Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.08.1982, Blaðsíða 3
Helgin 7. - 8. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Harmleikur í Líbanon og í ísrael Síðustu vikur hefur um- heimurinn fylgst með vo- veiflegum harmleik í Líb- anon — harmleiksem ísra- elsmenn hófu með innrás sinni í landið, og náð hefur hámarki með umsáfrinu um Beirút og endurteknum sprengju- og loftárásum um borgina. Afleiðingar innrásarinnar eru hundruð þúsunda flóttamanna, tug- þúsundir látinna og særðra og óbætanleg eyðilegging helstu borga í Suður-Lib- anon. Enn veit enginn hvernig þessi harmleikur Ólafur Ingólfsson endar, — en ef ísraehs- menn standa við hótanir sínar um innrás í Beirút og útrýmingu PLO, eru at- burðir síðustu vikna aðeins forspilið að enn meiri þjáningum alþýðufólks i þessum heimshluta. Stefna Begins er andsnúin gyðingdómi Innrás Israels i Libanon er af- leiðing innri þróunar i Israel, sem stöðugt gengur lengra i átt að of- beldisstefnu og mannfyrirlitn- ingu. Þetta eru stór orð en þvi miður sönn. Stefnu Begins og Sharons má lika draga saman á eftirfarandi hátt: Hernaðar- stefna, útþenslustefna, mannrétt- indabrot, og útrýmingarstefna. Israelsriki hefur háð mörg strið frá stofnun þess 1948. Framan af var rikjandi viðhorf i tsrael að styrjaldirnar væru óæskilegar. „Göfugasta arfleifð gyðingdóms- ins er náungakærleikur og frið- semd og stríðin voru óæskileg og sigrarnir einnig”, segir gyðingur- inn og félagsfræðingurinn Joa- chim Israel. En Begin og Sharon byggja ekki á gyðingdómi heldur zionisma sem er pólitisk stefna sem i mörgu er andsnúin gyðing- dómi. Begin talar ekki um gyð- inga sem friðelskandi menn, heldur talar hann ætið um hið heilaga land gyðinga og notar það sem afsökun til að vikja frá gyð- ingdómi en réttlæta hernaðar- uppbyggingu rikisins. Þetta er mikilvæg viðhorfsbreyting sem þvi miöur endurspeglar viðhorf fjölmargra lsraelsmanna. 1 könnun sem gerð var fyrir nokkrum árum i ísrael var ungt fólk spurt að þvi hvort það liti á sig sem gyðinga eða Israelsmenn, eða hvort tveggja. Það kom á óvart hve stór hluti þeirra sem spurðir voru kváðust lita á sig sem tsraelsmenn eingöngu. Mörgum svörum fylgdu athuga- semdir á þá leið, að gyðingar hefðu látið Hitler murka úr sér lifið og þvi væri fráleitt að likja saman gyðingum og Israels- mönnum. I samræmi við andrúmsloftið i tsrael i dag hefur Begin, sem var eftirlýstur hryðjuverkamaður á dögum Breta i Palestinu, leitt til valda fyrrum vopnabræður sina úr hryðjuverkasamtökum zion- ista. Samkvæmt nýbirtum skjöl- um frá sænska utanrikisráðu- neytinu var það núverandi utan- rikisráðherra tsraels, Shamir, sem stóð að baki morðinu á Bernadotte greifa sáttasemjara SÞ i Palestinu á árunum eftir heimsstyrjöldina siðari. t dag er ástandið þannig i tsrael að „land- ið er orðið risastórt gettó,yfirfullt af fallbyssum og skotfærum. Her- inn er þungamiðja landsins en hann skortir sjálfsgagnrýni gyð- ingdómsins og þar með náunga- kærleik og friðsemi”, einsog Joa- chim Israel orðar það. Utþenslustefna og ofbeldi Útþenslustefna tsraels er öllum kunn og hefur orðið tilefni mikilla deilna og átaka á alþjóðavett- vangi. Ég minni bara á innlimum Gólan hæða og hins jórdanska hluta Jerúsalem i tsraelsriki. Eitt af timanna táknum i tsrael eru aukin mannréttindabrot vax- andi beiting ofbeldis af hálfu hins opinbera. Almúginn á herteknu svæðunum býr við herlög og minnsti stuðningur viö PLO er túlkaður sem hryðjuverkastarf- semi. Viðurlög eru fangelsanir, nauðungarflutningar og eigna- upptaka. Fjöldi manns, trúlega á milli 3000 og 5000 manns, situr i fangelsum fyrir pólitiska starf- semi. Alþjóða