Þjóðviljinn - 07.08.1982, Page 6

Þjóðviljinn - 07.08.1982, Page 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN. Helgin 7. - 8. ágú^t 1982 ÞIOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis (Jtgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Hitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. ritstjórnargrein Síðasta tromp PLO • Veröur nokkurn tíma friöur í löndunum fyrir botni Miö- jarðarhafs? Geta Gyöingar og Arabar búiö saman í sátt og samlyndi hliö við hlið? Linnir einhvern tíma styrjöldum milli ísraels og grannríkja þess? ! • Þannig hafa menn spurt í þau þrjátíu ár sem liðin eru frá stofnun ísraelsrikis. Stundum hafa verið teikn á lofti sem gáfu ástæöu til bjartsýni, en þau hafa ætíö reynst tálsýnir. Meö reglulegu millibili hafa brotist út nýjar styrj- aldir og ný landsvæði veriö hernumin. Fyrir fjórum árum greip um sig eitt bjartsýniskastið þegar Camp David- samningarnir voru undirritaöir og norska Nóbelsnefndin sæmdi Menachen Begin og Anwar Sadad friðarverð- launum. Síðan hafa deilurnar magnast sem aldrei fyrr. ísraelsmenn hafa aö vísu dregið her sinn til baka frá Sínaí-skaganum, en þess í staö sent hann inn í Líbanon til þess aö útrýma höfuðaðsetri frelsissamtaka Palestínu- manna, PLO. • ísraelsmenn nutu lengi almenns velvilja á Vestur- löndum, tilverurétt ríkis þeirra vildu menn vernda, og hin grimmilegu hermdarverk skæruliðahópa Palestínu- manna mæltust illa fyrir. Olíuveldi Arabaríkja og ofríki ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum sem búsettir eru í Ísraelsríki og í flóttamannabúðum hafa smámsaman breytt almenningsáliti og mati ráðamanna. Og það er nú meiri gaumur gefinn en áður að kjarna vandans, sem er sá, að Palestínumenn hafa ýmist verið flæmdir burt af löndum sínum, eða þeir búa sem annars flokks þegnar í ísrael. Kröfur Palestínumanna um eigið heimaland og jafnstöðu í Jerúsalem mæta því sívaxandi skilningi. • PLO, frelsissamtök Palestínumanna, njóta viðurkenn - ingar 120 ríkja sem fullgildur samningsaðili fyrir palestín- sku þjóðina. Ýmis skæruliðasamtök sem staðið hafa fyrir hryðjuverkum í nafni Palestínumanna eru ekki lengur færð á syndareikning PLO. Meðan ísraelsher heldur uppi látlausri skothríö á sveitir PLO í Beirút með þeim hörm- ungum sem það hefur í för með sér fyrir íbúana hefur Yassir Arafat slegið út síðasta trompi PLO. í áróðri og stefnuritum Palestínumanna hefur ýmist verið rætt um að reka ísraelsmenn í hafið eða að Arabar og ísraelsmenn ættu að lifa saman í sátt og samlyndi eins og Ijónið og lambið. Þankagangurinn hjá forystu PLO mun þó hafa verið sá, að það lengsta er Palstínumenn gætu komist væri stofnun Palestinuríkis á vesturbakka Jórdanár og í Gaza. En þar sem hvorki Israel né Bandaríkin hafa viljað fallast á slíka lausn, hefur PLO ekki viljað gefa bindandi loforð um viðurkenningu á tilverurétti Ísraelsríkis. Þar til nú að Arafat slær út síðasta trompinu og segist vera reiðubúinn að fallast á allar ályktanir Sameinuðu þjóð- anna um Palestínuvandamálið. 