Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 7. - 8. ágúst 1982 Undir sjórœningjafána á ball í Trékyllisvík Bæjarrölt Ekki er gott fyrir áhrifagjarnan að dvelja á Hornbjargsvita fimmtu- dag fyrir verslunarmannahelgi. Úr útvarpi glymja lokkandi auglýs- ingar um æsandi böll og stórkost- legar fjölskylduskemmtanir - bind- indi í Galtalæk og fyllerí í Atlavík. Það var Jöklagleði, Sumargleði, Hverarokk og stórmót hesta- mannafélaganna - Djóní Djóní, Grafík og Seðlar. í Brún og að Logalandi voru Upp- lyftingardansleikir og gott ef þessi auglýsing var ekki í tengslum við þá: Það er líka hægt að fá það með' 3000 króna útborgun..: „Máttum við þá vart við haldast." Ég fór að reikna út hvernig ég ætti að komast til mannabyggða við fjórða mann á sem skemmstum tíma en eins og kunnugt er munu því sem næst fjórar dagleiðir gang- andi frá vitanum til næsta byggðs bóls. Þá mundi ég eftir Hallgrími vini mínum sem kallaður er Strandaglaður eða líku nafni. Ég hafði heyrt því fleygt að hann hygð- ist láta af skaki undan björgum, létta seglum og láta ekki af för sinni fyrr en með Trékyllingum„IUa er é% svikinn ef hann fer ekki með okkur á ball í Trékyllisvík um helgina“, hugsaði ég með mér. Skítt með Djóní Djóní, Vonbrigði, Q4U, At- lantis, Þórskabarett, Rætur, Um- rót og stórkostlega fjölskylduhátíð á Laugum. Svo hófst mikið' umstang við talstöðina og var talað út og suður. Loks náðist samband við Hallgrím í Bolungarvík. Hann taldi eigi ör- vænt um að þeir skipverjar á Tjaldi færu á ball í Trékyllisvík og væri okkur heimilt farið. Hann bauðst til að hafa viðskipti fyrir okkur á ákveðnum stað á ísafirði og taldi óráðlegt að kæmu færri en þrír hlut- ir úr þeim stað. Var svo gert út um þau mál í talstöðina. Snemma á föstudagsmorgun kom Tjaldur ÍS siglandi fyrir Horn- bjarg í sólskini og sunnanvindi með sjóræningjafána við hún. Þar var kominn Strandaglaður ásamt með áhöfn sinni, Arngrími úr Dröngum og Dagbjarti bol-víking. Var lostið upp herópi í vitanum og varð að- stoðarvitaverðinum - 16 ára pil- tungi - svo mikið um að hann ákvað að fara á brott með víkingum. Upphófst nú sigling eigi alllítil grunnleið austur Strandir með við- komu í Reykjafirði, á Dröngum og að Sela-Pétri í Ófeigsfirði. Veitti Margrét húsfreyja þar bjúgu ómælt og varð öllum gott af en engum b imbult. Loks gengu sjóræningjar á land í Ingólfsfirði og gengu rak- leiðis til dansa að Árnesi. Segir fátt af balli því en um nóttina var víða herjað í Víkinni, konur sarðar, karlar barðir til ásta og gerð óp að bílferðamönnum. Og fór sú verslunarmannahelgi ekki til spillis. Guðjón Skrýtið og skondið Guðmundur hét maður norður i Fnjóskadal. Hann missti konu sina, er Guðrún hét, skömmu eftir Jónsmessu. Þá segir bóndi: „Oft hefur Guðrún verið mér hvumleið, en aldrei hefur hún tekið upp á þeim skratta, sem hún gjörði núna, að deyja þegar verst stóð á, rétt fyrir sláttinn.” Karl einn er gengið hafði til skrifta með öðru fólki, hvarf úr kirkjunni undan útdeilingu, og er henni var lokið, vantaöi karl- inn. Meðhjálparinn gengur út að leita hans og finnur hann inni i eldhúsi á bænum, og er hann þar við skófnapott. Meðhjálparinn segir honum, hvar komið sé i kirkjunni og skipar honum, að koma þegar með sér. Þá segir karl : „Skárri eru það nú skratt- ans lætin! Ekki liggur líf við! Má eg ekki skafa pottinn áður? ” Prófastur nokkur spurði Geir Vidalin, hvað þeir hefðu gjört með það að taka fyrst djöfulinn burt úr Messusöngsbókinni og setja hann siðan inn i hana aft- ur, i nýrri útgáfu. „Það skal ég segja þér barnið mitt”, segir biskup, „enginn veit, hvað átt hefur fyrr en misst hefur”. Kona ein i Bjarnareyjum á Breiðafirði missti mann sinn i sjóinn, og er hún vissi, að svo hafði að borið, mælti hún: „Það var auðvitað, að feigð kallaði að honum i morgun, þvi skrattinn minnti hann á að taka þann eina nýja skinnstakkinn, sem hann átti, og fara til fjandans með hann.” r itst jörnargreí n Morgunblaðið og skattamir Kjartan ír Olafsson skrifar Ekki er óvanalegt, að Morgun- blaðið hafi uppi kveinstafi út af yfirþyrmandi sköttum, sem blað- ið telur lagða á íslenska þegna. Eitt dæmi af mörgum um þetta er að finna í forystugrein Morgun- blaðsins á föstudaginn var. íslandsmetið eiga Matthías og Geir Þar segir, að skattar til ríkisins verði á þessu ári samkvæmt fjár- lögum 28,4% af áætlaðri þjóðar- framleiðslu og þykir Morgunblaðinu þetta hneyícsli. En mættum