Þjóðviljinn - 27.02.1982, Blaðsíða 31
Helgin 27.-28. febrúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 31
Hjúkrunar-
fræðingar á
Borgarspítala:
Lág
laun
og
mikið
vinnu-
álag
Það er þversögn i þeirri
afstöðu að starf okkar
hjúkrunarfræðinga sé svo
mikilvægt að verkfalls-
réttur sé tekinn af okkur og
því/ að ekki sé hægt að
ganga aö hógværum kröf-
um okkar, sögðu hjúkr-
unarf ræðingarnir sem
blaðamaður Þjóðviljans
hitti uppi á Borgarspítala í
gær.
í spjalli viö hjúkrunarfræðing-
ana kom fram aö vinnuálag er
mikiö og vaxandi og endast þeir
þvi stutt i starfi. Sem dæmi tóku
þeir aö upp á siðkastið heföi
meöalstarfstimi hjúkrunarfræö-
inga á gjörgæsludeild verið um-
sjö mánuöir ef reiknaö er með
fullu starfi. Hjúkrunarfræðingar
væru látnir vinna mikla eftir-
vinnu og stundum yröu þeir aö
Alvarlegt
slys
Alvarlegt slys varö i Alverinu i
Straumsvik i gær. 22ja ára gam-
all maöur varö fyrir álstykki sem
losnaöi viö sprengingu og hlaut af
slæmt höfuöhögg. Hann höfuö-
kúpubrotnaöi og skaddaöist á
öðru auga.
Að sögn Hlöðvers Kristjánsson-
ar öryggisfulltrúa i Straumsvik
voru tildrög slyssins þau aö þegar
maðurinn var aö vinna viö svo-
kallaöa lensubrennslu á álflekum
varö skyndilega mikil sprenging
með fyrrgreindum afleiðingum.
Er talið að inni i álstykkinu hafi
myndast holrúm og þegar raki
komst aö hafi orðið gufuspreng-
ing. v—
Taugaveiki-
bróðir í
Reykjavík
Sjúkdómstilfelli af völdum
taugaveikibróöur hafa komiö upp
í Reykjavik aö undanförnu. Hafa
sýkingarnar veriö raktar tii
skjaldböku sem seld var i gælu-
dýraverslun i Reykjavfk, en virt-
ist heilbrigö. Fólki, sem hefur slfk
dýr undir höndum, er bent á aö
gæta itrasta hreinlætis og hand-
leika dýrin sem allra minnst. Þeir
sem kunna aö hafa veikst á heim-
ilum, þar sem skjaldhökur eru til
húsa,eru beönir aö hafa samband
viö heimilislækni sinn og heil-
brigöiseftirlitiö. Þeir sem búa úti
á landi geta snúiö sér til næstu
heilsugæslustöövar. Sjúkdóms-
einkenni eru t.d. magaverkir,
niöurgangur, ógleöi og uppköst.
Hjúkrunarfræöingar á Borgarspitala. Þaö var engan uppgjafartón aö heyra i þeim I gær, en ekki
vildu þeir gefa upp sina hernaöaráætlun. Frá vinstri eru Kristin Gunnarsdóttir, Aöalheiö-
ur Kjartansdóttir, Björg Einarsdóttir, Anna Sigriður Indriöadóttir, Astþóra Kristinsdóttir,
Sigriður Sveinsdóttir, Asdis Geirsdóttir, Vera Siemsen og Sigriður Daviösdóttir. Ljósm:—eik.
taka næturvaktir án nokkurs
fyrirvara. Þeir væru skyldaöir til
aö taka ákveöinn fjölda auka-
vakta og allt þetta ásamt lágum
launum freistaöi ekki fólks til aö
taka aö sér þetta starf. Hjúkr-
unarfræöingarnir nefndu aö 1980
hefðu 350 menntaðir hjúkrunar-
fræðingar ekki starfaö i sinu fagi.
Þeir vildu mótmæla ummælum
Helga V. Jónssonar i Þjóöviljan-
um i gær aö þurft heföi aö senda
70-80 sjúklinga heim ef komið
hefði til verkfalls. Þessi tala væri
alveg út i hött, tuttugu til þrjátiu
væri nærri lagi.
Um samstööuna innan stéttar-
innar sögöu þær aö hún væri mikil
og væru hjúkrunarfræöingar ein-
huga um aö standa saman og ná
fram rétti sinum. —Svkr.
H j úkrunardeilan:
Samkomulag í nánd?
Mikil fundahöld voru I gær I
kjaradeilu hjúkrunarfræöinga
hjá Reykjavikurborg. Sáttasemj-
ari boöaöi deiluaöila til fundar kl.
16 i gærdag og hjúkrunarfræöing-
ar héldu fund I Borgarspitalanum
kl. 20 i gærkvöld til aö ræöa stöö-
una, en verkfall átti aö skella á á
miönætti.
Geypilegrar óánægju gætti
meðal hjúkrunarfræöinga meö
úrskurð kjaradeilunefndar og
mótmælti stjórn félagsins honum
harölega. Segir i ályktun
stjórnarinnar aö kjaradeilunefnd
hafi virt aö vettugi ábyrga verk-
fallsáætlun hjúkrunarfræöinga,
sem hafi aö mati þeirra og
stjórnenda Borgarspitalans veriö
vel framkvæmanleg og heföi á
engan hátt stefnt lifi eöa heilsu
manna i hættu. Hjúkrunarfræð-
ingar segja aö meö þessum úr-
skurði hafi kjaradeilunefnd sviptt
hjúkrunarstéttina verkfallsrétti,
sem hún hafi samkvæmt lögum.