21. júlí sl. gaf PLO út opinberlega að samtökin væru reiðubúin að viðurkenna Ísraelsríki gegn tryggingu fyrir stofnun ríkis Palestínu- manna. • Arafat og leiðtogar PLO taka mikla áhættu með tii- lögugerð sinni því að öfgahópar meðal Palestínumanna og ýmis Arabaríiki gætu tekið hana illa upp, og vilja fyrir hvern mun fara vopnaleiðina að ísraelsmönnum. Einmitt vegna þess að vopnaviðskiptin munu aldrei knýja fram „lausn“ á Palestínumálinu er nauðsynlegt að tilboð Ara- fats og PLO verði tekið alvarlega. Sú diplómatíska lausn sem felst í tillögu hans er eina vonin um að miði í áttina til varanlegs friðar í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. • Bandaríkjastjórn sem nánast gerir út hernaðar- maskínu Ísraelsríkis er eini aðilinn er gæti hugsanlega þrýst ísraelsstjórn til þess að fallast á stofnun ríkis Pal- estínumanna. Þaðværi því þarfaverk og í þágu friðar í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs að reyna að hafa áhrif á hana í þá veru. Af Norðurlanda hálfu væri það einnig lóð á vogarskálarnar ef þau viðurkenndu PLO opinberlega sem fullgildan samningsaðila fyrir hönd Palestínumanna. ekh Fréttastjóri: Þórunn Sigurftardóttir. Umsjónarmaöur sunnudagsblaðs: Gu&jón Friöriksson'. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson. Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Helgi Olafsson, Magnús H. Gislason, ólafur Gislason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sig- urdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlööversson. tþróttafréttaritari: Viðir Sigurösson (Jtlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir Innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. (Jtkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavik, simi: 8 13 33 Prentun: Blaöaprent hf. úr almanakdnu Þaö er hægt aö afla friöarhreyfingunni mun fleiri stuöningsmanna en voru á fundinum á Klambratúni. Ljósm — gel Breiðari samstöðu Barátta og andstaða gegn hvers konar óréttlæti hérlendis og er- lendis hefur lengi verið eitt af höfuðverkefnum og einkennum vinstri hreyfingarinnar hér á landi. Flestir muna eftir geysiöflugri hreyfingu sem starfandi var hér á síðasta áratug gegn stríðsrekstri Bandaríkjamanna í Víetnam og var Víetnamhreyfingin jafnframt stuðningshreyfing við þjóðfrelsis- öflin þar. Víetnamhreyfingin varð til þess að koma mjög mörgum vin- stri mönnum til starfa og margt barnið uppgötvaði að ekki var allt satt sem stóð í Mogganum. Víetnamstríðinu lauk 1975 og mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. En þrátt fyrir að stríðsglaðir menn og voldugir hafi síður en svo hætt að stríða fólki í heiminum, þá hefur vindurinn samt lekið úr þeim sem héT hafa mest barist gegn öllu stríðsbrölti. Nú virðist hvaða dóni sem er geta ráðist inn í lönd og hneppt landsmenn þar í fjötra án þess að hósti né stuna heyrist í nokkrum vinstri-sinnuðum ís- lending. Sovétmenn hafa fengið að vaða uppi í Afganistan í friði, Víetnamar hafa fengið að halda bæði Kam- pútseu og Laos í herfjötrum í friði, enginn segir neitt um framferði Bandaríkjamanna og vina þeirra í Mið- og Suður-Ameríku og Frelsis- samtök Palestínu eiga sér for- mælendur fáa hér á landi. Öll and- heimsvaldabarátta hefur lognast út af og engum dettur einu sinni í hug að láta í sér heyra lengur 21. ágúst eða 9. september í tilefni innrásar í Tékkóslóvakíu og herforingja- byltingar í Chile. Þetta kann að vera ósanngjörn gagnrýni, mér er það jafnljóst og öðrum að mikil deyfð hefur verið ríkjandi í öllu pólitísku starfi hér á landinu undanfarin þrjú til fjögur ár. Það er eins og menn hafi hrein- lega misst allan pólitískan áhuga og dregið sig inn í eigin skel og látið sig litlu varða hvað öðrum líður. ís- land er heldur ekkert einsdæmi í þessu tilliti. Pólitísk deyfð hefur haldið innreið sína í nágrannalönd okkar, pólitískt starf vinstri manna er bara svipur hjá sjón í Skandina- víu nú miðað við hvað var fyrir nokkrum árum. Alls staðar virðist ríkja sama ástandið. Orsakirnar fyrir þessari deyfð eru sjálfsagt margar og flóknar og hætti