Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 24
24 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 7. - 8. ágúst 1982 um helgina Nokkrir munir eftir Kolbrúnu Kolbrún með 1 fyrradag opnaði Kolbrún Björgúlfsdóttir leirkerasmiður og meðlimur i Galleri Langbrók kynningu á verkum sinum, hand- unnu postulini i Galleri Langbrók, Amtmannsstig. Kolbrún er starf- kynningu andi leikerasmiður i Búðardal, þar sem hún framleiðir m.a. muni úr Búðardalsleir. Sýningin stendur til 13. ágúst og er opin daglega frá kl. 12—18. Þjóðhátíðin hófst í gær Þjóöhátið þeirra Vestmannaey- inga hófst i gær og stendur hún fram á mánudagsnótt. Þar verð- ur margt til skemmtunar, hljóm- sveitirnar Stuðmenn, Eadius og Hljómsveit Stefáns P. munu sjá til þess að fólk hreyfi sig. Gifur- lega mikið er lagt i þessa hátið og engu til sparað svo að hún fari sem best fram. Hápunktur hátið- arinnar verður þegar Siggi Reim hleypur með logandi kyndil og kveikir i bálkestinum. Prestvígsla í Dómkirkjunni A morgun kl. 11 f,h. vigir biskup tslands, herra Pétur Sigurgeirs- son i Dómkirkjunni eftirtalda guðfræðinga til prestsembætta. Gisla Gunnarsson til Glaum- bæjarprestakalls, Skagafjarðar- prófastsdæmi. Hreinn Hákonarson til Söðul- holtsprestakalls, Snæfellsnes og Dalaprófastsdæmi. önund Björnsson til Bjarnanes- prestakalls, Skaftafellsprófasts- dæmi. Sr. Gunnar Gislason prófastur i Glaumbæ lýsir vigslunni og vigsluvottar ásamt honum eru dr. Einar Sigurbjörnsson, sr. Ingi- berg Hannesson og sr. Magnús Guðjónsson biskupsritari. Altar- isþjónustu annast sr. Hjalti Guð- mundsson dómkirkjuprestur. . Atriði úr kabarettinum á Hótel Sögu, Súlnasal. Kabarett í fullum gangi á Hótel Sögu „Jú, það er rétt — Kabarettinn, eða Sumarkvöld á Sögu gengur enn á fullu i Súlnasal Hótel Sögu á hverju föstudags- og laugardags- kvöldi,” sagði Einar Bergmund- ur, blaðafulltrúi Kabarettsins I stuttu spjalli við Þjóðviljann á dögunum, ,,og það er mér mikil ánægja að geta sagt það, að hann hefur tekið töluverðum stakka- skiptum frá því að hann var sýnd- ur fyrst. Þaö hefur vcrið bætt við hann fyndnari atriðum og um nýjustu atburði i Bretaveldi og ýmsu fleira.” Að sögn Einars fer þó sýningum að fækka eftir þessa helgi. „Já, það var upphaflega samið við Hótel Sögu um það, að sýningar yrðu aðeins tiu, og þar sem sjentilmenn sitja beggja vegna samningaborðs, þá er staðið við alla samninga, hvað sem liður sárindum þeirra sem af missa”, sagði Einar. En þeir sem vilja, geta þó enn brugðið sér á Sögu á föstudags- og laugardagskvöldum, eins og fyrr sagði og létt sér geð við að horfa á Kabarettinn i Súinasalnum. Leik- ararnir Soffia Jakobsdóttir, Jón Sigurðsson og Ellert Ingimundar- son bregða sér i ótal hlutverk og dansmeyjarnar Astrós og Erna taka fjöldann allan af léttum sporum við undirleik hljómsveit- arinnar Opus, sem leikur jafn- framt fyrir dansi til kl. 3 að morgni, en Mjöll Hólm er söng- kona sveitarinnar. Þess má að lokum geta, að helgargjaldið er innifalið i að- gangseyrinum á Kabarettinn. daegurtónlist Meira Mikið og margt hefur verið skrifað um komu bresku hljóm- sveitarinnar Comsat Angels hingað til lands. Nú er það ljóst að hljómsveitin kemur hingað í næstu viku og heldur hér tvenna tónleika í Tjarnarbíó. Eins og menn muna varð að aflýsa tónleikum hljómsveitar- innar í seinasta mánuði af þeim sökum að húsið brást. Um líkt leyti og hljómsveitin var að hefja hljómleikaferð sína um Bandaríkin veiktist bassaleikar- inn og varð að aflýsa þeirri ferð. Var því óvíst hvort hljómsveitin kæmi. En öll él styttir upp um síðir og munu þeir félagar koma hingað í