Þjóðviljinn - 27.02.1982, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 27.02.1982, Blaðsíða 30
30 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 27.-28. febrúar 1982 Alusuissemálin: Tíminn er að reirna út seglr iðnaðarráðherra Fullt samkomulag í ráðherranefndinni „I gær var áfram fjailað f ráðherranefnd ríkis- stjórnarinnar um stöðu mála gagnvart Alusuisse, en við þrír, sem tilkvaddir vorum af hálfu rikisstjórnarinnar, gengum á okkar fundi í gær frá samþykkt varðandi með- ferð deilumála og endurskoðun samninga við Alu- suisse", sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra í samtali við Þjóðviljann síðdegis i gær. Hjörleifur sagöi aö fullt sam- komulag heföi veriö i nefndinni og þar meö mótuð stefna rikis- stjórnarinnar i heild um máls- meðferö. „Þessi samstaða er að sjálfsögöu afar verðmæt, ekki sist i ljósi siðustu tiltekta af hálfu Alu- suisse”, sagði iðnaöarráðherra. J Auglýsing frá Menntamáiaráði íslands um styrkveitingar árið 1982 Samkvæmt fjárveitingu á fjárlögum 1982 veröa á árinu veittir eftirfarandi styrkir úr Menningarsjóði íslands: Útgáfa tónverka Til útgáfu islenskra tónverka veröa veittir einn eða fleiri styrkir en heildarupphæð er kr. 15.000.00. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um tónverk þau sem áformað er að gefa út. Dvalarstyrkir listamanna Veittir verða Bstyrkir að upphæð kr. 10.000.00 hver. Styrk- ir þessir eru ætlaðir listamönnum sem hyggjast dveljast erlendis um a.m.k. tveggja mánaða skeið og vinna þar að listgrein sinni. Umsóknum skulu fylgja sem nákvæmastar upplýsingar um fyrirhugaða dvöl. Þeir sem ekki hafa fengið sams konar styrk frá Menntamálaráði siðastliðin 5 ár ganga öðru jöfnu íyrir við úthlutun. Styrkir til fræðimanna Styrkir þessir eru til stuðnings þeim sem stunda fræðistörf og nátturufræðirannsóknir. Samkvæmt ákvörðun Alþingis er heildarstyrkupphæð kr. 16.000.00. Umsóknum skulu fylgja uppláyingar um þau fræðiverkefni sem unnið er að. Umsóknir um framangreinda styrki skulu hafa borist Menntamálaráði, Skálholtsstig 7, i Reykjavik, fyrir 31. mars næstkomandi. Nauðsynlegt er að nafnnúmer umsækjanda fylgi umsókninni. — Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Menningarsjóös aö Skálholts- stig 7 i Reykjavik. Ljósin í lagi - lundin góð Slík áhrif hafa rétt stillt Ijós í umferóinni. FERÐAR Frá Kennaraháskóla S Islands Skólaárið 1982—83 býður Kennaraháskóli íslands upp á eins árs framhaldsnám i handlistum (hannyrðum og smiðum). Umsækjendur skulu hafa kennarapróf i greininni. Aðeins er unnt að taka inn ákveðinn fjölda nemenda. Umsóknir skulu berast skólanum fyrir 1. april 1982. Rektor Hjörleifur Guttormsson — Hver eru efnisatriði sam- komulagsins? — Þessi samþykkt er vinnu- rammi og felur i sér stefnumörk- un af rikisstjórnarinnar hálfu til viðbótar fyrri samþykktum og um leið leiðbeiningu til álvið- ræðunefndar og annarra sem að málinu standa á vegum iðnaðar- ráðuneytisins. En á þessu stigi verður fjölmiðlum ekki greint frá efni samþykktarinnar þar eð hún varðar stöðu okkar i hugsanleg- um samningum við gagnaðila. Ég hlýt að leggja áherslu á að timinn til þess að taka upp raun- hæfar samningaviðræður er að renna út. Vilji Alusuisse ekki leysa þessi mál við samningaborð og út frá sanngirnissjónarmiði hljótum við að gripa til annarra úrræða.” Félagsfundur í ABR ályktar um mengunarhættu á Suðurnesjum: Harma afstöðu Framsóknarmaima Fagnar viðleitni til þess að fá Framsóknarflokkinn til stuðnings við tillögur Sambandsins „Fundurinn harmar að innan Framsóknarflokksins hefur enn ekki fengist fulinægjandi stuðn- ingur við lausn á mengunarvand- anum á Suðurnesjum vegna nú- verandi oiiugeyma hersins, en þær tillögur voru kynntar á slð- asta aðalfundi Sambandsins i Bif- röst”, segir m.a. i ályktun sem samþykkt var einróma á féiags- fundi Alþýðubandalagsios I Reykjavík i fyrrakvöld. I ályktuninni er harðlega mót- mælt áformum um aö stækka yfirráðasvæði bandariska hersins með þvi að reisa oliubirgðastöð og höfn i Helguvik. 