Þjóðviljinn - 15.05.1982, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 15.05.1982, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Helgin 15.— 16. maí 1982 Það veröur trúlega ekkert tómahljóö I Háteigskirkju þegar þessir hressu krakkar taka lagiö saman. Myndin er tekin á æfingu. Ljósm. gel. Háteigskirkja á sunnudag: 3 barnakórar syngja saman Þaö veröur mikiö um aö vera i Háteigskirkju á sunnudag kl. 15.00, þá koma þar saman 3 stórir barnakórar og haida tónleika. Munu yfir 100 börn taka þátt i flutningi hinna ýmsu verka. Aö sögn Þórunnar Björnsdótt- ur, eins af stjórnendum kóranna, munu flutt verk eftir m.a. Brahms, Mendelsohn og Pergol- esi. Kórarnir sem þarna samein- ast eru Skólakór Þinghóls- og Kársnesskóla í Kópavogi undir stjórn Þórunnar, Skólakór Akra- ness undir stjórn Jóns Karls Ein- arssonar og Skólakór Seltjarnar- ness undir stjórn Hlinar Torfa- dóttur. Kórarnir munu bæöi syngja hver i sinu lagi og allir saman i kór! Tónleikarnir eru, sem áöur sagöi i Háteigskirkju á sunnudag og hefjast kl. 15.00. —v. Lóðaúthlutun — Reykjavík Reykjavikurborg auglýsir eftir um- sóknum um byggingarrétt á eftir- greindum stöðum: A. Á Iaugarási: Einbýlishúsalóðir B. í Sogamýri: Raðhús — tvibylishús — fjölbýlishús. Áthyglier vakin á þvi að áætlað gatna- gerðargjald ber að greiða að fullu i þrennu lagi á þessu ári. ÍJpplýsingar um lóðir til ráðstöfunar svo og skipulags- og úthlutunarskilmála verða veittar á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, alla virka daga kl. 8.20 — 16.15. Umsóknarfestur er til og með 28. mai n.k. Umsóknum skal skila á sérstökum eyðu- blöðum, sem fást afhent á skrifstofu borgarverkfræðings. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Sérstök eyðublöð verða af- hent þeim sem sótt hafa um fyrr á þessu ári. Borgarstjórinn i Reykjavik. , Á RÍKISSPÍTALARNIR ffiss lausar sfödur LANDSPÍTALINN AÐSTOÐARLÆKNIR óskast á taug- alækningadeild i 6 mánuði frá 1. júli n.k. Umsóknir er greini frá menntun og fyrri störfum sendist Skrifstofu rikisspitlanna fyrir 14. júni n.k. Upplýsingar veitir yfirlæknir taugalækn- ingadeildar i sima 29000. KLEPPSSPÍTALI HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast á dagdeild Kleppsspitala. Sérmenntun i geðhjúkrun æskileg. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Kleppsspitala. i sima 38160. Reykjavik 16. maí 1982. RÍKISSPITALARNIR békmemrtÉ* skráargatid Menningarsjóður gefur aö jafnaði út nokkrar merkar bækur á ári hverju. A næstunni eru t.d. væntanlegar tvær nýjar bækur i alfræðisafni hans, önnur um lyfjafræði eftir Vilhjálm Skúlason, hin um dýra- fræði eftir örnólf Thorlacius. Þá er væntanlegt rit um þjóðgarða Islands, fólkvanga og friðlýst svæði, eins konar hringferill um landið. Sigurður Blöndal skóg- ræktarstjóri er ritstjóri. Annað bindi Islenskra sjávarhátta eftir Lúðvik Kristjánsson kemur út á þessu ári og fjallar um báta- smiðar, vermenn, verstöðvar og veiðar. Að lokum má geta þess að Islensk orðabók er væntanleg, verulega aukin og endurbætt en hún hefur verið ófáanleg um skeið. Gjaldþrot Jóhanns Briems i Frjálsu fram- taki sætir nú tiðindum i blaða- heiminum. Skuld hans mun nema þremur til fjórum miljónum króna og taka nýir eigendur yfir helming þessara skulda. Hitt verður Jóhann sjálfur að borga m.a. með sölu á eignum sinum svo sem húsi. Sagt er að vikuritið Fólk sem gefið var út um tima af þessu fyrirtæki hafi farið einna verst með það fjárhagslega. Menn hafa veitt þvi eftirtekt að fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins i borgarstjórnarkosningunum forðast eins og þeir geta að tala um pólitik i framboðsræðum sinum þvi þeir eru búnir að sjá það út að ef þeir tala um pólitik þá verða allir hræddir. Svona var t.d. ræða Daviðs Oddssonar á fjölskylduhátið Sjálfstæðis- flokksins á fimmtudagskvöld i stórum dráttum: „Kæru vinir! Það var ánægjulegt að sjá kapp- leik stjörnuliðsins og frambjóð- endanna. Sérstaklega var gaman að sjá Ómar Ragnarsson með Rauðavatnshárgreiðsluna sina (klapp og húrrahróp). Það er rétt að upplýsa það hér i þennan hóp að það varð að samkomulagi að leyfa stjörnuliðinu aö vinna þennan leik. Við ætlum nefnilega að vinna næsta leik i kosning- unum 