Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Helgin 7. - 8. ágúst 1982
Blómlegasti vitavöröur landsins. Sóleyjabreiöurnar i Látravíkurtúni bylgjast fyrir hægum vindi. t bak-
sýn lægsti lilnti llornbjargs og Fjalir, hvltar af fugli.
i hugum fólks er eitthvaö útópískt viö Hornbjargsvita.
Hann er svo langt í burtu og afskekktur og svo er hann
kenndur við hiö hrikalega Hornbjarg sem er stærst allra
fuglabjarga. Allt þetta er rétt,en þó er ekki öll sagan
sögð. Vitinn stendur í lítilli vík rétt austan við Hornbjarg
og á glöðum sumardegi er fallegt og vinalegt i Látravík,
gamla túnið eitt blómahaf og staðarlegt heim að líta.
Hvítmálað húsið og umhverfi þess er snyrtilegt og þar
ræður rikjum heimsmaður, bókamaður og skáld, Jóhann
Pétursson. En i sumar er hann í frii og vitavörður fyrir
hann á meðan er Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir
ásamt aðstoðarvitaverði, Jóni Kára Hilmarssyni, 16 ára,
og stráklingnum Hrólfi Gestssyni, 12 ára. Ég átti þess
kost að njóta gistivináttu Siggu Hönnu um nokkurra daga
skeiö um daginn.
Vagni fullum af rifnum giröingarstaurum erhér húrraö meö spili niöur
rennibraut i Látravikurfjöru. Tröppurnar eru 50—60 og öldurótiö nær í
tröppu i noröanbálviörum.
Hjá Siggu Hönnu vitaverði
Látravik var um aldir óbyggð
með öllu.enda erfið og þröng lend-
ing þar og klettar upp af fjörunni.
Vikin var talin heldur hrjóstrug.
Þá var það fyrir rúmri öld siðan
að húnvetnskur ofurhugi, Jóhann
Halldórsson, tók sig upp og gerð-
ist siðasti landnámsmaðurinn á
Hornströndum. Hann nam Látra-
vik i Grunnavikurhreppi, gjörði
þar bæ og tún. Siðari bændur, sem
jafnframt voru vitaverðir, stækk-
uðu túnið og Látravikin varð all-
sæmilegasta bújörð eftir þvi sem
gerist á Hornströndum.
Heföbundin fjár- og kúabú-
skapur hefur þó alla tið veriö
erfiöur þar norður frá og nánast
aukaatriði. Fuglatekja, sjávar-
fang og reki var það sem máli
skipti. Jóhann Halldórsson, land-
neminn i Látravik, var veiði-
maður mikill og svo mikil skytta
að enginn var hans liki. Hann
var oft nefndur Jóhann refaskytta
vegna listar sinnar og yfirburöa.
Hann var svo skotviss að vart
þótti einleikið ef skot frá honum
geigaði.
Svo segir i Hornstrendingabók
eftir Þórleif Bjarnason:
,,Hann þekkti eðli hins slóttuga
dýrs, tófunnar, út i ystu æsar,
hætti hennar og duttlunga, lék sér
að grimmum bitvörgum, þaul-
reyndum i slóttugheitum og
sigraði þá jafnan. Jóhann þurfti
ekki að liggja fyrir tófu, list hans
var yfir veiðimennsku hafin.
Hann gaggaði þær til sin um há-
bjartan dag, þekkti hvort það var
kvendýrið eða karldýrið, sem
kallaði. og svaraði i kvengaggi
eða karlgaggi eftir þvi, sem við
átti, þar til hann hafði hænt tóf-
una til sin og gat talaö við hana á
öðru máli. Hann elti þær uppi að
degi til, lék sér við og nær þvi
dekraði, dáleiddi þær til spektar,
þar til hann gat valið á þær færi.”
Og enn eru tófur um allar Horn-
strandir. Ég og samferðarfólk
mitt sáum margar og nánast
lékum við yrðlinga á greni sem
við fundum. Þær gera sig oft
heimakomnar i Látravik og heyrt
hef ég Jóhann vitavörð halda þvi
fram að nafni hans Halldórsson
hlyti að vera tófa i öðru lifi og
koma af og til gaggandi i vitann.
Dýrlegar
gönguleiðir
Þegar Jóhann fluttist á
gamalsaldri úr Látravik lagðist
hún i eyði. Bæjarhúsin féllu og
eru nú tóttir einar uppi i túni.
