Þjóðviljinn - 27.02.1982, Blaðsíða 18
18 SIOA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 27.-28. febrúar 1982
notað
og nýtt
„Það er
ekkert
sérstakt
við
andlitið
á mér”
— segir Fíóna
Fullnighton sem
ráöin hefur verið
a uglýsingafyrir-
sæta hjá stærsta
dráttarvélafyrir-
tæki í heimi:
Roger Roger stundar hiö ljúfa lif eftir aö hann hljóp frá Flónu
versta áfallinu og engin hætta á rneðan hún vinnur fyrir dráttar-
að hún verði á flæðiskeri stödd vélaframleiðendurna stóru
í spegli
tfmans
Nú er framtíð Fiónu tryggð hjá dráttarvélafyrirtækinu.
Flóna var orðin nær að engu úr ástarsorg eftir Roger Roger
(sbr. dráttarvélablað Timans). ,,Fg er orðin svo hamingju-
Nýlega sagði hún: söm, að ég er hrædd við það.”
„Það er ekkert sérstakt við
andlitiö á mér”, sagði brcska
leikkonan og auglýsingafyrir-
sætan Fióna Fullnighton er
fyrirtækið Max Tractor hafði
valið hana til að auglýsa vörur
sinar næstu 3árin. Max Tractor
er eins og kunnugt er stærstu
dráttarvélaframleiðendur i
heimi (sbr. dráttarvélablað
Timans um síðustu helgi). Búist
er við að Fióna vcrði heims-
fræg, líkt og Cheryl Thiegs og
Margaux Hemmingway, og geti
nánast valið úr karimönnum i
framtiðinni. Nú þegar fær hún
um 10 þúsund bónorðsbréf í viku
að jafnaði og þykir það góð
byrjun.
Þessa dagana virðist allt
ganga i haginn fyrir hina ungu
og fögru Fiónu Fullnighton enda
er hún ekki nema 21 árs. En ekki
er langt siðan henni fannst
heimurinn fallinn i rúst og ekk-
ert framundan nema dauöinn i
skel. Martröðin hófst með þvi að
elskhugi hennar, poppstjarnan
Roger Roger, tók á sig rögg og
hljóp af heimilinu sem þau
höfðu nýlega stofnað og fór að
stunda hið ljúfa lif með
prinsessum, frægum leikkonum
og eiginkonum þekktra stjórn-
málamanna. Þetta var mikið og
óvænt áfall fyrir Fiónu og varð
sjálfstraust hennar og sjálfsálit
fyrir mestu hnjaski. Hún léttist
þar til hún vóg ekki nema 25 kiló
og varð næstum þvi gufuð upp.
Hún varð að taka róandi lyf og
sjálf skýrir hún svo frá:
„Ég var fárveik af ástarþrá
mánuðum saman og var orðin
skorpin öll eins og gömul
indjánakerling. Ég var orðin
svo vön að treysta á Roger
Roger. Hann var fyrsta ástin i
lifi minu, hafði numið mig á
brott úr foreldrahúsum og hafði
gert mig að góðri ástkonu, hlýð-
inni eiginkonu og húsmóður. Ég
hætti að leika og fyrstu 18
mánuðunum eyddum við að
mestu saman i stóra vatnsrúm-
inu en siðan fór ég aö elda góðan
mat, sauma, þvo þvotta, stoppa
i sokka og ryksuga eins og ég
hefði aldrei gert annað.
Ég varð fyrir hræöilegu áfalli
þegar Roger fór að heiman. Ég
hafði aldrei lent i erfiðleikum
fyrr, aldrei orðið fyrir ástvina-
missi, aldrei þurft að standa á
eigin fótum. Og þá allt i einu var
allt hrunið til grunna.”
Skilnaðurinn og sú auðmýking
að vera yfirgefin fyrir allra
augum var óbærileg þvi að ljós-
myndarar og fréttasnápar lágu
stöðugt á gluggum og dyrum.
En nú hefur Fióna sigrast á
Dansinn dunar I Sunnugerði.
Framsóknarmótið
Spegill Timans var s.l. sumar
á ferð um landið og rakst þá inn
á Framsóknarmótiö i Sunnu-
gerði fyrir vestan. Þar var kátt
á hjalla og hljómsveitin Sunnu-
bræður léku fyrir dansi fram i
morgunsárið.
Akaflega sumarfagurt er við
félagsheimilið i Sunnugerði
enda stendur það i jaðri Sunnu-
bæjarskógar. Fólkið var ýmist i
dansinum eða dreifðist um
skóginn. Þarna var formaður
Framsóknarflokksins hrókur
alls fagnaðar og lét ekki sitt eft-
ir liggja. En við skulum láta
myndirnar tala.
Fólkið var ýmist i dansinum eða dreifðist um skóginn.
Formaður Framsóknarflokks-
ins var hrókur alls fagnaðar og
lét sitt ekki eftir liggja.