Þjóðviljinn - 07.08.1982, Síða 21

Þjóðviljinn - 07.08.1982, Síða 21
Helgin 7. - 8. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 Mannvirki Sanuiels Jónssonar skoöuð. Alþýðubandalagsmenn nutu góðr- ar leiðsagnar Ásgeirs á Látrabjarg 1979 og mynduðust vinatengsl við ýmsa og Ásgeir talinn aufúsugestur í Bakkadal. Áður var nefndur síra Sigurjón á Klaustri, en með honum í för voru fulltrúar heimsbókmenn- tanna þeir Einar Bragi og Thor Vil- hjálmsson og brá þá nokkuð al- þjóðlegum svip á samkvæmið. Af Þingeyri var kominn Davíð Kris- tjánsson og Katrín kona hans og hurfu heim um kvöldið. Einnig þóttust menn kenna félaga Svavar Gestsson á ferð þar um nóttina og hafði áður vígða heilsugæslustöð um daginn á Patreksfirði. En upp var slegið skrallinu, eins og aldamótafólkið kallaði þetta og þandi dragspilið Tómas Einarsson við góðan orðstír, en lítið fór fyrir ljósasjóunum í ballhúsi þeirra Ket- ildælinga l.s.g. og rorruðu menn í skjóli rökkurs í stofu barnaskólans í Bakkadal. Næsta dag, sem var dróttinsdag- ur, var haldið fyrir Arnarfjörð og ekið út í Mosdal, sem er eins konar ”nómansland“ milli Vestur-Barð og Vestur-ís. Þar eru tveir bæir í byggð Ós og Laugaból, en þangað var ekið yfir tæpar brýr og óbrúuð. vatnsföll allt til Laugabóls. þar sem Aðalsteinn æðarbóndi tók á móti hersingunni upp á búinn. Sagði hann skilmerkilega frá landkost- um og því um líku gegnum lúður ferðarinnar, sem fararstjórinn Kjartan Ólafsson hafði yfir að ráða. Þökk sé Aðalsteini. Ekki var látið þar við sitja eftir Laugabólsför, en farið um allan Auðkúluhrepp og allt út í Stapadal á tveimur minnstu bílunum, sem reyndar voru all stórir. Ók ég þessa sömu leið um daginn á fólksbíl og undraðist dirfsku Þórhalls á Strandarútunni að leggja út í slíka krákustigu. Bíll Elíasar Sveins- sonar á ísafirði var hins vegar snöggtum minni. Er það efni í lengri skrif að lýsa nokkuð byggða- sögu Auðkúluhrepps, en útsveitin er lítt byggð. Hálfum mánuði eftir þessa för áttum við fjölskyldan næturdvöl fyrir ofan Baulhaus í Auð- kúluhreppi, þar sem hin stórfeng- lega náttúrusmíð Ketildalir blasir við. Það var úrhelli hins vegar fjarðar, en þó náði sól að hripa nið- ur í dalina og engu líkara en hamra- núparnir öðluðust líf. Ekki að undra þótt eitthvað hafi verið á sveimi umhverfis Arn- arfjörð fyrr og síðar. ísafirði 27. júlí 1982 Finnbogi Hermannsson Texti og myndir: Finnbogi Hermannsson Mikilúðleg sjón blasir við, þegar ekið er út með Svarthömrum. OPIÐI ÖLLUM DEILDUM mánud. — miðvikud. til kl. 18 fimmtudaga til kl. 20 föstudaga til kl. 22 RAUTT - BLÁTT BRÚIMT - BEIGE HAGSTÆÐIR GREIÐSLU SKILMÁLAR Jón Loftsson hf HRINGBRAUT 121, SÍMI 10600 Rafdeild JL-hússins auglýsir: Nýkorhm , v þýsk útiljós, \ eldhúsljós og' Ijósakrónur. 1000, 1i 00' og 1200 watta ryksugur fyrir (iggjandK, Hagstætt verð.: v Ath': Deildin er á 2. hæð í J.L.-húsinu. Rískúlur. Verð frá kr. 29.00 Opið í öllum delldum: mánud,- rr.iðvikud. 9—18, fimmtud. 9—20, föstud. 9—22 Ótrúlega bagstmðir graiðsluskilmélar á flsstum vöruflokkum. Allt niður i 20% út borgun og lánstimi allt að • mánuðum. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Rafdeild Slmi 10600 Húsnæði óskast Ég er 23 ára nemi utan af landi (í tón- menntakennaradeild Tónlistarskólans) og mig vantar 2 — 3 herb. íbúð fyrir veturinn. Skilvísum greiðslum og algjörri reglusemi heitið. Upplýsingasími (96) 23473 e. kl. 18 á kvöldin. Laus staða Kennarastaða í efnafræði við Menntaskólann að Laugar- vatni er laus til umsóknar. Laun samkv. launakerfi starfs- manna ríkisins. - Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 20. þ.m. Umsóknar- eyðublöð fást í ráðuneytinu. Mcnnta málaráðuney tið, 4. ágúst 1982. Kynnið ykkur verð og gæöi. Tll sjós og lands Hinar landsþekktu Sóló eldavélar eru framleiddar í ýmsum stærð- um og gerðum, með og án mið- stöðvarkerf is. Eldið á meðan þið hitið upp húsið eða bátinn og fjölnýtið orkuna. Eldavélaverkstæði Jóhanns Fr. Kristjánssonar hf. Kieppsvegi 62. — Simi 33069 Box 996 Reykjavik Heimasími 20073

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.