Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 13
Ungviðið lyfti sér upp i sól og sumaryl í AUavikinni um verslunar- mannahelgina. Herlegheitin hófust að kvöldi föstudags með tónleikum Þursa- flokksins og voru þeir samir við sig og hlutu óspart lof áheyrenda. Að loknum leik Þursanna var stiginn dans á tveim pöllum úti i Guðs grænni náttúrunni. Þeytti Þorvaldur Jónsson dragspil sitt af mikilli innlifun við undirleik sinna manna á pallinum i rjóðr- inu, en á hátlðarpallinum voru Grýlurnar og Stuðmenn i aöal- hlutverkum. Fóru þau á kostum og undraðj það engan, enda voru þau ,,Með allt á hreinu” i far- angrinum og ósjaldan íarið „Ot á stoppustöð” það kvöldið og jafn- vel ekki örgrannt um að einhverj- um með bindi hafi brugðið lyrir á svæðinu! Laugardagurinn var jafnvel bjartari og fegurri en föstudagur- inn, og er sólin stóð i hádegisstað og tveim timum betur var blásið i lúðra og boðið til hljómsveita- keppni. Voru mættir til leiks 13 friðir og föngulegir flokkar er berjast skyldu um sæmdartitilinn „Hljómsveitin ’82”. Var það hörð rimma og snörp en þó fór svo að lokum að uppistandandi voru þrjár hljómsveitir, allar úr Aust- firðingafjórðungi. Vakti það að vonum mikla hrifningu hátiðar- gesta og fóru úrsiit svo að lokum að hlutskörpust varð hljómsveitin „Lóla” frá Seyðisfirði en „Aþena” lrá Egilsstöðum og „Kvöldverður á Nesi” frá Nes- kaupstað deildu bróðurlega öðru og þriðja sætinu. Um kvöldið var og stiginn dans. Sunnudagurinn bauð upp á há- tiðardagskrá með Guðlaugi Ara- syni i ræðustól, hæfilegu hallaog- laddarii og iþróttaleikjum, svona rétt til að gamli ungmennafélags- andinn færi ekki alveg i jólakött- inn.Ogennvar stiginn meiri dans á sunnudagskvöldinu og ekkert lát á grýlum og stuðmönnum, jafnt uppi á sviði sem á danspöll- um. 1 siðustu geislum kvöldsólar- innar gekk ég upp á ásinn innan við Vikina og hlustaöi á óminn frá söng Stuðmanna, um manninn sem var blindíullur og ætlaöi að hætta að drekka á morgun, með- an sólin hvarf I mynni Héraðsfló- ans. Ósjálfrátl komu mér i hug orð skáldsins, sem fæddust á þessum slóðum fyrir mörgum ár- um siðan: „Ég býð þér dús min elskulega þjóð....”. A mánudagsmorgni pakkaði ævintýrið Atlavik ’82 saman og við héldum á vit veruleikans. Austfirsk æska undi hag sinum vel og skemmti sér og öðrum meö gitarspili og söng. Vatn er til flestra hluta nytsamt en sumir komust af með annað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.