Þjóðviljinn - 27.02.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.02.1982, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 27.-28. febrúar 1982 Rœtt við Ólaf Jónsson, starfsmann stjórnar Verkamannabústaða í Reykjavík: Um endursöluíbúðir verkamannabústaða Stjórn verkamannabú- staða í Reykjavík hefur auglýst eftir umsóknum um þá verkamannabú- staði/ sem byrjað verður að byggja á Eiðsgranda á þessu ári. Þarna er um að ræða 176 íbúðir/ en að auki koma til um 100 endursöluíbúðir. Stjórn verkamannabústaða hef- ur sótt um 200-250 lóðir á Ártúnshöfða og er fyrir- hugað að hef ja þar fram- kvæmdir seint á þessu ári/ en auglýst verður eft- ir umsóknum árið 1983. Vi6 höf&um samband vi6 Ólaf Jónsson, starfsmann Verka- mannabústaða i Reykjavik og báðum hann að segja okkur frá endursöluibúöunum. A siðasta ári fékk stjórn Verkamannabústaðanna 150 endursöluibúðir til ráðstöfunar og var um áramót búið að ráð- stafa 135 þeirra. Aætlað er, að á þessu ári komi um 100 ibúðir til endursölu. Með lögunum um Húsnæðis- stofnun rikisins frá 1980 voru gerðar verulegar breytingar á endursölukerfi verkamannabú- staða. Mikið los var þá komið á skipan endursölunnar og allal- gengt, sérstaklega úti á landi, að þessar ibúðir væru seldar á frjálsum markaði. Slikt var að sjálfsögöu aldrei tilgangur lag- anna um verkamannabústaði. Með nýju lögunum voru settar fastar reglur um endursölu þessara Ibúða, m.a. þær að lána allt að 80% af kaupverði úr Byggingasjóði verkamanna til nýrra kaupenda. Ólafur kvað þetta mjög nauðsynlega endur- bót, þvi nýju lánin tryggðu, að bústaðirnir væru áfram fyrir þá efnaminnstu. Breytingar á matskerfi Jafnframt þessu var gerð breyting á verölagningu og mati ibúöanna. Félagsmálaráðherra skipaði tvo matsmenn eftir að lögin tóku gildi til að annast framkvæmd matsins á öllu landinu og leitast við að sam- ræma meðferð þessara mála. Nokkrar deilur urðu um þessa skipan fyrst eftir að hún kom til framkvæmda, en þær gagn- rýnisraddir hafa þagnað. Aður voru dómkvaddir menn til- kvaddir hverju sinni til að meta ibúðir, sem komu i endursölu. Þessi breyting kom metri festu á matsmálin og mjög litiö hefur veriö um ágreiningsmál um mat á endursöluibúðum siöan þessari skipan var komiö á, sagði ólafur. 2400 íbúðir í Reykjavík Undir stjórn Verkamannabú- staða i Reykjavik heyra nú 2400 ibúðir. Hér er i fyrsta lagi um að ræða ibúöir, sem Byggingarfé- lag alþýðu byggði i Vesturbæn- um á árunum 1932-1939. 1 öðru lagi ibúðir byggðar af Bygg- ingarfélagi verkamanna frá 1940-1970 (526 ibúðir) og i þriðja lagi er hér um að ræða verka- mannabústaði, byggða af stjórn Verkamannabústaða 1970-1980. Með fyrrnefndum lögum um Húsnæöisstofnun rikisins var ákveðiö, að ibúðir byggðar af Framkvæmdanefnd bygginga- áætlunar, sem tók til starfa samkvæmt samkomulagi rikis- stjórnar og verkalýðshreyf- ingarinnar árið 1965, skyldu heyra undir stjórn Verka- mannabústaða. Endursala allra ibúðanna heyrir undir stjórn Verka- mannabústaða i Reykjavik. Eigendur þeirra eiga þvi að snúa sér þangað, æski þeir sölu á ibúðum sinum. Endursalan gengur yfirleitt fljótt Ólafur kvað nýja endursölu- kerfið hafa verið i mótun siðast- liðið ár, en væri nú komið i nokkuð fastar skoröur. Hann taldi menn þurfa að ætla sér um tvo mánuði til aö koma sölu ibúöar i kring. Aö mörgu þyrfti að hyggja i þessu sambandi, en yfirleitt gengi salan fljótt fyrir sig og tæki oft skemmri tima en tvo mánuði. Gífurleg eftirspurn í Reykjavík Stjórn Verkamannabústaða auglýsti