Þjóðviljinn - 27.02.1982, Blaðsíða 7
mér er spurn
Guðmundur Árni Stefánsson
ritstjórnarfulltrúi
svarar Þjóðviljanum...
Hvers vegna hefur
hugmyndinað nýju
síðdegisblaði ekki
orðið að veruleika?
Hvers vegna verða ekki
allar góðar hugmyndir að
veruleika? Hvers vegna
líða stundum áratugir og
jafnvel aldir, að tiltölulega
viðurkennd framfaramál
komist til framkvæmda?
Hvers vegna þetta og hvers
vegna hitt? Lengi má
spyrja, en svörin verða oft
fátæklegri.
Það er út af fyrir sig fjölmargar
skýringar fyrirliggjandi á þvi,
hversvegna „nýtt, óbundið,
ágengt og heiðarlegt” siðdegis-
blaö er nú þegar ekki máttugt
orðiö á blaðamarkaðnum svo-
kallaða. Ein ástæöa tekur þó
öllum öðrum fram, einn er sá
þröskuldur sem margir staldra
við, þegar hugmyndum og
áætlunum skal hrinda i fram-
kvæmd: nefnilega peningaleysið.
Það er nú eini sinni svo, að flest
islensk dagblöð berjast I bökkum
fjárhagslega. An fjársterkra bak-
hjarla væru ekki fimm blöð gefin
út svo til daglega hér á landi.
Að baki Morgunblaðsins standa
alþekktir fjármálamenn hér á
landi — fyrirtækjaeigendur sem
velta stórfúlgum árlega. 1 krafti
þessarar baktryggingar getur
Morgunblaðið farið út i stórfjár-
festingar, getur haldið úti tugum
ef ekki hundruðum starfsmanna
og t.a.m. gefiö út helgarblöö i
bókaliki upp á 92—96 blaðsiður
eöa stærri. Geysisterkt fjármála-
vald stendur einnig að baki hins
sameinaða Dagblaðs og Visis.
Þar eru þaö fjársterkir aðilar,
sem bakka úpp fyrirtækið, hafa
lánsfé tiltækt ef timabundin eða
varanleg áföll verða i útgáfunni
Þannig er það alkunna að voldug
bilaumboð hér á landi hafa staðiö
fast bakvið Visi i gegnum árin
og beint eða óbeint tekið á sig
fjárskuldbindingar, þannig að
blaðið mætti koma út. Sömu
söguna er að segja af Dagblað-
inu. Þar hefur ónefnt fyrirtæki við
Kleppsveginn veriö til reiðu með
fjármagn ef a hefur þurft aö
halda. Þegar þessi peningaveldi
leggja siðan saman i eitt dagblað,
þá styrkist enn frekar fjárhags-
grunnurinn.
Atgreióum
einangrvinar
plast a Stór ■jé
fíryltjiviltiira| Æfl
svopóíó fra «|
manudegi jHfi
fostudags.
Afhendum JS|
vöruna á
hyggingarst
vióskipta mH
monnum að 9B
kostnaóar
latisu. ^
Hagkvœmt verö
og greiósluskil
málar vió flestra
hœfi i
f ramksðsKrvw u r
prpuemanRrun
skrvrfb«/tar
orgarplast | h f
Bof^arnesi | umr W 7370
kvrokj og hclgantmi 93 7355
Eilitið önnur mynd blasir við,
þegar staða flokksmálgagnanna
er skoðuð. Grundvallaratriðið er
þó hið sama: þegar illa gengur i
rekstrinum er reynt að gripa til
fjármagns utan frá, til að blöðin
megi rúlla áfram. Þaö eru stjórn-
málaflokkar, sem standa aö baki,
Alþýðublaðinu, Þjóðviljanum og
Timanum. Þegar rekstur blað-
anna hikstar, þá er leitað á náðir
flokksfólks. og það mjólkað um
fjárstyrk. Hvort sem það er i
formi happdrætta eða beinna
styrkja, þá er niðurstaðan sú
sama, þ.e. blöðunum er bjargað
fyrir horn með fjárframlögum úti
i bæ.
Ef blaðaútgáfa hérlendis heföi
ekki þennan bakstuöning sem hér
hefur veriö lýst að framan, þá
væri það borðliggjandi að ein-
ungis eitt eða i mesta lagi tvö stór
dagblöö væru á boðstólum. Hin
myndu hrökkva af sporinu á
fáeinum mánuðum.
1 hugum flestra er nauðsynlegt,
þannig að tryggja megi alhliða
fréttaflutning, að sem flest
sjónarmið fái rúm i islenskum
dagblööum. Slikt væri ekki ger-
legt ef aðeins þau fjársterkustu
sætu ein á markaðnum. Þess
vegna er talið nauðsynlegt að
halda úti þessum fjölda dagblaða,
þótt rekstur þeirra flestra sé i
meira lagi rysjóttur.
