað fleiri bæk-
ur?
Já — ein geymir ljóörænan
prósa um Suöureyjar og þó
einkum og sérilagi Sankti
Kildu...
Þú veist að við Islendingar
höfum alveg sérstakt samband
við þá eyju?
Já, ég hefi séð þessa ljóðabók
Karls Dunganons Kilduhertoga,
Corda Atlantica, mér finnst hún
aldeilis frábær. Mikill töfra-
staður Sankti Kilda, þar var
mannlif frá þvi fyrir iðnbylt-
ingu, þetta var gimsteinn hinn-
ar keltnesku fortiðar. Þvi miður
er keltnesk menning varla
meira lifandi en St. Kilda — með
öðrum orðum alls ekki. Eg hefi
komiö þar og gengiö þar um, en
fólkið er farið, fór um 1930 og nú
er þarna ekki annað en
miöunarstöð sem breski flug-
herinn hefur til að fylgjast með
eldflaugum sem hann skýtur frá
Skotlandi og út aö Rockall.
Hinsvegar kynntist ég gömlum
manni frá St. Kilda, sem býr nú
I Fort Williams á Skotlandi og er
kannski siðasti Kildubúinn sem
er enn andlega hress og ég varð
þá svipaðrar gleði aönjótandi
og ég haföi notið i umgengni við
sagnamenningu á Irlandi: þú
stendur andspænis menningu
sem er aö hverfa og færö tæki-
Hér gramsar maður í
t( jlvi u á d; agin inc )g sér
d rai ig á i lein ílei ðii uni
færi til aö skoða sjálfan þig upp
á nýtt — þú gefur þessum gömlu
mönnum eitthvað og þeir þér
enn meira. Já og þessi gamli
maður, Lachlin McDonald sagði
mér frá liðnum dögum. Frá þvi
hvernig þeir Kildumenn
klifruðu skólausir upp hamrana
eftir skarfi I þreföldum ullar-
sokkum og fengu menn að sögn
af þessu apafætur — stóratáin
gat gripiö á móti hinum eins og
þumalfingur á hendi.
Merkilegt fólk Kildumenn.
Það varð oft löng bið á þvi aö
póstbáturinn kæmist til þeirra,
og ef þeir þurftu einhvers með
þá blésu þeir upp kindablööru
og lögðu hjálparbeiðnina i stokk
og festu við blöðruna og treystu
á það aö þennan póst ræki aö
landi á Lewis, sem er stærsta
Suöureyja.
Verstað þaö var búið aö spilla
menningu Kildumanna áður en
þeir fóru af eynni. Þeir voru svo
óheppnir að fá yfir sig trúboða
frá Frjálsu skosku kirkjunni,
sem er félag geysilega ein-
strengislegra kalvinista — og
þessi trúboði gerði söng og dans
aö synd þar á eynni og margan
óskunda annan gerði hann sig
sekan um.
Draugar hér og þar
Hélstu að þú mundir finna
svona karla eins og Lachlin hér
á tslandi?
Mér stóð til boða aö fara
annaöhvort hingað eða til Fiji-
eyjar, og ég valdi tsland. Ég
hefi alltaf haldið upp á staði sem
eru langt frá miðstöðvum
siðmenningarinnar. Ég hefði
reyndar gaman af aö skrifa eitt-
hvað um tsland, greinar eða
bók. Mér sýnist að svo merki-
lega hafi til tekist hér, að það
hefur komist á þokkaleg sam-
búð með þvi allra nýjasta og
hefðinni. Það er á Islandi sem
þú hittir menn sem gramsa i
tölvum á daginn og sjá drauga
og huldufólk á leiðinni heim.
Hrista saman sósialisma og
draugagang. I öðrum löndum,
til dæmis á Irlandi geta gamli
timinn og nútiminn ekki búið
saman, það er annaðhvort eða.
Irski smábóndinn á vestur-
ströndinni hann tengir þjóö-
sögurnar, tunguna og sérstaka
lifnaðarhætti við fátækt, sem
hann skammast sln fyrir, og
þegar rikir túristar geysast um
sveitirnar missir hann allt stolt
og viröuleika finnst hann sé
misheppnaöur maður.
Vont fargan þessi túrismi,
einkum sá sem kemur fram I
þvi, að menn vilja draga heima-
land sitt og þægindi þess og siði
með sér um allt. Mér finnst þaö
hljóti alltaf að vera miklu
Árni
Bergmann
ræðir við
Lawrence
Millmann,
bandarískan
rithöfund
skemmtilegra að reyna að vera
eins og „innfæddir”. Og ég
reyni að haga mér upp á is-
lensku eftir föngum, éta islensk-
an mat og sjá drauga. Verst að
ég verð ekki það lengi hérna að
ég nái góöu valdi á málinu og
geti lesið Þórberg, sem er svo
hörmulega litið þýddur á önnur
mál.
Háskólar og
bisness
Hefurðu fengist mikið við
kennslu?
Ég geri þaö ööru hvoru þegar
enginn vill kaupa bækur eða rit-
smiðar eftir mig. Ég hefi aldrei
litið á mig sem háskólakennara.
Og til hvers eru háskólar? Sum-
part eru þeir til að halda ung-
lingum frá götunni, sumpart til
að gefa þeim tækifæri til að hitta
aðra krakka nú og svo er
kannski hægt að koma inn I þau i
leiðinni dálitlu af þekkingu og
húmanisma — sem er eins lik-
legt aö þau gleymi I snatri þegar
þau eru oröin tölvutæknar.
Háskólar I Bandarikjunum
eru I vaxandi mæli tengdir bis-
ness. Börn mótmælendanna frá
sjöunda áratugnum vilja nú
verða tölvutæknar, bókhaldarar
og fyrirmyndar fjölskyldufeður.
Þetta er allt partur af Amriku
Reagans. Slóttugur fir Reagan,
hann heldur mönnum áhyggju-
fullum og óttaslegnum um
peningana sina og græjurnar og
út af öllum þessum oröum sem
enda á ion (recession,
depression — afturkippur,
kreppa) og á meðan gæti hann
hent sprengju á E1 Salvador eða
Moskvu án þess að menn skildu
hvað væri að gerast. Hefurðu
annars virt fyrir þér nærmyndir
af Reagan? Þaö er ýmislegt
Iskyggilegt sem þá kemur upp.
Er hann kannski brúða sem
brosir eða byrstir sig þegar ein-
hver ýtir á hnapp? Þér finnst að
ef þú skrapar farðann af honum
þá finnist málmur undir...
Allt var öðruvisi á timum
Vietnamstriðsins. Það hafði þá
jákvæöu hlið, aö þaö gerði
Bandaríkjamenn gagnrýna á
stjórn sina, sem er alltaf heilsu-
samlegt, jafnvel þótt svo ólik-
lega vildi til að stjórnin væri
góð. Þá sáu menn loksins út
fyrir vömbina á sér. Þá urðu
menn meðvitaöir um sig sem
þjóð sem er jákvætt, þvi að þá
gerir þú þér einnig grein fyrir
þvi að aðrar þjóöir eru til sem
lika þurfa pláss í tilverunni.
Hvaö flytja
Kanar út?
Verst að Bandarikin flytja
ekki út það sem skást er i þeirra
menningu. Ég á ekki sist viö
þjóðlagahefðina, við Woodie
Guthrie og slíka menn.
— Hvað annað viltu aö landar
þinir flytji út?