Þjóðviljinn - 27.02.1982, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 27.02.1982, Blaðsíða 32
mÐVtlMN 1 Aöalslmi Þjóöviljans er 81333 ki. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná I blaðamenn og aöra starfsmenn hlaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Helgin 27.—28. febrúar 1982 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiðslu blaðsins I sima 81663. Blaöaprent hefur síma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 nafn vikunnar Ragnar S. Halldórsson. Aður i deildarstjórn bandariskra herverkfræðinga. t dag for- maður Verslunarráðs^ts- iands. Ragnar S. Halldórsson „Ragnar er hreystin upp- máluð, sólbrúnn og sællegur — ekkert af myglugráum skammdegisfölvanum i kinnum hans”, segir blaða- maður Timans i gær og ræð- ur sér varla fyrir hrifningu. Þau tiðindi urðu i vikunni að Ragnar S. Halldórsson, for- stjóri tsal, dótturfyrirtækis Alusuisse, erlenda auð- hringsins sem tslendingar standa i striði við, var kosinn formaður Verslunarráðs ts- lands. Vcrslunarráðið samanstendur af einstakl- ingum, fyrirtækjum og fé- lagssamtökum þeirra sem eru i forsvari fyrir atvinnu- rekstri. Verslunarráðiö hampar frjálsri verslun og sam- keppni og hefur hingað til verið umsagnaraðili og notið viss álits sem fulltrúasamtök islensks atvinnurekstrar. En nú hefur það sumsé gerst að Verslunarráðið hef- ur valið forstjóra erlends fyrirtækis til formennsku, og það á þeim viðsjárverðu tim- um þegar margir telja Is- lendinga standa i sjálf- stæðisbaráttu við þennan erlenda auðhring. Með þess- um hætti má segja að erlent auðvald sé hafið til forystu i samtökum fslenskra at- vinnurekenda. Þannig hafa hrakspár ræst um sivaxandi itök Alusuisse i Islensku þjóðlifi. Þeir svartsýnustu biða þess nú að stjórnmála- menn i borgarflokkunum láti nú einnig leiða sig i stuðn- ingssveit auðhringsins gegn íslenskum hagsmunum. Ragnar Halldórsson for- maður Verslunarráðs, for- stjóri Isál,er einnig stjórnar- formaður I Pólar hf. Þaö er fyrir það fyrirtæki sem hann situr i framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambandsins. Ragnar er verkfræðingur að mennt. Starfaði hjá flugher Bandarikjanna á Kefla- vikurflugvelli 1956-59, yfir- verkfræðingurþará árunum 1959-61 og framkvæmda- stjóri verkfræðideildar sjó- hers Bandarikjanna þar 1961-66. Var i stjórn Islands- deildar Félags bandariskra herverkfræðinga frá 1959-67. Ekki sakar að geta þess hér, að Ragnar var dómkvaddur matsmaður á frárennslis- lögn Grænáshúsa á Kefla- vikurflugvelli 1960. Ragnar ekur á fallegum bilum, stundar auk þess golf og laxveiðar. Spilar brids og segir að „skilningur á þörf- um frjálsrar verslunar sé vaxandi” hér á landi. Við það má bæta aö skilningur á þörfinni fyrir frjálsri hækk- un i hafi, útsöluprisum á raf- orku og starfsháttum auð- fyrirtækja fari einnig vax- andi hér á landi. Eins og i bananalýðveldi. —óg Olían í Nauthólsvík: Þarf frekari að- vörun? Olíumengunin í Naut- hólsvík vekur upp spurn- ingar um ástand meng- unarvarna á Reykjavíkur- svæðinu. Það hefur löng- um verið umræðuefni manna á meðal hvernig verja má náttúruna spjöll- uraen það er alveg Ijóst að þeir sem eru valdir að slys- inu í Nauthólsvík, hafa ekki tekið þátt í þeirri um- ræðu. Útivistarsvæði Reykvikinga i öskjuhlíð og Nauthólsvik ber ekki borgaryfirvöldum i gegnum tið- ina gott vitni. Skemmst er að minnast lokunar vikurinnar fyrir baðgestum vegna þess að saur- gerlar ýmis konar voru i það miklum mæli þar, að beinlinis var hættulegt heilsu manna. Þá er „Byrjum á nýju ræsi strax eftir helgina” — segir garðyrkjustjóri borgarinnar „Strax og mér bárust upplýs- ingar um þessi spjöll gerðum við ráðstafanir til að loka fyrir Heita lækinn, þvi það er auðvitað ófor- svaranlegt að fólk sé að baða sig I óþrifnaðinum”, sagði