Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 10
10 SiÐA — ÞJÓDVILJINN Helgin 7. - 8. ágúst 1982 Hvers vegna ekki eru líkur á áö gull og gimsteinar finnist í ,,gullskipinu” á Skeiðarár- sandi Um strand Het Wapen van Am- sterdam áriö 1667 er fjallað í 14 íslenskum annálum, en af þeim hafa aðeins 8 sjálfstætt heimilda- gildi varðandi strandið, að því er Björn prófessor telur. Hinir eru a.m.k. öld yngri og endursegja að meira eða minna leyti frásagnir eldri annála um það mál. Allir eru annálarnir samdir fjarri vettvangi og mun enginn höfundanna kunn- ugur á strandstaðnum. Fjórir annálar: Fitja-, Kjósar-, Hestsannáll og Bessastaðaentia eru settir saman af mönnum, sem hafa séð eða heyrt einhverja strandmennina eða þekkt fólk, sem vistaði þá veturinn 1667-1668. Þessir annálar eru frumheimildir um strandið, en hinir 4 eru annars flokks heimildir af því að þeir eru skráðir fjarri vettvangi. Hér verður til gamans tekin upp frásögnin úr Fitjaannál eftir Odd Eiríksson á Fitjum í Skorradal (1640-1719). f annál sínum studdist Öddur við glataðan annál, einkum á árunum 1641-1667, en höfundur hans var Jón Sigurðsson bartskeri á Káranesi í Kjós. Hann mun hafa verið sannfróður um strandið bæði af því að strandmenn, sem af kom- ust, vistuðust í Kjalarnesþingi og hann sem læknir hefur líklega vitj- að einhvers þeirra. En svona er frásögn Fitjaannáls: 1667: - Á þessu hausti brotnaði hollenskt skip við Skeiðarársand hjá Öræfum austur, á nóttu í stormi og myrkri. Það kom frá Aust- Indien, en villtist hingað. Flutti bæði gull og perlur, silfur og kopar, kattun, silki og lérept yfirfljótan- legt og margskyns dúka og ábreiður. Var mælt, að kostað hef- ði 43 tunnur gulls. Almæltu allir, að aldrei hefði þvílíkt skip með svo dýrmæta áhöfn við ísland komið, síðan það var fyrst byggt. Menn komust af nokkrir á skipbrotunum og bátum, en margir dóu í sjóvolki og þegar á land kom, af kulda og frosti því langt var til byggða svo ekki lifði eftir af tveim hundruðum fólks sem á skipinu voru nema nær 60. Sigldu sumir á Eyrarbakka og annarsstaðar, þar þeir gátu en nokkrir voru um veturinn hér á landi eptirliggjandi á Seltjarnar- nesi og Kjalarnesi, að sam- antöldum útlenskum í Kjalarnes- þingi 60 alls. Þeir hollensku fluttu varninginn að austan. Var mælt, að þeir hefðu haft silki til undirgirð- inga og heptinga á hestum sínum, eða fengu þeim, er hafa vildu fyrir „Gullskipið“ á Skeiðarársandi hefur verið á hvers manns vörum undanfarnar vikur, ekki síst eftir að líkur bentu til að ieitarmenn á sandinum hefðu komið niður á það fyrir skömmu. Væri það vissu- lega merkur fornleifafundur. En hvað er eftir af hinum dýrmæta farmi í skipinu? Allar íslenskar heimildir benda til þess að miklu hafi verið bjargað úr skipinu strax og öllu því verðmætasta svo sem gulli og gimsteinum. Einnig sýna þær að skipsflakið hefur verið ofan sands og sjávar í fulla heila öld eftir strandið og 50 árum eftir það er talað um skipsbotn sem í sjó liggur. Það sem helst gæti því verið eftir er ballest úr kopar og þungar járnfallbyssur. Hér í greininni er farið nokkuð ofan í saumana á íslenskum heimildum um skipið og stuðst við samantekt sem Björn Þorsteinsson pró- fessor gerði á sínum tíma. Margur varð fingra langur fyrir austan annað traustara bönd, beisli, ístöð og undirgirðingar. Þetta fé kölluðu danskir vogrek og væri þvi kóngs- fé. Voru sýslumenn fyrir austan tilskyldaðir að flytja varninginn til Bessastaða, hver um sína sýslu, og svo var gert. Haldið var, að margur yrði þá fingralangur fyrir austan." Enn á fjörum árið 1763 Til eru rekaskýrslur úr Skaftafellssýslum og eru þær prent- aðar í Alþingisbókum íslands. Arið 1716 segir í slíkri skýrslu, að rekið hafi álnavöru í Hornafirði og víðar, sem menn telja sennilega komna úr „því austindianiska fari, sem á Sandfjörum í Öræfum við Skeiðar-ár ós uppstrandað hefur nú fyrir 49 árum.“ í vogrekslýsingu frá 1717 segir, að á Sandfjöru í Öræfum hafi fund- ist með stórstraum í sjó tilvaðið 12 smáar eirlengjur, að vigt 4 merkur, í þeim indianiska skipsbotni, sem í sjó liggur, uppströnduðum fyrir 50 árum.“ Árið 1722 finnst atker á Sandfjör- um, er „meinast af því indianiska kaupfari, sem strandað hafði við þær fjörur fyrir 50 árum.“ I sýslulýsingum 1746 segir að hið austindianiska skip frá Amsterdam í Hollandi hafi strandað annó 1667 við Skeiðarárós, en 1763 segir Ein- ar Jónsson bóndi á Skaftafelli að hið hollenska Indiafar hafi legið yf- ir 90 ár á fjörum ábýlisjarðar sinnar. Um 30 árum síðar segir Sveinn Pálsson að hollenskt Kínafar hafi týnst við ósinn á Skeiðará. Sveinn var kunnugur eystra og er vitnis- burður hans um strandstaðinn mikilvægur þótt hann sé borinn rúmri öld eftir að strandið varð. Líklega hefur enn séð móta fyrir flakinu úr Het Wapen á strand- staðnum þegar Sveinn var við at- huganir sínar í Öræfum. Allar heimildir benda því til að flakið hafi haldist lengi á fjöru og grafist seint í sand miðað við það Het Wapen van Amsterdam var smiðaó á árunum 1652-1654 og hefur þvi sem næst er komist verið um 50 metrar á iengd, um 11 metrar á breidd og var á þremur þilförum. Ahöfnin hefur verið 150-165 menn og far- þegar og hermenn 100-150. Likiegt er að á þvi hafi veriö 24 þungar járnfallbyssur, 6 smærri bronsfallbyssur og 2 litlar fall- byssur. Skipið var i flota nokkurra skipa og er ekki vitað hvernig farmurinn skiptist á milli skipa. Þetta var það helsta i farm- inum: 1. Fjölbreyttar textilvörur, allt frá ull til mjög verðmætra og fagurra klæða. Silki og annað textil i öllum litum og gæðum, litrik batik o.fl. 2 Gifurlegt magn af kryddvörum 3. Málmar svo sem tin frá Malakka og kopar frá Japan. Einnig eitthvað af járni. betta var notað sem ballest i skipið. 4. Demantar, gimsteinar og aðrir verð- mætir steinar. Perlur. 5. Ýmislegt svo sem gull og silfur, lyf, litarefni, matarefni og málningarefni. Einnig sykur, ilmvötn, valinn viður og oliur. 6. Margs konar varningur sem einstakir skipverjar og farþegar hafa flutt persönu- lega. Þar hafa örugglega verið demantar, gimsteinar, perlur. skrautgripir og klæði. — GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.