1 lok ályktunarinnar segir: „Fundurinn styður þá viðleitni þingflokks Alþýðubandalagsins og ráðlierra að reyna að fá þing- flokk og ráðherra Framsóknar- flokksins til að hrinda tillögum samvinnuhreyfingarinnar i fram- kvæmd svo að þegar á næsta ári verði þessi mengunarhætta úr sögunni.” —ekh Enn væntir Krafla sin: Land hefur aldrei risið jafn hátt og nú Land hefur nú risið hærra en fyrir gosið i október s.l. og iand hefur raunar aldrei ris- ið jafn hátt við Kröflu siðan fyrsta gosið átti sér stað 1975, sagði Axel Björnsson jarðeðiisfræðingur I samtaii við Þjóðviijann i gær. Hann sagði að þegar gaus i desember 1975 hafi land sigið um 2 metra. Siðan hefur það verið að risa jafnt og þétt með þeim bakslögum, sem fylgt hafa þeim gosum sem komið hafa á þessu timabili. Nú hefur það risið um tæpan einn metra umfram þá tvo sem miðað er við þegar fyrst gaus. Það er nokkrum senti- metrum hærra en land hefur hæst risið áður. Þetta segir þó litið um það hvenær vænta má næstu hrinu. Það gæti þess vegna gerst i dag en lika gætu liðið nokkrar vikur þangað til, sagði Axel. Aðspurður um hvort hætta væri á stærri gosum þeim mun oftar sem þau eiga sér stað sagði Axel svo vera vegna þess, að á fyrstu árum umbrotanna við Kröflu hefði kvikan oft hlaupið neðan- jaröar og þvi fyllt uppi sprungur og gjótur á svæð- inu. Þangað kæmist þvi ekk- ert núna og þvi meiri hætta á aö meira kæmi uppá yfir- borðið þegar gýs. —S.dór ABR um Alususse í forsæti Verslunarráðs • • „Omurleg kaflaskll í sögu þjóðarinnar” „A sama tíma og islenska þjóð- in reynir að ná rétti sinum gagn- vart auðhringnum Alusuisse, sem hefur svikið milljónir dollara undan skatti og rakar saman auði i krafti gamalia ihaidssamninga um lágt raforkuverð, gerist sá at- burður, að hérlend fyrirtækja- samtök, Verslunarráð islands, kjósa starfsmann Alusuisse sem formann sinn og gera Alusuisse, sem er eigandi ÍSAL, um lcið að forystufyrirtæki i samtökunum.” Þetta er upphaf ályktunar sem gerö var einróma á fundi Alþýðu- bandalagsins i Reykjavik i fyrra- kvöld. Þar segir ennfremur: „Forstjóri ISAL er ráðinn af hinum erlenda auðhring. Hann er á allan hátt undirmaður hr. Miill- ers og hr. Mayers i höfuðstöðvum auöhringsins i Zdrich. Það er tal- andi tákn að á örlagatimum i deilu tslendinga við Alusuisse skuli fyrirtækjasamtök á Islandi kjósa að skipa sér við hliö Alu- suisse á afgerandi hátt með þvi að leiða fulltrúa hins erlenda auð- hrings til hásætis i samtökunum. A skýrari hátt getur hérlent auðvald ekki stutt Alusuisse gegn islenskum hagsmunum. Það treystir undirmanni Alusuisse best til að vera oddviti Verslunar- ráðs islands. Alþýðubandalagið i Reykjavik vekur athygli allra þeirra sem vilja standa vörð um sjálfstæði tslendinga gagnvart erlendum auðhringum á þvi, að með kjöri forstjóra tSAL til for- mennsku I Verslunarráði tslands birtast ömurleg kaflaskil i sögu þjóöarinnar.” —skh 75 miljón dollara lán Rikisstjórnin tók lán að upphæð 75 miljónir doliara (u.þ.b. 723 milj.kr.) i gær, föstudag, og undirritaði Ragnar Arnaids samning þar að Iútandi I London. Veröur lánsfénu varið tii ai- mennra framkvæmda, en þetta er eitt stærsta ián sem rikið hefur tekið. Lánveitendur eru 12 bankar i Bandarikjunum, Kanada, Japan og V-Evrópu, svo og 2 norrænir bankar. Lánið er veitt til 10 ára og er afborgunarlaust fyrstu 5 árin. Eru lánskjörin með þvi besta sem þekkist á erlendum lánamörkuð- um. Hér er um svokallaö veltilán aö ræða þ.e. það má greiða upp hvenær sem er á fyrstu 5 árunum þyki lántaka það henta en hann getur siðan dregið á lánið að nýju eftir þörfum. Þessi atriði gefa aukinn sveigjanleika sem er lán- taka mikilvægur við aðstæöur eins og nú rikja. GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.