næstu viku og halda hér tvenna tónleika eins og fyrr segir. Það hefur áður verið fjallað um drengi þessa hér á síðunni og því lítil ástæða til að endurtaka allt sem þá var sagt. Þó er ekki úr vegi, svona til hátíðabrigða, að fara nokkrum orðum um upphaf og hróður hljómsveitarinnar. Comsat Angels varð til mitt í pönkæðinu og spilaði þá létt popp. Tryggðarrof út- gáfufyrirtækis varð til þess að Dag og nótt Einn hinna fjöldamörgu sem skaut upp kollinum i umróti hinnar nýju bylgju var Joe Jackson. Honum skaut mjög snögglega upp kollinum og miklu hraðar en gengur og ger- ist i þessari listgrein. Fyrsta breiðskifa hans, Look Sliarp, kom út árið 1979 og skaust upp á vinsældalistana. Þótti Joe þá ungur og efnilegur og voru miklar vonir við hann bundnar. Look Sharp var varla farin að rykfalla i plötuverslun- um, þegar önnur hljómplata hans I'm the Man kom út. Hún naut sist minni vinsælda en fyrri' plata hans, en menn fundu það að henni að hún væri of lik Look Sharp. Þriðja plata hans kom út árið 1980, Beat Crazy, var undir reagge og ska áhrifum og þótti hinn versti gripur. Með þessari plötu slitnaði uppúr samstarfi við hljómsveit þá sem hafði fylgt honum. Joe venti sinu kvæði i kross eftir útgáfu Beat Crazy og Joe Jackson: Night and day er frekar hragðlitil hljómplata. stofnaði sving hljómsveit með öllu tilheyrandi og gaf út plöt- una Jumpine Jive. Með henni rétti hann heldur úr kútnum en sving grillan endist ekki út árið. Siðan gekk Joe Jackson einu sinni enn i endurnýjun lifdag- anna og tók að semja létt og vandað efni. Afraksturinn er svo breiðskifan Night and Day sem er hvorki fugl né fiskur. Þessi plata flokkast i hóp með þeim fjöldamörgu hljómplötum sem fara fyrir ofan garð og neð- an i þvi daglega plötuflóði sem yfir okkur gengur. Það er eins og maður kannist við vel flest lögin á plötunni. Það þarf vart að taka það fram að hljóðfæraleikur á plöt- unni og öll vinnan i kringum hana er fyrsta flokks. Til að að- stoða sig við gerð þessarar plötu um Comsat Comsat Angels: Koma loks í næstu viku. hljómsveitin venti sínu kvæði í tónlistarbrautir. Þyngri og tor- Breiðskífur hljómsveitarinnar, kross og tók að troða allt aðrar meltari brautir. sem eru tvær að tölu, hafa fengið Angels mikið lof gagnrýnenda og sér- staklega var það síðari plata þeirra Sleep no More sem fékk mjög hástemmt lof. Voru allir á einu máli um það að hér væri meiriháttar hljómplata á ferð- inni. Hljómleikar Comsat Angels þykja góðir, kannski ekki sérlega fjörugir enda tónlistin höfð í fýrirrúmi en ekki sviðsfram- koma. Fyrri tónleikar hljómsveitar- innar verða á fimmtudaginn og þeim til aðstoðar verður ónefnt tríó sem er skipað af þeim köpp- um sem hvað mest höfðu af Kil- ling Joke-mönnum að segja. Þeir sem hér um ræðir eru Sigtryggur og Gulli úr Þey og Birgir Mogens- en fyrrverandi bassaleikari Spilafíflanna. Verður gaman að heyra hvað þessir kappar hafa fram að færa, en þetta verður uppákoma þeirra þremenninga. Síðari tónleikar Comsat Angels verða svo á föstudaginn og verða Vonbrigði þeim þá til trausts og halds. Það eru góðir gestir sem við eigum von á, a.m.k. hef ég þá trú að það verði enginn vonsvikinn sem bregður sér á tónleikana með Comsat Angels. — jvs Jón Viðar Sigurðsson skrifar * á fékk Joe Jackson David Kersen- baum en hann var upptökustjóri á tveim fyrstu breiðskifum Joe Jackson. Þrátt fyrir liösinni Kersenbaum nær Jackson ekki að rifa sig upp úr meðal- mennskunni. Night and Day er frekar bragðlitil hljómplaia frá tónlist- armanni sem hefur oftast gert betur en þetta. —JVS.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.