Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 32
Helgin 7. — 8. ágúst 1982 Abalslmi ÞjóBviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tlma er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfsmenn hlaBsins I þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími 8iz85, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aB ná i af- greiBslu blaBsins i sfma 81663. BlaBaprent hefur síma 81348 og eru bla&arr.enn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 nafn vikunnar Tommi Nafn vikunnar er að þessu sinni Tómas Tómasson, eða Tommi í Tommaham- borgurum eins og flestir kalla hann. Tommi bætti enn einni skrautfjöðrinni í hattinn í vik- unni með því að opna vínvcitingalausan skemmtist- að fyrir unglinga milli tektar og tvítugs. Ber staðurinn hið magnaða nafn „Villti tryllti Villi“. „Þetta er hvortveggja hug- sjónastarf og bisness hjá mér“, sagði Tommi í samtali við blm. Þjóðviljans, „ogéger klár á því að það er ekki hægt að re ka svona stað af h ugsj ón, nema það sé bisness um leið. Þessar félagsmiðstöðvar sem er verið að setja niður út um allan bæ falla bara ekki í kramið hjá unglingunum." Þú ert ekki mcð neinar vínvcitingar? „ Nei, ég er sjálfskipaður talsmaður þeirra sem eru hættir að drekka brennivín, hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Ég er klár á því að það er fullt af fólki sem vill fara út og skemmta sér innan um edrú fólk og það er ansi hart ef ekki er hægt að koma upp og reka stað öðru vísi en að þar sé brennivín." Hvað hefurðu lagt mikið í þetta? „Það er mikið lagt í staðinn vegna þess að krakkarnir vilja hafa þetta svona. Kostnaður- inn við innréttingapakkann er þetta 3 1/2 -4 miljónir með hljómflutningsgræjunum og kopardansgólfinu, sem er hið fyrsta sinnar tegundar hér á Islandi. Þeim mun vandaðara sem þetta er, því fleiri höfða ég til.“ Þú heldur að þetta muni blessast? „Ég stend á því fastar en fótunum að þetta geti bless- ast. Hugmyndirnar eru sóttar til útlanda, nær eingöngu til Ameríku og svo til kynna minna af veitingarekstri ai- mennt. Ég teiknaði allar inn- réttingar og skipulagði stað- inn sjálfur og er stoltur af hvernig þetta hefur tekist." Þú ert með flciri staði í takinu. Ber þetta sig allt saman? „ Þetta ber sig meðan mað- ur nennir að vinna við það. Þetta er vinna 7 daga vikunnar frá því 8 á morgnana og fram yfir miðnætti og það sést best á því að við seljum milli 1500- 2000 hamborgara á dag !“ Hver er leyniuppskriftin á bakvið reksturinn hjá þér ? „ Hugarfarið, að gera þetta með jákvæðu hugarfari. Ein- faldleikinn hefur líka sitt að segja, að vera með einfaldan matseðil, einfalt og vandað hráefni og leggja sálina í pott- inn!“ -áþj Landið er allt of ungt Kolbrún Björgúlfsdóttir leirkerasmiður í Búðardal heimsótt Eins og kom fram í Þjóðviljan- um á miðvikudaginn verður væntanlega hafin framleiðsla á hleðslusteinum og gólf- og veggflí- sum úr Búðardalsleir á næsta ári. „Áhugamannafélagið Dalaleir“ réð Kolbrúnu Björgúlfsdóttur leirkerasmið til að gera tilraunir með leirinn og hefur hún nú starf- að og búið í Búðardal í tæpt ár ásamt manni sínum Magnúsi Kjartanssyni og dóttur þeirra Elsu Björgu. Blaðamaður Þjóðviljans átti leið um Búðardal fyrir skömmu og kom þá við hjá Kolbrúnu. Fjölskyldan býr á neðri hæð tveggja hæða húss og vinnuað- staða Kolbrúnar er við hliðina á íbúðinni, í bílskúrnum. „Leir- kerasmiðjan“ er í rúmgóðu húsn- og þar eru alls konar tæki og dót sem undirritaður treystir sér ekki til að segja nein deili á. Magnús er myndlistarmaður og hann vinnur mikið með Kol- brúnu og auk þess myndskreytir hann ýmsa muni sem Kolbrún býr til. Kolbrún gerir bæði tilraunir með leirinn sem bygg- ingarefni en einnig fæst hún við að búa til skrautmuni s.s. vasa úr leirnum. Þannig líta munirnir út áður en glerungurinn hefur verið settur á. „Það gengur nú ekki allt of vel því að Búðardalsleirinn springur ef búnir eru til stærri munir. En égblanda við hann vikriogöðru efni og þá er liann nýtanlegur í framleiðslu á smærri skrautmuiv um. Það hefur komið í ljós að leirinn hérna þarf að hreinsa gíf- urlega vel áður en hægt er að nota hann. Það er nánast ekkert hægt að gera með hann óhreinsaðan. Ég hef hér mjög góð sigti til að hreinsa jafnvel smæsta sand úr honum.