Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 17
Helgin 7. - 8. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17 Jón Kári Hilmarsson aðstoöarvitavörður og Hrólfur Gestsson snún- ingastrákur háma i sig steikina. Hér sér niður i lendinguna i Látravik. Þar er ekki lendandi nema i ládauðum sjó eins og nú er. Hjalti Fcgursta útsýn úr eldhúsglugga sem húsfreyja á tslandi hefur. Indriðason keyrir hjólbörurnar en Auðbjörg frá Skagaströnd er úti fyrir. Veðurtaka er á þriggja tima fresti allan sólarhringinn og hér býr Sigga Hanna sig undir að senda veörið I gegnum talstöðina. Sigriöur Hanna Sigurbjörnsdóttir vitavörður á Horn- bjargsvita. Bókasafn Jóhanns Péturssonar er eitt hið stærsta á landinu og mörg fágæti i þvi. Hér er fyrsta útgáfa af Ijóðmælum Jónasar Hall- grimssonar, Kaupm annahöfn 1847. Yfir hásumarið er mikill gesta- gangur i vitanum og þykir sjálf- sagt að veita öllum beina, a.m.k. kaffi og brauð, og oft er nætur- gisting veitt ef fólk kemur blautt og hrakið. Aðalgestatiminn er þó vart nema 1—2 mánuðir. Aöra tima er þögn, ekkert heyrist nema veðurhljóð og brim. Yfir háveturinn er myrkur og gnauðar i björgum. Ariö 1968 var Einar Bragi hér sumarvitavörður og sagði þá um Jóhann vitavörð: ,,AÖ þrauka hér i 8 ár — þaö er einn kaflinn i afrekasögu Islendinga og ekki sá ómerkasti.” Nu er Jóhann búinn að þrauka hér i 22 ár. Hvað má þá segja. En að vera gestkomandi i vitanum um hásumar er yndi, Sigga Hanna hafði orð á þvi að ekki mundi önnur húsfreyja hafa fegurra útsýni úr eldhúsglugg- anum en hún. Þar er fyrst til að taka sóleyjatún svo mikið að ekki mundi annað meira og f jær tekur við Hornbjarg með Fjölum undir, hvitum af fúgli. Þaö er annars meira hvaö örnefni hér eru lika mögnuð: Oxi, Brýni, Blakkibás, Drifandi og Fjalir. r A reka Stundum koma skakbátar meö þorsk i soðið handa vitaveröinum og einn dag kom Auðbjörg frá Skagaströnd aö sækja reka. Skip- verjar eru með hluta af reka- réttindum i Smiðjuvik á leigu og höfðu i vor keypt reka af Jóhanni vitaverði. Nú voru þeir komnir aö sækja hann, 1200—1500 staura rifna eöa efni i þá. Þetta voru hinir hressustu karlar og auð- vitað þáðu þeir veitingar i vitanum þó aö þeir mættu engan tima missa til aö koma staurum i sjó meðan flóös nyti. Þyngstu rekaviðadrumbarnir eru sjálf- sagt 3—400 kg og enginn leikur að eiga við þá nema saga þá fyrst og það var reyndar gert i fjörunni. Rifnu staurarnir voru sóttir á hjólbörum i útihús og rennt á rennibraut niður i fjöru eöa settir i vagn og hifðir með spili. Meðfram rennibrautinni eru tröppur, 50—60 talsins, niður i fjöruna og ekki fyrir mæðna að hlaupa upp hana oft á dag. Gunnar Sveinsson heitir skip- stjórinn og Indriði Hjaltason vél- stjórinn en Benedikt Gunnarsson er háseti. Auk þess voru strák- lingarnir Hjalti og Arsæll og Anton með i förum. Gunnar segir að Auðbjörgin taki 2000 staura i ferð og 20—22 krónur fáist fyrir staurinn. En þetta kostar mikið erfiði en er þó skemmtileg til- breyting frá fiskiriinu. Indriði vélstjóri er eldri maöur og hann segist hafa unun af þvi að flækjast um vlkur á Hornströndum, það sé hreint og beint stórkostlegt. Það kemur enda i ljós að hann kann Hornstrendingabók utan aö. Þeir eru að heilan dag og fram á kvöld og kveöja svo með virktum. Þegar kvölda tekur er sest að steik i vitanum og siðan tekin einhver úrvalsbók úr hillu, spjallað saman yfir kaffi eða spilað. Oti er 12 stiga hiti, hægur suðvestan andvari og skyggni gott. Setið er fram á rauða nótt og sannarlega er nóttin rauð þvi að klukkan að ganga þrjú er sólar- lagið blóðrautt og sólin gægist upp úr sjónum lengst norður i Dumbshafi.. Hú.n slær daufum bjarma á vikur og nes. GFr -<*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.