Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 25
Helgin 7. - 8. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 25 um helgina Sólveig í Nýlistasafninu Solveig Aöalsteinsdóttir hefur opnað sýningu i Nýlistasafninu við Vatnsstig 3b. Á sýningunni eru skúlptúrar og teikningar. Sýningin stendurtil 16. ágústogeropinfrákl. 16—22 alla daga. A öðrum sumartónleikum I Skálholti sem verða i dag og á morgun kl. 15, verða eingöngu flutt verk eftir Gunnar Reyni , Sveinsson. Af þeim eru tvö ný, samin á þessu ári. Gunnar Reynir er afkastamikið tónskáld. Hann hefur samið hin margvislegustu verk fyrir kóra, einsöngvara og hin ýmsu hljóð- færi. Auk þess hefur hann samið tónlist fyrir mörg leikrit og kvik- myndir. A efnisskrá tónleikanna um þessa helgi verða m.a. fantasia fyrir orgel yfir gamalt islenskt þjóðlagastef „Nú vil ég enn i nafni þinu” og tvær postlúdiur fy rir bariton og orgel. Flytjendur verða Bariton- söngvarinn Halldor Vilhelmsson og Gústaf Jóhannesson organ- j leikari Laugarneskirkjunnar i Reykjavik. Olium er heimill j ókeypis aðgangur Guðrún Svava í Eden Guðrún Svava Svavarsdóttir sýnir um þessar mundir nokkur verka sinna i Eden i Hveragerði. Sýningin stendur til 17. ágúst nk. A sýningunni eru teikningar, vatnslitamyndir og málverk. Guðrún stundaði nám við Myndlistarskólann i Reykjavik og Stroganov-akademiuna i Moskvu. Hún hefur á undanförn- um árum haldið nokkrar einka- sýningar og tekið þátt i samsýn- ingum. Hún hefur auk þess unnið sem leikmyndateiknari við öll at- vinnuleikhúsin i Reykjavik. Babatunde Tony Ellis í Skemmunm í kvöld 1 kvöld spilar reggae hljóm- sveitin Babatunde Tony Ellis i Skemmunni á Akureyri og er þetta i fyrsta skipti sem reggae hljómsveit kemur svo norðarlega i heiminum. Tony Ellis var áður gitarleikari hjá Peps Person i Peps Bluesband. Þeir gáfu út frá- bæra hljómplötu sem heitir Spor. Tony er ættaður frá Jamaica, er alinn upp i Bretlandi og býr i Svi- þjóð og er giftur þar. Hann er maður lágur vexti, karlmannleg- ur, eigi smáfriður en drengur góður. Tony er vinsæll af alþýðu manna á Norðurlöndum og hefur oft spilað i Club 7 i Osló og mun auk þess hafa sést einu sinni eða tvisvar á ferli i Fælledparken i Kaupmannahöfn. Besta lag sem Tony Ellis hefur látið frá sér fara heitir Ire og það kom út á hljóm- plötu 1980. Nafnið á laginu þýðir á jamaisku ,,að vera i góðum fil- ing”. Það má þvi búast við góðu giggi i Skemmunni i' kvöld. Nýtt vídeótromp Enn einu sinni kemur SONY á óvart meö glæsilegu nýju myndsegulbandi sem fengið hefur frábærar móttökur og var meðal annars valið tæki mánaðarins í ágústhefti What Video Frábært tæki á frábæru verði 16.650 mest seldu Beta-tæki heims Hafnargötu 38 Keflavfk - Sfmi 3883 st.gr. QfJAPIS Brautarholti 2 Sími 27133 myndbandaleigan Barónsstíg 3 Nýja Beta myndbandaleigan býður ykkur velkomin. Mikið úrval af 1. flokks myndum, eingöngu í Beta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.