Þjóðviljinn - 27.02.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.02.1982, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 27.-28. febrúar 1982 Þáttur af Karli Einarssyni Dunganon, hertoga af St. Kilda, í tilefni af frumflutningi á tónverki við Ijóð hans eftir Hjálmar H. Ragnarsson Galdrafuglar koma til min og setjast á öxl. Karl Ein- arsson Ilunganon, hertogi af St. Kildu, ööru nafni Carolus Africanus Einarsson Dunganon, Lord of Hecla. Karl Einarsson Dunganon hertogi af St. Kildu. Og hver var hann? Nánari útskýring:' Cormorant XII, Imperator af Atlantis, venju- lega nefndur Carolus Africanus Einarsson Dunganon, Lord of Hecla. Ljóöiö er ort á óþekktri At- lantismállýsku og segir I nýút- komnu timariti er nefnist Tann glarra aö hertoginn kunni aö hafa numiö það af gargi fugla og svarralátum sjávar viö eyna St. Kildu sem liggur vestur af Skot- landi, auö eyja og yfirgefin. Þetta er nú meiri vitleysan. Eöa hvaö? Tímaritiö Tann glarra kom út fyrir nokkru og er mál- gagn Háskólakórsins en hann frumflutti I gærkvöldi, föstudag, tónverkiö Corda exotica eftir Hjálmar H. Ragnarsson viö ljóö eftir Karl Dunganon, þann maka- lausa ævintýra- og lífslistamann. Án tóna „eins og frosin lind" En hver var þá Karl Einarsson Dunganon, hertogi af St. Kilda? Flestir hafa heyrt nafn hans af af- spurn og mörgum mun I fersku minni sýning á myndum hans i Bogasal Þjóöminjasafnsins á Listahátiö 1976. Halldór Laxness hefur gert hann frægan i tveimur smásögum: Völuspá á hebresku i Sjö töframönnum 1942 og Corda Atlantica I Sjöstafakveri 1964. Og nú hefur eitt af bestu tónskáldum okkaraf yngstu kynslóö, Hjálmar H. Ragnarsson samiö heilt tón- verk viö ljóö hans Fenja Úhra, Ataili Ajéudhi, Fata Morgana og Corda Atlantica, Faldiblaöi MS4 og fleiri færeyskum gögnum. Hann hét Karl Kerúlf Einars- son og fæddist á Seyðisfiröi 6. mai 1897, sonur Kristjönu Valgeröar Guömundsdóttur frá Lambhúsum á Akranesi og Magnúsar Einars- sonar gullsmiös, útgeröarmanns og kaupmanns á Vestdalseyri. Aldamótaáriö fluttist Karl meö foreldrum sinum til Þórshafnar i Færeyjum þar sem Magnús gerð- ist kaupmaöur. Rúmlega tvitugur fór Dungan- on meö foreldrum sinum til Kaupmannahafnar og var honum þar komiö i verslunarnám en strauk til Spánar sem messa- drengur á ss. Gyptis. Var siöan i Frans og Spáni til aö yrkja á þeirra manna tungum og elska fagrar konur. Áriö 1924 hitti hann mann i Bor- deaux sem átti eftir aö skipta hann miklu. Þetta var Siggert hinn I. Patursson úr Kirkjubæ, bróöir Jóhannesar frelsishetju Paturssonar (og fööurbróöir Er- lendar). Siggert I. var þá nýkom- inn frá Kalkútta eöa Marokkó fót- gangandi meö tik sina Rifu og haföi veriö nokkur ár á leiöinni. Þetta var álika skrautlegur ná- ungi og Dunganon sjálfur og lét m.a. mynda sig allsnakinn, hald- andi hnettinum yfir höföi sér. Hann lét llka sauma sér einkenn- isbúning meö silfurhnöppum i samræmi viö viröulegan titil sinn. Fyrir Siggert I. bar Dunganon mikla virðingu og orti hann á fær- eysku m.a. þetta: „Vallari, tú sum á fold var bert fylgdur av trúlyntum hundi, hjartliga tltt tattarabros — i endurminningar blundi — leikar úr óminnis fjarlögd, á feigdarleiö, móöumold bundiö.” A-Máhla Miihru. í blaöinu Tann glarra segir: „Sjálfur mun Dunganon hafa flutt ljóð sin meö einhvers konar tónlistarlegum tilburöum. Hann haföi að sögn þann háttinn á aö hann sneri baki i áhorfendur slna og andlitinu upp aö vegg eöa hurö i þvi skyni aö láta hljóma duglega i hverri fúaspýtu er i herberginu leyndist og tók til aö söngla eöa þruma ljóöiö — allt eftir áhersl- um. Hann sagöi enda aö án tóna væri skáldskapurinn „eins og frosin lind”. Að yrkja og elska konur Hver var Karl Einarsson Dung- anon? Hér veröur reynt aö svara þeirri spurningu og byggt á fyrr- greindri grein um hann i Tann glarra sem Guömundur Andri Thorsson mun hafa samiö. Einnig er byggt á sýningarskrá frá Listahátiö 1976, ljóöabókinni Þeir Dunganon og Siggert I. stofnuöu heimsborgarafélag áriö 1929 og alþjóöabanka er þeir nefndu Heimskassann til styrktar sigaunum og töturum. Karl nefndist nú Carolus Africanus gandakallur (galdrakarl). Institut Psycho-Astral Látum nú timaritið Tann Glarra hafa orðiö: „1932 skýtur hann upp kollinum I Briissel og er enn sem fyrr aö bæta úr ýmsum aösteöjandi vanda mannkyns fyrir smávægi- lega þóknun. Hann auglýsir i dönskum, sænskum og þýskum blöðum þjónustu stofnunar viö alla þá sem erfiöi og þunga eru hlaönir, eru einmana, óhamingju- samir eða ástarþurfi. Ef þetta fólk sendi stofnuninni bréf meö nokkrum frimerkjum i, fékk þaö til baka uppörvandi bréf þar sem gjarnan stóö aö viðkomandi skyldi vita aö einhvers staöar I rétta stólnum situr þú rétt og í réttri hæð við borðið. Þannig þreytist þú síður. PE 82 er þægilegur stóll framleiddur hérlendis í tveimur útfærslum, fyrir byrjendur (skólafólkið) og þá sem lengra eru komnir í lífinu. PE 82 stóllinn er bólstraður, á hjólum og með gaspumpu. Einnig fáanlegur með örmum og veltusæti. Og verðið er aðeins kr. 950,- — ja, það ættu allir að hafa efní á að eignast slíkan stól. Hver hefur annars efni á að eyðileggja heilsu sína vísvit- andi með rangri setu? SKfílFSTOFU HUSGOGNiy• HALLARMÚLA 2 - SÍMI 83211 Gann uwiih kiimbrick man-tásso ta-márra; muhr igglon a múhlii tann glárra. Tann mdrrila órrhú an-dárra, mátta la-máhlo nas-wárra. (Seinna erindið úr ljóðinu A-Máhla Muhru) Corda exotica Hver yrkir nú svona? Og á hvaöa tungu? Enginn annar en Lyftigeta: Alltað2 tonn. Lyftihæö: Alltað 4 metrar LÁGT VERÐ Fullkomin viögeröar þjónusta víða um land. Margur er knár þótt hann sé smár ÍSVttC Umboðsverzlun Laugavegi 40 Símar26707 og26065. Umboö á Akureyrí: Jón /ngólfsson, sími (96)22254 j rr bÍGjoE BANDARÍSKIR LYFTARAR Nu hefiir þú efni á að kaupa rétta stólinn Hver yrkir svona?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.