Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 7. — 8. ágúst 1982 Aöalsteinn á Laugabóli segir frá staöháttum. Fyrstu helgi júlímánaðar fóru Alþýðubandalagsmenn á Vestfjörðum í hina árlegu sumarferð sína. Að þessu sinni var farið í Arnarfjörð og eknir allir bílfærir vegir. Endastöðv- ar voru Selárdalur, Mosdalur, og Stapadalur. Hópar af hinum ýmsu svæðum Vestfjarða fund- ust í Trostansfirði, þar sem snæddur var dögurður og urðu fagnafundir með mörgum. Þarna í Trostansfirði var saman komið stórt hundrað manna á forna vísu eða um 120 manns og kom út úr fjórum bflum. Eftir málsverðinn var ekið sem leið liggur um Suðurfirði, fyrir Fossfjörð, þar sem upp runninn var Hjálmar goggur, en hann var embættismaður þar í sýslu og um hann ýmis hrakyrði í sveitarbók- um. Hann var sum sé böðull, og hafði með höndum hýðingar og tal- inn gera það innilega, einkum og serílagi ef kvenfólk átti í hlut. Goggur þessi varð svo fyrirmynd að nafna hans tudda í Manni og konu hans Jóns Thoroddsen, éins og kunnugt er. Á Bíldudal var komið við í íssjoppunni með því veður var í hlýrra lagi. Formaður verkalýðsfélagsins, Halldór Jóns- son, notaði tækifærið meðan menn slöfruðu í sig ísinn og fræddi liðið um sögu staðarins, enda er hvert tækifæri notað í ferðum Al- þýðubandalagsins að innræta fólki nokkurn fróðleik ungum sem öldn- um, veslum sem ríkum. Skyldi nú haldið út í Selárdal, sem er um þriggja stundarfjórð- unga akstur frá Bfldudal, en ýmis- legt markvert ber fyrir augu á leið- inni. Utanvert við Hringsdal er Pétursvör, en þar við sjóinn er brimbrjótur einn af stórgrýti gjör. Það er hafnarmannvirki Péturs Björnssonar og gerður löngu áður en hafnarbótarsjóður kom til sög- unnar. Eftir að Pétur þessi, sem kallaður var hinn víðförli, kom heim frá Ástralíu, hófst hann handa um mannvirkjagerð á þess- um stað og var það undir síðustu aldamót. Enn, stendur þessi öldubrjótur, kargur mjög, að því er virðist og heillegur og hefur komið til tals að friða hann, að sögn Hall- dórs Jónssonar, hvernig svo sem slíkt fer fram og eru það niðjar Pét- urs sem að því munu standa. Enn stendur þar sjóarhús uppi og mark- ar fyrir tóftum þar sem tjörn var, en Pétur starfrækti íshús eins og þau gerðust á sinni tíð í sambandi við útgerð þá sem hann rak frá Pét- ursvör. Er þetta talið eitt elsta hafnarmannvirki sinnar tegundar á íslandi, brjóturinn í Pétursvör. Á vit Gísla, Hannibals og Árumkára Úr Hringsdal liggur vegurinn um Hólshvilftir út í Bakkadal, sem áð- ur hét Feitsdalur. Bakkadalur var reyndar hið fyrirheitna land Al- þýðubandalagsmanna þessa helgi, en þar skyldu reist tjöld, hafin fræðsiustarfsemi og að lokum slegið upp skralli. En áður en það mætti verða, var haldið á vit þeirra Gísla bónda, og Hannibals, fyrrum ráðherra, í Selárdal. Gengu Alla-- ballar til kirkju eins og hákristnum dánumönnum sæmir og hlýddu á Hannibal segja sögu staðarins svo og hollvætta dalsins eins og Ár- umkára. Fórst Hannibal þetta skörulega eins og hans er von og vísa og er nær áttræðu. Gísla á Uppsölum létu menn hins vegar óáreittan, en einhverjir töldu sig þó hafa séð hann í kíki, ef til vill hefur hann verið að undirbúa rafvæðingu Uppsalagarðsins. Áttunda undur veraldar En umhverfisáhrif Selárdalsins eru römm eins og alþjóð veit og í stað þess að fá útrás í göldrum, leikur sköpunargleðin lausum hala í nútímanum og eru mannvirki og listaverk Samúels Jónssonar stað- festing þess. Eiginlega eru þessi verk hið áttunda undur veraldar. Vart verður skýrt hvernig þessi ein- stæðingur gat reist þau hús, sem þarna standa, eigin