“ - Hvað eru tilraunir með leir- inn sem byggingarefni komnar langt á veg? , „Við erum búin að búa til nokkrar tegundir af flísum og hleðslusteinum og þær eru nú í þolprófun hjá Iðntæknistofnun. Það mun taka um þrjá mánuði. Það hafa geysimargir sýnt þessu starfi mikinn áhuga og það eru jafnvel farnar að berast pantanir á flísum!" Það bendir allt til þess að fram- leiðsla verði hafin á flísum á næsta ári. Þetta er því algert brautryðjendastarf? „Já, það er hvergi í landinu eins mikið af leir og ég held hvergi nýtanlegur eins og hann er hér.“ - Þú sagðir áðan að það væri ekki hægt að nota leirinn óblandaðan til skrautmunafram- leiðslu. Hvers vegna? „Það er vegna þess að við erum fædd allt of snemma, eða réttara sagt: landið er allt of ungt. Það gildir sama með leirinn og olíuna, hann þarf að hafa ákveðinn aldur til að hann sé nýtanlegur. En það má nota leirinn í minni hluti og þá blandaðan með öðrum efnum. í þeim vösum sem ég hef búið til eru önnur efni um 10%“ - Það þarf ekki að spyrja að því að starf þitt hefur vakið athygli? „Já, það er víst óhætt að segja það. Hingað kemur mikill fjöldi túrista, bæði innlendra og er- lendra. Þetta er líka visst nýja- brum og fólk vill kaupa muni úr leirnum hér af því að þetta er eitthvað nýtt. Éghef framleitt áð- ur alls konar muni sem túristar Einn þeirra muna sem Kolbrún hefur búið til. Nýtískusparibaukur? hafa keypt, og þá var maður van- ur því að þeir spurðu fyrst hvað munirnir kostuðu en nú eru hlutirnir gripnir og sagt „ég ætla að fá þetta“ og svo er spurt um verð“. - Það er því óhætt að segja að framtíðin sé björt í þessum efn- um? „Já, það er alveg óhætt. Það eru allir ánægðir með niðurstöð- ur tilrauna sem hafa orðið mjög jákvæðar. Það var ekki ríkjandi allt of mikil bjartsýni þegar ég kom hingað og fólk latti mig frek- ar fararinnar en hitt. En þetta hefur semsagt gefið góða raun og með það eru allir ánægðir. Það má líka geta þess að þessi fram- leiðsla kemur til með að sjá um fimmtán manns fyrir vinnu og það þarf ekki að taka það fram að hún verður bæði lyftistöng fyrir atvinnulífið hér í Búðardal og mun spara þjóðarbúinu mikinn gjaldeyri." - Og að lokum, hvernig líkar ykkur að búa hér í Búðardal? „Alveg prýðisvel. Við erum mjög ánægð hér. Hér er ekki stofnununum fyrir að fara og hér er mikill friður. Okkur hafði dreymt um það lengi að komast eitthvert þangað sem við gátum haft almennilegan vinnufrið og þurftum ekki að þeytast borgar- hlutanna á milli t.d. með krakk- ann í pössun. Hérna höfum við líka okkar vinnuaðstöðu við hlið- ina á okkur og það segir sig sjálft að það sparar mikinn tíma að þurfa ekki að hendast út í bæ til að taka kannski eitt stykki út úr brennsluofninum, en það getur þurft að gerast um miðja nótt. Ef það er einhver ókostur við stað- inn, þá er það, þó undarlegt megi virðast, leirinn. Hér þrífst ekki strá í garði, án þess að skipt sé um jarðveg. Þá er fyrst hægt að planta trjám og hafa almennilega garða í kringum sig. Og ef dóttir okkar fer út að leika sér í rign- ingu, þá kemur hún inn á leirstultum og þú getur rétt ímyndað þér hvort það mælist vel fyrir hér á heimilinu". -kjv Kolbrún ásamt nokkrum muna sinna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.