Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 19
Helgin 7. - 8. ágúst 1982 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 19 Ráðlagt og ráðlagt ”En það var dembt yfir okkur útlendum sérfræðingum, sem eru áreiðanlega ágætis menn, en þeir höfðu bara ekkert að segja umfram það, sem þeir kunnu, og þegar ég benti á, að það sem mitt fyrirtæki þarfnaðist helst, væri undirstöðu- kunnátta á ákveðnum sviðum hús- gagnaframleiðslu, sem hefur fleygt fram á síðustu árum, þá var bara kinkað vingjarnlega kolli og ekki gert meira í því. Svo gengu ein- hverjir menn hér um og ráðlögðu og ráðlögðu, en sannleikurinn er nú bara sá, að þeir höfðu varla við yngsta lærlingnum hérna. Margt af því, sem þeir sögðu benti til þess að þeir vissu varla, hvað húsgagna- framleiðsla var”. - Eru þetta nú ekki ýkjur, sagð- ar í þcim tilgangi að gera átakið hlægilegt, af því þú ert af ein- hverjum ástæðum sár? „Nei, það er öðru nær. Markmið- ið með þessu átaki virtist helst vera það, að koma hér á einhverju amerísku bónuskerfi. Það á bara alls ekki við hér“. lendis, sem framleidd er af mikið sterkari fyrirtækjum fjárhagslega, sem hafa líka margra kynslóða reynslu í húsgagnagerð. Það er ekkert smámál, skal ég segja þér, og ég held sé óhætt að segja, að það sé óralangt í útflutning húsgagna frá okkur“. - En hefur ”Markaðsátak í hús- gagnaiðnaði“, svokallað, ekki haft áhrif í rétta átt að því leytinu? Eru ekki fyrirtæki óðum að komast í hagstæð sölusambönd ytra? ”Æ, blessaður minnstu nú ekki á Markaðsátakið í húsgagnaiðnaðin- um.....“ - Hvers vegna ekki? ”Það er svoddan sorgarsaga, allt frá upphafi, og varla ástæða til að rekja hana nákvæmlega. En ég get þó sagt þér það, að ég ætlaði mér að taka heilshugar þátt í þessu á- taki enda sýndist mér það ætla að fara ágætlega af stað. En það þýðir hins vegar ekki, að ætla sér að færa framleiðendum svona átak eins og einhverja gjöf af himnum ofan. Það verður að vinna það frá upp- hafi til enda í mjög nánu samráði við þá, sem eiga að njóta góðs af því.“ Bónus á ekki alls staðar við ttölsk áhrif eru merkjanleg f þessum húsgögnum frá TM, en þau cru meðal nýjustu framleiðsluvara fyrirtækisins, eins og kemur fram í við- taiinu við Emil. ”Bónus, eða akkorð, eins og það hét nú í gamla daga, er flókið mál, og það verður bara að segjast eins og er - og þetta vita allir, sem reynt hafa - að bónus á ekki alls staðar við. Allra síst hér, enda framleið- um við hérna margar tegundir hús- gagna, við erum alltaf að skipta um húsgögn í framleiðslu, og það þýðir einfaldlega, að bónusinn dytti upp- fyrir hvað eftir annað. Smiðirnir hefðu engan hag af honum, það gefur auga leið. En ráðgjafarnir voru alltaf að ráðleggja okkur, og á endanum gafst ég bara upp og sendi þá burt og neitaði að greiða fyrir þessa ráð- gjöf. Og það stendur víst allt í ein- hverjum málaferlum núna út af þessum peningum". - Þú telur þig sem sagt hafa efni á því að hafna þessari erlendu ráð- gjöf og ganga út úr ”átakinu“ sem þú hafðir þó byrjað að taka þátt í? ”Já, frekar en að samþykkja það, að staðið yrði að málunum eins og raun bar vitni. Ég sætti mig ómögulega við það. Annars vil ég sem minnst ræða ”átakið“, eins og þú skilur kannski”. - Víkjum þá að öðru: Hvernig stendur á því, að þitt fyrirtæki, eitt fárra stendur jafn vel og þú segir? Burtséð frá því, sem þú sagðir áð- an, að eitt sinn skuli hver deyja. "Ástæðan fyrir því að þetta fyrir- tæki er lifandi í dag, og það nokkuð vel lifandi og stendur sig prýðilega í samkeppninni við innfluttu húsgögnin, byggist að stórum hluta á því, að framleiðslan og smásalan er að langmestum hluta til undir sama hatti. Trésmiðjan Meiður framleiðir húsgögn, og seiur sjálft upp undir 80% af sinni framleiðslu. Ef við lítum til nágrannalanda ,pkk;ar, þá sjáum við, að húsgögn eru framleidd samkvæmt þessu dæmigerða verksmiðjusniði. Eitt fyrirtæki framleiðir húsgögnin, og dreifir þeim siðan til margra sér- stakra sölufyrirtækja út um allt landið. Hér er ekki grundvöllur fyrir slíkum starfsháttum. Ekki lengur. Fyrir 10 - 15 árum var hér fjöldi fyrirtækja, sem framleiddi húsgögn og þau gerðu ekkert ann- að - svona rétt eins og gosdrykkja- fabrikkur eða smjörlíkisgerðir - og þessi fyrirtæki dreifðu sínum húsgögnum til sölu í verslanir. En