Þegar fréttin um hið sameinaða
D og V var opinberuð landslýð,
fór um ýmsa áhugamenn um fjöl-
miðlun. Samkeppni þessara blaöa
á siðdegismarkaðnum hafði sett
báðum þessum blöðum af-
markaðar skorður i fréttaflutn-
ingi. Blööin gátu ekki leyft sér að
túlka einhliða skoðanir eigenda
sinna, þótt oft og einatt skinu þær
i gegn. Siðdegisblöðin urðu að
reyna að sýna lesendum aö þau
væru traustsins verð. Annars yröi
annaö þeirra undir i samkeppn-
inni. Það var þvi óttinn viö, að
þegar samkeppnin yröi fyrir bi,
myndi hinn einlitaði hópur, sem
fer með völdin á þessum blöðum,
sameinast um hugðarefni sin.
Blöð með slika einokunaraðstöðu
gætu leyft sér að túlka fréttir,
birta eða birta ekki fréttir aö vild,
án nokkurs aðhalds, vegna ein-
okunaraðstöðu sinnar á siðdegis-
markaðnum.
Þess vegna fóru áhugamenn
um blaðaútgáfu af stað með hug-
myndina að nýju siðdegisblaði.
Við fórum að hlera fólk, leita
eftir viöbrögðum við slikri út-
gáfu. Viðtökurnar fóru fram úr
o'-.kar björtustu vonum. Lang-
flestir þeir sem við var talaö,
lýstu yfir áhuga sinum og vel-
vilja. Hundruö simtala, bárust
frá fólki úr öllum starfstéttum,
öllum stjórnmálaflokkum, á
öllum aldri, alls staðar að á land-
inu. Allt þetta fólk hvatti til útgáf-
unnar og bauð fram aöstoð.
Strax i upphafi voru áhuga-
menn um útgáfuna sammála þvi
grundvallaratriði, að eigendur að
sliku blaði yröu að vera margir og
hver þeirra ætti aðeins litinn hlut
i blaðinu. Þannig mætti koma i
veg fyrir, að örfáir ' fjársterkir
aðilar næðu þar yfirhöndinni eins
og á DogV og Morgunblaðinu.
Töldum við verr af stað farið en
heima setið, ef stórjaxlar á
bisnesssviðinu tækju blaðið yfir
og fjárstýröu ritstjórn þess. Þess
vegna var leitað framlaga til út-
gáfunnar frá almenningi i land-
inu. Voru framlög fólks alit frá
• H’elgin ‘2í.—28. febrúar'
Guðmundur Arni Stefánsson
eitt þúsund krónum upp i tiu
þúsund krónur. Þá var og gert ráð
fyrir, aö væntanlegt starfsfólk
yrðu hluthafar. Með þessum hætti
fengust loforð um framlög sem
námu langt á aðra milljón króna.
Og það voru meira en 200 aðilar,
sem lofuðu fé til útgáfunnar,
þannig að valddreifingin var
tryggð. Allir þeir aðilar, sem
lofuðu framlagi, gerðu sér ljóst að
útgáfan væri fjárhagslega ótrygg
og jafnvel mætti búast við að
hlutafé yröi notaö I reksturinn
strax á fyrstu mánuðum útgáf-
unnar. Þaö væri þvi undir hælinn
lagt hvort og þá hvenær hluthafar
sæju þessa peninga aftur.
Einnig var lögö á það áhersla
að eigendur blaðsins hefðu þver-
pólitiskar stjórnmálaskoöanir.
Það dæmi gekk einnig upp.
En hvað gekk þá ekki upp?
Talið var æskilegt að lágmarks-
hlutafjárupphæö til að hleypa sið-
degisblaði á markaðinn væri á
milli 2 til 3 milljónir. Það væri
lágmarkið. Sú eina og hálfa
milljón sem loforð lágu fyrir um i
fyrstu lotu dugðu greinilega ekki
til tryggrar útgáfu til langframa.
Hinn fjárhagslegi grunnur útgáf-
unnar væri i meira lag ótryggur á
þann hátt.
Enn á ný var leitað til al-
mennings eftir fjárstuðningi. Vel-
viljinn var sá sami, en fljótlega
var okkur ljóst aö hinn almenni
launþegi getur vart séð af 5—10
þúsundum króna i framlag
til ótryggrar blaðaútgáfu. Slikt fé
hefur launafólk hreinlega ekki
handbært á tslandi, a.m.k. ekki til
að leggja peningana sina i slikt
hættuspil.
Við komumst einfaldlega að
raun um það, að ekki er endalaust
hægt að finna eldheita hugsjónar-
menn, sem gera eins og fátæka
ekkjan, að henda siöustu aurum i
hugmyndir, sem eru þeim að
skapi. Þaö var ijóst að ef hug-
myndin ætti að veröa aö veru-
leika yrði aö leita til hinna fjár-
sterku. Og okkur var það einnig
ljóst að bisnessmenn sjá engan
tilgang i þvi, að leggja fram
smápeninga i blaðaútgáfu og
þannig setjast á bekk með
hundruöum annarra jafningja.
Slikt þjónar engum tilgangi I
hugum manna, sem eru i bisness.
Þeir vilja fá eitthvaö beinhart i
skiptum fyrir fjárframlögin:
vöid, arö, áhrif.
