Þjóðviljinn - 27.02.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 27.02.1982, Blaðsíða 16
16SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 27.-28. febrúar 1982 Helgin 27.—28. febrúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Samiska listakonan og Ijóðskáldið Rose-Marie Huuva er fædd í Sama- þorpinu Rensjön í nánd við Kiruna 1951. Hún stundaði nám í samískum listiðnum í Jokkmokk í þrjú ár og hefur helgað sig myndlist og listiðn eingöngu frá 1965. Hún á sæti í stjórn listiðnaðarsamtaka Sama og í stjórn og listráði Bandalags samískra lista- manna. Hún hefur mynd- skreytt margar opinberar byggingar m.a. í heima- borg sinni, Kiruna í Svíþjóð, og hefur tekið þátt í fjöl- mörgum listsýningum um öll Norðurlönd. Ljóð henn- ar hafa m.a. birst í safnrit- inu Hvísla að klettinum, sem kom út á íslensku í fyrra í þýðingu Einars Braga. Rose-Marie flutti erindi um samíska listiðn í Norræna húsinu s.l. föstu- dag. ,,Ég er komin af hreindýra- bændum, en foreldrar minir eiga þó ekki nægilega marga hreina til bessaögeta lifaö af þvi eingöngu. Þau fá þvi aöra hreindýrahiröa tii þess aö gæta hjaröarinnar og hafa hana meö öörum hjöröum, en þegar kálfar eru markaöir á vorin eöa þegar hreindýraréttir fara fram á haustin og slátrun, þá vinna þau eingöngu við hrein- dýrabúskapinn. Það eru ekki margir sem geta haft fulla at- vinnu af hreindýrabúskap, þvi aögangurinn aö beitilandi er tak- markaður, og hefur fariö minnk- andi á undanförnum árum vegna virkjanaframkvæmda, sem hafa lagt heilu dalina undir vatn.” Þctta sagöi Rose-Marie Huuva er viö hittum hana i sýningarsal Norræna hússins, þar sem nú stendur yfir sýningin Sámi Dá- idda (Samalist), en Rose-Marie á nokkur verk á sýningunni og var listrænn ráöunautur viö val verka á sýninguna. — Þaö eru um 2500 manns sem lifa af hreindýrarækt í Sviþjóö, og hreindýrabændurnir feröast með hjöröunum til fjalla á sumrin og búa þá i fjallakofum, en á veturna flytja þeir til byggöa og búa í venjulegum húsum. Ég læröi listiön i Lýöháskóla Sama i Jokkmokk, en skóli þessi hefur oröiö aö eins konar menn- ingarmiðstöö Sama i Sviþjóö. Skólinn hefur veriö starfræktur frá 1948 og leggur nú sérstaka áherslu á þann þjóölega menn- ingararf, sem viö eigum i hand- verkinu. Listiðnin hefur frá fornu fari haft mikla þýöingu fyrir menn- ingu Sama og hún gegnir mikil- vægu hlutverki enn i dag, þótt að- stæöur séu nú breyttar. — Aö hvaöa leyti eru aöstæöur nú ööruvisi? — Hér áöur fyrr lærðu börnin handverkið heima hjá sér, og hvert heimili framleiddi sjálft þá brúkshluti, sem þurfti til hins daglega lifs. Handiönaöurinn var nátengdur þvi llfsmynstri sem hreindýrabúskapurinn býöur upp á. Nú er aðeins litill hluti Sama sem lifir af hreindýrabúskap, og Rætt við listakonuna og skáldkonuna Rose-Marie Huuva, sem nú er stödd i Reykjavik i tilefni opnunar sýningarinnar SAMALÍST í Norræna húsinu Rose-Marie Huuva ,Ef við missum landið, þá missum við allt” brúkshlutir til daglegra nota eru nú flestir verksmiöjuframleiddir. Þó eru nokkrir hlutir sem notaöir eru viö hreindýraræktina ennþá heimatilbúnir, en