Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 15
Dalamyndirnar urðu til í Dölum norðanverðum. Þar lifðu menn aðaliega á Yfirlitsmynd af sýningunni. búskap og skógarnytjum og voru jafn einangraðir frá ytri áhrifum og flestir eru í slíkum bændasamfélögum. Júlíana Gottskálksdóttir: Dalamyndir í Árbæjarsafni Sumarsýning Árbæjar- safns kemur að þessu sinni frá Dalasafninu í Falun í Svíþjóð. Þetta er farand- sýning á svonefndum Dalamyndum og hefur hún farið víða um lönd og er ísland síðasti áfanga- staður hennar. Á sýning- unni eru 15 myndir og í einum sýningarbásnum er auk þess kynning á þessari alþýðulist sem rann sitt blómaskeið frá 1780 til 1870 eða um það leyti sem þjóðfélagið tók að breytast úr bændasamfé- lagi í iðnaðarþjóðfélag. Skreyting í híbýlum manna Eins og nafnið bendir til eru mynd- irnar úr Dölum í Svíþjóð. Höfundar þeirra voru menn, óskólagengnir í málaralistinni og voru almennt kallaðir Dalamálarar. Nöfn flestra þeirra eru kunn og hafa sumir þeirra hlotið nokkra frægð. í fyrstu ferð- uðust þeir á milli sveita og máluðu myndir á staðnum en síðar unnu þeir myndirnar á vinnustofum. Voru bæimir Ráttvik og Leksand að- almiðstöðvar Dalamyndanna. Upp- haflega voru myndirnar, aðallega blómamyndir, málaðar á húsgögn, en þegar efnahagurinn batnaði hjá mönnum var farið að skreyta veggi líka. Framan af vóru myndirnar sem málaðar voru á striga eða pappír, festar á veggina til hátíðabrigða, en er fram í sótti voru þær hafðar uppi allan ársins hring. í lok síðustu aldar þóttu Dalamyndir gamaldags og var því oft límt yfir þær með veggfóðri. Hafa margar þeirra nú komið í ljós, þegar veggfóður hefur verið fj arlægt. „Kúrbits ” blómiö — aöalatriöiö Sýningin í Árbæjarsafni hefur fengið nafnið „Dalarósirnar úr Svía- ríki“ en rósir eða „kúrbits“blóm eru eitt aðaleinkenni Dalamynda. Blómi þessu er þar alls staðar gefið rúm og á það til að breiða úr sér yfir myndflöt- inn. Beinist athyglin þá að blóminu frekar en öllu öðru í myndinni. Ýmist vex það í blómakeri eða sprettur upp úr jörðinni. Þá á það líka til að svífa í lausu lofti og stundum skreytir það rammann utan um aðalsvið myndar- innar. í myndinni af ríðandi nianni (nr. 9) dregur blómið að sér mesta athygli. Ræktarlegt sprettur það upp, skýtur út öngum sínum og beygir sig yfir Dalamanninn spariklædda sem stoltur situr gæðing sinn. Gangur hestsins er léttur, línurnar mjúkar, meira að segja taglið hefur sveigt sig á þokkafullan hátt líkt og blóma- skraut. eins og í mörgum öðrum myndum á sýningunni er blómið hér hrein skreyting og á lítið skylt við ytri raunveru. Slíkrar skreytingar verður ot't vart í myndum alþýðumálara. Oft er það lífseigt blóm, sem hvað eftir annað skýtur upp kollinum í ýntsum myndum, oft mjög stílfærðum. Kúr- bitsblómið virðist eiga nokkuð skylt við blómin í myndum Sölva Helga- sonar, sem nú má sjá á sýningunni á Kjarvalsstöðum, enda var Sölvi uppi á svipuðum tíma og margir Dalamál- arar. í stílsögunni er blómið afbrigði af rókókóskrauti frá 18. öld, en rætur þess má rekja til blómaskrauts frá endurreisnartímanum á 16. öld. Myndefni úr biblíunni Sjálft myndefnið sóttu Dalamálar- ar oft í biblíuna. Aðalfyrirmynd þeirra voru svonefndar biblíumynd- ir. Það voru ódýrar myndskreyttar útgáfur af biblíunni, ætlaðar al- menningi sem að miklum hluta var ólæs. Á sýningunni eru nokkur sýnis- horn af því hvernig Dalamálarinn hefur notað fyrirmynd sína. Hann er henni trúr, en einfaldar myndina og tekur aðeins það sem máli skiptir fyr- ir frásögnina. Myndbyggingin er ein- faldari, líklega vegna þess að málar- inn kann ekki annað. Þar gæti nær engrar þvívíddar, allt gerist á sama fletinum og öllu er komið þannig fyr- ir að það sjáist sem best. Ekki frekar en í gömlu altaristöflunum íslensku hefur fólk hér suðrænt yfirbragð. Hér er allt fullt af Dalamönnum sem klæddir eru á bænda vísu eða sam- kvæmt nýjustu tísku. Svo virðist sem Dalamálarar hafi hrifist af mynd- unum í tískublöðum þess tíma, enda fáu öðru myndefni til að dreifa. Viöburöir heima og heiman Þótt bibiían hafi verið að- aluppspretta Daiamyndanna máiuðu Dalamálararnir einnig myndir tengd- ar daglegu lífi. Eitt var það mynd- efni, sem alla varðaði og naut mikilla vinsælda, en það var aldursstigi karla og kvenna. Munu flestir Dalamálarar hafa málað þetta mótíf, sem þeir sóttu í prentaðar myndir sem oft voru límdar innan á kistulok og kallaðar „kistubréf". í þessum myndum var kúrbitsblómið sem táknaði líf og dauða, oft notað á táknrænan hátt. Dalamálarar voru oft fengnir til þess að gera myndir við hátíðleg tæk- ifæri eins og brúðkaup og voru þessar myndir eins konar heillaóskaskeyti. Stundum brugðu þeir sér líka í hlut- verk sögumálara og máluðu myndir af heimsviðburðum og frægu fólki, einkum kóngafólki og aldrei gleymdu þeir kúrbitsblóminu. Er myndin af Rússakeisara merkilegt dæmi um slíkt sögumálverk. Sýningin í Árbæjarsafni er ekki stór, en þar er að finna dæmigerðar myndir fyrir Dalalistina, enda sýningin unnin með erlenda gesti í huga. Myndirnar gefa okkur innsýn í hugarheim alþýðu manna á síðustu öld um leið og þær gleðja augað. Júlíana Gottskálksdóttir. Fögur veisla hjá Belsasar konungi, þá er hönd reit á vegginn. Eftir Snarf Anders Andersson WW. Ég kem úr BMnm. 1*20. RfSandi ma»ur uadir kúrbitsblóiai risíarunnii eftir Snarf Anders Andersson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.