Hafliöi Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavikurborgar i samtali við Þjóðviljann i gær. — En hvaða ráðstafanir eru í bígcrð til að svona mistök endur- taki sig ekki? „Strax nú eftir helgina ætlum við að byrja á varanlegu ræsi sem á að veita yfirborðsvatninu úr öskjuhliðinni og frá þessu flug- vallarsvæði, framhjá Heita lækn- um. Við gerum ráð fyrir að leggja amk. 8 tommu pipu rétt vestan við lækinn sjálfan og tengja lögnina við klóakkerfið.” — Hvaða augum litur þú á æfingar slökkviliðanna á þessu svæði? „Hér er um viðkvæman mýrar- móa að ræða og það er auðvitað til skammar að umgengni um þetta vinsæla útivistarsvæði Reykvikinga skuli vera eins og hún er i raun. A þessum bruna- æfingum tekst auðvitað aldrei að brenna alla oliuna upp til agna og hún sýgur þvi ofan I mýrina meira og minna. Hins vegar þarf slökkviliðið sjálfsagt einhvers staðar að æfa,en ef þeir þurfa að athafna sig þarna, verður að setja mun strangari reglur um alla umgengni en nú eru I gildi”, sagði garðyrkjustjóri borgarinnar að lokum. — v. Það er ekki þrifalegt um að litast á æfingasvæði slökkviliðanna vestur í Nauthólsvik. Oliubrák er yfir öllu, tómar tunnur og annað drasl liggur eins og hráviði um allt. Ljósm. —gel. Eftir þessum skurði rann olian til sjávar Margþrunnið flugvélarflak I baksýn. Ef myndin prentast vel má sjá útatað grasið og brák yfir mýrinni. Ljósm —gel. það undrunarefni hversu lengi borgaryfirvöld hafa horft I gegn- um fingur sér við slökkviliðin sem þarna hafa æfingasvæöi, en um- gengni þeirra er til háborinnar skammar. Það er alveg rétt sem formaður Umhverfismálaráös Reykjavikurborgar sagði hér I Þjóðviljanum i gær, að flugvéla- drasl og aðrar minjar frá her- námsárunum verður að fjarlgæja af þessu svæði og það strax. Þá kröfu verður að reisa af myndar- skap svo þessi opna vin i eyði- mörk steinsteypunnar verði mönnum boðleg. —v . Sveitarstjórnarráðstefna A Iþ .b. lagsins: ! Brey ttur fundarstaður | II Þinghóli í Kópavogi í dag, en á Hótel Esju á morgun | „Slæmar fréttir” — segir einn fasta- gesta Lækjarins „Okkur I Samstöðu þykja þetta náttúrlega ákaflega slæmar frétt- ir, þvi sá fjöldi manna sem sótt hefur lækningu i heita lækinn, verður af þvi tækifæri um stundarsakir að minnsta kosti”, sagði örlygur Hálfdánarson, einn meðlima i Samstöðu, en það er félag áhugamanna um bætta umgengni við lækinn. „Mýrarvatniö hefur alltaf runnið ofan frá til sjávar i gegn- um heita lækinn og manni skilst að með þvi hafi óþrifnaðurinn komiö. Úr þessu verður að bæta Fastagestir i heita læknum, sem nú er búið að loka vegna meng unar. og ég hef trú á þvi að borgaryfir- völd geri þaö”, sagði örlygur ennfremur. „Það má segja þeim til hróss að i fyrra var verulegt átak gert i að fegra og bæta um- hverfið við lækinn og það er slæmt til þess að vita, að hann er nú ónothæfur”. — v. ISveitarstjórnarráðstefna Al- þýðubandalagsins hefst kl. 13.30 i dag, laugardag, i Þinghól, • Hamraborg 11, Kópavogi. At- I hugið breyttan fundarstað. Af J óviðráðanlegum ástæöum verð- Iur sveitarstjórnarráðstefnan ekki haldin á Hótel Esju fyrri daginn eins og aður var auglýst, t heldur flyst hún i Þinghól í IKópavogi og verður haldin þar i dag. A morgun, sunnnudag, verður , sveitarstjórnarráðstefnunni haldið áfram á Hótel Esju eins og ráð var fyrir gert og hefst fundur kl. 10 árdegis. Takið ■ eftir: A Hótel Esju á morgun, I Fundur Miðstöðvar kvenna i I Alþýðubandalaginu verður á , Hótel Esju i dag, laugardag kl. • 10.30, eins og áður hefur verið I auglýst. • Fundur Miðstöövar kvenna i I Alþýðubandalaginu verður á I Hótel Esju i dag, laugardag, kl. I 10.30, eins og áður hefur verið 1 auglýst. 1 kvöld, laugardagskvöld, I verður opið hús fyrir þátttak- I endur á ráðstefnunni og gesti 1 þeirra i Þinghól frá kl. 21. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.