listiðnaöur Sama er nú framleiddur til sölu á almennum markaöi og hefur þannig skapaö fjölda manns at- vinnu, sem annars væri atvinnu- laus. Þá gegnir handverkiö menningarlegu hlutverki, þvi það viðheldur menningararfi okkar og hefur einnig oröiö til þess aö endurnýja hann. — Þau verk sem þú sýnir á sýn- ingunni i Norræna húsinu eru bæöi heföbundinn listiðnaöur og einnig oliumálverk á striga. Er ekki litil hefö fyrir „hreinni” myndiist meöal Sama? — Þeir Samar sem byrjuöu aö fást viö hreina myndlist voru álitnir „skrýtnir”, þvi lifsmáti Samanna bauö ekki upp á þá hefð, aö hafa málverk hangandi á veggjum, en engu aö siöur eigum við vissa hefð á þessu sviöi einnig. Ef viö litum t.d. á töfratrumbuna, þá var húöin á henni máluö meö myndum er höföu trúarlega og táknræna merkingu. Þá er einnig vitaö aö Samar máluöu oft mynd- ir á klappir, og þær hafa einnig gegnt vissum trúarlegum til- gangi. Hins vegar er þaö rétt, aö t.d. foreldrar minir, þeir kunna ekki aö meta málverk min á sama hátt og vefnaöinn og list- munina vegna þess að þau skilja ekki notagildiö. En áhugi hefur hins vegar farið vaxandi á hreinni myndlist, og viö sem leggjum þetta fyrir okkur höfum myndað meö okkur Sam- iska myndlistarfélagiö, og i þvi eru nú 24 félagar. Þá hefur veriö sett á stofn Sam- isk myndlistarmiðstöð i Masi i Alta-dalnum i Noregi. Þar geta 5 listamenn búiö og þar er góð aö- staöa til hvers kyns listsköpunar. Viö höfum nú komið á þeirri hefö aö fara árlega meö samiska list- sýningu um Samabyggöir, og á sýningunni i fyrra voru 70 verk, sem viö sýndum viöa i þorpum þar sem myndlistasýningar sjást annars sjaldan. Við höfum átt i erfiöleikum meö aö finna húsnæöi undir þesssar sýningar, en þær hafa hins vegar vakið athygli meðal fólksins. Samiska listamiöstöðin i Masi er jafnframt oröin visir aö lista- skóla, en við eigum hins vegar erfitt með að skilja norsku stjórn- ina, sem meö annarri hendinni hefur fært okkur þessa aöstööu, en vinnur hins vegar aö þvi með hinni hendinni aö sökkva öllu undir vatn. Virkjunaráformin viö Alta hafa þaö m.a. i för meö sér aö allt þorpiö i Masi fer undir vatn. — Hvaöa þýöingu hefur Alta máliö haft fyrir Sama? — Alta-málið i Noregi leiddi til þess, að Samarnir fundu, að þeir voru ein þjóö, og þó litil von virö- ist nú til þess, aö Alta-dalnum veröi bjargaö, þá hefur allt máliö valdiö vakningu meöal Sama. Þaö veröur áreiöanlega brugðist hart viö ef sænska stjórnin áformar aö setja fleiri dali i Samalöndum i Sviþjóö undir vatn. Virkjanaframkvæmdirnar i N-Sviþjóð hafa þegar þrengt mjög aö Sömum; þess eru dæmi aö fjölskyldur hafa oröið aö flytja fjórum sinnum þeirra vegna, og land þaö sem fer undir vatn er ávallt besta beitilandiö þar sem snjóa leysir fyrst á vorin, þannig aö hreindýrabændurnir hafa þurft aö flýja með hjaröir sinar upp til heiöa. meirihlutamálinu, sérstaklega ef þau eru flutt til borganna. Þar er margt sem kemur til; leikfélag- arnir taia sænsku, fjölmiölarnir og sjónvarpiö eru á sænsku o.s.frv. Viö fáum aö visu fréttir i útvarpi á samisku daglega og eitt klukkustundarprógramm i