Þjóðviljinn - 27.02.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.02.1982, Blaðsíða 3
Helgin 27.-28. febrúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Astæðan fyrir þvi að Þýskaland varð nasismanum að bráð er fyrst og fremst af efnahagslegum og félagslegum rótum runnin og má þar nefna óðaverðbólguna 1923 og alþjóðlega kreppu á árun- um 1929 - 33, sem hafði geigvæn- legar afleiöingar fyrir Þjóðverja. Fleira spilar einnig inn i og má þar nefna úrslit Fyrri heimsstyrj- aldar. Fyrir marga ibúa Þýska- lands kom ósigurinn eins og reiö- arslag. Hvernig var hægt að tapa striði án þess að erlendur her kæmi nokkurn tima i þýska grund og án þess að þýski herinn byði beinan ósigur? Allt fram á siöustu stund benti ekkert til sliks ósig- urs. Fyrir venjulegan þýskan borgara voru þvi hinar miklu striösskaðabætur og afsölun landssvæöa eins og hver önnur svik þeirra sem stóöu að Versala- samningnum og þar á meöal full- trúa hins nýstofnaöa Weimarlýð- veldis. Mikill órói var I Þýskalandi fyrst eftir stríðiö og uppreisnar- tilraunir bæði til hægri og vinstri. Ebert kanslari, sem var sósial- demókrati, greip þvi til þess ráðs að gera bandalag viö herinn um aö brjóta þessar uppreisnir á bak aftur og koma á lögum og reglu. Hann boöaði siðan til kosninga að vestrænum hætti og úrslit þeirra urðu á þann veg að þrir flokkar fengu mest fylgi og áttu þeir eftir að halda um stjórnartaumana Búlgaríq Vikulega alla mánudaga frá 24. maí — 6. sept., um Kaupmannahöfn — morgunflug með þotum. Hægt er að dveljast 1—2—3—4 vikur, fara í hringferð um landið Sofia — Rila — Plovdiv — V. Turnevo — Gabrovo — Varna, gista á sólar- ströndinni, á Hótel Ambassador, Shipka eða nýbyggðum smáhýsum eða á vináttuströndinni á Grand Hotel Varna eða inni í borginni á Cherno More. Hálft fæði (matarmiðar) gilda alls staðar eins og peningar í vasa. Öll hótel með baði, WC, svölum og öðrum þægindum. 50% uppbót á gjaldeyri. Ódýrasta land Evrópu. Skoðunarferðir um landið — sigling til Istanbul og Aþenu, um eina fallegustu siglingarleið heimsins Bosporus — Dardanellasund og Eyjahaf. Verð í 3 vikur með hálfu fæði frákr. 8.750,- á mann — barnaaf- sláttur. Hægt að stoppa í bakaleiðinni í Kaup- mannahöfn. Pantið tímanlega. — Sendum bæklinga. Ferdaskritbtotd KJARTANS HELGASONAR Gnodavog 44 104 Reyk/avik Simi 662S5 Afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Verkamannastéttin fylkti sér nú i auknum mæli um Komm- únistaflokkinn en hinir vonsviknu smáborgarar höfðu tilhneigingu til að ganga til liös við nasista. Skýring þeirra á kreppunni var sú aö marxistar og frjálslyndir borgarar hefðu gert samsæri gegn þýsku þjóöinni og hernum meö friöarsamningunum I Ver- sölum. 1 kosningum 1924 fjölgaði kommúnistum á þingi úr 4 I 62 en Nasistaflokkurinn fékk 32 menn á þing, hafði engan áður. Sigurvegarar í striðinu og þýska stjórnin sá nú að ekki mátti viö svo búið standa. Gerð var ný áætlun um borgun striðsskaða- bóta og uppbyggingu efnahags- lifsins og Frakkar drógu sig út úr Ruhr. Nefndin sem samdi þessar tillögur var undir forsæti Banda- rikjamannsins C. Dawes og var áætlunin kennd við hann. Brátt komst aftur á ró i landið og erlent fjármagn, einkum bandariskt, streymdi inn I landið. Samt var atvinnuleysi mikið áfram. Veröhrunið mikla i New York batt enda á tiltölulega stööugt efnahagslif Þýskalands á árunum 1924- 1929. Þá lokaöist skyndilega fyrir