Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 7. - 8. ágúst 1982 sKáh_______________________ Browne varð langneðstur Umsjón Helgi Olafsson Einn er sá skákmaður sem var meðal þátttakenda á milli- svæðamótinu í Las Palmas sem orðið hefur hissa þegar upp var staðið í mótsiok. Menn gætu haldið því fram, að ég ætti við Smyslov, Larsen, Timman eða Pshakis. Það er vel hugsanlegt að einhver þessara hafa ekki átt von á lokaniðurstöðunni. Þann- ig er ég handviss um að Smyslov hafi gengið til leiks cinungis með því hugarfari að tefla sínar skákir og sjá til um úrslitin. Timman og Larsen hafa ár- eiðanlega reiknað með að kom- ast áfram í keppninni. Larsen átti reyndar til skamms tíma heima á Kanaríeyjum, en hef- ur nú tekið sig á og flust til Ar- gentínu. Þær breytingar hafa orðið á högum hans að hann hefur nú skilið við konu sína Lisu, en mun vera kominn í annað forholl í Bu- enos Aires; keypti sér þar hús og ekki svo víst að hann sjáist svo mik- ið af tafli í Evrópu á næstunni. Einhvern veginn hef ég aldrei getað tekið bóhemtýpuna Jan Timman í sátt sem skákmann. Það má hann þó eiga, að baráttuglaðari skákmenn eru vandfundnir, og hygg ég að þar liggi hornsteinn styrkleika hsn. Timman hefur mik- ið fengist við útgáfustarfsemi tengda skákinni, og eftir hann ligg- ur ein besta skákbók seinni tíma: Skákrannsóknir. Hann komst aldrei í gang eftir tap fyrir Petrosj- an í 2. umferð. Á þessu ári hefur honum gengið mjög miður, ef frá er skilið sterkt mót í Mar del Plata. Um síðustu áramót var hann í 2. sæti á Elo-listanum á eftir Karpov, en hrapaði um mitt sumar niður í 15. sæti. Kasparov er nú í 2. sæti. Mótið í Las Palmas er fyrir þær sak- ir merkilegt, að þar sannaðist enn einu sinni hversu skeikull mælik- varði Elo-listinn er. Það sýnir hin endanlega lokaniðurstaða: 1. Ribli 9 v. 2. Smyslov 8 1/2 v. 3. Suba 8 v. 4. -5. Petrosjan ogTukmakov7 1/2 v. 6. - 7. Larsen og Timman 6 1/2 v. 8. -10. Pshakis, Pinter og Mestel 6 v. 11.-13. Karlsson, Sunye og Bo- uaziz 5 1/2 v. 14. Browne 3 v. Ég hef undirstrikað neðsta manninn sem hlýtur að hafa orðið hreint steinhissa á framgangi mála. Það hefur áreiðanlega hjálpað til upp á lokaniðurstöðuna, að góð- kunningi okkar íslendinga, Walter Browne mætti til ieiks fullur bjart- sýni. Þegar síðan tók að halla und- an fæti hrundi allt niður. Við bætt- ist taugaspenna og tímahrak, og þetta mót hlýtur að vera eitt þeirra sem Browne vill gleyma sem fyrst. Þá er komið að þeim manni sem gerði sér ekki neinar grillur. Hann vissi að hverju hann gekk; fékk reyndar að fara í millisvæðamótið án þess að tefla í svæðamóti og féll það í miður góðan jarðveg meðal yngri skákmanna Soyétmanna. Frammistaða Smyslovs er í alla staði hin aðdáunarverðasta. Hvernig 61 árs gamall maður getur skriðið framúr snjöllustu ungu skákmönnum heims er spursmál sem menn hljóta að velta fyrir sér. Smyslov ku hafa látið það