viku, en það segir litiö. — Eru gefin út blöö á samisku? — Já, það er eitt vikublaö gefiö út i Noregi, þaö hefur talsveröa útbreiöslu. Þá eru einnig gefin út mánaöarrit i Sviþjóö og Finn- landi. — Eru til skólar sem kenna ein- göngu á samisku? — Ég veit um einn skóla i Kari- suando, sem kennir á samisku. — Eigiö þiö Samar erfitt meö aö koma menningu ykkar á fram- færi? — Já, þvi verður ekki neitaö, aö þaö hefur þurft aö ryöja mörgum hindrunum úr vegi. Það varö sig- ur þegar viö komumst inn i Nor- Éiffí8® HH „Neydd til aö fara” — ollumálverk eftir Rose-Marie Huuva. — Hafa stjórnvöld bætt þetta meö einhverjum hætti? — Seint og siöar meir hafa þeir komið með einhverjar bætur, en land veröur ekki bætt meö pen- ingum sem eyöast. — Svo viö snúum okkur aö ööru, þú hefur einnig gefiö þig aö skáld- skap? — Jú, rétt er þaö, en ég hef ekki gefiö út neina bók ennþá. Þaö fyrsta sem komiö hefur út eftir mig á prenti eru þýðingar Einars Braga i bókinni Hvisla aö klettin- um, auk nokkurra kvæöa sem birst hafa i timariti. — Yrkir þú á samisku? — Nei, oftast yrki ég fyrst á sænsku, en svo hef ég þýtt ljóðin yfir á samisku. Ég fann hins veg- ar hvöt hjá mér til þess aö yrkja beint á samisku þegar ég bjó I Skalleftea, en daglega tala ég mest sænsku. Hins vegar tala ég samisku þegar ég er heima hjá mér meö foreldrum minum og systkinum. í rauninni eru ekki margir sem geta lesiö samisku. Þeir eldri læröu flestir aldrei að lesa máliö, þótt þeir töluöu þaö, en skrifaöa máliö — það sem nú er kallaö Miö-samlska — er talsvert frá- brugðið hinu talaða. — Fá börn kennslu I samisku I skóla? — Já, og það merkilega var, aö þaö voru i rauninni innflytjend- urnir i Sviþjóö sem ruddu braut- ina fyrir þvi aö viö ööluöumst þann rétt — ásamt meö öörum minnihlutahópum I landinu. En börnin hallast engu aö siöur áö ræna listamannabandalagiö 1 fyrra, en þaö geröist einmitt á þingi hér i Reykjavik. — Eiga Samar sér einhver samtök, er vinna aö hagsmuna- málum þeirra? — Jú, við höfum De Svenska Samernas Riksförbund, sem fyrst og fremst sér um hagsmunamál hreindýrabænda. Svo höfum við Norræna Samaráöiö, sem heldur þing þriðja hvert ár. — Hcfur þú haldið tengslum viö æskustöövar þinar og hreindýra- búskapinn? — Ég fæ alltaf fiöring á vorin, þegar kálfarnir eru markaöir, þá er mikiö um aö vera og ég er þá venjulega með. Þá er ég einnig oft meö á haustin, þegar stóru hjöröunum er skipt upp fyrir vetrarbeitina. Annars hefur hreindýrabúskapurinn einnig breyst meö nýjum timum, og bændurnir hafa tekið vélknúna snjósleða og jafnvel þyrlur I sina þjónustu. — Aö lokum, Rose-Marie, hverjir eru framtiöarmöguleikar fyrir menningu Samanna? — Hreindýrabúskapurinn er grundvöllur okkar menningar, og þaö er þvi forsenda fyrir tilveru okkar sem þjóðar, aö viö fáum aö halda þeim löndum, sem eftir eru undir hreindýraræktina. Ef viö missum landiö missum viö allt. Annars getum viö veriö bjartsýn, þvi Samar hafa á undanförnum árum vaknaö til aukinnar vitund- ar um gildi þess aö varöveita menningararf sinn. — ölg Bið Það húmar eyrað bíður þó enn eftir að heyra kunnugleg hljóðin