Þjóðviljinn - 07.08.1982, Qupperneq 30

Þjóðviljinn - 07.08.1982, Qupperneq 30
30 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 7. - 8. ágúst 1982 Húnaflóinn svartur af síld Óð allt í kríngum bátínn segir Skafti Jónasson á Skagaströnd sem var á handfæraveiðum í fyrrinótt „Sildartorfurnar voru pao þéttar aö þær stoppuöu færin á leiöinni niður. Þetta voru griðar- miklar torfur og sildin óð allt i kringum bátinn hjá okkur”, sagði Skafti Jónasson í Lundi á Skaga- strönd i samtali við Þjóðviljann i gær. Húnaflóinn er allt i einu orðinn svartur af sild og þeir Skafti og sonur hans Þorvaldur áttu bágt með aö athafna sig við færaveiðar Noröur af Skaga i fyrrinótt fyrir vaðandi sild. „Við drógum þó nokkuð af sild upp með færinu. Hún kræktist i en beit ekki á, það var það mikið af henni þarna og sömu sögu heyrð- um við frá öðrum bátum i flóanum”, sagði Skafti. Hann sagðist ekki hafa séð eins mikið af sild i Húnaflóa siðan i ævintýrinu i gamla daga. „Við urðum litilsháttar varir við sild i fyrrahaust en það var ekkert likt. þessu. Þessi sild er ekta Húna- flóasild, stór og feit eins og var hér áður. Það er bara vonandi að hún verði notuð öðruvisi en var þegar allt var sett i gúanó”. Stórþorskur virðist hafa gengið inn á Skagagrunnið samsiða sild- inni en þeir feðgar fengu um 700 kg. af vænsta þorski i fyrrinótt. Sildveiðar hefjast 15 september n.k. i reknet, en 54 bátar fá að veiða 14.500 lestir. Hringnóta- veiðar hef jast 20 september og fá 76 bátar, eða helmingur þeirra sem sóttu um leyíi til veiöa, aö skipta á milli sin 34.500 lestum. 1 lagnet er heimilt að veiða á komandi vertið 1500 lestir en hátt á annað hundrað umsóknir hafa borist sjávarútvegsráðuneytinu um leyfi til þeirra veiða. — *g Jólabækur Almenna bókafélagsins í ár verða m.a.: 3 verðlaunab ækur Heilu frystihúsi komið fyrir í Eldborginni sem fer á kolmunnaveiðar í haust „Við erum bjartsýnir” segir Bjarni Gunnarsson skipstjóri Almenna bokafélagið efndi til verðlaunasamkeppni fyrir skemmstu og verða bækurnar þrjár sem verðlaun hlutu meðal jólabókanna i ár, sagði Brynjólf- ur Bjarnason framkvæmdastj. AB er Þjóðviljinn hafði samband við hann i gær. Þær eru skáldsag- an Riddarar hringstigans eftir Einar Má Guðmundsson , bókin Vogganga i vindhæring eftir Bolla Gústafsson sem er ljóðræn blanda af frásögn og skáldsögu og ljóða- bókin Þriggja orða nafn eftir Isak Harðarson. Þá koma út nýjar skáldsögur eftir Andrés Indriðason (Maður dagsins) og ólaf Ormsson. Þriðja bindi af Don Kikóta i þýðingu Guðbergs kemur og þá hefst og nýr flokkur í úrvalsritum heims- bókmenntanna. Eru það úrvals- þýðingar Helga Hálfdanarsonar á Shakespeare, bæði fyrri þýðingar með breytingum og nýjar þýðing- Guðrún frá Lundi: Dalalif endur- útgefiö Einar Már Guðmundsson: Verö- launaskáidsagan Kiddarar hring- stigans. Stíf fundahöld hjá stjórnarskrárnefnd Aftur út á land Stjórnarskrárnefnd sem hélt 2ja daga vinnufund á Húsavik i vikunni kemur aftur saman n.k. þriöjudag og heldur áfram störf- um, sem samkvæmt hcimildum Þjóðviljans miðar nú allvel áfram. Akveðið er að nefndin efni til annars tveggja daga vinnu- fundar utan Reykjavikur um miðjan þennan mánuð. A Húsavikurfundinum var farin yfirferð á öllum helstu málum sem verið hafa til umræðu i sam- bandi við hugsanlegar breytingar á stjórnarskrá og kosningalögum. Þá var einnig hafin umræða um kjördæmamálið og eru þar sagð- ar uppi ýmsar athyglisverðar hugmyndir sem ræddar verða i flokkunum á næstunni. Enn er ekki ljóst um hvaða atriði verður fullt samkomulag á fundum stjórnarskrárnefndar, en miðað við vinnulag hennar þessar vik- urnar má fastlega gera ráð fyrir að sameiginlegar tillögur hennar og sérálit nefndarmanna verði lagðar fram siðar á árinu. —ekh „Þetta er hlutur sem menn eru spenntir fyrir. Við erum það að minnsta kosti. Þetta er engin fórnarlund við höldum að það sé hægt að græða á þessu”, sagði Bjarni Gunnarsson skipstjóri á nótaveiðiskipinu Eldborgu þegar blaðamenn hittu hann að máli i gærdag um borð i skipinu þar sem það liggur i heimahöfn i Hafnar- firði. Eldborgin hefur reyndar legiö bundin við bryggju frá þvi i des. á siðasta ári, en siðustu mánuði hefur mikið gengið á um borð þvi verið er að koma heilu frystihúsi fyrir i skipinu. Ætlunin er að