Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 31
Helgin 7. - 8. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 31 Steingrímur Hermannsson um hækkun olíuverðs „Égvarð sjokkeraður” Kynnið ykkur gjaldeyrísþjónustu Landsbankans. LANDSBANKINN Bcuiki allra landsmanna „Ég varð jafn sjokkeraður og aörir þegar ég las um þessa ákvörðun Verðlagsráðs að hækka verð á oliu. Þetta kemur alveg i bakið á okkur sem höfum verið aö vinna að tillögum um lausn á vanda útgerðarinnar” sagði Steingrimur Hermannsson sjávarútvegsráðherra i samtali við Þjóðviljann i gær. írtgerðarmenn hafa harðlega mótmælt 8.4% oliuverðshækkun sem ákveðin var á fundi verð- lagsráðs á miðvikudag og tók gildi i fyrradag. Segja þeir að þessi hækkun muni auka útgjöld útgerðarinnar um 60 miljónir kr. á ári. „Ég hafði gert tillögur um að vissir liðir i útreikningi á oliu- verði yrðu teknir út i eitt skipti fyrir öll og oliuverðið myndi þá lækka að sama skapi um allt að 20%, sagði Steingrimur. Aðspurð- ur um hvort þessi oliuverðshækk- un þýddi að gripa þyrfti til enn frekari niðurgreiðslna en tillög- urnar gerðu ráð fyrir, sagði hann að augljóslega þyrfti að gripa til einhverra aðgerða, annaðhvort i formi hækkunar fiskverðs eða lækkunar á oliuverði. „Þessi beiðni um verðhækkun á oliu, hafði legið um tima hjá verð- lagsráði og ég vissi af þvi, en það kom alveg i bakið á manni að þetta yrði ákveðið svona skyndi- lega. Það var þrýst á um þessa hækkun frá oliufélögunum, geng- isbreytingar hafa haft sin áhrif og ekki sist hafa fulltrúar launþega viljað fá bensinverðshækkunina fram fyrir útreikning visitölu, en þessar hækkanir voru samþykkt- ar samhljóða i verðlagsráði”, sagði ráðherra. —lg Sveinn Björnsson, fulltrúi Tómasar Árnasonar: Þessir piltar voru að baða sig i Lagarfljóti um verslunarmannahelgina, en þeir voru á útihátiðinni i Atlavik. Fieiri böðuðu sig i fljótinu og ekki er vitað til þess að ormurinn hafi kippt neinum ofan i. — Mynd: áþj. rni Bergmann: Fyrsta skáid- igan vleðal útgáfubóka Máls- >g menningar í haust: Magnús Kjartansson: tJrval úr Austragreinum Austri os Ámi Bemmann Meðal útgáfubóka Máls og menningar i haust verða bækur eftir fyrrverandi og núverandi ritstjóra Þjóðviljans. Gefiö verður út úrval úr Austra- greinum Magnúsar heitins Kjartanssonar úr Þjóðviljanum og nefnist sú bók Frá degi til dags. Þá kemur út fyrsta skald- saga Arna Bergmanns er nefnist Geirfuglarnir.Þessar upplýs- ingar fengust hjá Ólafi Ólafssyni hjá Máii og menningu i gær. Mál og menning gefur auk þess út þrjár nýjar islenskar skáld- sögur: Hjartað býr enn i helli sinum eftir Guðberg Bergsson, óskirða skáldsögu eftir Olgu Guðrúnu Arnadóttur og Af mannavöldum eftir Alfrúnu Gunnlaugsdóttur lektor sem ekki hefur fyrr sent frá sér bók. Þá er hugsanlegt að komi út ný skáld- saga eftir Ólaf Jóhann Sigurðs- son. Ljóðabækur koma út eftir Ninu Björk Árnadóttur og Normu E. Samúelsdóttur og ennfremur safn lióðaþýðinga eftir Helga Hálf- danarson. Nefnist það Erlend ljóð frá liðnum timum og i þvi verða allar ljóðaþýðingar hans nema kinversku og japönsku ljóðin sem hafa komið út sér i bókum. Þá hefur Björn Th. Björnsson unnið bók upp úr viötölum sem hann átti um Einar Benediktsson og flutt voru i útvarpinu i fyrra. Kemur hún út i haust. Annað bindi af ritsafni Sverris Kristjánssonar kemur út, þriðja bindi af ritsafninu Með storminn i fangið eftir Brynjólf Bjarnason ogúrvalúr ritdómum Sigurðar A. Magnússonar. Tvær nýjar islenskar barna- bækur eftir Véstein Lúðviksson og Andrés Indriðason eru og væntanlegar. . Meðal helstu þýðinga er t dýfl- inni eftir James Joyce i þýðingu Sigurðar A. Magnússonar, Felix Krull endurminningar glæfra- manns eftir Thomas Mann i þýð- ingu Kristjáns Árnasonar og „Den sorte gryde” eftir Heinesen i þýðingu Þorgeirs Þorgeirs- sonar. _ GFr Greiðari leiðmeÖVISA greiöslukorti Stór hópur íslendinga þekkir nú af eigin reynslu kosti VISA greiðslukortanna. Þau má nota erlendis til greiðslu á ferðakostn- aði, svo sem fargjöldum, uppi- haldi o.fl. VISA greiðslukort eru þau al- gengustu sinnar tegundar í heim- inum og njóta mikils trausts. Upplýsingablað með reglum um notkun liggurframmi í næstu af- greiðslu bankans. Verðlagsráð tekur sjálfstæðar ákvarðanir Verðlagsráð starfar sjáifstætt samkvæmt lögum og tekur sjálf- stæðar ákvarðanir. Oliuverð var siðast ákveðið 12. júni s.l. og á þeim tveimur mánuðum sem sið- an eru liðnir hefur orðið yfir 10%, gengissig. Það þýðir ekkert að horfa fram hjá þvi hvaða áhrif slik þróun hefur á oliuverð”, sagði Sveinn Björnsson formaður verðlagsráðs. Sveinn sem er skipaður for- maður verðlagsráðs af viðskipta- ráðherra, Tómasi Arnasyni, var spurður hvort hann hefði tekið ákvörðun um þessa hækkun i samráði við ráðherra. „Verðlagsráð er sjálfstætt og tekur sjálfstæðar ákvarðanir. Menn eru tilnefndir i þetta ráð af ýmsum aðilum og samtökum, og þeir eru ekki bundnir af þeim. Akvörðunin er á ábyrgð einstak- linganna. Þegar gagnrýni sjávarútvegs- ráðherra á hækkun oliuverðs var borin undir Svein, sagðist hann ekki vilja svara slikri gagnrýni. „Það eitt, að allir sem viðstaddir voru þennan fund i verðlagsráði greiddu þessum hækkunum at- kvæði sitt, sýnir að menn skildu hver vandinn var.” —lg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.