þegar hann reisir skíðin upp við stafninn og burstar af sér snjóinn eyrað bíður enn hundurinn kemur einn geltir — vill komast inn það dimmir. Spunavísur Ég sný þráð úr sinum sem ég væti milli varanna og tvinna við vanga mér og læri Hinum megin á hnettinum er kona að tvinna sinar Son hennar elska ég Vinur minn í f jarska þú ert ekki útlendur því móðir þin tvinnar sinar sér við kinn. Enn bíður mamma Enn bíður mamma heimkomu dóttur sinnar minnist fyrsta brotthlaupsins þegar hið óþekkta heillaði stúlkukindina heillaði hana enn á barnsaldri, pabbi elti á skíðum og náði ekki í skottið á henni fyrr en rétt hjá lestinni til borgarinnar, heimsins bak við heiminn Margar urðu kveðjustundirnar: mamma eftir á stöðvarpallinum ókunnugri með ári hverju Ókunnuga konan sem gengur við hlið mömmu og reynir að rif ja upp orð úr bernskumáli sínu, hver er hún? Konur af sama heimi i ólikum heimum Og enn bíður mamma heimkomu dóttur sinnar. Heimvon Eins og þegar eldur deyr í hlóðum yfirgefins tjaldstaðar um haust, vindur slökkvir hinsta gneista í glóðum, sópar af hellu silfurgráa ösku, sáldrar henni yfir vatn og f jörð svo vil ég duf t mitt berist burt með þeynum um beitilönd og þýfðan heiðamó, falli sem skuggi á f jallavatnsins spegil, finni sér skjól i hlýrri mosató, heimkomið barn við barm þér, móðir jörð. Þessi Ijóö Rose-Marie Huuva birtust i bókinni Hvisla aö klettinum,safni samabókmennta sem Einar Bragi safnaöi og þýddi og út kom hjá Menningarsjóöi i fyrra. Kötturinn í Glœsibœ Ég hef átt heima i Heimunum i vetur og geng á hverjum degi fram hjá Glæsibæ á leiö úr og i vinnu. Einhvern tima i kulda- kastinu fyrir jól tók ég eftir þvi að köttur hafði skriðið undir trjálundinn við suðvesturhorn hússins og dáið þar Drottni sinum. Vesalings kötturinn! Ég dauðkenndi i brjósti um hann og bjóst nú við að einhver góðviljuð yfirvöld eða þá altént kaupmenn- irnir i Glæsibæ miskunnuðu sig yfir kattarhræið og veittu þvi sómasamlega útför við hæfi þessarar merku tegundar. En það lét standa á sér. Dag eftir dag gekk ég fram hjá og alltaf var kötturinn á sinum stað, beinfrosinn. Þetta fór illa i mig i skammdeginu. Smám saman fór ég að leggja lykkju á leið mina til þess að þurfa ekki að ganga fram hjá likinu. Ýmist gekk ég austur fyrir húsið þó að það sé miklu óhægari leið eða óð yfir túnið fyrir vestan badmintonhöllina. Ég tel mig ekki vera myrkfæl- inn. Ég átti t.d. heima i sama húsi og miðill árum saman og fékk það ekkert á mig þó að sálmasöngur heyrðist úr kjallaranum kvöld eftir kvöld. Einnig geymdi ég al- vöruhauskúpu l'yrir lækni einn i fjölskyldunni sem var i fram- haldsnámi erlendis og hún skellti ekki einu sinni saman skoltum um nætur. En nú fór að lara um mig. Ég gerði mér i hugarlund að kötturinn hlyti að ganga aftur vegna þessarar meðferðar og kæmi hvæsandi með rauðglóandi glyrnur á hæla mér. Þegar myrkrið var mest taldi ég mér jafnvel trú um að hann kæmi gangandi á eftir mér eins og stigvélaði kötturinn með rýting á lofti til aö leggja I bakið á mér. Ég reyndi að láta óttann ekki ná tök- um á mér, gætti þess að fita ekki i átt