i nóvember þær ibúðir, sem koma til endursölu á fyrri hluta þessa árs, en áætlaö er, að þær verði i kringum 50 talsins. Um leið voru einnig auglýstar 14 ibúðir i Kleifarseli, sem stjórn Verkamannabústaða keypti af byggingameistara. A sjötta hundrað fjölskyldur sóttu um þessar ibúðir. Ólafur kvað ljóst að einungis þeir sem byggju við allra erfiðustu aðstæðurnar, fengju fyrirgreiöslu. Vegna þessarar miklu eftir- spurnar hefur stjórn Verka- mannabústaða auglýst þær 176 Ibúöir, sem byggðar verða á Eiðsgranda, og að auki allar endursöluibúðir, sem koma til meöferðar á þessu ári. Um- sóknarfrestur rann út 27. febrúar. Ekki auglýst meir á þessu ári ólafur kvað augljóst, að brýn þörf væri að byggja miklu fleiri ibúðir eftir verkamannabú- staðakerfinu en nú þegar er byggt. Stjórn Verkamannabú- staða hefur sótt um 200-250 lóðir á Ártúnshöföa, sem fyrr segir, og verður byrjaö að byggja þar seint á þessu ári. Þær verða hins vegar ekki auglýstar fyrr en á næsta ári. — ast. rj tst jórnargrei n 160 miljónir á ári vantar frá Alusuisse r Islenskur almenningur borgar brúsann A siöasta ári keypti álverið i Straumsvik um 40% allar þeirr- ar raforku sem framleidd var á Islandi. 1 heild var raforku- framleiðslan um 3300 gigawatt- stundir og þar af fékk álveriö rösklega 1300 gigawattstundir I samræmi við samninga. Almenningsrafveiturnar keyptu á siðasta ári um 40% þeirrar orku, sem framleidd var hjá Landsvirkjun einni og borg- uöu fyrir þá orku um 197,5 milljónir króna. A sama tíma keypti álveriö i Straumsvik nær 50% allrar orkuframleiöslu Landsvirkjunar og greiddi fyrir sinn hlut aðeins 58,2 miljónir króna. Viö biöjum menn að staldra við og læra þessar tölur. Orkuverðiö sem Alusuisse greiðir hér er aðeins um einn þriðji þess, sem það kostar að framleiöa i nýjum virkjunum sama orkumagn og verk- smiðjan i Straumsvik kaupir. Fimmfalt orkuverö í USA — þrefaltí Noregi 1 Tennessee i Bandarikjunum greiðir dótturfyrirtæki Alu- suisse nú fimmfalt hærra verð fyrir orku til álframleiðslu held- ur en hér er greitt. 1 Noregi er gert ráð fyrir að orkuverð til stóriðju verði hvergi undir 20 aurum islenskum á kilówatt- stund á næstu árum, en það er þrefalt hærra verð heldur en hér er greitt. Þannig mætti lengi telja. Smánarverðiö sem borgað er á Straumsvik á sér engar hliðstæöur, nema ef vera kynni i vanþróuðustu rikjum Afriku. Ef álverið i Straumsvik hefði á sfðasta ári greitt framieiðslu- kostnaðarverð fyrir þann heim- ing orkuframleiðslu Lands- virkjunar sem það kaupir, þá hefðu tekjur Landsvirkjunar af orkusölu til áiversins þrefald- ast, það er hækkaö um 116,4 miljónir króna, — úr 58,2 miljónir og i 174,6 miljónir. Þess vegna borgum viö sjálf helmingi meira — og gott betur A móti hefði þá t.d. vérið hægt að lækka tekjur Landsvirkjunar af orkusölu til almenningsraf- veitna um þessa sömu upphæö 116,4 miljónir króna. Þannig hefði heildsöluverð á raforku til almenningsrafveitna lækkaö um hvorki meira né minna en full 60%. Fyrir hverjar 1000 krónur, sem rafveiturnar og þar með almenningur þurfti að borga fyrir orku frá Landsvirkj- un, heföu menn aðeins þurft aö greiða 400 krónur, — miöaö við óbreytta stöðu Landsvirkjunar að ööru leyti. Þetta dæmi sýnir svo glöggt, sem verða má, að þaö er al- menningur á íslandi, sem borg- ar brúsann fyrir Alusuisse. Allir þeir sem nota rafmagn á heim- ilum sinum borga mjög stóran hluta sins orkureiknings beint i gullkistur Alusuisse. Hið sama er að segja um alla, sem nota rafmagn i islenskum