22. mai. Fram til sigurs!” Til galdramanns í hugans þotu Framsóknar- flokkurinn fór með sigur af hólmi i sam- keppni hans og Sjálfstæðisflokks- ins um aðsókn að fjölskyldu- hátiðum. A fjölskylduhátið B- listans i Broadway komu að sögn Timans um 2000 manns, en á fjöl- skylduhátið ihaldsins i Laugar- dalshöll i fyrrakvöld komu aðeins 1300manns, að sögn Morgunblað- sins. Samkvæmt þessu ætti Framsóknarflokkurinn að fá 37% meira fylgi en Sjálfstæðisflokkur- Rockefellar og Geir Hallgrims- son. Bilderberg-fundurinn þykir hvarvetna fréttaefni i þeim rúm- lega 20 löndum sem „eiga” þar fulltrúa. Og norska útvarpinu þykir það heimsfrétt að Geir Hallgrimsson skuli vera þar. Hér á Islandi hefur enginn fjölmiðill nema Þjóðviljinn haft fyrir þvi að fræöa landsmenn á þvi að Geir Hallgrimsson sé meðal hinna 125 „toppa” úr auðvaldsrikjunum á Bilderberg-fundinum. Meira að Frá fjölskylduhátið Sjáifstxðisflokksins. „Lækkum fasteignaskatt- ana”, stóðá maga Alberts,enda á maöurinn mikiila hagsmuna að gæta. Ljósm.: gel inn i komandi kosningum. Kosn- ingaúrslitin gætu þvi komið á óvart / aðalfréttatima norska rikisút- varpsins i fyrrakvöld var itarlega greint frá fundi Bilderberg- klúbbsins sem haldinn er i Sande- fjörd i Noregi þessa dagana. Þar voru sérstaklega tilgreindir „de mest prominenta gæsterna” — það er að segja helstu merkis- gestirnir. Talin voru upp fimm eða sex nöfn og voru úr þeim hópi hjá norska útvarpinu Kissinger, segja Morgunblaðið sem i gær greinir frá fréttaskeytum er- lendra fréttastofa um Bilderberg- fundinn minnist ekki á þarveru Geirs einu orði. Hlýtur það þó að vera nokkur upphefð i augum þeirra ihaldsmanna að Geir skuli vera talinn maður með mönnum. Morgunblaðið talar um „helstu leiðtoga” „kunnustu þátttak- endur” en hvergi fær Geir að fljóta með i frettinni. Hann er hinsvegar talinn i hópi „helstu merkisgesta” i Noregi. Það er greinilegt að Geir er i meiri metum erlendis heldur en hér- lendis. Upphefð vor kemur að utan , var einhverntiman sagt Kristinn Reyr Vogsósagiettur Bókaútgáfan Þjóðsaga 1981 Nú eru um fjörutiu ár liðin frá þvi Kristinn Reyr gaf út fyrstu ljóðabók sina og hefur hann viða komið við síðan og jafnan stýrt glettnum penna þótt ekki hafi hann forðast alvörumálin. 1 fyrstu bók sinni var hann á slóð- um ljóðahefðarinnar, en var ber- sýnilega á þeim buxum á láta hana ekki loka sig inni i formúl- um. Meðal annars greip hann til óvenjulegra bragarhátta og rims, mönnum til upplyftingar, þegar hann orti um ástina og gleðskap ýmisskonar suður með sjó. 1 Vogósaglettum slæst Kristinn Reyr i för með þeim, sem ekki eru ýkja margir nú um stundir, sem vilja reyna hvaða púður er eftir f rimnaforminu. Hann segir ýmsar sögur af Eiriki i Vogsósum, vin- sælli þjóösagnapersónu, i anda og formi sem hefur lengi verið mönnum skemmtun góð — og skýtur svo inn „glettum” sem hann kallar, mansöngvum. Það er margt skemmtilega og haglega gert I Eirikssögu þessari, þótt Kristinn sé enganveginn syndlaus rfmari. Manni finnst stundum, aö það skorti herslu- mun á að réttlæting finnist á þvi aö segja sögurnar af Eiriki I Vogsósum með þessum hætti — ég á þá við það, að úr ljóðafrá- sögninni verði til einhver ný brú milli samtfmans og sögutímans. En þessi réttlæting er þarna á sveimi hér og þar, sem betur fer. Til dæmis í rfmunni um Tyrki i Krýsuvik, eða rfmunni um það er Eirikur sendi Gunnu ofan i Gunnukver. Búarsmiðin litur þá svona út: Heiftaranda úr holu blæs hátt í loft mót sunnu eyrun skefur org og hvæs enn er skap i Gunnu Ærið skap sem eyþjóö list arðvænlegt að virkja finnst þar siðar fyrir vfst frómur banki og kirkja. Kristinn Reyr. En að öðru jöfnu sýnist mér, að bæði rimþrautir séu betur leystar og hugdettur fleiri i mansöngvun- um, glettunum, sem eru hálf bók- in. Þar eru eins og bera ber heimsósómavisur og hjá Kristni i glaðværum heiftaranda sem fer honum vel: Allar trissur teymir bissnessandinn góðmannalegan guðvorslands gróðaveg til andskotans. Og þar eru afomorsvisur lika, vinsamlegar skáldi, konu og les- endum: Undir sæng og að mér snú min eina þú á okkar hnetti og strjúktu mér um stund sem ketti. AB. r Arni Bergma skrifar

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.