Engum kom til hugar að hefja bú-
setu i Látravik fyrr en vitinn var
reistur þar um 1930. Hann er
áfastur við ibúðarhúsið sem er
tvilyft, rúmgott og nýlega upp
gert. Þar eru 8 herbergi auk
margra vistarvera i kjallara og
auk þess eru útihús. Um miðbik
aldarinnar var Frimann Haralds-
son vitavörður i Látravik en hafði
áður búið á Horni i Hornvik. Hann
var mikill atorkumaður og bætti
jörðina og girti. Hann hafði beit
arhús i Hrolllaugsvik.,, og til þess
að gegna fénu þurfti hann aö
ganga daglega yfir Axarfjall sem
gnæfir yfir vitann að austan-
verðu. Jóhann Pétursson hafði
nokkurn búskap til að byrja með
en nú eru 4 hænur, einmana og
hálfgalnar, allur bústofninn.
Látravik er dýrlegur staður
fyrir útivistarfólk. Þaðan eru
gönguleiðir i allar áttir. Horn-
bjarg er náttúrlega kapituli út af
fyrir sig og enginn sem kemur i
Látravik getur látið undir höfuð
leggjast að fara niður i fjöru
undir bjarginu og að svokölluðum
Fjölum. Þær eru miklir berg-
drangar sem standa sjálfstætt
undir bjarginu, þéttsetnir fulgi.
Hægt er að fara stuttar dagleiðir i
Hornvik og Kekavik bak Höfn og
er þá annaðhvort farið um Kýr-
skarð eða Almenningaskarð.
Hestskarð við Dögunarfell mun
aftur á móti illt yfirferðar. Þá er
einnig hægt að lara austur i
Bjarnarnes, þa*- sem einu sinni
var búið eða i Siniðjuvik. Einnig
er auðvelt á góðum degi að ganga
yfir i Lónafjörð á Jökulfjörðum
sem er undurfagur og sérkenni-
legur. Fjaran i Látravik er kapi -
tuli út af fyrir sig og viða hefur
Jóhann vitavörður sett tóg niður
til að auðvelda niðurgöngu.
Draugagangur
Draugar eru viöa á ferli á
Hornströndum og t.d. er þræl-
reimt i Smiðjuvik sem fór i eyði
árið 1938. 1 Hornstrendingabók
segir frá glimu eins af sonum Jó-
hanns refaskyttu viö draug. Hann
þurfti eitt sinn um haust að fara á
Austurstrandir og lagði af stað úr
Látravik seinni hluta dags. Þegar
hann átti skammt eftir ófariö að
næsta bæ, Bjarnarnesi, sá hann,
að upp fjöruna kom maöur og
stefndi til hans. Réðst maður
þessi að Stefáni, og hófst þar hin
snarpasta viðureign. Fann Stefán
aö hér mundi hann eiga við sjó-
draug, þvi að hann reyndi mjög
aö hrekja hann til sjávar, en þvi
varðist Stefán öllum mætti. Sagði
hann að svo hefðu átök draugsins
verið hörð, að likast hefði verið
þvi, að hold hefði verið nist frá
beinum, en illt hefði veriö að ná
tökum á honum og þvi likast að
tekið væri á sleipri hvelju eða
marglyttu. Reyndi Stefán að
verjast að hlaupa undan draugn-
um og tókst honum loks að losna,
þegar leikurinn hafði nær borist
heim að Bjarnarnesi. Seint á
vökunni þetta kvöld urðu hjónin á
Bjarnarnesi þess vör að rjálað
var viö bæjarhurðina. Þegar þau
opnuðu valt Stefán i Látravik i
fang þeim og lá við að faila i
ómegin. Var hann illa til reika, föt
hans rifin og hann blóðugur allur
og marinn. Sjódraugurinn var
talinn maður sem drukknaði
skömmu áður og átti glimu aö
hefna við Stefán.
Kafli
í afrekssögunni
Starf vitavarðar er fyrst og
fremst fólgið i þvi aö taka veður á
þriggja tima fresti allan sólar-
hringinn og senda á veðurstofuna.
Verkaskipting milli þeirra Siggu
Hönnu og Jóns Kára er sú að hann
vakir á nóttunni, hún á daginn.