mannréttinda- og mannvinasamtök, s.s. Rauði krössinn og Amnesty Internation- al hafa lýst áhyggjum sinum vegna pyntinga i israelskum fangelsum. Annað form ofbeldis er það þegar Israelsmenn leysa upp lýð- ræðislega kjörnar bæjarstjórnir á herteknu svæðunum, loka skólum Palestinuaraba og banna útgáfu blaða og timarita þeirra. Það eru raunar fleiri en Palestinumenn sem verða fyrir ofbeldisárásum. Péres formaður verkamanna- flokksins i Israel hefur kvartað undan skipulögðum árásum of- beldisseggja Likudbandalagsins á fundi og starfsmenn flokksins. Utrýmingarherferö á hendur Palestinumönnum Atburðir siðustu vikna hafa bætt einni ávirðingu enn á stjórn Begins: Nú skal PLO upprætt. 1 stað þess að velja leið friðarins og leita eftir lausn á Palestinu- vandamálinu með þvi að viður- kenna rétt Palestinumanna til sjálfsákvörðunar og landsvæðis, er leitað eftir „endanlegri lausn”, lausn vopnavalds og tortimingar. Sprengjum hefur verið varpaö yfir borgir og bæi, án tillits til þess hvort fyrir þeim yrðu PLO - hermenn eða hjúkrunarfólk, fullorðnir eða börn, Palestinu- menn eða Libanir. Miskunnar- leysið i árásunum hefur sýnt að hér er ekki verið að friða norður- landamæri tsraels einsog fyrir- sláttur var, heldur er hér um að ræða kaldrifjaða útrýmingarher- ferð. tsraelska innrásarliðið neitar aö viðurkenna PLO-hermenn sem striðsfanga. Begin hefur lýst þvi yfir aö þeir skuli dæmdir sem glæpamenn. Eitt vandamál hefur hann þó við að glima. öll fangelsi eru nú þegar full af föngnum stuðningsmönnum PLO. Það væri kaldranalegt ef Begin gripi til þess ráðs að reisa fangabúðir. Bruno Kreisky, kanslari Aust- urrikis, þekktur friðarsinni og gyðingur, hefur fordæmt innrás tsraels i Libanon og sagt að stjórn Begins hafi visvitandi eyðilagt þá möguleika sem voru á friðsam- legri lausn Palestinuvandamáls- ins. Fordæmum innrásina reynt að útrýma gyðingum, en án árangurs sem betur fer. Ég er viss um að Begin og kumpánum hans tekst heldur ekki að útrýma PLO. Lausn Begins er engin lausn og það að hann skyldi velja „lausn” útrýmingar er harmleik- ur jafnt fyrir gyðinga sem Palest- inumenn. Innrásina verður að fordæma kröftuglega og krefjast þess að réttur Palestinumanna til sjálfs- ákvörðunar og eigin rikis verði viðurkenndur. Stefna stjórnvalda i Tel Aviv er til þess eins fallin að auka enn á þjáningar manna i Mið-Austurlöndum og mun, — til lengri tima litið, kosta gyðinga engu minni þjáningar en Araba. Mig langar að siðustu að gera að minum orðum orð israelska heimspekiprófessorsins Joseph Agassis i Tel Aviv. „t tsrael eru of fáir gyðingar en of margir harðsnúnir hernaðarsinnar, of margir þjóðernissinnar og of margir trúarofstækismenn sem til samans hafa of mikil áhrif.” Stefna er ógnun og ögrun við málstað mannúðar og manrélt- inda i heiminum, og ekki sist ógn- un við málstað gyðinga. Lundi Sviþjóð 21/7 1982. Ólafur lngólfsson, jarðfræðingur t rás sögunnar hefur verið „Hafe svona vandaðir raðskápar nokkum tíma verið seldir á jafii hagstæöu verði ?“ Okkur hefur tekist að halda verðinu því sem næst óbreyttu í heilt ár. 8% staðgreiðsluafsláttur eða 25% útborgun. M€DINR Brúnleit eða wengelituð eik, fléttaður tágavefur í rammahurðum. L]ós fylgir í neðri ljósakappa. íslensk hönnun - íslensk framleiðsla. ILg óska eftir aó fá sent MEDINA litmyndablaöið KRISTJÁn /ÆSIGGEIRSSOn HF. Nafn: LAUGAVEG113. SMIÐJUSTIG 6. SiMI 25870 Heimili:_____________________________________________________________ Staöur:______________________________________________________________ | Sendistfil: Kristján Siggeirsson h.f Laugavegi 13.101 Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.