Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJ6DVILJINN Helgin 7. - 8. ágúst 1982 kvikmyndir Kagemusha Japan 1980 Handrit og stjórn: Akira Kurosawa Kvikmyndun: Takaio Saito, Masaharu Ueda Tónlist: Shinichiro Ikebe Leikendur: Tatsuya Nakadai, Tsutomu Vamazaki, Kenichi llagiwara. Akira Kurosawa er einn mesti galdramaður sem nú er uppi i kvikmyndaheiminum. 1 þrjátiu ár hefur hann haldið uppi merki japanskrar kvikmyndalistar, oft- ast i trássi við peningamenn þar- lenda, sem hafa verið tregir til að kosta myndir hans. Stundum hef- ur hann þurft að leita á önnur mið, fyrir nokkrum árum sáum við Derzu Uzala, sem hann gerði i Sovétrikjunum, og nú sýnir Nýjabió nýjasta meistaraverk hans, Kagemusha, sem óvist er að hann hefði getað fullgert ef ekki hefði komið til bandariskt fjármagn. Kagemusha er stórbrotið lista- verk, stórmynd i orðsins fyllstu merkingu. Efnið er sótt i jap- anska sögu — myndin er látin gerastá seinni helmingi sextándu aldar, sem var eitt róstusamasta timabil i sögu þjóðarinnar. Þetta var áður en Japan var sameinað i eitt riki. Lénsherrar réðu rikjum, svonefndir daiinyo, og létu ófrið- lega. Styrjaldir þeirra á milli voru daglegt brauð og margar frægar orrustur voru háðar, stundum var tugþúsundum manna slátrað að þvi er virðist i þeim eina tilgangi að kitla met- orðagirnd einhvers höfðingjans. Slik timabil i sögu þjóðar hljóta að bjóða upp á vangaveltur um fáránleika striðs og valds. Það gefur auga leið að Kurosawa er ekki aðeins að sýna okkur myndir úr fortiðinni, heidur vinnur hann úr þessu efni hugleiðingar og boð- skap sem skirskota til okkar tima, og reyndar allra tima. Hvor er verri? Orðið kagemusha hefur verið þýtt „skuggahermaður” eða tvi- fari. Merking þess verður áhorf- andanum ljós þegar i upphafsat- riði myndarinnar, þar sem Shing- en Takeda, grimmur og voldugur daimyo, höfðingi Takeda-ættar- innar, situr á tali við bróður sinn, sem er sláandi likur honum i út- Iiti, og vesælan þjóf sem bróðirinn hefur fundið á aftökusvæði þar sem átti að fara að krossfesta hann fyrir smáþjófnað. Þjófurinn Iikist þeim bræðrum mjög, og þeir ákveða að gera hann að kagemusha, tvifara Shingens. Strax i þessu samtali er gefinn tónn, sem fer einsog rauð- ur þráður um myndina, og það er siðferðilegur tónn, mjög i anda Kurosawa. Shingen hefur áhyggj- ur af þvi að þjófræksni fari að leika hlutverk hans, mikil- mennisins. Hvor okkar er verri? spyr þá þjófurinn. Eg hef stolið smávegis og kannski drepið einn mann, en þú hefur drepið hundruð manna og farið með ófriði. Shing- en hefur svar á reiðum höndumt vist er hann vondur maður, hann hefur rekið föður sinn i útlegð og drepið son sinn, en það var nauð- synlegt til að sameina ættina, þetta fylgir valdinu. Óvinir Shingens taka nýjustu tækni, byssuna, i notkun, leyni- skytta skýtur Shingen og hann deyr af sárum sinum. Það má ekki spyrjast að hann sé dauður, þvi þá er voðinn vis, upplausn og ósigur. Og nú er komið að tvifar- anum, að taka við hlutverki höfð- ingjans. Herforingjar Shingens, sonur hans og lifverðir eru með i leiknum, en enginn annar má vita sannleikann. Þrennt er það einkum sem her- foringjarnir óttast að komi upp um tvifarann: hestur höfðingj- ans, frillur hans og barnabarn. Barnið virðist i fyrstu ætla að verða erfiðast, þvi það segir auð- vitað strax: þetta er ekki hann afi minn! Rétt einsog i ævintýri H.C. Andersens um nýju fötin keisar- ans. En þjófurinn vinnur brátt fyylli drengsins og þeir verða mestu mátar, sá stutti sættir sig við þá skýringu að afi