Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 4
' 4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 7. - 8. ágúst 1982 st jérnmál á sunnudegi Baldur Sósialistar láti að sér kveða i þýð- ingarmestu félagshreyfingum þjóðarinnar og þá fyrstog siðast verkalýðssamtökunum. Er þá aðeins getið um nokkur helstu atriði sem menn voru að velta fyrir sér varðandi starfs- hætti okkar hreyfingar. í samhengi við sögulega þróun En það var einkar fróðlegt að finna, að þessar ábendingar frá Laugarvatnshópnum um bætt flokksstarf voru settar fram i þeirri vissu að þróun heimsmála og stjórnmála hér á landi kallaði á sterkari hreyfingu islenskra sósialista en nokkru sinni fyrr, ætti islensk alþýða að halda sin- um hlut og þjóðin sjálfstæðinu. Kreppa og atvinnuleysi auðvalds- rikjanna, sem hefur vonum fram- ar tekist aö halda utangarðs hjá okkur, gæti þegar minnst varir knúið hér dyra. Ljótar lýsingar Það var lærdómsrikt að heyra sjónarvotta lýsa ástandinu i ein- Þeir 150 þátttakendur sem áttu þess kost aö dvelja á Laugarvatni i orlofsbúöum á vegum Alþýðu- bandalagsins tvær siðustu vik- urnar i júli, hafa allir lýst ánægju sinni með þennan nýja þátt i starfi flokksins. Staðurinn sjálfur og þær aðstæður sem Laugarvatn hefur upp á að bjóöa eiga aö sjálf- sögðu sinn stóra þátt i árangri þessarar aðgerðar, enda aðbún- aður i Héraðsskólanum eins og best verður á kosið. Hitt er engu að siður stað- reynd, að sjálft form og fyrir- komulag orlofsdvalarinnar hefur sannað gildi sitt. Þarna var boðið upp á starfsemi sem ætluð var fjölskyldunni allri og ánægjulegt var að sjá hversu vel fór á með þeim yngstu og elstu, þrátt fyrir 80 ára aldursmun. Skemmtun og frœðsla í senn Sú fræðsla og umræða sem fram fór á Laugarvatni var eink- um þriþætt. 1 fyrsta lagi var lögð áhersla á að kynna sögu staðarins og byggðanna i kring, skoða nátt- úruna og umhverfið og atvinnulif og mannlif i fylgd hinna fróðustu heimamanna. 1 annan stað var fjallað itarlega um utanrikismál, varpað ljósi á andstæður suðurs og norðurs, vaxandi kreppu i iðn- Allir þátttakendur i sumardvölinni á Laugarvatni eru á einu máli um að halda beri þessari starfsemi áfram næsta sumar. Og ein af fjölmörgum hugmyndum sem urðu til á Laugarvatni varðandi nýjungar i flokksstarfinu er sú að efna til fjölskyldusam veru um helgar i vetur. Lifandi starf — sterk hreyfing svar íslenskra sósíalista við harðnandi stéttaátökum væddum rikjum, ágreining Bandarikjanna og Evrópurikja, vakninguna gegn kjarnorkuvopn- um og þýðingu friöarhreyfingar- innar og framtið Islands i ljósi þessara hræringa. t þriðja lagi var fjallað um is- lensk stjórnmál, vandann i efna- hags- og atvinnumálum, þátttöku Alþýðubandalagsins i rikisstjórn og starf og stöðu flokksins. Þessar umræöur fóru ýmist fram á fundum eða i samtölum manna á milli, i stórum hópum eða minni. Þar skiptust menn óhikað á skoðunum og hinir eldri miðluðu hinum yngri af dýrmætri reynslu hinna hörðu stéttaátaka kreppu- og atvinnuleysis fyrr á öldinni. Starfiö of lokaö Við sem erum i trúnaðarstörf- um fyrir Alþýðubandalagið, jafnt hinir féiagslega kjörnu forystu- menn sem ráðnir starfsmenn, höfum fundið fyrir þvi siöustu misserin að starf Alþýöubanda- lagsins hefur hvorki verið nægi- lega fjölþætt né náð tii nógu margra. Flokksbundnir menn i Alþýðubandaiaginu eru rétt tæp- lega 3000talsins á landinu öllu. Sú tala gefur þó ekki rétta hugmynd um fjölda virkra þátttakenda i flokksstarfinu, sem hefur um of veriðbundið stofnunum flokksins, þátttöku hans i rikisstjórn og stjórnun sveitarfélaga. Hægt aö breyta til batnaðar Vikurnar á Laugarvatni eru vitnisburður um að þessu er hægt að breyta. Við þurfum ekki að stirðna i sömu stellingunni. Skipulagsmál flokksins ber að taka til rækilegrar skoðunar til að koma i veg fyrir að þau verði hindrun i framgangi hreyfingar- innar og Iaga þau að nýjum að- stæðum. Aðalfundir félaganna og flokksráðsfundurinn i haust eru kjörinn vettvangur til að taka skipulagsmálin til meðferðar. En hver sem niðurstaða skipu- lagsmálanna verður þarf að gera flokksstarfið lifandi og ánægju- legt fyrir alla aldurshópa, þannig að menn finni að i okkar hreyf- ingu hafi þeir eitthvað að sækja og ábendingar þeirra og ályktanir séu metnar að verðleikum. Ný flokksmiðstöð Eitt af þvi sem staðið hefur flokksstarfinu fyrir þrifum á und- anförnum árum er hve miðstöð flokksins i Reykjavik hefur búið við óhentugt húsnæði. Þetta hefur bitnaö bæði á starfi Alþýðubanda- lagsins i Reykjavik og landssam- takanna i heild. Nú hefur það gerst að búið