bandariska fjármagnið og til þess aö koma i veg fyrir nýja óðaveröbólgu ákvað rikisstjórn Brúnings að reyna að lækka laun, hækka skatta og minnka atvinnu- leysisbætur. Þetta varð til þess að eftirspurn eftir vörum minnkaöi og ekki bætti úr skák að helstu viðskiptaiöndin settu upp toll- múra til að vernda eigin iðnað. Allt varð þetta eins og olia á eld. Framleiðsla minnkaði á skömm- um tima um helming og atvinnu- leysi varð allt aö 50%. Um helm- ingur félaga i verkalýösfélögun- um haföi enga vinnu. Handverks- menn, smákaupmenn og bændur fóru i hrönnum á hausinn. Þetta var mikil ógnun fyrir velferð og stöðu smáborgarans. Hann óttað- ist aö hrapa niður i öreigastétt sem hann gat ekki meö neinu móti hugsað sér. Þetta nýtti Hitler sér út i æsar. Hann bjó til nýja stefnuskrá sem snerist gegn stórbankaveldinu krafðist, lægri vaxta, betri lána- möguleika, hærri verndartolla og lægri skatta og hafði auk þess á reiðum höndum skýringu á vand- ræöunum, nefnilega Verslasamn- ingana og stríðsskaðabæturnar. Smáborgarar fylktu sér að baki Nasistaflokknum. Og þvi fór sem fór. — GFr Rifjaöur upp aðdragandinn aö valdatöku Hitlers í tilefni af leikritinu Sögur úr Vínarskógi sem frumsýnt var í Þjóöleikhúsinu í gærkvöldi Hrun smáborgarastéttarinnar ödon von Horváth, höfundur Sagna úr Vinarskógi, var gerður brottrækur úr Þýskalandi 1936 og er myndin tekin um svipað leyti. Hann fórst af slysförum i Paris 1938. Lausn hinna vonsviknu smáborgara var nasisminn. ( gærkvöldi var frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu f rægt leikrit eftir ödon von Hor- váth (1901 - 1938), Sögur úr Vínarskógi. Það var fyrst sýnt árið 1931 og lýsir þeim jarðvegi sem nasism- inn spratt upp úr, fyrst og fremst vonsviknum smá- borgurum, á vonarvöl. Þó að leikritið gerist í Vín að mestu leyti voru aðstæður þar að miklu leyti svipaðar og í Þýskalandi sjálfu og verður hér notað tækifærið og rifjaður upp aðdrag- andinn að valdatöku nas- ista. mestallt timabil Weimarlýðveld- isins. Þetta voru Sósialdemó- krataflokkurinn (SPD), Mið- flokkurinn (C) og Þýski demó- krataflokkurinn (DDP). Aöalvið- fangsefni þessara flokka var aö treysta undirstööur efnahagsins og rikisins. Ný stjórnarskrá gaf landsmönnum pólitiskt frelsi og meira félagslegt öryggi en áður haföi tiökast en ekki var hreyft viö gömlu valdahópunum: Her- inn, skrifræðið, auövaldið og stór- landeigendur fengu aö vera i friöi. Miðflokkarnir, sem héldu um valdataumana, náðu nokkrum árangri i að rétta við efnahagslíf- ið næstu ár en andrúmsloftið ein- kenndist samt af pólitiskum morðum og sprengjutilræöum. Voru þar einkum aö verki hægri þjóðernissinnar. í desember 1922 höfðu Þjóö- verjar ekki staðið við aö borga striðsskaöabætur, eins og til stóö, og gripu Frakkar þvi til þess ráös aö hernema hin auðugu Ruhrhér- uð. Þetta varð til þess að verka- menn i þessum héruöum neituöu að vinna og höfðu til þess fulltingi atvinnurekenda. Þetta kostaöi Þýskaland efnahagshrun og óða- verðbólgu. Atvinnuleysi varð brátt 25% og alls konar smákapi- talistar urðu gjaldþrota. Stóriðju- höldar, meiri háttar kaupsýslu- menn og braskarar fóru mun bet- ur út úr þessari kreppu. Eignirn- ar voru hins vegar teknar af spar- sömu og gætnu fólki og þeir sem lifðu af rentum af smáinnistæðum fóru á vonarvöl. Þetta þýddi sem sagt hrun smáborgarastéttarinn- ar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.