hafi breyst i striðinu. Og herforingjarnir finna ráð við hinu lika: höfðinginn hef- Tvifarimi og lilli erfinginn kvikmyndum sem hægt er að skrifa endalaust um. En fyrst og fremst er hún stórkostleg upplif- un, veisla fyrir öll skilningarvit. Hvað eftir annað gripur maöur andann á lofti og hugsar: hvernig er þetta hægt? Andspænis þessum myndræna og hljóðræna fullkom- leika hlýtur öll gagnrýni að verða að marklausu fálmi. Einsog fyrri daginn sýnir Kuro- sawa i þessari mynd að hann hef- ur mikið lært af Eisenstein, þeim mikla snillingi sem endalaust virðist hægt að sækja til. Kuro- sawa fór t.d. að dæmi Eisensteins og teiknaði myndina áður en hann fór að festa hana á filmu, og eru teikningar hans listaverk útaf fyrir sig, ekki siður en teikningar 4 Eisensteins af Alexander Néfski og Ivani grimma. Notkun Kurosawa á „sjokkeff- ektum” minnirlika á Eisenstein, sem var mikið fyrir að stilla sam- an andstæðum: hæg, lágvær at- riði skiptast á við hröð og hávær atriði, einsog i tónverki. Loks má nefna mörg dæmi um samsetn- ingu, eða röðun á myndflötum (komposition) sem er mjög i anda Eisensteins, einsog t.d. þegar herirnir eru að marsera i löngum röðum og sjást sumir frá hlið en aðrir beint framan á og verða úr þessu ýmiskonar form. TVÍFARINN KAGEMUSHA ur verið veikur og má hvorki sitja hest né liggja með konum. Shingen Takeda hefur skipað svo fyrir að dauða hans skuli leynt i þrjú ár. Þannig nær vald hans útyfir gröf og dauöa, syni hans til mikillar hrellingar. Shingen hafði gert þennan son sinn arílausan, en útnefnt sonar- son sinn erfingja i staðinn. Sonur- inn er lélegur herforingi, en brennur af löngun i völd og fræg- ar orrustur. Hann fyrirlitur þjóf- inn en verður að sætta sig við hann i þrjú ár, og kalla hann föö- ur. Maður og tákn Smám saman nær tvifarinn tökum á hlutverki sínu, en það gengur ekki átakalaust fyrir sig. Hætturnar leynast allsstaðar, njósnarar eru með nefið oni hvers manns koppi, óvini Shingens grunar ýmislegt en geta ekkert sannað. Samt er kannski erfiðust innri baráttan sem þjakar þjófinn og Kurosawa sýnir okkur i ein- hverju magnaðasta draumaatriði sem ég hef séð i kvikmynd. Hver er tvifarinn eiginlega? Er það „hann sem eftir lifir, eða hinn sem dó”? svo vitnað sé i Stein Steinarr. Hér er komið eitt meginþema myndarinnar: maðurinn og imynd hans. I Kagemusha er þetta tvennt ólikt. Maðurinn er hrekklaus alþýðumaður sem fá- tæktin hefur að visu leitt út i smá- þjófnað, en samt er hann besta sál, það sýnir ást hans á litla drengnum sem allt i einu er orð- inn afabarnið hans. Imyndin er hinsvegar tákn, sem er svo ógn- vekjandi að hugrökkustu herfor- ingjar hörfa undan þvi. „Fjallið bifast ekki” eru einkennisorð Shingen Takeda, og þótt fjallið sé leikið af mús gerir það sama gagn, slikur er ægimáttur tákns- ins. Þegar fjallið bifast loksins eru endalokin skammt undan. Son- urinn ris upp gegn valdi föður sins og ieiðir ættina i glötun. Aður hef- ur þjófurinn verið afhjúpaður. Hann óhlýðnast herforingjunum til að þóknast barninu sem honum þykir svo vænt um, fer á bak hest- inum sem enginn getur setið nema Shingen sjálfur, hesturinn kastar honum af sér og um leið sjá frillurnar að þetta er ekki Shingen, það vantar á hann ör sem höfðinginn bar eftir eina af sinum frægu orrustum. Þjófurinn er rekinn burtu með smán og fær ekki einu sinni að kveðja drenginn sinn, en útför Shingens er gerð með viðhöfn og óvinir Takeda-ættarinnar fagna. Þeir hafa þráö dauða Shingens árum saman. „Kannski er það allt og sumt sem við viljum” seg- ir