skipið fari á kol- munnaveiðar i haust og stærsti hluti aflans verði flakaður og frystur um borð og seldur þannig til Bretlands. „Við erum ekki farnir að sjá fyrir endann á þessu ennþá, það er töluverö vinna eítir og ég þori ekki aö nefna neinar dagsetning- ar um hvenær við leggjum i hann” sagði Bjarni. Verið er að vinna við frysti- lagnir og niðursetningu á vélum. Frystihúsið um borð getur af- kastað allt að 38 tonnum á sólar- hring en þeir á Eldborginni áætla að framleiðslan verði um 12 tonn til að byrja með. Til þess þarf að veiða 45 tonn af koimunna á sól- arhring en það er nokkru minna en sá meðaltalsafli sem Eldborg- in fékk þegar hún hefur áður stundað kolmunnaveiðar. Athugað hefur verið með sölu á afurðum til fyrirtækis í Bretlandi sem framleiðir kolmunnamarn- ing. Að sögn Bjarna fæst 70% af þorskvirði fyrir fryst kolmunna- flök, en verðið á kolmunna hækk- aði nokkuð á siðasta ári. Um 300 rúmmetra frysti- geymsla verður i skipinu sem dugir fyrir um 250 tonn. Auk þess er ætlunin að útbua einhvern marning um borð og slóg verður selt ibræðslu. Fjölgað verður i skipshöfn úr 15 i 19 og unnið á 6 tima vöktum um borð. „Við erum vongóðir um að þetta eigi eftir að ganga vel hjá okkur. Vissulega er þetta dýrt fyrirtæki en hvað er ekki dýrt? I það minnsta er vonlaust að láta skipið standa aðgerðarlaust hér við bryggju. Það væri þá betra að selja það. En við erum bjartsýnir þvi við vitum að Færeyingum og Norðmönnum hefur gengið vel. Mannskapurinn er jákvæður fyrir þessu og það skiptir ekki minnstu ef vel á að ganga”, sagöi Bjarni Gunnarsson skipstjóri á Eldborg- inni. —lg. Farmenn segja útgerðarmenn hafa hlaupið burt Boða 6 daga veikfall ar. Ljóðabækur koma út eftir þá Hjört Pálsson, Indriða G. Þor- steinsson og Erlend Jónsson. Meðal þýðinga er skáldsaga eftir Kurt Vonnegut, Sláturhúsið i þýðingu Sveinbjörns I. Baldvins- sonar. Einnig kemur út verð- launabók Norðurlandaráðs, Sam- úelsbók eftir Sven Delblanc. Af öðrum bókum má nefna barnaleikritið Gosa meö myndum úr uppfærslu Þjoðleikhússins og formála eftir Brynju Benedikts- dóttur. Siðast en ekki sist má nefna endurútgáfu á Dalalifi Guðrúnar ‘frá Lundi sem gefið verður út i þremur bindum. Brynjólfur Bjarnason vildi að lokum taka fram að fullan fyrir- vara yrði að hafa á þessari upp- talningu vegna hugsanlegra breytinga. —GFr „Þarna kemur kolmunninn inn og fer siðan eftir þessu vinnslukerfi, hausaður og flakaður og að siöustu frystur”, Bjarni Gunnarsson skipstjóri á Eldborgu sýnir blaðamönnum vinnslusalinn i frystihúsinu sem veriðeraðsetja upp iskipinu. Mynd —eik Bruni í Þorlákshöfn Um miðjan dag i gær kviknaði i verkstæðishúsi Meitilsins i Þor- lákshöfn og ónýttist verkstæðið i eldsvoða þessum. Engin slys urðu á mönnum. Verkstæðið var i sömu bygg- ingu og fiskimjölsverksmiðja Meitilsins en ekki urðu skemmdir á verksmiðjunni. Slökkvilið Þorlákshafnar kom skjótt á vettvang og gekk vel við að slökkva eldinn, en liðsauki slökkviliðsmanna frá Selfossi, Hveragerði og Reykjavik mætti einnig á staðinn. Eldsupptök eru ókunn. „Til að knýja á um að útgerð- irnar standi við þau gefnu vilyrði sem á þeim mátti skiljast að frá- gengin væru skömmu áöur en slitnaði upp úr viðræðum þá hefur samninganefnd farmanna afráðið að boða til frekari vinnustöðvana á kaupskipum, ferjum, hafrann- sóknarskipum og sanddælu- skipum. Hefur verkfall á þessum skipum verið boðað dagana 17.18. og 19. ágúst svo dagana 24.25. og 26. ágúst n.k.” segir i fréttatil- kynningu sem Farmanna- og fiskimannasambandið sendi frá sér i gær. Farmenn saka viðsemjendur sina um að hafa gengiö á bak oröa sinna eftir að samkomulag hafði náðst um lifeyrissjóösmálin snemma á fimmtudagsmorgun s.l. og hlaupiö frá viðræöunum. „Samninganefnd farmanna álitur”, segir i fréttatilkynning- unni,” aðhún teygði sig eins langt i átt að samkomulagi viö útgerðir og nokkur var kostur en útgerð- irnar hafi hundsað einlægan samningsvilja farmanna nú siðast undir lokin með þvi að ganga á bak fyrri vilyrðum um lausnir á deilunni.” Nýr samningafundur hefur ekki verið boðaður og verður ekki fyrr en annar hvor deiluaðilja sér ástæðu til, að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar sáttasemjara. -lg-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.