Viö féllum ekki fyrir þeirri
freistni, að láta hugmyndirnar aö
nýju siödegisblaði i hendur ör-
fárra fjársterkra aðila, sem hefðu
meirihlutastöðu i hlutafélagi um
útgáfuna. Og lái okkur hver sem
vill.
Talsvert var um þaö fjallað i
dagblöðum, að hinir og þessir
aðilar, nafntogaðir menn i fyrir-
tækjarekstri og þekkt nöfn i póli-
tikinni, væru með i spilinu.
Gunnarsmenn, Albertsmenn,
SlS-menn Hagkaupsmenn og
fleiri og fleiri. Sannleikurinn er
sá, að rætt var við fleiri hundruð
manna um fyrirhugaöa útgáfu.
Efalausf geta einhverjir þeirra
tengst þeim G-A-S-H-mönnum
sem hér voru nefndir. Þeir voru
þó á engan hátt lykilmenn i
þessum athugunum frekar en
aðrir. Þeirra skoðanir réðu ekki
úrslitum.
Vafalaust hefði betur mátt
standa að söfnun smárra hluta-
fjarframlaga en gert var. Það ber
á það að lita að þeir áhuga-
sömustu um útgáfuna voru I sinni
vinnu daglangt og unnu að þessu
hugðarefni sinu á kvöldin og um
helgar. Ef til vill hefur þvi akur
áhugamanna ekki verið nægilega
vel plægöur. Hins vegar er þaö
staðreynd, sem ekki verður
kastað fyrir róöa i þessu sam-
bandi, að til aö tryggja það sæmi-
lega, aö vandað dagblað geti
komist yfir óhjákvæmilega byrj-
unaröröugleika, þá þarf þrjár
frekar en tvær miljónir i bak-
tryggingu i formi hlutafjár. Og
það er meira en segja þaö, að tina
upp áhugamenn meö fra,mlög á
bilinu 1—10 þúsund krónur og ná
saman 3 milljónum. Sá hópur
myndi skipta fleiri hundruðum ef
forsendur um jafna eignaskipt-
ingu væru virtar.
Ergo: Þaö er fjárskortur sem
stendur i veginum fyrir þvi að
hugmyndin góöa, um nýtt siö-
degisblað, er ekki orðin að veru-
leika. Og þaö er jafnframt dálitiö
erfittaö þurfa aö viöurkenna það,
að varla verður gefið út dagblað á
Islandi i dag, nema heilir stjórn-
málaflokkar eða fjársterkir
bisnessmenn standi þar að baki.
Við áhugamenn um nýja sið-
degisblaöiö vildum ekki
viðurkenna að svo þyrfti að vera.
Við viðurkennum það ekki enn
þann dag i dag, þótt stormurinn
sé óneitanlega i fangið. En við
vitum að það kemur dagur eftir
þennan dag. Og ég trúi þvi aö tim-
inn leiði i ljós brýna nauðsyn á
dagblaði, sem er i eigu fjöldans,
en ekki fárra útvaldra.
Ahugi þeirra sem starfa við
fjölmiölun var meö eindæmum,
þegar fregnin um mögulega
útgáfu óbundins og heiðarlegs
siðdegisblaðs var lýöum ljós.
Ekki færri en 50 aðilar sóttu um
starf á hinu nýja blaði, margir
þeirra I föstu starfi á öðrum dag-
blöðum. Það var minnsta vanda-
málið að manna blaðið með
úrvaisliði.
Hugmyndin að nýju siðdegis-
biaði er langt frá þvi dauð. Hún
lifir og blómstrar. Frækorn
hennar munu áfram stinga sér
niður meðal blaðalesenda og
áhugamanna um fjölmiðlun.
Nýtt siðdegisblað, eins og þaö
hafði verið frumhannað og
hugsað i röðum áhugamanna,
kemur þvi ekki út á næstunni. En
timinn vinnur meö þessari hug-
mynd eins og öllum góðum hug-
myndum öörum. Með timanum
verður fólki enn frekar ljós nauð-
syn á heilbrigðu mótvægi gegn
flokksræði og krafti auðmanna á
islenskum blaðamarkaði. Þá
veröur hún enn hljómmeiri
krafan um nýtt heiðarlegt og
óbundiö siödegisblað.
Blaðalesendur munu krefjast
nýs siödegisblaös, sem nýtur rit-
stjórnarlegs frelsis, þar sem rit-
stjórn er laus undan oki voldugra
eigenda. Og þaö mun verða i ná-
inni framtið.
Ég vil nota tækifæriö og þakka
öllum þeim, sem hafa lagt
áformum um nýtt siðdegisblað lið
á siðustu mánuðum. Orrustan
hefur tapast, en ekki striðið. Það
heldur áfram.
• Blikkiðjan
Ásgarði 7, Garðabæ
Önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiði.
Gerum föst verðtilboð
SIMI 53468
...og spyr Svavar Gestsson,
formann Alþýðubandalagsins:
Er það Alþýðubanda'
lagsmönnum ekkert
áhyggjuefni hversu
fáir hafa tekið'
þátt í forvölum
bandalagsins, eða eiga
aðeins fáir útvaldjr
að hafa áhrif á skipan
framboðslista hjá
A Iþýðubandalaginu?