við minna á, að á velmektardögum Sjálfstæðisflok- ksins, þegar Matthías Á. Mathi- esen var fjármálaráðherra, þá fóru ríkisútgjöldin upp í 30,4% af þjóðarframleiðslu. Matthias og félagar hans úr Sjálfstæðisflok- knum vanræktu að vísu að afla fjár fyrir öllum þessum ríkisút- gjöldum og skildu eftir gífurlegan skuldahala, þegar þeir hrökkluð- ust úr stjórnarráðinu, en auðvit- að er ljóst að það eru ríkisút- gjöldin, sem endanlega segja til um skattheimtuna, þótt einhverj- um hluta hennar sé hægt að skjóta á frest með skuldasöfnun. Og ríkisútgjöldin hafa aldrei far- ið hærra en í fjármálaráðherratíð Matthíasar, þegar Sjálfstæðis- flokkurinn fór með völd. Met þeirra Matthíasar og Geirs Hallgrímssonar í þessum efnum hefur ekki verið slegið enn, enda þótt Morgunblaðið tali um 50% hækkun tekjuskatts. Að sjálfsögðu mætti hér margt betur fara í skattamálum, og í þeim efnum eru hin tíðu skatt- svik verst. En þeir sem hæst gala um alltof háa beina skatta á landi hér, mættu hugsa til þess, hvernig þessum málum er háttað í ná- lægum ríkjum. Beinir skattar langtum hærri í nágrannalöndum Samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar, þá er áætlað að hlutfall beinna skatta heimilanna af brúttótekjum greiðsluárs hafi á síðasta ári verið hér rétt um 13% að jafnaði. Með öðrum orðum: Af hverjum 100 krónum sem aflað var á árinu 1981 greiddu menn 13 í beina skatta, en héldu 87 krónum eftir. Þetta hlutfall hefur ekki tekið neinum stökk- breytingum á síðustu árum, og var t.d. 12,5% árið 1976 í fjár- málaráðherratíð Matthíasar. í Bretlandi og í Bandaríkjun- um hefur þetta hlutfall beinna skatta heimilanna af brúttótekj- um greiðsluárs hins vegar verið á bilinu 20-24% á síðustu árum á móti um 13% hér, eða 50-70% hærra. Ekki stjórnar þó Ragnar Arnalds skattamálunum í London og Washington. Og samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar, sem gefið hefur upp þessar tölur, þá hefur hlutfall beinna skatta heimil- anna af brúttótekjum greiðsluárs verið um og yfir 30% á öðrum Norðurlöndum undanfarin ár og allt upp í 36% eða þris- var sinnum hærri beinir skattar heldur en hér. En hvernig skyldi þá saman- burðurinn líta út, ef óbeinu skatt- arnir eru einnig teknir í dæmið. 36,5% hér en 50% á öðrum Norðurlöndum og hjá EBE Samkvæmt skýrslu Þjóðhags- stofnunar þá eru heildarskatt- tekjur ríkis og sveitarfélaga taldar hafa numið 36,5% af þjóðar- framleiðslu á siðasta ári en nýj- ustu tölur, sem við höfum við hendina frá öðrum Norður- löndum og eru frá árinu 1978 hljóða upp á 40,2% í Finnlandi, 49,0% í Danmörku, 52,1% iNor- egi og 60,3% í Svíþjóð. Þótt við gerum ráð fyrir, að skattbyrðin hafi ekki aukist í þess um ríkjum frá 1978, þá hefur hún samt verið að jafnaði 50,4% í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Skattseölarnir sendir út — Á öörum Noröurlöndum þurfa menn aö borga tvisvar til þrisvar sinnum stærri hluta af tekjum sfnum i beina skatta. Bæöi á Noröurlöndum og I rikjum Efnahagsbanda- lagsins er heildarskattheimtan um 40% stærri hluti af þjóöarfram- leiösiu heldur en hér á islandi. Finnlandi, á sama tíma og heildarskattbyrði beinna og óbeinna skatta nam hér 36,5% af þjóðarframleiðslu. Það sem lesa má úr þessum tölum er það, að á öðrum Norðurlöndum sé skatt- byrðin að jafnaði nær 40% þyng- ri en hér á íslandi, svo ekki dugar fyrir þá lesendur Morgunblaðs- ins, sem losna vilja við skattana að flýja þangað. Morgunblaðið vitnar En hvað þá t.d. um ríki Efna- hagsbandalags Evrópu. Eru þau ekki „skattaparadís ? Flettum upp á forsíðu Morgun- blaðsins þann 2. júlí s.l. Þar segir um þróun þessara mála hjá Efna- hagsbandalaginu: „Árið 1960 voru opinber útgjöld 32,1% af þjóðarframleiðslu í löndunum tíu, en nú eru þau 49,8% og vaxa stöðugt!“ Þetta var tilvitnun í sjálft Morgunblaðið, og þurfa menn þá frekari vitna við um ástand skattamála í þeim ríkjum Evrópu þar sem hið „frjálsa framtak” stendur með hvað mestum blóma bæði á sviði stjórnmála og at- vinnulífs? Það er sem sagt sama hvort litið er til annarra Norðurlanda, eða þá til ríkja Efnahagsbandalags- ins. í báðum tilvikum er skatt- heimtan um 50% af þjóðarfram- leiðslu, en hins vegar þyrftum við íslendingar að hækka heildar- skattheimtuna um nær 40% til að ná því marki. Eigi það að takast verðum við líklega að fá Matthías Á. Mathíe- sen aftur í sæti fjármálaráð- herra. -k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.