höndum. Efnið ber hann á sjálfum sér neðan úr fjöru og brúkaði ellistyrkinn til kaupa á því efni sem ekki var heimafengið. Eins og kunnugt er, sárnaði gamla manninum svo mjög, þegar sóknarnefnd Selárdalssóknar hafn- aði altaristöflu þeirri er hann hafði gjörða kirkjunni, að hann ákvað að reisa nýja af grundvelli þar niðri á sjávarbökkunum. Líklega teldist þessi kirkja fokheld eða útibyrgð, eins og það heitir hér fyrir vestan, þegar horfið var frá smíðinni. Hef ég frétt, að Samúel hafi notfært sér hina nýju skriðmótatækni, sem síð- an ruddi sér til rúms á íslandi og alltaf steypt því sem nam einni borðbreidd í einu og sífellt hækkað upp. Hafði hann enda ekki rúm fjárráð til að bruðla með mótatimbur. Sagði mér Ólafur Hannibalsson, að í hvert sinn sem menn berðu lóminn í hans eyru út af smánarlegum ellilaunum, þá vitnaði hann ævinlega til Samúels Jónssonar og benti á gallerí hans af öllum helstu glæsiverkum heims þarna á sjávarbökkunum, auk kirkjunnar og grunns er hann lagði að hafnargerð þar í bótinni. Elli- laun Samúels Jónssonar munu hafa verið eini fasti tekjustofn hans fyrr og síðar. Skoðaðir skaufhalar Þegar hér var komið ferð var ekki langt í náttstað í hinum fyrir- heitna Bakkadal, settu menn sig þó ekki úr færi að skoða skaufhala Björns á Fífustöðum í Fífustaða- dal, sem áður hét Kolmúladalur. Hafa fleiri bændur í hyggju að hokra að ref í hreppnum. í Bakkadal er víður völllur og var þar rúmt um Al- þýðubandalagið, enda þótt svo virtist sem þarna væri það sem kall- að er fjöldaflokkur á ferð. Eftir að menn höfðu tjaldað og fengið kvöldskattinn sinn, hófst sumar- gleði Alþýðubandalagsins á Vest- fjörðum með því að fram sté Sig- urjón Einarsson kanúki á Kirkju- bæjarklaustri og flutti kátlegar sög- ur úr héraðinu, enda runninn það- an úr dalnum. Meðal þeirra var af fyrstu tilburðum Guðmundar Kambans til leikritagerðar, en Kamban var sveitungi Sigurjóns, en náttúrlega fyrr á ferð. Pá fluttu menn þætti úr at- vinnusögu Arnarfjarðar einsog vera ber og Kjartan Ólafsson sagði fólki frá brennumáli Lassa Diðriks- sonar, en hann var eitt fórnar- lamba séra Páls í Selárdai, þess stórmerka gáfna- og lærdóms- manns, sem var þó barn síðustu tíma á galdraöld og kom Lassa og 5 öðrum á bálið áður en lauk. Svoldlu seinna var á ferð Jón á Bægisá,en hann fæddist í Selárdal 1744 og ekki hægt að fara svo hjá garði að á hann sé ekki minnst. Heldur hefði verið þungt yfir sumargleði Alþýðubandalagsins ef ekki hefði notið ágætra strengleika félaga Þorvaldar, sem stjórnaði sönglistinni og sló gítarinn af mik- illi fimi, liggur mér við að segja. Er reyndar leitt til þess að vita að fé- lagi Þorvaldur Örn og fjölskylda sé búin að yfirgefa Vestfirði og skarð fyrr en sícyldi eins og það var orðað einu sinni og ástæða til að geta þess við þetta tækifæri. Fulltrúar heimsbókmenntanna í Bakkadal Góðir gestir heimsóttu tjaldbúð- ir Alþýðubandalagsins við Arn- arfjörð þessa nótt. Sérstök ástæða er til þess að geta þess, að Ásgeir Erlendsson vitavörður á Hvallátr- um kom til að heilsa upp á fólkið en Glattá hjalla i Finnbogabúö: Frá vinstri, Ragnheiður Þóra Grlmsdóttir frá lsafirði, Thor Vilhjálinsson, Kinar Bragi, Ilansina Garðarsdóttir, lsafirði, séra Sigurjón á Klaustri og Hallur Páll Jónsson frá ís- afirði. Giunnar össurarson og Elias á Sveinseyri að snússa sig á Laugabóii. Alþýðubandalagið á vit Árumkára Ekki veitir af að fræöa mannskapinn. Guðvarður Kjartansson frá Fletcyri og form. Kjördæmisráðs les lýðnum til i Bakkadal.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.