einn þeirra og hlær. Allar þess- ar orrustur, öll þessi slátrun, hef- ur þá haft það markmið eitt að drepa einn mann. Lokaorrustan er háð við Naga- shiro, og þar eru ráðin örlög Tak- eda-ættarinnar i bardaga sem er svo fullkomlega meiningarlaus að sagnfræðingar hafa ekki feng- ið neinn botn i hann enn, að sögn Kurosawa. Kannski hefur fárán- leiki striðs aldrei verið sýndur á meistaralegri hátt en i lokaatrið- um Kagemusha. Óvinaherinn er búinn byssum (þeirra er framtið- in) og stráfellir Takedaherinn Við sjáum óvinaherinn, en af Takedahernum sjáum við aðeins herstjórnina sem situr á hæð og fylgist með gangi bardagans, og viðbrögð herforingjanna segja okkur allt sem segja þarf um það sem gerist á vigvellinum. Þjófur- inn, sem áður gat stöðvað bar- daga með þvi einu að birtast i gerfi Takeda hins ógurlega, er nú sviptur valdi sinu og fylgist skelf- ingu lostinn með framgangi bar- dagans. Svo hættir skothriðin og við sjáum valinn, þar sem þús- undir manna og hesta engjast i dauðateygjum. Stórkostleg upplifun Kagemusha er ein af þessum Tatsuya Nakadai i hlutverki tvifarans. En þótt hér hafi verið fjölyrt um Eisenstein er hitt jafnvist, að Kurosawa stælir hvorki hann né aðra, og varla er hægt að hugsa sér japanskari kvikmyndastjóra en þennan siunga öldung. Leikstillinn er t.d. mjög jap- anskur og Kurosawa virðist und- irstrika það með þvi að setja inn i myndina atriði úr Noh-leikhúsi. Þetta er leikstill sem er okkur mjög framandi, en tilfinningarn- ar sem leikararnir eru að túlka eru svo sammannlegar að þær ná til okkar þrátt fyrir þennan fram- andleika. Eitt þeirra atriða sem mér fannst hvað skýrast að þessu leyti var þegar erkióvinur Tak- eda frétti lát hans og tók að syngja og dansa — það voru mjög framandleg viðbrögð að okkar mati, en fullkomlega sannfær- andi. Eitt af þvi sem vekur stöð- uga undrun og aðdáun er likams- þjálfun leikaranna, hreyfingar þeirra minna helst á ballett og sum atriðin eru beinlinis byggð upp eins og dans, sbr. klettaball- ett njósnaranna þriggja sem allt- af eru að reyna að komast að þvi hvort Shingen er ekta eða leikinn af tvifara. Ekki er hægt að skilja við Kageinusha án þess að minnast á það sögulega andrúmsloft sem þar er skapað af mikilli kúnst með búningum og leikmyndum. Nákvæmnin i búningunum er slik, að leikararnir viðrast stiga beint útúr gömlum japönskum mynd- um, og einhversstaðar las ég við- tal við Kurosawa þar sem hann segist hafa valið leikarana með tilliti til þess að þeir liktust hinum sögulegu fyrirmyndum i útliti. Textavandamálið Nýjabió hefur gert okkur mik- inn greiða með þvi að taka þessa frábæru mynd til sýninga á þessu sumri, sem hefur vægast sagt verið ömurlegt kvikmyndalega séð. Þeim mun dapurlegra er að islenski textinn er með eindæm- um vondur. Bæði er, að langa kafla vantar i þýðinguna og að það litla sem þýtt er virðist mjög illa unnið og er t.d. uppfullt af prentvillum sem hefði þó auð- veldlega mátt koma i veg fyrir. Þetta textavandamál er orðið uggvænlegt og virðist fara versn- andi fremur en hitt. Mér finnst að bióstjórarnir ættu að taka höndum saman og gera eitthvað i málinu. Það var vissu- lega framför á sinum tima þegar farið var að sýna allar myndir með islenskum texta, en þegar maður sér listaverk einsog Kage- musha eyðilögð með þessu móti hlýtur að hvarfla að manni hvort ekki hefði verið betra i þessu til- viki að sýna myndina með ensk- um eða dönskum texta; þeir hljóta að vera skárri en þessi ósköp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.