eftir að innflutningurinn var gefinn frjáls, hafa þessi fyrirtæki al- gjörlega dottið uppfyrir“. Verslunargróðinn ”Hér á árum áður var Meiður bara framleiðandi, en þegar inn- flutningurinn óx úr öllu valdi, og áhugi húsgagnasala minnkaði, fór- um við í það að koma á fót þessari húsgagnaverslun. Þú veist það, að hér á landi er verslunin númer eitt, og það er sagt, að verslunin sé eini at- vinnuvegurinn, sem skilaði hagn- aði á síðastliðnum árum, en fram- leiðsluatvinnuvegirnir eru aftur á móti sagðir vera á hausnum”. - Þannig að það er þá í rauninni verslunargróðinn, sem heldur öll- um rekstrinum uppi, ekki satt? ”Þú mátt orða það þannig, jú, þótt ég vilji nú presentera það á smekklegri hátt. En það sem skipt- ir auðvitað langmestu máli er það, hvað sem öllum svona hug- leiðingum líður, er að fólk er afar kröfuhart, þegar það kaupir sér húsgögn. Það vill fá virkilega fal- lega vöru og auðvitað vill fólk líka, að hún sé fáanleg á viðráðanlegu verði. Og við höfum hvernig sem árað hefur, reynt að vera vakandi, barist harðri baráttu til þess að vera samkeppnisfærir bæði hvað varðar útlit húsgagnanna og verð. Það er mergurinn málsins, og algert undirstöðuatriði, þegar afkoma okkar fyrirtækis er til umræðu." Að læra af lengra komnum - Svo við snúum okkur þá að öðru, Emil: Samkeppnin hlýtur að krefjast þess, að þið fylgist vel með í því sem er að gerast í húsgagna- iðnaðinum, bæði hér heima og er- lendis, er ekki svo? ”Jú, við höfum orðið að fylgjast náið með. Við höfum verið vak- andi fyrir þvi, sem t.d. nágrannar okkar hafa verið að gera, og þang- að höfum við sótt margar fallegar fyrirmyndir að okkar framleiðslu. Það höfum við reynt að heimfæra til okkar íslensku aðstæðna, þannig að við gætum framleitt húsgögn, sem hafa notið vinsælda og selst vel. Við sóttum lengi vel til frænda okkar á Norðurlöndum, enda trúi ég því að allar framfarir byggist á því að menn telji sig ekki of mikla menn til þess að læra af þeim, sem lengra eru komnir“. - En hvað þá með hönnunina? Var hún aðkeypt? "Síðastliðin tíu ár hefur hún ein- göngu verið unnin af starfsmönn- um fyrirtækisins ásamt mér. Það hefur haft í för með sér, að sam- vinnan um hvert verkefni hefur verið mikil, enda er það mikið verk að koma nýjum húsgögnum í framleiðslu. Én síðastliðin 2 — 3 ár höfum við haft starfandi fastráðinn húsgagnaarkitekt, Gunnar Magn- ússon, hjá fyrirtækinu". í anda ítölsku línunnar ”Nú, ef við skoðum þróunina eins og hún hefur verið hér á Norð- urlöndunum þegar hönnunin er annars vegar - eða það væri kann- ski réttara að tala um nýtískuhönn- un í þessu sambandi - þá voru það Danir, Norðmenn og Svíar, sem voru fyrstir til að taka við sér. Finn- ar komu svo seinna inn í dæmið, og nú í seinni tíð við íslendingar. En þá bregður svo við, að Skandinaví- uþjóðirnar eru ágætlega sáttar við það, sem þær hafa, en bæði Finnar og við skjótum þeim ref fyrir rass og leitum fanga til Ítalíu. Ég veit ekki til þess að það sé neins staðar á Norðurlöndum farið að hanna og framieiða húsgögn í anda ítölsku línunnar nema í Finnlandi og hér hjá okkur í Trésmiðjunni Meið. Ég tel því, að það hafi sýnt sig, að það hafi verið ákaflega góð bú- bót að ráða lærðan húsgagnaarki- tekt til starfa hjá okkur, enda þótt starfsaðferðin hafi ekki breyst í neinum grundvallaratriðum - við vinnum enn saman í hóp að hverju nýju húsgagni, sem framleitt er hér, og hvert nýtt húsgagn er kann- ski til orðið vegna hugmynda frá fjöldamörgum starfsmönnum okk- ar“. Yfirleitt eitthvert húsgagn - Nú hefur Trésmiðjan Meiður verið starfandi í u.þ.b. 25 ár, og þú sjálfur hefur verið í húsgagnaiðn- aðinum i rúm 30 ár. Hefurðu nok- kra hugmynd um það, hve mörg heimili hér á landi skarta húsgög- num frá þér? ”Nei, almáttugur, það hef ég aldrei talið saman. Þó held ég, að við höfum framleitt eina 4 — 5000 stóla í alls konar kvikmynda- og samkomuhús. En heimilishús- gögnin hef ég aldrei talið saman. Þó finnst mér nú, þegar á allt er litið, dálítið merkilegt að koma inn á bæði kunnug og ókunnug heimili, því yfirleitt sé ég eitthvert húsgagn frá okkur. Það gleður hjartað", sagði Emil Hjartarson að lokum og var ekki að heyra á honum, að neinnar uppgjafar væri að vænta í bráð. — jsj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.