uppi fyr- ir nokkrum árum að eftir því sem tíminn liði, sparaði hann sér hvers- kyns óþörf orkuútlát við skákborð- ið. Þannig væri hann ekkert að leg- gjast í mikla útreikninga þegar ein- föld leið stæði til boða. Stíl- einkenni hans liggja ljós fyrir í hans bestu skákum. Þar er ekki hamaganginum fyrir að fara, þvert á móti er slétt og fellt á yfirborðinu; hann siglir sléttan sjó. Endatafls- tækni hans er viðbrugðið, og þó ég hafi nú ekki séð skákir hans frá þessu móti, er ég illa svikinn hafi hann ekki fengið þó nokkra vinn- inga á betri endataflstækni en mótstöðumaðurinn. Lygn streymir Don, skrifaði eitt sinn Friðrik Ólafsson þegar hann var að gera athugasemdir við eina af skákum hans. Jú, vissulega streymir hún áf- ram án þess að mikið beri við á leið Timman hennar, en undir niðri er undirald- an þung. Smyslov tefldi hvorki fleiri né færri en þrjú einvígi um heimsmeistaratitilinn og í öll skipti var mótstöðumaðurinn Mikhael Botvinnik. Þeir skiptust á að sigra og einu sinni varð jafnt. Heildar- vinningshlutfallið var Smyslov í hag. Engu að síður hélt hann ekki heimsmeistaratitlinum nema í eitt ár. Einhversstaðar hefur maður séð skrifað að Smyslov hafi verið misheppnaður söngvari. Hvenær getur söngur verið mislukkaður? Smyslov náði e.t.v. ekki hæstum hæðum í söng sínum, en hefur alla tíð þótt í betra lagi selskapshæfur í veislum, við mótslit eða í öðrum samkomum. Gestir gátu nefnilega ávalllt gengið út frá því sem vísu að á einhverju stigi myndi Smyslov stíga upp á stól og hefja upp raust sína. í daglegu lífi fer Iítið fyrir Smysl- ov. Hann býr í útjaðri Moskvu- borgar og tclst þar víst einn af betri borgurunum. Með þátttöku í skák- mótum sinnir hann þjálfun, skrif- um og öðru því sem til fellur. Eins og allir sterkustu skákmenn So- vétríkjanna þiggur hann laun frá ríkinu, eitthvað í kringum 300 rúbl- ur í mánaðarlaun sem þykir gott þar í landi. Nafn hans verður skráð óafntá- anlegum stöfum á spjöld sögunnar. Ég hef víst drepið á það áður, að fréttaþjónusta af móti þessu hefur verið í lakara lagi og erfitt að nálg- ast afurðir sigurvegaranna Smysl- ovs og Ribli. Minna verðurþóá,að enn eru eftir tvö millisvæðamót, og vonandi verður betri fréttir að fá frá þeim mótum. Undirbúningur sterkustu keppendanna er vel á veg kominn. Harry Kasparov kom t.a.m. beinustu leið fra skákmót- inu í Bugonjo í flokkakeppni So- vétríkjanna. Þreyttureða hvað það var; þá stóð hann sig ekkert allt of vel, tapaði t.d. fyrir Romanishin. Browne Inn á milli tefldi hann þó góðar skákir. Hér koma tvær skáka hans. Fyrst sigur yfir sigurvegaranum frá Reykjavíkurskákmótinu 1980 og síðan tapið fyrir Romanishin: Hvítt: Viktor Kupreitchik Svart: Harry Kasparov Sikileyjavörn 1. e4-c5 2. RB-e6 3. d4-cxd4 4. Rxd4-Rc6 5. Rc3-d6 6. Be3-Rf6 7. Be2-Be7 8. f4-0-0 9. Dd2-e5 10. Rf3-Rg4 11. f5-Rb4! 12. Bd3-d5 13. Rxd5-Rxd5 14. exd5-e4! 15. Bxe4-He8! 16. 