Eins og fram hefur komiö i
bjóöviljanum varpaði sáttasemj-
ari fram þeirri hugmynd á sið-
asta sáttafundi aö hjúkrunar-
fræöingar fengju fyrirframgreidd
laun, en sáttatillagan yröi látin
gilda að ööru leyti. Frekar var
búist við þvi aö þetta myndi
sáttasemjari bjóöa upp á i gær.
Eftir þeim upplýsingum sem
Þjóöviljinn hefur aflað sér munu
hjúkrunarfræöingar sennilega
ekki vera tilbúnir að sættast á þaö
eitt sér, þó sú krafa þeirra hafi
forgang. Er þvi liklegt aö ekki
komi til aögerða hjúkrunarfræö-
inga aö svo komnu, en haldiö
veröi áfram samningaumleit-
unum. — Svkr.
Afmælisgjöf
Kf. Hafnfirðinga
Færlr
öldruðum
kr. 62.280
Aldurhnignum Hafnfirð-
ingum og Garðabæjarbú-
um barst góður glaðningur
s.l. fimmtudag. Hörður
Zóphóniasson, formaður
Kf. Hafnfirðinga, afhenti
þá Guðfinnu Snæbjörns-
dóttur, félagsmálafulltrúa
Garðabæjar, kr. 15.570.- og
Sverri Magnússyni, for-
manni Styrktarf élags
aldraðra í Hafnarfirði, kr.
46.710.- er verja skyldi til
styrktar málefnum aldr-
aðra í þessum bæjum.
Upphæöir þessar eru þannig til
komnar, aö i tilefni aldarafmælis
samvinnustarfs á tslandi, ákvaö
Kaupfélagiö aö verja i þessu
skyni tiundu hverri krónu, sem
verslað yrði fyrir i verslunarbúö-
um félagsins á afmælisdaginn.
Alls var verslaö fyrir kr.
622.794,67 og 10% af þeirri upp-
hæö, hækkaöri upp i kr. 622.800,-
gera kr. 62.280.-. Eðlileg skipting
á þeirri upphæö þótti vera sú, aö
25% hennar rynni til Garðabæjar
en 75% til Hafnarfjaröar.
Þá var og veittur 20% afmælis-
afsláttur i vefnaöar- og fatadeild
félagsins. Nam hann kr. 60.765,46.
Kaupfélag Hafnfirðinga hefur
þannig i tilefni afmælisins sparaö
viðskiptavinum vefnaöar- og
fatadeildar nefnda upphæö og
styrkt félagsstarf aldraöra meö
kr. 62.280,- eða samtals kr.
123.045,46 sem jafngildir 12,3 milj.
gkr. Tugir nýrra félagsmanna
bættust kaupfélaginu þennan dag.
Blóm og heillaóskir bárust frá
Verkakvennafélaginu Framtiöin,
Verkamannafélaginu Hlif,
Starfsmannafélagi Kaupfélagsins
og bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
—mhg
Ráðstefna um
sveitarstjórnarmál
Ráðstefna um
sveitarstjórnarmál
verður
haldin dagana
27. og 28. febrúar
1982 og hefst
kl. 13.30
fyrri daginn.
Ráðstefnustaður:
Laugardagur:
Þinghóll,
Iiamraborg 1,
Kópavogi
Sunnudagur:
Hótel Esja,
Reykjavik
Ráðstefnustjórar:
Hilmar Ingólfsson,
Kristín Thorlacius
Alþýðu-
bandalagið
Svavar
Logi
Stefán
Adda Bára
Sofffa
Sigurjón
Alfheiöur
Kristfn
Hilmar
DAGSKRÁ:
1) Ávarp: Svavar Gestsson.
2) Ahersluatriði AB i komandi
sveitarstjprnarkosningum:
Framsaga: Sigurjón
Pétursson.
2.1) Lýðræði og valddreifing.
2.2) Atvinna.
2.3) Uppeldi, fræðsla og tóm-
stundir.
2.4) Félags- og heilbrigð-
isþjónusta.
2.5) Umhverfi og skipulag.
2.6) Framsetning stefnumála
og blaðaútgáfa.
Stutta kynningu á hverjum
málaflokki flytja eftirtalin:
Logi Kristjánsson, Rannveig
Traustadóttir, KristjánAs-
geirsson, Álfheiður Inga-
dóttir, Þorbjörn Broddason og
Stefán Thors.
Umræðuhópar fjalla um liði
2.1.—2.6.
3) Samvinna ríkis og sveitar-
félaga um framkvæmdir,
rekstur og tekjuöflun:
Framsaga: Adda Bára Sig-
fúsdóttir.
4) Samskipti sveitarstjórnar-
manna Alþýðubanda-
lagsins innbyrðis og við
flokkinn:
Framsaga: Soffía Guð-
mundsdóttir.
5) Skýrsla umræðuhópa og af-
greiðsla mála.
Þátttaka tilkynnist á skrif-
stofu AB simi 17500.