til hræsins og byrja nú ekki að hlaupa. Stundum dreymdi mig ófétiö um nætur. Eitt sinn tók ég eftir þvi að búið var að troða kettinum i pappakassa og reiknaði meö að þar hefðu verið að verki góðir krakkarsem hefðu ætlað að grafa hann en ekki tekist vegna frost- harðrar jarðarinnar. Næsta dag var kassinn horfinn en búið að reisa likið upp viö trjástofn. Við þetta setti endurnýjaöan geig að mér og tók ég nú enn stærri króka en áður. Svo byrjaði að snjóa og það létti á hugarangri minu um hrið. Hvit- ur snjófeldur huldi hinn ógæfusama kött — þar til byrjaði að rigna á ný. Með hækkandi sól á lofti náöi ég smám saman tökum á sálartetrinu og gekk nú ávallt gagnstiginn fram hjá trjálundin- um, en reyndi að horfa ekki á hræið hræðilega. Ég undraðist æ meir hvernig kaupmennirnir i Glæsibæ gætu liðið þetta — verslunin ku vera sú besta og dýr- asta i bænum. Brátt tæki nálykt að svifa yfir vötnum verslunar- svæðisins. En svo var það mánudaginn 22. febrúar s.l. að kisa var horíin. Ég sá eitthvert jarðrót undir tr jánum og fór að skima. Og þá sá ég það. Þarna var nýorpin gröf og var greinilegt að góöu krakkarnir höföu veitt kisúlóru kristilega greftrun, þvi að oían á gröfinni var fléttað saman krossi úr viöar- tágum. Mér létti stórum. Hér eft- ir verður leið min i vunnuna bein og greið og liklega bara hrein un- un. Þökk sé góðu krökkunum. > Martröð vetrarins er að baki. — Guðjón. Þröstur Einarsson skákmeistari Kópavogs Einn af efnilegustu unglingum innan Taflfélags Kópavogs, Þröstur Einarsson, sigraöi á Skákþingi Kópavogs, sem nýlokiö er. Þröstur er aöeins 18 ára gam- all, en hefur samt öölast tölu- veröa reynslu á undanförnum ár- um meö þátttöku á skákmótum, og má þar m.a. nefna tvö und- anfarin Noröurlandamót. Keppnin á Skákþinginu var óvenju jöfn aö þessu sinni. Þegar tefldar höföu veriö 9 umferöir eft- ir Monrad-kerfi voru 5 efstir og jafnir meö 6 vinninga hver. I 6. - 10. sæti komu siöan aðrir 5 skák- menn meö 5 1/2 vinning, þannig aö jafnari gat keppnin varla ver- ið. Þátttakendur voru alls 23. 1 sérstakri aukakeppni um titilinn sigraöi Þröstur siöan örugglega. Skákþingi Kópavogs lýkur formlega n.k. laugardag meö Nýbakaður skákmeistari Kópa- vogs, Þröstur Einarsson, aöeins 18ára gamall. — Ljósm.; —eik — hraöskákmóti og verölaunaaf- hendingu, sem fram fer að Hramaborg 1, og hefst kl. 14.00. — eik — „Líf og land” Aðalfundur Landssamtökin LÍF OG LAND halda árlegan aöalfund sinn manudaginn 29. febrúar nk„ i Lögbergi, húsi Lagadeildar Há- skóla islands, stofu 102. Fundur- inn hefst kl. 20.30 um kvöidiö. Á dagskrá eru venjuleg aöal- fundarstörf, m.a. kjör stjórnar og nýs formanns. Félagar eru vin- samlegast beönir að fjölmenna á þennan mikilvæga fund. 58 kadidatar Afhending prófskirteina til kandidata erfram i hátiöarsal há skólans n.k. laugardag. 58 kandi- datar verða þá brautskráöir, flestir I heimspekideild, 14 tals- ins. Rektor háskólans, Guðmund- ur Magnússon, ávarpar kandi- data, en deildarforsetar afhenda prófskfrteini. Aö lokum syngur Háskólakórinn nokkur lög.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.