0-0-0-Bf6 17. Bg5-Hxe4 18. h3-Re5 19. Bxf6-Dxf6 20. Rxe5-Dxe5 21. g4-Bd7 22. Hhel-He8 23. Hxe4-Dxe4 24. Da5-De3+ 25. Kbl-Dxh3 26. Dxa7-Dxg4 27. Hcl-Bxf5 28. Dxb7-h5 29. b3-Dd4 30. a4-Dc3 - Svartur gafst upp. Hvítt: Oleg Romanishin Svart:Harry Kasparov Grúnfelds vörn 1. RO-g6 2. d4-Bg7 3. g3-d5 4. Bg2-Rf6 5. 0-0-0-0 6. Bf4-c6 7. Rbd2-Rh5 8. Be5-f6 9. Bxb8-Hxb8 10. c4-f5 11. cxd5-cxd5 12. Db3-Rf6 13. Re5-Be6 14. Hacl-Db6 15. Rbl-g5 16. Rc3-a6 17. Ra4-Re4 18. Bxe4-fxe4 19. Rc5-Bxe5 20. dxe5-Dxe5 21. Hfdl-Hbd8 22. Rxe6-Dxe6 23. Dxb7-Df5 24. Hfl-Hf7 25. Dxa6-d4 26. Db6-Hd5 27. b4-Kg7 28. a4-Hd6 29. Dc5-Hd5 30. Dc8-De5 31. Hc5-e6 32. a5-e3 33. f4-gxf4 34. Hxf4-Hxf4 35. gxf4-Df5 36. Hxd5-Dxd5 37. Dc7+-Kg6 38. Dc2+-Kf6 39. a6-Da8 40. Dc4-De4 41. Dc5-Dbl + 42. Kg2-Ddl 43. Dg5+-Kf7 44. Dh5+-Kg7 45. a7 - Svartur gafst upp. Elo-stigatala skákmanna er nú reiknuð út tvisvar á ári. Eftir fyrri part árs 1982 voru efstu menn á listanum þessir: 1. Anatoly Karpov 2700 2. Harry Kasparov 2675 3. Viktor Kortsnoj 2635 4. Robert Húbner 2630 5. Lajos Portisch 2625 6. Alexandcr Beljavskí 2620 7.-9. Lubomir Ljubojevic 2615 7.-9. Henrique Mecking 2615 7.-9. Lec Pshakis 2615 10.-13. Mikhael Tal 2615 10.-13. Ulf Anderson 2615 10.-13. Lev Polugajevskí 2615 10.-13. Boris Spasskí 2615 Af íslenskum skákmönnum er Friðrik Ólafsson efstur með 2495 stig, Guðmundur Sigurjónsson er með 2470, Jón L. Arnason með 2455, Ingi R. Jóhannsson og undirritaður með 2430. Aðrir minna. Til gamans ntá geta þess, að tefli menn ekki í eitt ár tapa þeir 5 Elo- stigum. Eftir 3 ár án taflmennsku detta þeir svo út af listanum, en halda samt sínum stigum með 5 stiga afföllunum. Kæmi t.d. Fisc- her inn í myndina í dag væri hann búinn að tapa 50 stigum, en væri engu að st'ður langefstur á listan- um, 35 stigum fyrir ofan Karpov! Hlutafjárútboð Hluthafafundur í Stálfélaginu hf., haldinn í Reykjavík 29. júní sl., samþykkti að hækka hlutafé félagsins í kr. 40.000.000,-. Hlutabréf hljóða á nafn og upphæð þeirra verður 250,-, 500,-, 1000,- og 5.000,- krónur. Hlutafjárlof- orð eru bundin lánskjaravísitölu júnímán- aðar 1982, 359 stigum. Áskriftarfrestur er til 31-01-83 og lokafrestur til að greiða hluti er til 31-01-84. Stálbræðsla á íslandi sparar 50 — 60 millj. kr. í erlendum gjaldeyri miðað við árlega notkun íslendinga á steypustyrktarstáli. Stálbræðsla nýtir innlenda orku og hráefni í formi brotajárns. Uppbygging verksmiðju veitir 100 - 200 manns vinnu á annað ár og framtíðaratvinnu fyrir 80 - 100 manns. Endurskoðuð áætlun um rekstur gefur fyrir- heit um góða arðsemi hlutafjár og fram- tíðarmöguleika í nýjum íslenskum iðnaði. Um leið og við kaupum hlut í Stálfélaginu hf. styrkjum við eigin hag og framtíðar öryggi þjóðarinnar með öflun grundvallar bygging- arefnis. STÁLFÉLAGIÐ HF. AUSTURSTRÆTI 17. SÍMAR 16565 OG 29363.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.