er að selja eignina að Grettisgötu 3 og fyrir dyrum stendur aö finna nýj- an stað. Er við þaö miðað aö hægt verði að flytja starfsemi flokks- miðstöðvarinnar i nýtt og hent- ugra húsnæöi á þessum vetri. Hér verður ekki um að ræða neina flokkshöll, heldur lögð áhersla á aðlaðandi húsnæöi, öllum að- gengilegt, á hentugum staö og bjóði það upp á möguleika til fjöl- þætts starfs. Ef takast á að gera þennan langþráða draum að veruleika er ljóst að enn einu sinni þarf okkar hreyfing að leita til stuðnings- manna sinna um styrk og aðstoð. Ég er ekki i neinum vafa um að þvi verður vel tekið, þegar um er að ræða átak af þessu tagi. Orlofsbúðir að ári Allir þátttakendur i sumardvöl- inni að Laugarvatni eru á einu máli um aö halda beri þessari starfsemi áfram næsta sumar. Sumir vildu þegar panta pláss fyrir sig og sina og fá með þvi tækifæri til að endurnýja kynnin frá þvi i sumar og stofna til nýrra. Ekki er heldur að efa að margir fleiri vilja komast að, enda likegt að sumarbúðastarfið verði fastur liður á verkefnaskrá Alþýðu- bandalagsins. Helgardvalir í vetur Ein af fjölmörgum hugmynd- um sem urðu til á Laugarvatni varðandi nýjungar i flokksstarf- inu er sú að efna til fjölskyldu- samveru um helgar i vetur, og er það mái þegar i athugun. Þar mætti á sama hátt og á Laugar- vatni blanda saman leik og fræðslu fyrir alla aldurshópa. Gagnlegt væri að flokksskrifstof- an fengi viðbrögð við þessari hug- mynd frá sem flestum um leið og menn bættu nýjum við. Ábendingar um starfshætti hreyfingarinnar Þótt dvalargestir á Laugar- vatni hafi ekki að þessu sinni dregið saman neinar niðurstöður eða ályktað um stjórnmál og starfshætti sósialiskrar hreyfing- ar i okkar landi, finnst mér rétt að koma hér á framfæri nokkrum ábendingum og aðfinnslum um okkar starf sem ég heyrði hjá ýmsum. Þessar aðfinnslur voru settar fram i þeim eina tilgangi að okkar hreyfing gæti af þeim lært og yrði þvi i framtiðinni bet- ur i stakk búin að berjast fyrir málstaö verkalýðshreyfingarinn- ar. Og i þeim sama tilgangi eru þær itrekaðar hér til umhugsun- ar. Starf flokksins verði opnara, lifandi og fjölþætt. Reynt verði að virkja fjöldann i pólitiskri stefnu- mörkun. Stefnumótun flokksins verði skýr og án tillits til þeirrar málamiðlunar sem gera þarf i samstarfi við aðra flokka i rikis- stjórn eða sveitarstjórnum. Fá þarf fólk til að starfa saman á grundvelli ákveðinna áhugamála eða aðgerða, án tillits til flokks- aðildar. Forystumenn flokksins, þing- menn og aðrir kjörnir trúnaðar- menn heimsæki fólk á vinnustaði og við önnur tækifæri, ekki sist tii að hlusta og læra. Bylta þarf allri útgáfu- og útbreiðslustarfsemi hreyfingarinnar og hafa áhrif á þróun fjölmiðlunar i landinu. stökum ríkjum, svo sem i Banda- rikjunum, þar sem 10 miljónir manna ganga atvinnulausar. Aðrar 20 miljónir manna eru þar á hungurmörkunum og lifa á súpugjöfum kirkjudeilda og góð- gerðarstofnana. A Norðurlöndum einum er búist við að tala at- vinnulausra verði ein miljón þeg- ar á næsta ári. Ungt fólk i Evrópu horfir margt til þeirrar framtiðar að eiga ef til vill aldrei kost á at- vinnu. Kreppueinkennin á íslandi En áhrifa kreppunnar er þegar tekið að gæta i islensku efnahags- lifi. Þau áhrif koma ma. fram i lokun markaða, verðlækkun sjáv- arafurða, sölutregðu og bullandi reksturshalla stóriðjufyrirtækj- anna og svo mætti áfram telja. Þegar við bætist hrun þýðingar- mikilla fiskistofna eru kreppuein- kennin ljóslifandi komin. At- vinnuleysi er þeim mun alvar- legra hér á landi en i ýmsum iðn- aðarrikjum, þar sem eru trygg- ingarsjóðir takmarkaðir og verk- afóik hefur meiri fjármuni bundna i byggingum og annarri fjárfestingu en þekkist á byggðu bóli. Hætt er við að samdráttur i atvinnu, að ekki sé talað um lang- varandi atvinnuleysi muni fljótt leiða til þess að fólk missi eigur sinar. Erlendi stóriðjukórinn Erfiðleikar i islensku atvinnu- lifi verða án efa einnig til þess að postular erlendrar stóriðju á Is- landi munu i vaxandi mæli láta frá sér heyra á næstunni. Vanda atvinnulifsins á að leysa með er- lendu auðm.agni að þeirra mati. Öflugra Alþýðubandalag Efnahagserfiðleikar, harðn- andi stéttaátök, erlend stóriðju- stefna, krafa Bandarikjanna um aukin kjarnorkuvopn i hafinu um- hverfis Island, allt þetta kallar á öflugra og þróttmeira alþýðu- bandalag sem býður upp á fjöl- þætt og lifandi flokksstarf. Sam- staða og starf á að vera okkar svar við vanda samtimans. Lát- um Laugarvatnsævintýrið verða okkur hvatning til dáða.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.