ég mér ekki til þess að gefa einhverja skýr- ingu á þeim. Og fleira fólk! En það eru ekki allir dauðir úr öllum æðum. Ekki er út í hött að segja að það hafi átt sér stað eins konar pólitísk vakning í nágranna- löndum okkar á síðastliðnu ári. Hér er að sjálfsögðu átt við friðar- Kjartan Valgarðsson skrifar J hreyfinguna sem farið hefur eins og eldur í sinu um alla Evrópu, hrært vel upp í mörgum Bandaríkja- mönnum og komið jafnvel við í Austur-Evrópu. Friðarhreyfing- arnar hafa safnað fleira fólki til mótmæla gegn stríðsrekstri og stríðsfyrirætlunum en nokkurn tíma áður. Og aldrei hefur tekist að sameina jafnmarga undir málstað friðarhreyfingarinnar og nú hefur verið gert. Kirkjunnar menn sem löngum hafa talið að pólitík væri kirkjunni óviðkomandi, hafa nú risið upp og standa víða fremstir í flokki í andstöðu gegn kjarnorku- vopnavæðingu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Prestar á íslandi eru engin undantekning, þeir hafa haldið heilt prestaþing sem helgað var málefnum friðarins og sam- þykkt margar ályktanir sem allir friðelskandi menn geta tekið und- ir. En í allri vakningunni sem á sér stað í löndunum í kringum okkur vaknar ein spurning: Hvers vegna er friðarhreyfingin eins skammt á veg komin á fslandi og raun ber vitni? Hvers vegna tekst ekki að safna fleira fólki á friðarfund en kom á fundinn á Klambratúni í sumar? Hvað er að hjá okkur? Eru íslendingar vitlausari en aðrir - eða hvað? Eða sofum við meir en aðr- ir? Það má sennilega tína margt til, til þess að skýra þetta. Sumir vilja benda á að áróður Morgunblaðsins sé það öflugur að fólk haldi að frið- arhreyfingin sé á bandi Rússa, og þori ekki að vera með. Hvað sem öllum vangaveltum líður held ég að það hafi ansi mikið að segja að hér á íslandi hefur ekki tekist að skapa þessa breiðu samstöðu sem tekist hefur í öðrum löndum. Það vakti athygli að á fundinum á Klambra- túni var enginn sjálfstæðismaður meðal ræðumanna. Sé einungis litið á afstöðu Morgunblaðsins til hernaðaruppbyggingar Bandaríkj- anna, þá er það ekki óeðlilegt. En hér leyfi ég mér stórlega að efast um það að Morgunblaðið tali fyrir munn allra sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn eða kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru álitlegur hluti fslendinga, en að allt það fólk sé hlynnt kjarnorkuvopnum og stríðsundirbúningi, það kemur ekki til greina. Ég tel mig meira að segja vita um marga sjálfstæðis- menn sem hlynntir eru málstað friðarhreyfingarinnar og þetta fólk þarf að fá með í starfið og barátt- una. Hér þarf að skapa miklu breiðari samstöðu um málefni frið- arins en tekist hefur hingað til. Fundurinn á Miklatúni var hald- inn í nafni Samtaka herstöðvaand- stæðinga. Þó að ræðumenn sem þar töluðu, teldu sig ekki allir vera að tala í nafni samtakanna, þá veit ég til þess að margt fólk kom ekki á þennan fund, vegna þess að SH stóðu fyrir honum. Það er til fjöld- inn allur af fólki hér á landi sem getur heilshugar tekið undir mál- stað friðarhreyfingarinnar, en er ekki endilega á móti NATO og það þarf að gefa því fólki kosti á að vera með. í áframhaldandi starfi hér á landi má ekki halda slíka fundi undir nafni Samtaka herstöðva- andstæðinga. Hér þarf að stofna sérstaka friðarhreyfingu með aðild samtaka og einstaklinga og hver sem er getur stutt slíka hreyfingu. Ég held að það sé frumskilyrði til þess að hér takist að skapa breiða samstöðu um málefni friðar og jafnbreiða andstöðu gegn öllum stríðsundirbúningi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.