atvinnu- rekstri, eða til hitunar hýbýla sinna, — þeir borga hver og einn stórar fjárhæðir i ókunnar hirsl- ur hins fjölþjóölega auðhrings. Þreföldun á orkuverðinu til álversins i Straumsvik hefði þýtt 116,4 miljónir króna i nýjar tekjur fyrir Landsvirkjun á siðasta ári. — Nú væru þetta um 160 miljónir á ári, sem slik hækkun hefði i för með sér. Þaö þýðir nær hálfa miljón nýkróna hvern einasta dag ársins — lika á jólum og páskum — sem auðhringurinn hagnast á þvi að orkuveröiöskuli vera 6—7 aurar á kilówattstund, en ekki 20 aurar, svo dæmi sé tekið. Þetta eru einfaldar staðreyndir, sem hver einasti Islendingur þarf að þekkja og muna. Frestur á frestofan Og nú biðja álfurstarnir um frest á frest ofan, bara enda- lausa fresti. Það má ekki trufla þá við að telja gróðann, — þrjár miljónir á viku, bara út á hið lága orkuverð, það munar um minna. Islenskur iðnaðarráðherra hefur aflað óyggjandi gagna, sem sýna að auðhringurinn seldi hráefnin til dótturfyr- irtækisins hér á langtum lægra veröi heldur en samningar buðu, og flutti þannig skatt- frjálsan hagnað úr landi. öllum kröfum um leiðrétting- ar er samt harðlega neitað af Alusuisse. Islensk stjórnvöld bera fram kröfur um meiriháttar hækkun á þvi smánarlega raforkuveröi, sem Alusuisse greiðir fyrir islenska orku. Hinir fjölþjóðlegu auðkýfingar telja sig ekki þurfa aö hlusta á slikt kvabb noröan frá heimsskautsbaug. Þeir eru p-ö telja peningana sina, og taka sér fresti samkvæmt eigin geðþótta. Látum svo vera. Viðeigum úrræöi sem duga Hitt skal enn minnt á hér, og það I mikilli alvöru, að íslend- ingar hafa ekki verið dæmdir til þess af æðri máttarvöldum að vera til eilifðar hornkerlingar eða bónbjargarmenn hjá Alu- suisse. Við erum seinþreyttir til vandræða og viljum i lengstu lög standa við gerða samninga, þótt illir séu, — en svo má brýna deigt járn að þaö biti. Við byggjum hér sjálfstætt þjóðríki og eigum þvi fullgild úrræði til að knýja fram okkar rétt gagnvart Alusuisse út frá augljósum sanngirnissjónar- miðum, hafi þeir háu herrar ekki tima til að tala við okkur. Kjartan Ólafsson skrifar: Til þess þarf aðeins meirihluta á Alþingi Islendinga. Innan rikisstjórnarinnar hef- ur tekist góð samstaöa um næstu skret og þótt ráöamenn Alusuisse kynnu enn að eiga sér einhverja hauka I horni meöal islenskra stjórnmálamanna, þá skal þvi treyst aö yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar standi saman um sókn til sigurs gegn Alusuisse, — viö samningaborð, eöa á öðrum vettvangi. Biötim- inn er á þrotum eftir 14 mánaða þóf. útibússt jórinn og siðareglur OECD. En við spyrjum að lokum: — Hvar i veröldinni eru þeir vesa- lings menn staddir, sem stýra málum I höfuðstöðvum is- lenskra heildsala og braskara, — Verslunarráði Islands? Þeim þótti viö hæfi nú i fyrradag aö kjósa útibússtjóra Alusuisse á Islandi fyrir formann Verslunarráðs Islands, heildarsamtaka kaupsýslu- manna hér. 1 siðareglum OECD segir að fjölþjóðafyrirtækjum skuli stranglega bannað aö blanda sér I stjórnmál aðildar- rikja. Verslunarráð Islands með útibússtjóra Alusuisse i forsæti dregur ekki af sér viö að segja rikisstjórninni hvernig hún skuli stjórna landinu, svo sem nýjustu samþykktir ráðsins bera ljóst vitni um. — Við spyrjum: Ætla samtök kaup- sýslumanna máske að gera útibússtjóra Alusuisse að ráðherra i þeirri rikisstjórn, sem þau helst vildu sjá? A Alu- suisse að stjórna bæði islenskri verslun og islenskum þjóðmál- um?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.